Morgunblaðið - 06.11.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.11.1980, Qupperneq 1
48 SIÐUR 247. tbl. 68. árg._____________________FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980_____________________Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ronald Reagan vann stórsigur: í sameininffu gerum við Bandaríkin sterk á ný '44 WashinKton. 5. nóvember. AP. „ÉG ÓTTAST ekki verkefni þau sem framundan eru. í sameiningu gerum við Bandaríkin sterk á ný." sagði Ronald Reagan, hinn nýkjörni forseti Bandarikjanna við stuðningsmenn sina þegar Ijóst var. að hann bæri sigur úr býtum í forsetakosningunum. „Þetta er auðmjúkasta stund lífs míns ... jafnvel þó mjótt hefði verið á mununum, eins og allir áttu von á, þá hefði það ekki breytt tilfinningum minum. Traust ykkar er mér heilagt og ég mun gera allt í mínu valdi til að verðskulda traust ykkar." sagði Reagan ennfremur. Á STUND SIGURS — Ronald Reagan og Nancy veifa til stuðningsmanna. Símamynd AP Gislamálið: „Með sigri Reagans dregst lausn á langinn Wajihinicton. r>. nóvrmbrr. AP. Ronald Wilson Reagan verður 40. forseti Bandaríkjanna. Hann er 69 ára að aldri og því elstur forseta til að taka við embætti. Stórsigur hans kom honum, sem öllum öðrum á óvart. Þegar 99% atkvæða höfðu verði talin hafði hann hlotið 43.065.756 atkvæði eða 51% greiddra atkvæða. Jimmy Carter hafði hlotið 34.733.785 at- kvæði eða 41% greiddra atkvæða og John Anderson 5.559.773 at- kvæði eða 7% atkvæða. Kjörsókn var rétt um 52%. Ronald Reagan hafði hlotið 483 kjörmenn en þurfti 270 til að verða kosinn forseti. Carter hafði hlotið 49 kjörmenn og Anderson engan. Talningu var ekki lokið í Arkansas, en þar eru 6 kjörmenn. Jimmy Carter, fráfarandi for- seti, sagði í dag við fréttamenn, að hann hefði verið næsta viss um, að þegar hann stóð við kjörkassann, hefði hann vitað að ósigur biði hans. „Það er greinilegt, að gísla- málið átti stóran hlut að máli en ég get ekki sagt, að það hafi vegið þyngra á metunum en hinir háu vextir," sagði Carter við frétta- menn. Þegar í nótt, þegar ljóst var að Reagan ynni yfirburðasigur, hringdi hann til Ronald Reagans og viðurkenndi ósigur sinn. Jafn- framt hét hann honum öllum stuðningi sínum. Síðar í dag hélt hann frá Washington til viku hvíldar. Ronald Reagan vann í 43 fylkj- um, þeirra á meðal tíu fjölmenn- ustu ríkjum Bandaríkjanna. Hann sigraði Carter í fylkjum, sem hingað til hafa verið talin vígi demókrata, svo sem Massachus- etts, Ohio, New York, Pennsylvan- íu, New Jersey og Illinois. Þá sigraði hann Carter í suðurfylkj- unum, utan Georgíu, heimafylkis Carters. Fylki sem fyrir kosning- arnar voru talin nokkuð örugg fyrir Carter, svo sem Flórída, Alabama, S-Karólína, Virginía og Mississippi, féllu Reagan í skaut. Jimmy Carter bar aðeins sigur úr býtum í 7 fylkjum — Georgíu, V-Virginíu, Rhode Island, Mary- land, Minnesota, Hawaii og Dis- trict of Columbia. Hin mikla hægri sveifla í Bandaríkjunum kom einnig í ljós í kosningum til öldungadeildarinm ar og fulltrúadeildarinnar. í fyrsta sinn í 26 ár náðu repúblik- anar meirihluta í öldungadeild- inni — hafa nú þar 52 þingsæti — fá þó líklega 53. Þeir unnu einnig mikinn sigur í kosningum til fulltrúadeildarinnar þó ekki hafi þeim tekist að ná meirihluta. Demókratar hafa þar nú 243 þingsæti, repúblikanar 192. Meðal þekktra demókrata, sem féllu má nefna Frank Church, George