Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980
Eiginkona mín og móöir okkar,
HULDA LONG GUNNARSDÓTTIR,
Hœöargaröi 50,
sem andaóist 7. október sl. veröur jarösungin þriöjudaginn 14.
október frá Fossvogskirkju, kl. 10.30.
Guöjón Bjarnason,
Guöbjörg B. Siguröardóttir,
Siguröur R. Guöjónsson,
Hulda K. Guöjónsdóttir.
Faöir minn og fósturfaöir,
MARÍUS TH. PÁLSSON,
lést aö Hrafnistu 10. þ.m.
Páll Kristinn Maríusson,
Hrafnhildur Jónasdóttir.
Eiginkona mín og móöir okkar,
DAGMAR HELGADÓTTIR,
Hamrahlíö 35,
andaöist 10. október.
Jón Haukur Guöjónsson,
Holgi Tómasson, Guöjón Hauksson.
+ Bróöir okkar.
GUDJON VALGEIRSSON,
frá Seljanesi,
sem andaöist 2. október, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju,
þriöjudaginn 14. október nk. kl. 13.30. Systkinin.
Jaröarför eiginkonu minnar og móöur,
SIGRÍDAR MAGNÚSDÓTTUR,
frá Staö í Aöalvík,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 13. október, klukkan
10.30 árdegis.
Blóm eru vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hinnar
látnu, er bent á Háteigskirkju. Ásgeir Guðjónsson,
Magnús Ásgeirsson.
+
Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
AUÐUNS GUNNARS GUÐMUNDSSONAR,
járnsmiös,
Bólstaðahlíö 44,
fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 14. október kl. 15.00.
Ester Kratch, Auður Auöunsdóttir,
Þorbjörg Auóunsdóttir, Guömundur Auðunsson,
Guðlaug Auöunsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+
FRIÐGERÐUR FRIDFINNSDÓTTIR,
Bólstaóarhlíð 39,
veröur jarösungin, mánudaginn 13. október, frá Háteigskirkju.
Athöfnin hefst kl. 3 e.h.
Jóhann Þorsteinsson, Kolbrún Guömundsdóttir,
Gunnar Þorsteinsson, Ingveldur Þorkelsdóttir,
Sigríöur Helga Þorsteinsdóttir, Jón Ingi Guömundsson,
Þorsteinn Jóhannsson,
Guórún Ása Jóhannsdóttir,
Elva Dögg Garöarsdóttir,
+
Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö vegna fráfalls móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og systur,
KRISTÍNAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR,
Háaleitisbraut 40.
örlaugur Björnsson, Ásta Gunnarsdóttir,
Hreinn Björnsson, Sigríóur Sigtryggsdóttir,
Sveinbjörn Björnsson, Kristín Pálsdóttir,
Þorsteinn Björnsson, Guörún E. Halldórsdóttir,
Sturla Björnsson,
Teitur Sveinbjörnsson, Ingiríöur Sveinbjörnsdóttir,
og barnabörn.
Eyþór Dalberg
yfirlœknir —
In memoriam
Hinn 3. október síðastliðinn
andaðist að heimili sínu í Waynes-
ville, Missourifylki í Bandaríkjun-
um, Eyþór Dalberg yfirlaeknir.
Við fráfall hans hefur enn verið
höggvið í knérunn stúdentanna
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1935.
Eftir bjarta vordaga og sólríkt
sumar var allt í einu komið
hrímkalt haust. Við þessar hug-
leiðingar hvarflar hugurinn aftur
í tímann, til æskuáranna, þegar
glaðvær hópur nýútskrifaðra
stúdenta stóð á tröppunum fyrir
framan okkar gamla, virðulega
skóla og söng við raust:
nGaudeamuH igitur. juvenes dum sumus.
Post jucundam juventutem. post molestam
senectutem. nos habebit humus. nos habe-
bit humus.
Þar gengum vér glaðir um
ganga og sali, iðandi af æskufjöri,
æskan leið, en ellin beið og að
endingu er komið að leiðarlokum
áður en varir.
