Morgunblaðið - 02.11.1980, Side 36

Morgunblaðið - 02.11.1980, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 Morgunblaðið í ískönnunarleiöangri vegna olíuleitar við Grænland: Einangruðustu byggðu ból á norður- hjara veraldar Sauðnautin virtust hin vinalexustu . Dagurinn var tekinn snemma í Meistaravík seinni dag ferðarinn- ar, því ákveðið hafði verið að lagt skyldi upp i ísflugið á ný klukkan tíu árdegis, en áður var ætlunin að sýna blaðamanni umhverfið og þar á meðal gamla blýnámu skammt frá Meistaravík og einnig var ætlunin að reyna að komast í návígi við sauðnaut. Um hálftíma akstur er frá Meistaravík upp í blýnámuna, sem kölluð var Norðurnáma eða aðeins Náman. Við höfðum aðeins ekið skamma stund er nokkur mynd- arleg sauðnaut urðu á vegi okkar. Sauðnaut bera nafn sitt með rentu, og erfitt er að gera sér grein fyrir hvort skepnan er líkari sauð eða nauti. Þau virðast þrífast vel á litlu og að sögn kunnugra er æti þeira mosagróður. Þau þykja herramannsmatur og hefur gengið á ýmsu við verndun þeirra, 'en þau eru alfriðuð á þessu landsvæði. Við stukkum út úr bifreiðinni og reyndum að nálgast tvö þeirra, enda litu þau út fyrir að vera harla meinlaus. Er við nálguð- umst hóf annað þeirra að höggva og róta með öðrum framfætinum og gaf um leið frá sér illilegt hvæs, sem táknaði allt annað en að við værum velkomin. Nokkurt hik kom á okkur og hóf skepnan um leið tilburði til að renna á okkur. Um leið og hún þeyttist af stað í átt til okkar tók Paul það til ráðs að líkja eftir hátterni þeirra, stappaði niður fótum og líkti eftir hvæsi þeirra. Það nægði til þess að suðnautið tók skyndilega hægri beygju og geystist á brott og hávær dynur rauf fjallakyrrðina. Kristilegt íslenzkt þakkarávarp þaut í gegnum huga biaðamanns, er hann brölti á fætur og fann jörðina titra undan atgangi skepn- Draugabær Við héldum síðan rakleitt upp í Námuna og létum önnur sauðnaut, sem við sáum við vegkantinn, ekki verða til þess að tefja för okkar á ný. Náman sjálf er illa farin, námugöngin hrunin að stórum hluta og stór aðvörunarskilti eru við innganginn um að lífshættu- legt sé að fara inn í göngin. Skammt frá námunni sjálfri eru eftirstöðvar híbýla fyrrverandi starfsmanna hennar, en um 100 manns störfuðu við hana á sínum tíma. Hún var tekin í notkun 13. ágúst 1952, en lokað ellefu árum síðar, eða 24. ágúst 1963. Úr námunni var numið blý og að sögn heimamanna var blýnáminu hætt, er ýmsir léttmálmar urðu ofan á á heimsmarkaðinum og einnig var mjög kostnaðarsamt að flytja blý- ið á markað. Við gengum í gegnum húsaþyrpinguna og litum inn í nokkur húsanna. Aðkoman þarna var líkust því að íbúar staðarins hefðu yfirgefið staðinn í miklum flýti, því birgðageymslur eru enn yfirfullar af ýmsu, sem ekki þótti svara kostnaði að flytja á braut, og í eldhúsi eru enn áhöld og búsáhöld sem nægja myndu til þjónustu við tugi manna. Heimskautarefir eru þeir einu sem nýta aðstöðu og birgðir í dag. Hafa þeir á hugvitsamlegan hátt útbúið inngönguleiðir í stærstu birðgageymsluna og mátti sjá merki veru þeirra allt í kringum stafla súpuduftstunna og stórir kassar fullir af þvottaefni og annarri hreinlætisvöru höfðu einnig orðið fyrir barðinu á for- vitni þeirra og sjálfsbjargarvið- leitni. Við yfirgáfum þessa draugalegu byggð eftir að hafa ritað nöfn okkar í litla gestabók staðarins. Skýli heim- skautafara Er við komum til Meistaravíkur á ný var allt tilbúið fyrir áfram- haldandi ískönnunarflug og eftir að hafa þegið hressingu hjá kokk- inum Jan héldum við í loftið á ný. Flogið var útfrá ströndinni og Paul tók á ný til við skrásetningu ísalaga. Flogið var nokkrum sinn- um lágflug yfir ísbreiðunni til að athuga hvort konung hennar væri ekki að sjá þar, en bangsi lét aldrei á sér kræla. Var þá stefnan tekin á Danmerkurhöfn og flogið yfir byggðina og ræddi Paul við landa sína í gegnum talstöð flug- vélarinnar. Var tónninn hinn hressilegasti í Danmerkurhafnar- búum og sögðust þeir vera að jafna sig eftir haustgleði, sem haldin var í stöðinni kvöldið áður. I Danmerkurhöfn, sem er strand- gæzlustöð, búa 11 manns árið um kring, og telst það nyrzta byggða ból á austurströnd Grænlands. Frá Danmerkurhöfn var stefn- an tekin til Meistaravíkur, en á leiðinni var flogið fram hjá Bass Rock, en þar gat að líta tvö kúlulaga skýli, sem reist voru af vísindaleiðangri um síðustu alda- mót, en skýlin urðu sögufræg sem síðasta afdrep heimskautafaranna Einars Mikkelsen og Ivars Ivars- son, sem þar höfðust við í nokkra mánuði á fyrsta tug aldarinnar i lok heimskautafarar sem tók hátt á þriðja ár og var þeim bjargað þaðan nær dauða en lífi. Um leiðangur þennan hefur verið rituð bókin „Farlig tomandsfærd" eftir Einar Mikkelsen. . . með öllum þessum köllum“ Er við nálguðumst Meistaravík heyrðum við á ný viðkunnanlega rödd flugumferðarstjórans, Lis- beth Melchiors, í gegnum talstöð vélarinnar. Hún er eini kvenkyns- starfsmaður stöðvarinnar og á meðan flugvélin var undirbúin fyrir heimferðina til íslands ræddi blaðamaður við Lisbeth uppi í flugturninum. Hún er 27 ára að aldri og lærði til starfa síns í Kaupmannahöfn. Hún sagðist nú þegar hafa dvalið í Meistaravík í eitt og hálft ár af þeim tveimur, sem hún hefði orðið að ráða sig til. Lisbeth er fyrsta konan sem ráðin er til starfa í Meistaravík, en strangar reglur gilda þar um, að starfsmenn fá ekki að hafa með sér maka eða fjölskyldur. — „Ætl- arðu ekki að spyrja hvernig mér gangi að vera hér í einangruninni með öllum þessum köllum?" sagði hún hressilega, er við höfðum rætt saman stutta stund og sagði það sígilda spurningu frá aðkomu- mönnum. Eg sagðist ekkert hafa á móti svari við því og sagði hún að þetta væri ekki annað en hún væri vön frá barnæsku. „Ég missti móður mína ung og ólst upp i . en þau voru ekki öll þar sem þau voru séð. Eins og sjá má er húsið við innganginn í Námuna orðið hrörlegt. Danskir visindamenn hafa lagt mikla vinnu i að kanna, hvort frekari námuvinnsla á austurströnd Grænlands sé arðbær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.