Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 fWtrgiu Útgefandi jjMWs»í§» hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, ' Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Sjómenn eru ekki ýkja hrifnir af fiskverðs- ákvörðun þeirri, sem tekin var á dögunum. Ingólfur Ingólfsson, formaður Vél- stjórafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag, að sjómenn mundi skorta 27—29%, eft- ir 1. desember nk., á að hafa fengið sambærilegar launahækkanir og launþeg- ar í landi. Þetta er vitnis- burður manns, sem ekki verður sakaður um fjand- skap við núverandi ríkis- stjórn, enda einn af helztu verkalýðsforingjum komm- únista. Allir helztu forystumenn sjómanna taka í sama streng. Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur segir, að fiskverðsákvörð- unin þýði enn eina kjara- skerðingu fyrir sjómenn. Ingólfur Falsson, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands segir að sjómenn muni ekki láta sér þetta lynda og nú sé enn gengið á hlut þeirra og þeir hafi ekki haldið sínum hlut þrátt fyrir aukinn afla. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands ís- lands segir, að það sé und- arlegt, að á sama tíma og aðrar stéttir semji um kjarabætur verði sjómenn fyrir frekari kjaraskerð- ingu. I samtali við Morgun- blaðið í gær segir Kjartan Kristófersson, formaður Sjómannafélags Grinda- víkur m.a.: „... En nú held ég að ríkisstjórnin, núver- andi ríkisstjórn, hafi geng- ið það hraustlega til verks, að henni hafi tekizt að sameina sjómannastéttina til átaka og þannig þurrkað út allar krytur milli lands- fjórðunga." Bjarni L. Gestsson, varaformaður Sjómannafélags ísafjarðar segir að í þessari fiskverðs- ákvörðun felist „svik hjá Steingrími Hermannssyni". Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag um þetta mál: „Mín skoðun er sú, að með þessari verð- ákvörðun hafi verið gengið mjög á hlut sjómanna og er það nú raunar ekki í fyrsta skipti eftir að svokallaðir vinstri menn taka við stjórnartaumunum. Sé þetta borið saman við ný- gerða samninga við opin- bera starfsmenn og lífeyr- isréttindi opinberra starfs- manna annars vegar og lífeyrisréttindi sjómanna hins vegar, þá sést, að bilið milli þessara stétta hefur breikkað geigvænlega. Við það er svo einnig því að bæta, að þær hörðu aðgerð- ir, sem gerðar hafa verið til takmarkana á fiskveiðum á þessu ári, hafa stórlega bitnað á sjómönnum sem kjararýrnun — til viðbótar því sem nú er gert.“ Það er eftirtektarvert, að kjör sjómanna versna jafn- an mjög, þegar vinstri stjórnir sitja að völdum og Alþýðubandalagið á aðild að ríkisstjórn. Þegar vinstri stjórnin fór frá vor- ið 1974 hafði hlutur sjó- manna gagnvart land: verkafólki versnað mjög. í sj ávarútvegsráðherratíð Matthíasar Bjarnasonar var þess vandlega gætt, að sjómenn fengju kjarabætur til jafns við landverkafólk. Um leið og stjórnarskiptin höfðu orðið haustið 1978, hallaði undan fæti á ný hjá sjómönnum og kjör þeirra hafa versnað stöðugt síðan. Auðvitað er ljóst, að mik- ill vandi var á höndum við ákvörðun fiskverðs nú. Af- urðaverðið á erlendum mörkuðum hefur ekki farið hækkandi en kostnaður innanlands eykst stöðugt. Þess vegna voru auðvitað engar raunverulegar for- sendur fyrir