Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 Sovéskir dagar í listaskála ASÍ Vart hefur orðið við, að ýms- um finnist heldur óviðeigandi af ASI, að vera bendlað við þá sýningu, sem nú á sér stað á vegum MÍR og kölluð hefur verið Sovéskir dagar, einkum þar sem Eistland á í hlut, en margir miðaldra og eldri muna glöggt, hvernig það land komst í hóp svokallaðra Sovétlýðvelda. Það er þó hvorki staður né stund til að ræða það mál nánar. Þessar línur eru settar á blað eingöngu til að minnast á þá sýningu, sem þessa dagana stendur í Lista- skála ASI. Myndllst eftir VALTY PÉTURSSON Á sýningunni má finna svart- list, barnateikningar, muni úr leir, málmi og tré, prjónles og vefnað, eins og tekið er fram í sýningarskrá. Allt eru þetta mjög frambærilegir gripir, og börnin austurfrá virðast ekki síður litglöð en hér í norðrinu. En það er svartlistin, sem er meginuppistaða þessarar sýn- ingar. í stuttu máli má um hana segja, að þar er allt fellt og slétt, fastmótað í vissi tæknilegri full- komnun, sem virðist miðstýrð frá einhverju, er minnir mjög á hina úreltu gömlu akademíu, sem fyrir guðs og manna verkn- að er blessunarlega gengin fyrir bí í hinu spillta vestri, að ég nú ekki minnist á þá viðbjóðslegu Ameríku. Margir listamenn eru á ferð hér. Fimmtán, hafi ég rétt talið, það er að segja í svartlist. Allir nota þeir viðurkenndar aðferðir, sem þeir auðsjáanlega hafa ræktað með sér. Árangurinn lætur heldur ekki á sér standa. Þessi grafísku blöð eru svo óaðfinnanieg og sneydd hvers kyns leikbrigðum og tilraunum, að landvinningar verða litlir, og ekkert gerir mann hlessa eða spenntan fyrir framhaldi. Þeir listamenn, sem ég tók einkum eftir á þessari sýningu er: Wint, sem gerir einfaldar en sterkar myndir, Keerend, semsýnir mjög vandaða grafík, Okas, sem túlk- ar á áhrifaríkan hátt turnana í Tallin og hinn baltíska vetur. Þá er Ootsing mjög sterkur og heill í myndgerð sinni, sama er að segja um Ploomipuu og ekki síður um Eelma og Torn, sem hefur næmt auga fyrir sjávar- síðunni. Sumir þessara lista- manna hafa öðlast titilinn „Heiðurslistamaður eistneska Sovétlýðveldisins", og mun það vera stöðutákn, sem við hér í spillingunni köllum að vera í náðinni. Ég hafði ánægju af að skoða þessa sýningu, en ekki get ég neitað því, að í hvert skipti sem ég sé sýningar, sem sprottnar eru úr hinni sterku miðstýringu, langar mig ósjálfrátt til að sjá svolítið af Suðurgötu-sjö-listinni eða annað hliðstætt, óþægt og uppreisnargjarnt, sem annað- hvort kemur manni í gott skap eða fer ægilega í taugarnar á skoðaranum. Nú er komin út ný barnaplata þar sem Bessi Bjarnason leikari, les 7 vinsælar barnasögur í þýöingu Þóris S. Guðbergssonar. Verö á þessari hljómplötu eöa kassettu er aöeins kr. SÖGURNAR A PLOTUNNI: Stígvélakötturinn Þrír bangsar Sætabrauösdrengurinn Hérinn og skjaldbakan Kóngsdæturnar tólf Heimski Hans FÆST í VERSLUNUM UM LAND ALLT segir bömunum sógur FALKINN Suðurlandsbraut 8 — Sími 84670. Laugavegi 24 — Sími 18670. Vesturveri — Sími 33360. f tilefni af 15 ára afmœli Herrahússins gerum við okkur daga mun og bjóðum 15% „veislu“ afslátt á öllum fötum og jökkum, volgum úr verksnúÖjunrá okkar, Þessi afmcelisafsláttur gildir í 3 daga, 13., 14. og 15. október. Viljir þú skarta glœsilegum Combi fötum,Peysufötum eða jakka frá Köróna eða Van Gils,í vetur, skaltu grípa gott boð og slá þér á betri galla á afmælisafslœtti, Það munar um 15%. 7* Aóalstræti4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.