Morgunblaðið - 06.11.1980, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980_
Ömurlegt ástand öldrunarmdla
Gunnar Þorláksson húsnæðisfulltrú:
Mikil þörf tafarlauss
átaks í húsnæðismálum
aldraðra í borginni
„Það eru 260 leiguíbúðir fyrir
aldraða á vegum borgarinnar,
bæði einstaklingsíbúðir og hjóna.
í sex húsum sem byggð hafa verið
á árunum 1966 og þar til nú. Auk
þess er hafin bygging eins húss
enn og verður það við Snorra-
braut," sagði Gunnar Þorláksson
húsnæðismálafulltrúi Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborg-
ar, er Mbl. ræddi við hann um
húsnæðismál aldraðra í borginni.
7,5% af útsvarstekjum
horgarinnar fer til íbúða-
bygginga fyrir aldraða
„Fyrsta húsið sem byggt var
með íbúðir fyrir aldraða í huga
var Austurbrún 6. Það var byggt
1966 og í því eru 69 íbúðir, þar af
30 einstaklingsíbúðir fyrir aldr-
aða. Leigan fyrir hverja íbúð er
49.200 kr. með hita og sameigin-
legu rafmagni.
Gunnar Þorláksson
1972 var svo byggt við Norður-
brún og þar eru 52 einstaklings-
íbúðir og 8 hjónaíbúðir auk góðrar
félagslegrar aðstöðu. Þar er leigan
fyrir einstaklingsíbúð 48.900 og
fyrir hjónaíbúð 67.500 að meðtöld-
um hita og sameiginlegu raf-
magni.
Þá hefst þáttur byggingar-
nefndar aldraðra, þar sem borgar-
stjórn ákveður að ákveðinn hundr-
aðshluti, 7,5% af útsvarstekjum,
fari til bygginga íbúða fyrir aldr-
aða. Albert Guðmundsson hefur
veitt þeirri nefnd forstöðu frá
upphafi, en síðan eru starfandi
undirnefndir, sem sjá um bygg-
ingu hvers húss fyrir sig.
1 framhaldi af þessum ákvörð-
unum hófst svo bygging hússins
að Furugerði 1, en þar eru 60
einstaklingsíbúðir og 14 hjóna-
íbúðir. Leigan þar er 63.100 fyrir
einstaklingsíbúðirnar og 91.000
fyrir hjónaíbúðirnar að meðtöld-
um hita og sameiginlegu raf-
magni. Ástæðan fyrir þessum
mismun á leiguverði er sú að
heimilaður var hærri húsaleigu-
grunnur á íbúðum, byggðum og
teknum í notkun eftir 1978.
Langahlíð 3 var svo næst á
dagskránni og þar eru 32 einstakl-
ingsíbúðir og leiguverð þar er
67.500 með öllum hita og ljósi
Síðast en ekki sízt eru svo
þjónustuíbúðir fyrir aldraða að
Dalbraut, en þar eru 46 einstakl-
ingsíbúðir og 18 hjónaíbúðir í
þremur raðhúsum. Leiga fyrir
einstaklingsíbúðir þar er 88.000 og
fyrir hjónaíbúðir er hún 143.400
með öllu rafmagni og hita.
Svo er í byggingu Vistheimilið
Austurbrún er mjög góð aðstaða
til félagslífs ýmis konar, íbúðir
fyrir húsverði og aðstaða fyrir
lækni og heilsugæzlu.
Fyrirliggjandi eru
umsóknir 600 ein-
staklinga og 100 hjóna
Þrátt fyrir allar þessar íbúðir á
vegum borgarinnar er langt frá
því að hægt sé að sinna öllum
umsóknum og nú eru fyrirliggj-
Þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Dalbraut
að Snorrabraut. Alls verða í hús-
inu 50 einstaklingsíbúðir og 8
hjónaíbúðir, og er gert ráð fyrir að
byggingu ljúki á árinu 1982.