hækkun fisk- verðs. En það hafa heldur ekki verið forsendur fyrir kauphækkunum til annarra stétta. Og það er að sjálf- sögðu útilokað að halda þannig á kjaramálunum, að sumar stéttir fái kjarabæt- ur en aðrar ekki. Þetta kemur líka berlega fram í samtölum Morgunblaðsins við forystumenn sjómanna. Þannig segir Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri á Vopnafirði: „Sjómenn eru tilbúnir að taka á sig skerð- ingu en vilja þá láta eitt yfir alla ganga." Og Kjart- an Kristófersson, formaður Sjómannafélagsins í Grindavík, tekur undir þetta er hann segir: „Það stendur ekki á sjómönnum að moka flórinn. Sjómenn eru reiðubúnir að fórna sér, ef út í það færi, en það er frumskilyrði að allir lands- menn taki þátt í þeim mokstri." Af viðbrögðum sjómanna er Ijóst, að þeir skorast ekki undan því að taka á sig kjaraskerðingu, ef nauðsyn krefur, en þeir gera þá kröfu að aðrir geri það líka. Ríkisstjórnin virð- ist hins vegar halda að hún muni komast upp með það að ganga á hlut eins þjóð- félagshóps umfram ann- arra. Það er áreiðanlega mikill misskilningur — og það er líka rangt að fara þannig að. Sjómenn og fiskverðið | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦-Laugardagur 11. október • ♦ ♦ • ♦ Ný adför ad Flugleidum Pyrir nokkrum vikum stóð Al- þýðubandálagið fyrir meiriháttar aðför að Flugleiðum. Áróðursmenn kommúnista notuðu tækifærið, þeg- ar ljóst var orðið, hve erfiðleikar félagsins voru miklir og misnotuðu aðstöðu sína og trúnaðarupplýsing- ar í því skyni að varpa rýrð á félagið í augum almennings og starfsmanna, skapa grunsemdir í þess garð og koma því á kné. Markmið þeirra var augljóslega að hrekja einkaframtaksmenn út úr flugrekstrinum og tryggja yfirtöku ríkisins á þessum rekstri. Þeirri tilraun alþýðubandalags- manna var hrundið. Almenningsál- itið snerist gegn kommúnistum og samstaða lýðræðisflokkanna innan og utan ríkisstjórnar varð til þess, að Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, snerist gegn komm- únistum, enda mátti ljóst vera, að yfirgnæfandi meirihluti Alþingis mundi styðja eðlilegar og skynsam- legar aðgerðir til þess að veita Flugleiðum aðstoð í hinum sérstöku erfiðleikum félagsins, jafnframt því sem vilji var til að halda Atlants- hafsfluginu áfram enn um skeið. Kommúnistar urðu að hörfa, en fáir töldu, að þeir hefðu gefizt upp, eins og nú er komið á daginn. Bréf það, sem Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra Alþýðubanda- iagsins, sendi Flugleiðum í fyrra- dag, þar sem hann gerir grein fyrir skilmálum ríkisins fyrir bakábyrgð vegna Atlantshafsflugs og skilyrð- um fyrir veitingu ríkisábyrgðar, sýnir beinlínis, að í fjármálaráðu- neytinu, sem kommúnistar ráða nú, ríkir illvilji í garð þessa fyrirtækis og að markvisst er stefnt að því að tefja svo fyrir afgreiðsiu allra mála, að Flugleiðir komist í þrot. Með þessu bréfi gengur ríkisstjórn- in á bak orða sinna, hún dregur úr líkum á því, að Atlantshafsfluginu verði haldið áfram og þar með á því, að um 300 starfsmenn Flug- leiða, sem búið var að segja upp, haldi atvinnu sinni og stofnar atvinnu og launagreiðslum til ann- arra starfsmanna félagsins í stór- kostlega hættu. Þetta eru ósvífin vinnubrögð og ljóst, að nú er