Morgunblaðið - 06.11.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
3
Sljtnar upp úr viðræðum
FIP og bókagerðarmanna
„TILBOÐ prentsmiðjueigenda
var gjörsamlega út i loftið ok
ekki svara vert. Okkur fannst því
ekki ástæða til þess að halda
viðræðunum áfram,“ sagði ólaf-
ur Emilsson, formaður Ilins ís-
lenzka prentarafélags í gær, er
upp úr viðræðum bókauerðar-
manna og Félags islenzka prent-
iðnaðarins hafði slitnað. Harald-
ur Sveinsson formaður FÍP
sagði:
„Við hofum boðið það, sem
Vinnuveitendasambandið telur.
að aðrir sambærilegir hópar hafi
fengið og töldum okkur ekki fært
að ganga lengra.“
Bókagerðarfélögin þrjú, HIP,
Bókbindarafélag Islands og Graf-
iska sveinafélagið hafa að undan-
förnu setið á tíðum sáttafundum
með FÍP. Eins og áður hefur
komið fram, hefur samkomulag
náðst um 4. kafla kjarasamnings
HÍP, sem fjallar um tæknimálin
og þegar umræður hófust um
launaliðinn í gær, voru sérkröfur
bókagerðarmanna langt komnar,
þótt þær væru ekki að fullu
útræddar, að sögn Ólafs Emils-
sonar, og með fyrirvörum um
samkomulag um launaliðinn.
Ólafur sagði, að samninganefnd
bókagerðarfélaganna hefði talið
tilboð vinnuveitenda, sem hann
vildi ekki fjalla nánar um, út í
loftið og því hefðu prentarar
ákveðið að fresta viðræðum í bili
og halda félagsfund allra félag-
anna þriggja. Verður sá fundur
haldinn í Iðnó í dag klukkan 16.15
og verður þar lögð fram tillaga um
„einhverjar aðgerðir, en síðan
munu fulltrúaráð félaganna taka
endanlega ákvörðun".
17 skip fengu full-
fermi á einni nóttu
MJÖG góð loðnuveiði var á
þriðjudagskvöld og aðfaranótt
miðvikudags. Mörg skipanna
fengu fullfermi i einu kasti og
voru þvi ekki nema fáar klukk-
ustundir á miðunum. Frá dimm-
ingu á þriðjudag þar til i birt-
ingu í gærmorgun fengu 17 skip
fullfermi og það jafnvel allt að
þúsund tonnum. Tvö skip eiga nú
aðeins eftir einn túr til að fylla
þann kvóta, sem skipunum er nú
heimilt að taka. þ.e. Grindvfking-
ur og Örn.
Eftirtalin skip tilkynntu Loðnu-
nefnd um afla á þriðjudagskvöld
og í gær:
Þriðjudagur: Huginn 580,
Skarðsvík 620.
Miðvikudagur: Örn 580, Húna-
röst 630, Hilmir II 560, Ljósfari
570, Grindvíkingur 1000, Gígja
750, Jón Finnsson 600, Guðmund-
ur 930, Fífill 630, Sæberg 600,
Seley 430, Keflvíkingur 520, Sæ-
björg 560, Svanur 500, Þórður
Jónasson 490.
Aflinn á vertíðinni er nú orðinn
um 260 þúsund tonn og hefur
loðnan fengizt siðustu daga 60-80
mílur norður af Horni. Talsvert er
um, að skipin sigli austur fyrir
land með aflann vegna veðurs
fyrir sunnan land og suðvestan, en
einnig er lítið þróarrými á mörg-
um stöðum við Faxaflóa.
Ólafeyikurtogarar
eru báðir bilaðir
ólafsvik. 5. nóvember.
ÓLAFSVÍKURBÁTAR, sem
voru á síldveiðum, eru nú komn-
ir heim og munu flestir vera að
búast á aðrar veiðar með línu
eða troll. Engin síld var söltuð
hér, en nokkuð var fryst í beitu.
Báðir togararnir, Lárus Sveins-
son og Már eru frá veiðum eins
og er vegna vélaviðgerða, en
vonast er til að ekki líði á löngu
þar til þeir komast af stað aftur.
Hér hefur verið næg atvinna að
undanförnu og verður vonandi
þegar bátar og togarar róa á ný.
— Helgi
Fjöldi síldveiðiskipa við bryggju á Neskaupstað eina helgina
fyrir nokkru og eins og sjá má eru flest skipin af Snæfellsnesinu.
(Ljósm. ÁsKeir.)
Þjónaverkfall í einn dag 8. nóvember:
Veitingahúsin lok-
uð á laugardaginn
FÉLAG framreiðslumanna hefur
boðað verkfall næstkomandi
laugardag og hefst það klukkan
04 aðfaranótt laugardags og
stendur til 04 aðfaranótt sunnu-
dagsins, en þjónar vilja gefa fólki
tækifæri til þess að vera til loka
opnunartíma veitingahúsanna á
föstudagskvöldið. Um er að ræða
eins dags verkfall og kemur það
til framkvæmda, ef ekki hefur
samizt i deilu þjóna og veitinga-
húsaeigenda fyrir þann tima.
