Morgunblaðið - 06.11.1980, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.11.1980, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 Kosningar í Bandaríkjunum 4. nóvember 1980 Repúblikanar ná meirihluta í öldunga- deild eftir 25 ára hlé Washington. 5. nóvember. AP. REPUBLIKANAR náðu meiri- hlutanum úr hondum demókrata eítir aldarfjórðuniís hlé í kosn- inKunum til öldunKadeildarinnar ok nokkrir kunnustu. áhrifa- mestu ojí frjálslyndustu þin«- menn demókrata i deildinni féllu. þeirra á meðal Georxe McGovern, Frank Church, Warren Magn- uson (>k Birch Bayh. Demókratar halda að vísu meirihluta sinum í fulltrúadeildinni, en stórsigur Ronald Reanrans ox repúblikana mun tryKKja, að íhaldssöm stefnumál hans fá jákvæðar við- tökur i báðum deildum þinssins. Frambjóðendur repúblikana nutu greinilega góðs af frammi- stöðu Reagans og bættu við sig að minnsta kosti 10 sætum í öldunga- deildinni, þar sem meirihluti þeirra verður að minnsta kosti 5149. Repúblikanar bættu við sig minnst 29 sætum í fulltrúadeild- inni, og það kom meira að segja þeim sjáífum á óvart. Frambjóð- endur þeirra höfðu auk þess for- ystuna í fimm öðrum kjördæmum. Ef þeir bæta alls við sig 34 þingsætum verður flokkur þeirra eins öflugur í fulltrúadeildinni og áður en Watergatehneykslið neyddi Richard Nixon til að segja af sér. Jafnframt eru líkur á því, að repúblikanar auki meirihluta sinn í öldungadeildinni, þar sem Mack Mattingly komst fram úr demó- kratanum Herman Talmadge í Georgíu, þegar leið á talninguna. Þegar lokið var við að telja 95% atkvæða hafði Mattingly 7.000 atkvæði fram yfir Talmadge, sem öldungadeildin „fordæmdi" fyrr á þessu ári fyrir fjármálamisferli. Ljóst var, að Talmadge yrði níundi demókratinn til að falla, ef ekkert óvænt gerðist aftur í talningunni. I tveimur öðrum kjördæmum var svo mjótt á mununum, að ógerningur var að spá fyrir um úrslitin. Demókratar hafa 276 þingmenn í fráfarandi fulltrúadeild, en repú- blikanar 159. Þegar úrslit voru enn ekki að fullu kunn í fimm kjördæmum höfðu demókratar 242, repúblikanar 188. Fylgisaukning repúblikana og stórsigur Reagans munu leiða til þess, að fulltrúadeildin fylgir íhaldssamari stefnu en ella. Jafn- vel forseti fulltrúadeildarinnar, Thomas O’Neill úr flokki demó- krata, kallaði úrslitin „reiðarslag fyrir demókrata" og sagði, að fylgi forsetans hefði hrunið á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Repúblikanar höfðu áður 41 sæti í öldungadeildinni, en demó- kratar 58. Harry Byrd frá Virg- iníu var óháður, en greiddi at- kvæði með demókrötum. Byrd, sem kaus Reagan, sagði í dag, að hann yrði áfram í þingflokki demókrata. Óvíst er um úrslit í Arizona, þar sem Barry Goldwater hafði nauma forystu, og í Vermont, þar sem frjálslyndi demókratinn Patr- ick Leahy virtist mundu sigra, þótt það væri ekki fullvíst. Meiriháttar breytingar verða á skipun formanna í nokkrum áhrifamiklum þingnefndum, þar sem íhaldssamir þingmenn munu taka við formennsku. Merkasta breytingin verður sú, að repúblik- aninn Strom Thurmond verður formaður laganefndar öldunga- Frank Chnrck Warrrn Magnusun Gwnt McGovern Blrch Bayh Barry Goldwater deildarinnar í stað Edward M. Kennedy. Sigur repúblikana var