Morgunblaðið - 06.11.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
13
Leiguíbúðir aldraðra við Ldnguhlíð 3
mjög skjótra úrræða. Einnig hefur
með tilkomu þjónustuíbúða
stækkað mjög umsækjendahópur
þeirra sem eiga íbúðir, en kjósa að
breyta til með tilliti til heppilegri
íbúðastærðar og þjónustu. Borgar-
stjórn hefur rætt um nauðsyn þess
að hlutast verði til um byggingu
söluíbúða fyrir aldraða og fylgi
þeim svipuð aðstaða og er við
Dalbraut. Slíkar íbúðir yrðu þá
bundnar þeim forkaupsrétti að
þær yrðu áfram í eigu ellilífeyris-
þega.
Lélegt leiguhúsnæði í
mörgum tilfellum orðið
heimili aldraðra
Félagsmálaráð fer með úthlut-
un ibúða fyrir aldraða að fengnum
tillögum frá húsnæðisfulltrúa og
eliimálafulltrúa, ásamt umsögn
þjónustumiðstöðvar aldraðra sem
í eiga sæti fulltrúar heilbrigðis-
málaráðs og félagsmálaráðs. Um
þessar mundir fer fram endurmat
fyrirliggjandi umsókna. Endur-
matið miðast við það að gera sér
grein fyrir sundurgreiningu á
þörfum umsækjenda með tilliti til
íbúða, þjónustuíbúða eða annarrar
vistunar. Jafnframt er unnið að
forgangsröðun eftir aðstæðum
umsækjenda með tilliti til úr-
ræðamöguleika.
Það er vissulega ljós þörfin fyrir
enn frekara átak í þessum efnum
til lausnar vandanum. Það sýnir
sig að þessi hópur hefur í mörgum
tilfellum allt of lengi sætÞsig við
aðstæður, sem ekki uppfylla kröf-
ur nútímans og hið lélega leigu-
húsnæði, með lélegri aðstöðu til
eldunar og hreinlætis, því í allt of
mörgum tilfellum orðið heimili
aldraðra. Það sýnir sig einnig að
fólk yngist upp og nýtur betur
lífsins við góðar aðstæður og
tryggt húsnæði, og með tilkomu
þessara húsa hefur þetta hvort
tveggja orðið augljóst.
Við veitum sem sagt þá þjón-
ustu sem fram er komið, en auk
þess auglýsum við eftir íbúðum á
frjálsum markaði til leigu og
framleigu fyrir aldraða. Einnig
veitum við tímabundin lán til
fyrirframgreiðslu húsaleigu."
Hrafnista Reykjavík
sem lengst heima, hér verður því
bæði dagvistun fyrir aldraða auk
skammtímavistunar, sem felst í því
að fólk geti komið hér til heilsubót-
ar, endurhæfingar og til þess að
gefa aðstandendum þess frí um
stundar sakir. Þetta er mikil til-
breyting fyrir gamla fólkið og því
er mikil nauðsyn á því að eiga kost
á endurhæfingu.
Við styðjum þann megin þátt að
fólk geti verið sem lengst heima
hjá sér, en þar verða sveitarfélögin
og hið opinbera að koma til með
nauðsynlega heimaþjónustu og
heimahjúkrun.
En það eru auðvitað allir nema
helztu þverhausar sem skilja það
að það eru takmörk fyrir því hve
lengi er hægt að aðstoða fólk í
heimahúsum. Það byggist meðal
annars á heilsufari viðkomandi og
þyngd hjálparinnar og hjúkrunar-
innar, sem þarf að veita. Hún getur
orðið óbærileg bæði frá sjónarmiði
þess sem aðstoðina og hjúkrunina á
að veita og eins frá sjónarhóli þess
sem greiðir kostnaðinn, sem eru
einstaklingar, ríki og sveitarfélög.
Því að svo erfitt getur þetta orðið
að á tiltölulega fáum dögum verði
hinn krónulegi kostnaður orðinn
mun meiri heldur en mánaðardvöl
á hjúkrunarheimilum fyrir aldr-
aða.
Takmarkanir þessarar þjónustu
mótast líka af möguleikum þess
húsnæðis sem viðkomandi býr í.