komið að Alþingi að taka í taumana og sjá til þess, að sá minnihlutahópur, sem kommúnistar eru, komist ekki lengur upp með að ráðskast með aila hluti í þessu þjóðfélagi eins og þeim sýnist. Skilyrðin fyrir ríkisábyrgð Sá mikli taprekstur, sem verið hefur á Flugleiðum síðustu ár og enginn hefur staðið undir nema félagið sjálft, veldur því að fyrir- tækið þarf á ríkisábyrgð að halda vegna rekstrarlána til þess að starfsemi geti haldið áfram með eðlilejpjm hætti yfir vetrarmánuð- ina. I þessu tilviki er ekki um að ræða ábyrgð vegna Atlantshafs- flugsins, heldur nauðsynlega fyrir- greiðslu vegna allrar starfsemi fé- lagsins. Hér er ekki verið að fara fram á fjárframlög úr ríkissjóði, heldur ábyrgðir til þess að auðvelda félaginu að breyta lausaskuldum í föst lán og tryggja reksturinn og þar með samgöngur milli íslands og annarra landa yfir veturinn, þegar litlar tekjur koma inn. Fjöimðrg fordæmi eru fyrir því, að íslenzku flugfélögin hafi fengið slíkar ríkis- ábyrgðir, svo ekki sé talað um fordæmi úr öðrum atvinnugreinum fyrir ríkisábyrgðum. Ríkisstjórninni er áreiðanlega vel kunnugt um það, að félagið þarf á þessum ábyrgðum að halda mjög fljótlega til þess að tryggja óhindr- aðan rekstur og að allar óeðlilegar tafir á því að afgreiða þessa ábyrgðarbeiðni geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir flugreksturinn. í ljósi þessarar vitneskju, sem ríkisstjórnin býr áreiðanlega yfir, og þar með fjár- málaráðherra, kemur bezt í ljós, að hverju ráðherrann og flokkur hans stefna, þegar lesinn er sá kafli í bréfi fjármálaráðherra, sem fjallar um ríkisábyrgðina. í fyrsta lagi er þar tekið fram, að fjármálaráðuneytið hafi skipað sér- fróða matsmenn til þess að meta veðhæfi eigna Flugleiða „og verður þessari athugun hraðað eins og kostur er“. Það fer ekki milli mála, að hér á eftir að vinna mikið verk, ef rétt er, að matsmenn eigi að grandskoða allar eignir Flugleiða. Auðvitað liggja ailar upplýsingar um eignir fyrirtækisins fyrir í bókum þess, en þetta er ein aðferð til þess að tefja málið. Auk þess eiga menn eftir að sjá þær reglur, sem matsmönnum verða settar. í öðru lagi segir í þessum kafla bréfsins, að til þess að unnt sé að veita umbeðna ríkisábyrgð, þurfi fyrirtækið „sennilega" að selja nokkrar eignir og síðan er hnykkt á þessu með því að gera sölu eigna og samkomulag um veð beinlínis að skilyrði fyrir veitingu ríkisábyrgð- ar. Jafnvel þótt engin önnur sjón- armið séu tekin inn í þetta dæmi, verður auðvitað ljóst, að eignir Flugleiða verða ekki seldar á nokkr- um vikum. Hér er annað dæmi um það, að fjármálaráðherra leitar leiða til þess að tefja málið og draga það á langinn. Það er alveg ljóst, að fái þessi ráðherra að ráða ferðinni í Flugleiðamálinu, verður ríkisábyrgðin ekki afgreidd á næstu vikum, ef nokkurn tíma. Af góðmennsku sinni segir fjár- málaráðherra, að til bráðabirgða skuli leitað til viðskiptabanka fé- lagsins um úrlausn í brýnustu rekstrarfjárþörf. Um hvaða banka er ráðherrann að tala? íslenzka eða erlenda viðskiptabanka? Ef hann er að tala um íslenzka viðskiptabanka er ástæða til að spyrja, hvaðan þeir eigi að fá þær stóru fjárhæðir, sem hér er um að ræða. Hefur ríkis- stjórnin ekki krafizt þess, að