Morgunblaðið - 02.11.1980, Page 40

Morgunblaðið - 02.11.1980, Page 40
AKAI HLJÓMTÆKI ORUnDICi LITTÆKI 100.000 kr. staðgr. afsláttur eða 300.000 kr. útborgun í flestum samstæöum AKAI er hágnða merki é góðu veröi. 100.000 kr. staögr. atsláttur eöa 300.000 kr. útborgun. Gildir um öll littæki. GRUNDIG vegna geðanna. ffl il BCOIH F Ófært austur á land ÓFÆRT var austur á land í gær þegar hluti hring- vegarins í Berufirði fór í sundur á tveimur stöðum. I gær var unnið að viðgerð og að sögn Hjörleifs Ólafssonar hjá Vegagerð ríkisins stóðu vonir til að viðgerð yrði lokið í gær- kvöldi. „Það urðu vatnavextir á Austur- landi en annars staðar tók snjó upp og var fært,“ sagði Hjörleifur. A Austurlandi var ófært í Breið- dal og Skriðdal og hefst viðgerð strax upp úr helginni. Þá var ófært í Fljótsdal og vegurinn milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar fór í sundur og var unnið að viðgerð í gær. Þá var símasambandslaust milli Héraðs og fjarðanna fyrir austan. Símalínur fóru í sundur á Fagra- dal og í Reyðarfirði. Unnið var að viðgerðum í gær. Get ekki tjáð mig um málið - segir dr. Selma Jóns- dóttir, formaður safn- ráðs Listasafns Islands „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál eins og sakir standa en safnráð Listasafns íslands mun gera það síðar," sagði dr. Selma Jónsdóttir, formaður safnráðs Listasafns íslands i samtali við Mbl. í gær, þegar hún var spurð um ástæður þess, að Listasafn íslands hefði afþakkað tæplega 600 málverk, sem hjónin Helga Jónsdóttir og Sigurliði Kristjáns- son ánöfnuðu safninu í erfðaskrá. Mynd eftir Svavar seld til Venezuela MÁLVERK eftir Svavar Guðnason var nýlega selt til Venezuela fyrir 2,7 milljónir króna. bað var stórt fyrirtæki í Venezuela sem sendi fyrir- spurn hingað um það hvort mögulegt væri að fá kcypt verk eftir Svavar. Listmuna- verziunin Kiausturhólar hafði milligóngu í málinu og var mynd eftir Svavar frá árinu 1947 send til Venezuela. Kaup- verðið var 2.7 milljónir eins og fyrr segir. SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 Bandaríkjadollar hefur hækkað um 113,1% frá ágúst 78 HÆKKUN dollarans gagnvart íslenzkri krónu frá því í ágústmánuði 1978 er 113,1%, en sé miðað við hækkun dollars, sem ferðamaður fær keyptan í gjaldeyrisbanka á þessum sama tíma er hækkunin 124,4%. Gengisskrán- ing Bandaríkjadollars í ágústbyrjun var 260,40 krónur fyrir hvern dollar, en er nú um 555 krónur fyrir hvern dollar. Á Jerðamannagengi er dollarinn nú rúmlega 610 krónur. Á þessum sama tíma er hækkun framfærsluvísi- tölu miðað við síðasta útreikning vísitölunnar 123,8%, en sé miðað við áætlaða 12% hækkun hinn 1. nóvember er hækkun framfærsluvísitölunnar orðin 138,7%. Á þessum sama tíma hefur verðbótavísitala, frá 1. september 1978 til jafnlengdar 1980 hækkað um 86,39% og vantar því 37,4 prósentustig til þess að hækkun verðbótavísitölu hafi verið hin sama og hækkun vísitölu fram- færslukostnaðar miðað við síðustu útreikninga beggja visitalnanna. Ef tekið er mið af vísitölu byggingarkostnaðar þá er hækkun hennar frá 1. október 1978 til 1. október 1980 124,6%. Vísitalan var þennan dag 240 stig fyrir tveimur árum, en nú við siðasta útreikning var vísitalan 539 stig. Póstur og sími: Stofngjald síma komið í á annað hundrað þús. - talfæri og uppsetning ekki innifalin Póst og símamálastofnunin hefur fengið heimild til hækkunar póst- og símagjalda frá 1. nóv. 1980 um sem næst 