I öllum þessum húsum nema að
andi umsóknir frá 600 einstakling-
uro og 100 hjónum. Þessi hópur
býr við mjög mismunandi aðstæð-
ur, en stór hópur þeirra við mjög
lélegar aðstæður, þar sem þörf er
Pétur Sigurðsson formaður sjómannadagsráðs:
Stefnan að aldraðir geti verið eins
lengi og þeir óska á eigin heimilum
Flestir munu kannast við Hrafn-
istu, dvalarheimili aldraðra sjó-
manna, sem eru að Laugarási í
Reykjavík og við Skjólvang í Hafn-
arfirði. Það er Sjómannadagsráð
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sem
sér um rekstur þeirra, en formaður
þess er Pétur Sigurðsson og fræddi
hann blaðið um rekstur dvalar-
heimilanna og framtíðaráætlanir í
þeim efnum.
Hornsteinn Hrafnistu
í Reykjavík lagður
13. júní 1954
„Aðildarfélog Sjómannadags-
ráðsins eru öll félög sjómanna,
undir- og yfirmanna, sem starfa á
félagssvæði Reykjavíkur og Hafn-
arfjarðar. Fyrsti fundur í kjörnu
fulltrúaráði var haldinn 27. febrúar
1938 og síðan hafa samtökin unnið
að ýmsum verkefnum, en hið
stærsta þeirra er að sjálfsögðu
bygging dvalarheimilanna og
rekstur þeirra.
Á aðalfundi fulltrúaráðs Sjó-
mannadagsins 1. marz 1942 var
fyrst ákveðið að reisa hvíldar- og
dvalarheimili fyrir aldraða sjó-
menn og konur þeirra og hefjast
handa um fjáröflun í því skyni.
Þegar hornsteinn að Hrafnistu í
Reykjavík var lagður 12 árum
síðar, eða á sjómannadaginn 13.
júní 1954, höfðu safnazt til þess
dags peningar, sem nema með
verðgildi krónunnar í dag hátt á
fimmta hundrað milljónum króna.
Hrafnista var opnuð til afnota
fyrir vistmenn á 20. sjómannadag-
inn 1957, en þar var skömmu síðar
rými fyrir 130 vistmenn. Síðan var
byggt vandað samkomuhús undir
rekstur Laugarásbíós. Fimm árum
síðar var tekin í notkun ný íbúðar-
álma ásamt tengiálmu og síðan
þrjár íbúðarálmur til viðbótar hver
af annarri, en síðasta stórfram-
'MMMm
Pétur Sigurðsson
kvæmdin var bygging hjónaíbúða á
lóð Hrafnistu við Jökulgrunn, en
þar búa 36 konur og karlar í 18
íbúðum. I lok ársins 1978 bjuggu á
Hrafnistu í Reykjavík samtals 417
vistmenn, en hefur verið fækkað
um 30 á síðustu árum til að auka
ýmiss konar þjónusturými. Nú
liggja fyrir á milli 5 og 600
umsóknir og flest er það fólk sem á
heima á langlegu- og hjúkrunar-
stofnunum.
Þótt heimilið sé undir einni
stjórn og með margháttaða sam-
eiginlega starfsemi, er því skipt í
þrjár deildir. Þær eru vistdeild,
sem er þeirra stærst og svo hjúkr-
unardeildir, mismunandi þungar í
þjónustu, þar á meðal sjúkradeild.
Á vistdeildum eru menn við
sæmilega heilsu. Þeir ganga í
borðsal og fá fæði sitt þar, nema
um veikindi sé að ræða. Þeir borga
vistgjöld sín sjálfir, ef þeir eru
færir um það, annars sér fram-
færsluaðili um þá hlið málsins.
Þeir fá alla þjónustu á heimilinu,
þar á meðal læknisþjónustu. Föt
þeirra eru þvegin og herbergi
þrifin og öll lyf eru ókeypis.