við- skiptabankarnir takmarki útlán sín stórlega? Bankastjórar viðskipta- bankanna liggja undir stórárásum ráðherra og annarra talsmanna ríkisstjórnarinnar fyrir of mikil útlán. Annars er það athyglisvert, að ráðherrar í núverandi ríkis- stjórn eru farnir að taka að sér bankastjórastörf. Þeir gefa fyrir- heit út og suður um lán úr bönkum. Annars vegar heimta þeir samdrátt í útlánum. Hins vegar lofa þeir iánum sjálfir. Hvað eiga þessi vinnubrögð að þýða? Sala á eignum Það er sem sagt ljóst, að mark- mið fjármálaráðherra er að tefja afgreiðslu á ríkisábyrgð eins og kostur er í von um, að Flugleiðir komist með þeim hætti í þrot. En jafnframt vekur krafa ríkisstjórn- arinnar um sölu eigna athygli. Hér koma mótsagnirnar í málflutningi kommúnista skýrt fram. Fyrir nokkrum vikum gerðu Flugleiða- menn sér vonir um að geta selt tvær Boeing-þotur til Júgóslavíu. Hefði það tekizt, hefði þörf þeirra fyrir ríkisábyrgð hvorki verið eins mikil né jafn brýn. Þegar útlit var fyrir, að þessar vélar mundu seljast og sú sala hjálpa féiaginu verulega yfir vetrarmánuðina, höfðu talsmenn kommúnista í hótunum um að fjármálaráðherra mundi banna sölu á þeim vélum vegna ríkis- ábyrgða. Menn taki vandlega eftir þessu! Þegar von var til þess, að tvær gamlar vélar seldust og and- virði þeirra mundi hjálpa félaginu yfir vetrarmánuðina, hótuðu kommúnistar að banna þá sölu! Nú, þegar komið er í ljós, að vélarnar seljast a.m.k. ekki á næstunni og félagið þarf á ríkisábyrgð að halda, krefjast kommúnistar þess sem skilyrði fyrir ríkisábyrgð, að eignir félagsins verði seldar! Þarf frekari vitna við um þau lúalegu vinnu- brögð, sem hér eru höfð uppi? í bréfi fjármálaráðherra segir, að félagið eigi að selja hlutabréf. Hvaða hlutabréf? Hlutabréf í Arn- arflugi? Fyrir nokkrum misserum var beinlínis leitað á náðir Flug- leiða um kaup á meirihluta í því fyrirtæki. Þá voru dótturfyrirtæki SIS í vandræðum með þann rekst- ur. Vilja þau nú komast inn í hann á nýjan leik? Er það ástæðan fyrir þessari kröfu? Er kannski verið að tala um eignarhlut Flugleiða í Cargolux? Líklega er það eina hlutabréfaeign Flugleiða, sem verulegu máli skipt- ir í sambandi við þær stóru upp- hæðir, sem hér eru á ferðinni og mundi gefa mikið fé í aðra hönd. En þá vaknar sú spurning, hvort það sé rétt og skynsamlegt út frá hags- munasjónarmiði okkar íslendinga almennt, að hlutur Flugleiða í Cargolux verði seldur. Cargolux er nú eitt af fimm stærstu fyrirtækj- um í heimi í sinni grein. Cargolux er afsprengi íslenzka flugævintýris- ins. Fyrirtækið var stofnað, þegar Loftleiðir þurftu að koma Rolls Royce-vélunum í verð á sínum tíma. Fyrirtækinu er stjórnað af íslend- ingum. Fjölmargir íslendingar vinna við það. Með starfrækslu þess hefur safnazt á íslenzkar hendur þekking og reynsla í vöruflutning- um í lofti. Eignaraðild að þessu fyrirtæki skapar okkur margvísleg tækifæri og möguleika. Hvaða vit er í því, að Flugleiðir selji hlut sinn í þessu fyrirtæki? Það eru engin málefnaleg rök fyrir því eins og málum er nú háttað. Það er engin ástæða til að ætla annað en Flug- leiðir muni ráða við sín vandamál og dæmið snúast við í rekstri fyrirtækisins á nokkrum misserum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.