Mc- Govern, Birch Bayh og Warren Magnusson. Skoðanakannanir höfðu bent til þess, að mjótt yrði á munum með þeim Carter og Reagan. Því kom þessi stórsigur Reagans á óvart. Fréttaskýrendur telja að almenn óánægja með störf Carters sé fyrst og fremst ástæðan. Banda- ríkin hafa mátt sæta auðmýkingu erlendis, þeir hafa átt undir högg að sækja gagnvart Sovétmönnum. Þá hefur efnahagsástandið verið bágborið. Verðbólga mikil svo og atvinnuleysi. Bandaríkjamenn kusu því „sterkan" forseta — mann, sem er reiðubúinn að efla varnarmátt landsins og hefur lýst því yfir, að lækka beri skatta hins opinbera. Sjá fréttir og greinar á bls. 20, 21, 22, 23, 24 og 25. „MEÐ SIGRI Reagans dregst Iausn gíslamálsins á langinn. Stefna Carters hefur brugðizt, en þar sem hann var forseti hefði mátt finna lausn á deilunni fyrr en ella." sagði ayatollah Moosavi Khoeniha, formaður þeirrar nefndar íranska þingsins, sem hefur fjallað um kröfur írana vegna framsals bandarisku gisl- anna í landinu. Hann tók skýrt fram, að kosning Reagans í sjálfu sér væri ekki ástæða þess, að lausn gislamálsins drægist á langinn heldur þyrfti að byrja á ný frá grunni. Almennt voru viðbrögð við kjöri Reagans vinsamleg, en sums stað- ar þó varfærin. Sovétmenn voru varfærnir í yfirlýsingum, sögðust vonast eftir vinsamlegri sambúð, en vitað er, að þeim er ekkert gefið um harða afstöðu Reagans. Þá voru Kínverjar varfærnir. í yfir- lýsingu hinnar opinberu frétta- stofu Kína, var lögð áherzla á, að Bandaríkin stæðu við samninga við landið. Mikil ánægja var á Taiwan og þar var flugeldum skotið á loft til að fagna sigri Reagans. Talsmaður utanríkis- ráðuneytisins lýsti sérstakri ánægju með kjör Reagans. Menachem Begin, forsætisráð- herra Israels, óskaði Reagan til hamingju og ísraelskir embætt- ismenn sögðust búast við ein- dregnari stuðningi Bandaríkja- manna við Israel. Anwar Sadat, forseti Egyptalands, sendi Reagan heillaóskaskeyti og talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði, að kosning Reagans myndi sennilega Fallhlífasveitir írana gerðu harðar árásir á íraka á um 300 kílómetra löngu belti í suðvestur- hluta Iran. Iranir segjast hafa fellt 130 íraka í bardögum. írakar hins vegar segjast hafa fellt um 100 Irana í bardögum og að flugfloti þeirra hefði eyðilagt stjórnstöð iranska hersins auk hafa í för með sér aukinn styrk Bandaríkjanna í Miðausturlönd- um. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sendi Reagan „innilegustu" heillaóskir. Eitt ríki lýsti þó yfir vonbrigðum sínum og það var Tanzanía. Þar var látin í ljós undrun með fall Carters og vonbrigði með sigur Reagans. þess, að gerðar voru árásir úr lofti á Kharg, en það er helsta olíuút- flutningshöfn írana. Saddam Hussein sagði þegar hann bauð frið, að ef íranir gengjust ekki að tillögum íraka nú, myndu þeir setja fram auknar kröfur þegar sest yrði að samningaborði. Símamynd AP STUND ÓSIGURS — Jimmy Carter vlðurkennir ósigur sinn. Að baki honum er kona hans, Rosalynn, og dóttirin Amy. Khomeini: Hefur friðartilboð Husseins að engu Bagdad. Tohcran. 5. nóvcmbor. AP. AYATOLLAII Khomeini, trúarleiðtogi írana. hafnaði með ollu boði íraka um að hætta stríðsaðgerðum og sagði. að íranir myndu aldrei semja við innrásarheri á meðan þeir væru á irönsku landi. Hann skipaði herforingjum sinum að berjast þar til sigur væri unninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.