Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
17
ingum. Enginn efast um að
hljómsveitin hafi ekki næg verk-
efni þessa fimm morgna sem hún
æfir ekki fyrir áskrifendatónleik-
ana, upptökur fyrir útvarpið,
barnatónleikar og fl. En spurning-
in er hvernig þessir a.m.k. fimm
morgnar í hverjum hálfum mán-
uði eru best nýttir tónlistarupp-
eldi og tónlistarþróun hér á landi.
Hverjum hljómsveitarmanni er
það ljóst að hljómsveitin er ekki
einkafyrirtæki hljóðfæraleikar-
anna heldur hlutafélag allrar
þjóðarinnar. Palli, Nonni og Diddi
eiga ekki meira í fyrirtækinu
heldur en ég og Tóta og það skyldi
þó ekki vera að útlendingar hafi
hitt á æskilegasta fyrirkomulagið
þ.e. að hafa vinnustað hljómsveit-
anna einnig í leikhúsinu í formi
óperuflutnings? A.m.k. hef ég
aldrei heyrt þá skoðun erlendis að
sinfóníuhljómsveitir séu of dýr og
óþörf fyrirtæki.
Einskonar eftirmáli
Eftir gerð þessara tveggja
greina barst fréttin um erfðaskrá
þeirra hjóna Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánssonar. Hér er
um fjárupphæð að ræða sem gæti
orðið óperuflutningi á Islandi
lyftistöng ef rétt er á haldið.
Fjárupphæðin, sem svarar til þess
opinbera styrks sem Þjóðleikhús-
inu er ætlað á fjárlögum á einu
ári, er ætluð til nýbyggingar eða
væntanlega kaupa á húsnæði ef
fyrir finnst. Leikhús er dýr rekst-
ur en þó barnaleikur hjá því sem
sérstakt óperuhús er. En öll hljót-
um við að þakka þann stórhug sem
lýsir sér í erfðaskrá þeirra hjóna
Helgu og Sigurliða. Ég vona að
þeim sem hafa umræddan sjóð
undir höndum auðnist að nýta
hann framtíðinni í hag en ekki
augnablikinu. í raun er verið að
afhenda þjóðinni gjöf sem getur
orðið til happs fyrir málefnið sem
við berjumst öll fyrir. Óperuhús
byggjum við ekki fyrir 850 millj-
ónir annað er svo rekstur slíks
húss, en þessi sjóður gæti orðið
sterkt vopn til þess að knýja
fjárveitinganefnd til þess að fram-
fylgja samþykkt Alþingis og lög-
um um Þjóðleikhúsið og að reistar
verði undirstöður að framtíðar-
möguleikum fyrir óperu- og
óperettuflutning á íslandi á þeim
stað, þar sem möguleikar eru
fyrir hendi.
Að lokum leyfi ég mér að birta
skrá yfir óperuflutning í Þjóðleik-
húsinu frá árinu 1973 til 1980, og
sýnir skráin hvernig ákvæðið um
eina óperu á ári (sem er gamalt í
lögum) hefur verið haldið.
Þrymskviða, frums. Júní 1974
Carmen, frums. okt. 1975
Orfeus frums. des. 1979.
Leðurblakan, sýnd ’73, Helena
fagra sýnd ’75 og Káta ekkjan,
sýnd ’78 eru óperettur — söngleik-
ir.
Ragnar Björnsson.
Nokkur jólakortanna sem
Kvenstúdentafélagið selur til
styrktar barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna. Ljósm. Haiii.
Jólakortasala
Kvenstúdenta-
félagsins hafin
HIN árlega jólakortasala
Kvenstúdentafélags íslands til
styrktar barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna er hafin.
Fást kortin í öllum bókaverzl-
unum og einnig er hægt að fá þau
á skrifstofu Kvennastúdenta fé-
lagsins af Hallveigarstöðum,
Túngötu 14 Reykjavík. Einnig
selur Kvenstúdentafélagið vand-
aða dagbók, bréfsefni o.fl. til
styrktar UNICEF og fást þessir
hlutir á skrifstofu félagsins.
Fjórar bæk-
ur eftir Bodil
Forsberg
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hef-
ur sent frá sér i annarri útgáfu
fjórar bækur eftir danska höfund-
inn Bodil Forsberg. Hafa þær verið
ófáanlegar um langt árabil.
Alls eru komnar út ellefu bækur
eftir þennan höfund og sú tólfta,
„Sönn ást“, er væntanleg fyrir jólin.
Bækurnar, sem nú koma í annarri
útgáfu, eru: Ást og ótti, Hróp
hjartans, Vald ástarinnar og Ég
elska aðeins þig. Skúli Jensson
þýddi bækurnar og eru þær allar
offsetprentaðar og bundnar hjá
Prentverki Akraness hf.
Afhending starfelauna
Reykjavíkurborgar
EINS og komið hefur fram í
fréttum hlaut Magnús Tómasson
myndlistarmaður starfslaun
Reykjavíkurborgar fyrstur
manna. Starfslaun þessi nema
mánaðarlaunum menntaskóla-
kennara í eitt ár. Myndin var
tekin á fundi stjórnar Kjarvals-
staðaá dögunum er Sjöfn Sigur-
björnsdóttir, formaður stjórnar-
innar, afhenti Magnúsi tilkynn-
ingu um starfslaunin. Á mynd-
inrli eru f.v.: Jón Reykdal, Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir, Þórgerður
Ingólfsdóttir, Magnús Tómas-
son, Þóra Kristjánsdóttir, Guð-
rún Helgadóttir og Alfreð Guð-
mundsson.
SKIPHOLTI7 ’
SÍMI 28720
NÝJAR VÖRUR
Fyrir herra:
Ullarfrakkar og rykfrakkar, úlpur og buxur í úrvali.
Fyrir dömur:
Ullarkápur, dragtir og pils, jakkar, margar síddir.
Buxur í úrvali.
Fyrir börn:
Drengjaföt og úlpur. Flannels-, flauels- og denimbuxur
í úrvali.
Spariö og geriö góö kaup á 1. flokks vöru á
verksmiöjuveröi.
Opiö virka daga kl. 9—18 laugardaga kl. 9—12.
Elgurhf
Völundar huröir
Timburverzlunin Völundur framleiðir spónlagðar $
hurðir með bezta fáanlega spæni.
Spjaldahurðir eða sléttar hurðir, eftir vali kaupandans.
Stuttur afgreiðslufrestur. Hagstætt verð.
Gjörið svo vel og lítið inn í sýningarsali okkar á
Klapparstíg 1 og Skeifunni 19.
Yfir 75 ára reynsla tryggir gæðin.
Timburverzlunin Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SÍMI 85244