Eyþór hét fullu nafni Sigmund-
ur Eyþór, þótt hann sjaldan eða
aldrei notaði fyrra nafnið, fyrr en
þá síðar á æfinni.
Hann fæddist í Reykjavík 4.
marz 1914 og ólst upp ásamt yngri
bróður sínum, Hallgrími Dalberg,
hjá foreldrum sínum, Magnúsi
Guðmundssyni og konu hans,
Guðrúnu Sigurðardóttur.
Snemma kom í ljós að þeir
bræður báðir bjuggu yfir miklum
hæfileikum og vaknaði áhugi hjá
þeim að ganga menntaveginn. Þeir
nutu góðs uppeldis hjá ástríkum
foreldrum, þess aðhalds, aga og
trausts, sem uppvaxandi börnum
er besta veganestið á lífsleiðinni.
Okkar fyrstu kynni urðu á
menntaskólaárunum. Hann tók
inntökupróf í Menntaskólann í
Reykjavík 1928 og sóttist námið
vel, þangað til erfiður sjúkdómur,
hin skæða berklaveiki, sem þá var
hér landlæg, batt í bili enda á
skólaveruna. Á þessum árum
hnigu margir efnilegir æskumenn
í valinn fyrir „Hvíta dauðanum",
hinum skæða vágesti.
Eyþór barðist hetjulegri bar-
áttu í sjúkdómsstríði sínu og lá
lengi veikur, náði að vísu bata, en
beið þó sjúkdómsins aldrei að
fullu bætur.
Hann tafðist í náminu um heilt
ár og nú vorum við orðnir af sama
árgangi. Á skólaárunum hafði
hann mikinn áhuga fyrir allskyns
íþróttum, einkum sundi, frjálsum
íþróttum og handknattleik, sem
þá var að ryðja sér til rúms og
mikið iðkaður í skólanum.
Hann var drengilegur í leik, en
óvæginn og lét ekki hlut sinn fyrir
neinum. Oft elduðum við grátt
silfur saman í skólanum í þá daga,
bæði til að reyna kraftana og að
sjá hvað byggi í félaganum.
Áhugamál hans voru mörg
fleiri. Hann var einn af bestu
skákmönnum skólans, virkur fé-
lagi í Taflfélagi Reykjavíkur og í
eitt skipti Reykjavíkurmeistari í
skák. Auk þessa hafði hann alveg
sérstakar mætur á sagnfræði og
+
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jaröarför systur okkar,
REBEKKUMAGNÚSDÓTTUR,
frá Sólvangi, Vestmannaeyjum.
Unnur Magnúsdóttir,
Sigurbjörg Magnúsdóttir,
Siguröur Magnússon,
Kristinn Magnússon.
+
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
LAUFEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Guörún Bjarnadóttir, Jóhann Sveinsson,
Sjötn Magnúsdóttir, Ingimundur Jónsson,
Guórún Magnúsdóttir, Einar Þórir Jónsson,
Kristófer Magnússon, Sólveig Ágústsdóttir,
og barnabörn.
+
Hjartans þakklr til allra er sýndu okkur samúö og vlnarhug viö
andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu,
GUÐRUNAR SIGURRÓSAR ÞORLÁKSDÓTTUR,
Uröarstíg 3.
Þorlákur Ragnar Haldorsen,
löunn I. Siguróardóttir,
Haldor Gunnar Haldorsen.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
t
verð vel að sér í þeirri grein,
ennfremur var hann afar víðles-
inn í bókmenntum og ágætlega
heima í skáldskap jafnt bundnu
sem óbundnu máli.
Að loknu stúdentsprófi, með
ágætri 1. einkunn úr stærðfræði-
deild MR, hóf hann nám í læknis-
fræði við Háskóla íslands og lauk
þaðan kandidatsprófi 1942 með
hárri 1. einkunn.
Eyþór var skarpur námsmaður,
gæddur fágætu viljaþreki og at-
orku og mikilli einbeitingarhæfni,
sem er óhjákvæmilegt að hafa við
erfitt og tímafrekt nám, þar sem
miklar kröfur eru gerðar.
