Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980
Minnstu reyk-
ingar hættulegar
MIÐALDRA menn geta
minnkað hættu á banvænu
hjartaslagi um helming með
því að hætta reykin«um.
breyta mataræði sínu og
leggja af, að því er fram
kemur í niðurstöðum rann-
sókna norsks læknis við Ulle-
vál sjúkrahúsið í Osló á 1.200
mönnum á fimmtugsaldri.
í niðurstöðum sínum segir
læknirinn, að reykingar verki
með öðrum hætti á hjarta- og
æðakrefið en aðrir áhættu-
þættir. Reykingar virkuðu
beint á hjartavöðvann og gætu
valdið örum hjartslætti,
hjartastöðvun og skyndilegu
andláti. Háþrýstingur, hins-
vegar, og mikil blóðfita stífl-
uðu smám saman slagæðar.
Læknirinn segir ennfremur,
að minnstu vindlingareykingar
séu skaðlegar, og það sé engin
lausn að draga úr daglegri
neyzlu eða skipta yfir í pípu
eða vindla, eða a.m.k. afar
varasöm. Hann segir miklar
hættur fylgja minnstu reyk-
ingum ef minnstu hjartaveilur
eru fyrir hendi.
í klakstöðinni Noróurlax hf. að Laxamýri biða nú i kerjum 80 hrygnur og
36 hængir eftir þvi að þau verði „kreist“ eftir miðjan þennan mánuð. en
þau eru öll veidd i Laxá. Á myndinni er stöðvarstjórinn, Halldór Daviö
Benediktsson, að taka á móti siðasta hængnum. sem veiddur var i
Hólmavaðslandi.
LjÓNm. Mbl. Spb.
AFgefnu tilefnierverðiðá
nýjum Volvobilum sem hérsegir
VÖlVO244: Gengi 29/9
10.960.000 kr.
Við lækkum ekki veróin
VOLVO
varanleg fjárfesting
ISTOÐUCRISOKN
PEPSIOCFRAM
\
íslandsmótið í handknatt-
leik 1. deild í kvöld kl. 20 í
Laugardalshöll
FRAM
ÞRÓTTUR
STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17
Bakaríið
Kringlan
Starmýri 2.
/ÉÍ\ TRYGGINGAR
^82800
Tónllst
eftir JÖN
ÁSGEIRSSON
Píanó-
tónleikar
ÞAÐ VERÐA að teljast
töluverð tíðindi er píanó-
leikari sunnan úr heimi
stefnir til móts við norðan-
garðinn alla leið til Is-
lands, með op. 111, eftir
Beethoven og úrtak úr
Prelúdíunum eftir De-
bussy, sem veganesti.
Það er því nokkuð leitt
til þess að hugsa að hann
skuli ekki hafa erindi sem
erfiði og tilstandið allt
verða heldur lítil tíðindi.
Anker Blyme, prófessor í
píanóleik við Tónlistar-
skólann í Kaupmannahöfn,
hefur eflaust átt góðar
stundir við píanóið, en
flutningur hans á op. 111
og nokkrum af prelúdíum
Debussys var eitt það
kaldranalegasta sem und-
irritaður hefur heyrt lengi
og svo mjög, að það var
notalegt að komast út und-
ir bert loft að loknum
tónleikunum.
Jón Asgeirsson
Farþegum
*
til Islands
fer fækkandi
I septembermánuði kom alls
13.541 maður til landsins, þar af
9.163 íslendingar en 4.378 útlend-
ingar. Fjölmennastir i hópi útlend-
inga eru Bandaríkjamenn, eða
1.253, þá eru Norðurlandabúar
einnig tíðir gestir. Er þetta fækk-
un frá fyrra ári, en í september-
mánuði komu alls 16.663 Íslend-
ingar voru 10.405 en útlendingar
6.258.
Frá áramótum til 30. sept. hafa
alls komið til landsins 115.276 menn,
56.805 íslendingar og 58.471 útlend-
ingar. Er þetta einnig fækkun frá
fyrra ári, en þá komu á sama tíma
alls 128.196 til landsins, 60.843
íslendingar og 67.353 útlendingar.
Aðalfundur SÁÁ
á þriðjudaginn
AÐALFUNDUR SÁÁ — Samtaka
áhugafólks um áfengisvandamálið,
verður haldinn næstkomandi
þriðjudag, 14. október. í Kristals-
sal Hóteís Loftleiða. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa og al-
mennra umra-ðna um starfsemi
Samtakanna mun Jóhannes Berg-
sveinsson yfirlæknir, fjalla um
ástand áfengisvarnarmála á ís-
landi i dag.
SÁÁ starfrækir nú sjúkrastöð að
Silungapolli, eftiemeðferðarheimili
að Sogni, Ölfusi, fræðslu- og leið-
beiningastöð í Lágmúla 9, Rvík., í
samvinnu við Áfengisvarnardeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur-
borgar, kvöldsímaþjónustu (sími
81515) alla daga ársins frá kl. 17.00
til 23.00. Ennfremur gefur SÁÁ
regiubundið út Tímarit SÁÁ og
kynninarpésa um áfengisvandamál-
ið. Fulltrúar SÁÁ mæta á fundum, í
félögum og skóium til umræðna um
áfengisvandamálið og til kynningar
á þeim leiðum sem SÁÁ beitir í
starfi sínu, auk þess sem almenn
starfsemi SÁÁ er rædd.