Mikla þjónustu fyrir aldraða er
ekki hægt að veita í heimahúsi þar
sem erfiðir stigar eru til staðar og
hreinlætisaðstöðu ábótavant, eða
einhverjar hindranir eru í vegi
fyrir hreyfihömluðum.
Taka verður tillit til
vilja og óska fólksins
Að síðustu en ekki sízt verður að
taka eina megin staðreynd þessa
máls til greina, sem alltof margir
kerfisþrælar ganga framhjá og það
er vilji og óskir hinna öldruðu
sjálfra. Það er langt frá því að það
sé einhver meirihlutavilji hjá hin-
um öldruðu, sérstaklega ef um
einstaklinga er að ræða, að þeir
vilji endilega búa í sínum gömlu og
oft óhentugu íbúðum. Allra sízt ef
viðkomandi býr við það, sem er
hvað sárast og bitrast í lífi aldr-
aðra, sem er einmanaleikinn.
Nauðsyn á vernduðum
þjónustuibúðum aldraðra
Við í okkar samtökum höfum
lengi talið, og erum að sjálfsögðu
ekki einir þar um, að nauðsynlegt
millistig þurfi á íbúðum fyrir
aldraða, frá því að þeir búa í þeim
íbúðum, sem fjölskyldan óskipt
lifði í og lífsbaráttan var háð frá,
og þar til að vistun fer fram á
vernduðum vistheimilum, sem eru
dvalarheimili okkar og næsta stigi
við, sem eru hjúkrunardeildir fyrir
aldraða og eru að sjálfsögðu sam-
tengd.
En sjúkrastofnanir aldraðra eru
á öðru plani og eru fyrir mjög
þunga, aldraða sjúklinga, eða þá
sem búa við sérstök vandamál. Því
er það framhaldið hér við Hrafn-
istu í Hafnarfirði af okkar fyrri
framkvæmdum við Jökulgrunn í
Reykjavík að koma upp einbýlis-
húsum í næsta nágrenni við Hrafn-
istu, þar sem íbúarnir, einstakl-
ingar og hjón, njóta öryggis og
þjónustu í sérhönnuðum íbúðum,
sem gerir þeim kleift að búa í
þessum íbúðum sínum eins lengi og
heilsa, þörf og vilji einstaklinganna
sjálfra er fyrir hendi.
Þessar íbúðir verða tengdar
þjónustumiðstöðinni með öryggis-
bjöllukerfi og veitt verður dagleg
þjónusta og eftirlit, sérstök um-
önnun í veikindum og aðstaða inni
á hjúkrunardeild heimilisins, ef um
minni háttar veikindi er að ræða.
Ennfremur munu íbúarnir eiga
aðgang að heilsugæzlu og endur-
hæfingu heimilisins, þar sem með
fyrirbyggjandi aðgerðum er reynt
að hindra framgang ýmissa öldr-
unarsjúkdóma.
Þessar íbúðir verða í eigu okkar
og annarra samtaka, sem þess hafa
óskað eða munu óska svo og
einstaklinga. En megin skilyrði er
að íbúðirnar verði til þessara nota,
sem íbúðir fyrir aldraða og ör-
yrkja.
Þá er rétt að geta þess að mikil
áherzla verður lögð á að þarna
verði komið upp rannsóknarmið-
stöð öldrunarsjkdóma og félags-
legra vandamála aldraðra. Nú þeg-
ar hefur augnlæknir fengið aðstöðu
á heimilinu til lækningastarfsemi
og rannsókna á ákveðnum augn-
sjúkdómum."
HELO SAUNA
Takið eftir verðinu
Ódýr furusófasett
3ja sæta sófi - 2ja sæta sófi og stóll.
Aöeins kr. 293.500.-. Staðgreitt.
3ja sæta sófi og 2 stólar.
Aðeins kr. 261.400.-. Staðgreitt.
Eigum einnig furusófaborð og hornborð.
Sendum um land allt.
Vörumarkaöurinn hf.
Ármúla 1 A. Sími: 86117.
Opið föstudaga til kl. 8.
Opið laugardaga kl. 9-12
Kínversfe Antic teppi
Kínversk handhnýtt antic ullarteppi
og mottur.
Gott verð vegna beinna innkaupa frá
Peking.
Ath. greiðslukjör.
SJÓNVAL
Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600