Af okkar samverustundum í
læknadeildinni er mér minnis-
stæðust námsdvöl á Vífilsstöðum,
sumarið 1939, sem var eitt feg-
ursta og besta sumar, sem komið
hefur á þessari öld.
Þá varð þess áþreifanlega vart
hve gott álit starfandi læknar á
hælinu höfðu á hinum unga stúd-
ent, er hann gekk að verkum með
þeim og okkur hinum. Hygg ég að
þá hafi verið lagður grunnurinn
að glæsilegum starfsferli hans
síðar.
Á stríðsárunum var allt sam-
band við Norðuriönd og meginland
Evrópu rofið og fóru því íslenskir
læknar vestur um haf til þess að
afla sér framhaldsmenntunar í
læknisfræði.
Þangað hélt Eyþór ásamt fleir-
um með styrk frá The Rockefeller
Foundation til námsdvalar við
Medical College of Virginia Ho-
spital í Richmond í Virginíu í
Bandaríkjunum.
Síðan hélt hann áfram sérnámi
í handlækningum og svæfingum
við ýmsa spítala 1943—45 aðallega
í New York, og árið 1948 starfaði
hann við Glenn Dale Hospital í
Washington DC og lagði þar stund
á lungnasjúkdóma og hélt því
sérnámi áfram í sömu borg, allt til
ársins 1952, sótti framhaldsnám-
skeið í lungnasjúkdómum í Atl-
antic City 1950 og í Filadelfíu
1952, sat í læknaherskólanum
bæði í Bandaríkjunum og Verona
á Ítalíu.
Hann kom til íslands og starf-
aði hér heima sem aðstoðarlæknir
í Stykkishólmshéraði frá mars-
byrjún 1947 til febrúarloka 1948.
Hér festi hann ekki yndi, en hélt
út á ný og starfaði síðan alla æfi
utanlands.
Hann varð deildarlæknir við
Glenn Dale Hospital, gerðist her-
læknir og starfaði á vegum Banda-
ríkjahers víða um lönd, einkum
Bandaríkjunum og Þýzkalandi.
Um þriggja ára skeið, 1961—1964,
var hann ráðunautur um herlækn-
ingar hjá ríkisstjórn Abbyssiníu
(Eþíópíu) með aðsetur í Addis-
Ababa og varð síðar yfirlæknir við
herspítala í Fort Leonard Ward.
Hann náði miklum frama í starfi
og hafði æðstu tignargráðu læknis
í hernum. Þótt hann væri kominn
á eftirlaun, starfaði hann enn
fyrir herinn og fékkst aðallega við
skipulagsmál, en þeim hafði hann
aðallega gefið sig að hin síðari
árin.
Eyþór Dalberg var fríður maður
sýnum, föngulegur á velli og bar
sig vel, fremur dulur í skapi,
flíkaði ekki tilfinningum sínum,
en var tryggur og vinafastur.
Hann gaf sér alltaf tíma til að
finna vini sína og kom oft hingað
heim, til þess að hitta gamla vini,
kunningja og ættingja og tók eins
oft og kostur var þátt í skólaaf-
mælum og var þá hrókur alls
fagnaðar.
Fjölskyldu hans, eftirlifandi
eiginkonu, Brigittu Elinor, börn-
um hans, Marinó Eið (frá fyrra
hjónabandi) og dætrunum Gudrun
og Astrid, svo og Hallgrími Dal-
berg, bróður hans, ráðuneytis-
stjóra í félagsmálaráðuneytinu,
konu hans, Maríu, öldnum föður,
Magnúsi og allri fjölskyldunni
votta ég innilega samúð og hlut-
tekningu.
Jarðneskar leifar hans voru
jarðsettar, eftir látlausa minn-
ingarathöfn í Dómkirkjunni í
Reykjavík 9. október.
Blessuð veri minningin um
hann. Þessum orðum fylgja og
kveðjur allra samstúdentanna frá
1935.
Bjarní Konráðsson