Sáttafundur er boðaður i deil-
unni i dag. en ekki voru i gær
taldar miklar horfur á samkomu-
lagi.
Samkvæmt uppiýsingum Svein-
björns Þorkelssonar, formanns
Félags framreiðslumanna, eru
þetta aðeins fyrstu aðgerðir fé-
lagsins í yfirstandandi kjaradeilu
og má búast við því, ef ekki gengur
saman með deiluaðilum, að þjónar
boði til frekari verkfallsaðgerða.
Haldnir hafa verið 17 viðræðu-
fundir frá því er þjónar lögðu
fram kröfugerð sína í aprílmán-
uði. Þá þegar var málinu vísað til
sáttasemjara.
Þjónar taka laun sín um svo-
kallað þjónustugjald, en hafa
kauptryggingu, sem í dag er 313
þúsund krónur á mánuði á fyrsta
ári. Aðalkrafa þeirra nú er að þeir
fái tekið tillit til 40 stunda vinnu-
viku, þar sem þeir hafa ekki haft
hana trygga hingað til og engan
ákveðinn frídag í viku. Því hafa
verið fræðilegir möguleikar á því
að þjónar ynnu 365 daga á ári.
Krafan er að fá greidda eftirvinnu
auk þjónustugjaldsins, eftir að
viðkomandi hafi fyllt 40 stunda
viku í dagvinnu, eða 35 klukku-
stundir sé um að ræða slitna vakt
eða vinnu í hádegi og á kvöldin. Þá
krefjast þjónar 32'A klukkustunda
vinnuviku fyrir þá, sem aðeins
vinna á kvöldin.
Samkomulag hefur náðst um
lágmarkslaunin og er þar um
rúmlega 21% hækkun að ræða.
Fer kauptryggingin í 14. flokk
kjarnasamnings, sem er nú 380
þúsund krónur. Engar kröfur eru
um hækkun þjónustugjalds, sem í
dag er 15%, sem gerir 10,56% af
útseldri vöru veitingahúsanna,
þar sem það er ekki reiknað af
söluskatti. Þá hafa þjónar viljað
breyta viðmiðun kauptryggingar,
sem í dag er miðuð við brúttólaun,
en af þeim launum greiða þjónar
aðstoðarfólki eða nemum laun. Því
telja þjónar kauptrygginguna ekki
raunhæfa.
Sveinbjörn Þorkelsson kvað
þjóna ótvírætt finna fyrir tekju-
rýrnun síðastliðin 2 ár, en það
kvað hann afleiðingu kaupmáttar-
rýrnunar, sem orðið hefði í þjóð-
félaginu. Hefur þetta haft það í
för með sér að sífellt hefur dregið
saman með launum þjóna og
launum þess fólks, sem þeir hafa
siðan greitt laun, aðstoðarfólks og
nema. Hann kvað þó þetta talsvert
mismunandi, þar sem mikil sam-
keppni er í veitingahúsabransan-
um og hafa því öll veitingahúsin
ekki hækkað þjónustu sína jafnt.
Sveinbjörn kvað þjóna vera í
þeirri sérkennilegu stöðu að vera
launþegar, en greiða jafnframt
aðstoðarfólki sínu laun. Því fengi
ríkið tvöfaldan launaskatt af þess-
um launum, fyrst greiddi veitinga-
húsið launaskattinn, en síðan
þjónninn, er hann endurgreiddi
launin aðstoðarfólkinu. Því fengi
ríkið tvöfaldan skatt af sömu
krónunni. Því hefur það verið
krafa þjóna að aðstoðarfólkið sé á
launaskrá húsanna. Þá kvað
Sveinbjörn veitingamenn hafa
boðið það að kauptryggingin
hækkaði, þegar unnið væri um-
fram 40 stundir í viku, sem næmi
unnum næturvinnutímum. Þetta
hafa þjónar ekki geta fallizt á, þar
sem til undantekninga heyrir að
þeir vinni aðeins fyrir kauptrygg-
ingunni. Sveinbjörn kvað vinnu-
daginn vera langan og þar með
væri þessi viðurkenning veit-
ingamannsins á 40 stunda vinnu-
viku þjóna í raun aðeins í orði en
ekki á borði.
SEJJUJM UPP
HATIÐAR-
SVIPINN
ítækatíð
Nýr litur á stofuvegg, eöa skálann, setur nýjan svip á heimiliö
EFNl-Hin viöurkenda vitretex plastmálning.
Clært lakk á tréverkiö frískar það upp
og viðariitað lakk gef ur því nýjan svip.
EFNI: cuprinol COODWOOD polýurethanelakk.
GOODWOOD: Glæsileg nýjung frá Cuprinol ætluð á húsgögn,
gluggapósta, hvers konar annaö tréverk og þilplötur. 3 áferðir í glæru:
glansandi, hálfmatt og matt. 6 viöarlitir, sem viðarmynstrið
sést í gegnum. Dósastærð: allt frá Vi litra.
GOODWOOD SPECIAL: Grjóthörð nýjung frá Cuprinol
Sérstaklega ætlað á parkett og korkgólf.
1 S/ippfé/agió Má/ningarverksmiöja Sími 33433