Á hjúkrunardeildum eru þeir
sem meiri umönnunar þarfnast,
eftirlits og hjúkrunar, en á sjúkra-
deild eru svo þeir sem meira eru
veikir og langlegusjúklingar.
Látum gamla fólkið
ekki fara þótt það
verðilashurða__________________
Megin stefna samtakanna er sú,
að sjúkt fólk og líkamlega veikt sé
á spítölum, þar á meðal langlegu-
deildum, sem spítalarnir komi upp
eða skyidum deildum, en aldraðir
og lasburða séu á elli- og hjúkrun-
arheimilum.
Þótt á Hrafnistu séu hjúkrunar-
deildir af þvngstu gráðu, þá er það
fyrst og fremst vegna þeirrar
skoðunar okkar að við viljum ekki
láta okkar gamla fólk fara frá
okkur þótt það komist á slíkt
sjúkrastig, heldur að það sé hjá
okkur til síðustu stundar. Enda
ekki í önnur hús að venda fyrir
þetta fólk.
Vistgjöldum er þannig háttað, að
Tryggingastofnun ríkisins greiðir
heimilinu annars vegar vistgjöld,
sem eru 12.200 á dag fyrir hvern
vistmann, og sjúkragjöld, sem eru
17.400 á hvern langlegusjúkling á
dag. Sömu vistgjöld eru á Hrafn-
istu í Hafnarfirði, en sjúkragjöld
þar eru 14.100. Þessi gjöld eru
síðan dregin frá ellilífeyri viðkom-
andi og er það sjaldnast sem hann
nægir, sé viðkomandi ekki í lífeyr-
issjóði. Ef svo er fær viðkomandi
vistmaður 25.000 krónur mánaðar-
lega í vasapeninga.
Hrafnista í Ilafnar-
firði vígð á sjó-
mannadaginn 1977
Byggingarsamningur að 1.
áfanga af þremur við byggingu
Hrafnistu í Hafnarfirði var gerður
í maí 1975. En áður hefði verulegur
undirbúningur átt sér stað og
höfðu þá forráðamenn samtakanna
kynnt sér ítarlega uppbyggingu
slíkra heimila víða um lönd.
Byggingarframkvæmdir hófust í
september 1975 og var byggingin
vígð á sjómannadaginn 1977.
Fyrsta íbúðarhæðin var tekin í
notkun 11. nóvember sama ár og sú
þriðja og efsta í janúar 1978.
Rými á hverri hæð er fyrir 29
vistmenn, 11 einstaklingsíbúðir og
9 tveggja manna íbúðir og er þær
allar með sér hreinlætisaðstöðu. í
húsinu eru meðal annars lækna-
stofa, skoðunarstofa, skrifstofa
hjúkrunarkonu, æfingasalur með
ýmsum tækjum og aðstaða fyrir
hár- og fótsnyrtingu. Á jarðhæð og
fyrstu hæð er aðstaða dagheimilis
og skammtímavistunar. Þá munu
þessar hæðir koma að fullum
notum fyrir næsta áfanga, sem
verður hjúkrunardeild fyrir um
það bil 75 vistmenn ásamt marg-
háttaðri þjónustuaðstöðu.
Stefnan að fólk geti
verið sem lengst
á heimilum sínum
Mótun þess áfanga, sem nú er
framundan og einnig þess sem
þegar hefur verið gert, hófst fyrir
10 árum og er nú stærsta átakið
sem gert hefur verið í þessum
málum hér á landi enn sem komið
er. Þessi stefnumótun byggist að
miklu leyti á stefnu sem norska
stórþingið hefur mótað, en einnig
höfum við kynnt okkur þessi mál í
mörgum öðrum löndum.
Helzta planið er falið í því að við
viljum að komið verði upp þjónustu
fyrir aldraða svo þeir geti verið
Hrafnista Hafnarfirði eins og hún verður fullgerð.