9%. Helstu breytingar á sima- gjöldum verða sem hér segir: Stofngjald fyrir síma hækkar úr kr. 96.330 í kr. 104.975 og símnotandi greiðir þar að auki fyrir talfæri og uppsetningu tækja. Gjald fyrir umfram- 30 milljónir,króna fyrir vel taminn Islandsfálka Reynt að múta formanni Fuglafriðunar- nefndar til aðstoðar við fálkasmygl FÁLKAR virðast stöðugt verða vinsælli i Arabalöndum, en einnig eru þeir eftirsóttir i ýmsum löndum Mið-Evrópu. Háar upphæðir eru gefnar fyrir vel taminn fálka og er íslandsfálkinn eða valurinn vinsælastur. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru jafnvel greiddar um eða yfir 30 milljónir króna fyrir góðan fugl. Erfitt er að henda reiður á hversu mörgum fálkum hefur verið smygl- að héðan á síðustu árum, en hins vegar hefur komizt upp um fjórar tilraunir á síðustu fimm árum. í samtali við blaðið sagði einn starfs- maður Náttúrufræðistofnunar, að þeir sem reyndu slíkt kæmust trú- lega flestir upp með það. í Svíþjóð er þetta orðið mikið vandamál og líkja þarlendir þessari starfsemi við vel skipulagt eiturlyfjasmygl. í sumar reyndu þrír Austurrík- ismenn að smygla héðan fálkaung- um, en voru handteknir á Reykja- víkurflugvelli. Mennirnir voru rekn- ir úr landi, en nokkru síðar birtist í austurrísku blaði viðtal við einn mannanna og sagði hann þar frá því, að íslenzkir veiðimenn skytu árlega þúsundir fálka. Rétt er hins vegar að taka fram að fálkastofninn á Islandi telur varla þúsund fugla. Fleiri grófar rangfærzlur voru í þessu viðtali og í framhaldi af því barst Ævari Petersen, fuglafræð- ingi og formanni Fuglafriðunar- nefndar, bréf frá Austurríkismann- inum. Bauð hann Ævari stórfé fyrir að aðstoða sig við fálkasmygl frá íslandi. Sjá nánar bls. 14-15: Girnast fálkann sem konungar forðum ... skref hækkar úr kr. 35,82 í kr. 39,03. Afnotagjald af heimil- issíma á ársfjórðungi hækkar úr kr. 16.302 í kr. 17.784 venjulegt flutningsgjald milli húsa á sama gjaldsvæði hækk- ar úr kr. 48.165 í kr. 52.488. Helstu breytingar á póst- burðargjöldum eru þær, að burðargjald fyrir almennt bréf, 20 gr, innanlands og til Norðurlanda hækkar úr kr. 150 í kr. 160, til Evrópu úr kr. 180 í kr. 200 og fyrir bréf í flugpósti til landa utan Evr- ópu úr kr. 320 í kr. 350, gjald fyrir póstávísanir innanlands og til Norðurlanda hækkar úr kr. 350 í kr. 380. I gæzluvarðhald I gær var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur gæzluvarðhaldsúr- skurður yfir skipstjóra og 1. vél- stjóra eins af Fossum Eimskip, en þeir eru grunaðir um aðild að meintum stuldi á saltfiski. Eins og fram kom í Mbl. í gær var saltfiskurinn seldur í hafnarborg- inni Ceuta í Marokkó og smyglgóss keypt fyrir andvirðið. Mönnunum var gert að sitja í gæzluvarðhaldi fram til næsta miðvikudags. Milljónatjón á Neskaupstað NeskaupstaA 1. nóv. Ofsaleg rigning var hér í gær og fylgdi henni 10—12 stiga hiti svo aft allur snjór hráðnaði í fjöll- um. Fylgdu miklir vatna- vextir veðrinu og urðu talsverðar skcmmdir hér í þorpinu. Mestar skemmdir urðu þegar vöxtur hljóp í svo- kallaðan Konráðslæk en hann hefur oft áður gert skráveifur. Lækurinn renn- ur rétt við rafstöðina og félagsheimilið. Lækurinn gróf í sundur götur svo að ófært varð. Skiptir tjónið milljónum króna. Enn fremur urðu skemmdir þegar aurflóð rann alla leið niður í sjó við Urðarteig. í dag er hér blíðuveður af suð-vestan. Ásgeir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.