tryggður, þegar Frank Murkowski, banka- stjóri í Fairbanks, vann Clark Gruening í Alaska, en hann hafði sigrað fyrrverandi öldungadeild- armann, Mike Gravel, í forkosn- ingum. Goldwater, forsetaframbjóð- andi repúblikana 1964, náði 8,000 atkvæða forystu í viðureign sinni í Arizona við Bill Schultz, auðugan íbúðaeiganda í Phoenix, þegar talning utankjörstaðaatkvæða hófst. Meðal kunnustu öldungadeild- armanna demókrata, sem töpuðu, voru John Brademas í Indiana, sem var þriðji valdamesti demó- kratinn í deildinni, Frank Thom- son frá New Jersey, helzti tals- maður flokksins í verkalýðsmál- um, Thomas Ashley frá Ohio, áhrifamaður í húsnæðismálum, John Murphy frá New York, einn helzti forsvarsmaður hagsmuna- mála skipasmíðaiðnaðarins, og Harold T. Johnson frá Kaliforníu, formaður nefndar opinberra bygg- ingaframkvæmda. Annar kunnur demókrati, A1 Ullman frá Oregon, skattanefnd- armaður, barðist upp á líf og dauða við andstæðing sinn úr flokki repúblikana og aðeins 2,000 atkvæði skildu þá að, þegar iokið var talningu 95% atkvæða. Ull- man taldi sig hafa tapað mikil- vægum atkvæðum á því, að Carter játaði ósigur sinn tveimur klukku- tímum áður en kjörstöðum var lokað í Oregon. McGovern, forsetaframbjóðandi demókrata 1972 og öldungadeild- armaður Suður-Dakota síðan 1963, tapaði fyrir repúblikanum Jams Abdnor, og það var mikill sigur fyrir „ stjórnmálabaráttu- landsnefnd íhaldsmanna," NCPAC, sem keppti að falli frjáls- lyndra þingmanna. í Idaho tapaði Frank Church, formaður utanríkisnefndar öld- Undrun í V-Evrópu yfir stórsigri Reagans — og áhyggjur með afstöðu hans til SALTII I»ndon. París. Bonn. 5. nóvemher. AP. VESTUR-Evrópubúar voru mjög undrandi yfir hinum mikla yfir- burðasigri Ronald Reagans i bandarísku forsetakosningunum, en víða voru látnar í ljós áhyggj- ur vegna stefnu hans gagnvart Sovétríkjunum, einkum afstaða hans til takmörkunar kjarnorku- vopna og Salt II samkomulags- ins, sem hann vill að verði endurskoðað og samið um upp á nýtt. Reagan bárust heillaóskir frá stjórnum og leiðtogum hinna ýmsu ríkja. sérstaklega fékk hann hlýjar kveðjur frá Margréti Thatcher, forsætisráðherra Breta, sem kvaðst vonast til að hitta hann að máli hið fyrsta og að hann yrði fyrr en seinna gestur Breta. en hún lofaði hon- um „alúðlegum móttökum“. í skcyti til Reagans sagði Thatcher. að vinátta Bandaríkja- manna og Brcta hefði úrslitagildi fyrir handalag vestrænna ríkja. Fregnir herma. að Thatcher hafi vakað fram undir morgun og fylgst með kosningaútvarpi, en skoðanir hennar og Reagans í varnarmálum og efnahagsmálum fara í mörgu saman. Edward Heath, fyrrum forsæt- isráðherra, lét í ljós vonbrigði með afhroð Carters í kosningunum. „Ég vona, að Reagan og hans menn geri sér ljóst, að þeir hlutu aðeins 51% greiddra atkvæða, það þýddi ekki að 51% þjóðarinnar stæði á bak við þá og að þeir hefðu það í huga er þeir setjast að völdum, þar sem þeir verða að bera hag allrar þjóðarinnar fyrir brjósti. í röðum miðjumanna og vinstri- sinna í brezkum stjórnmálum gætti kvíða vegna hins mikla sigurs Reagans. „Við getum verið fullir kvíða vegna þessara úrslita," sagði Eric Heffer, einn af helztu talsmönnum vinstri arms Verka- mannaflokksins, og David Steel, formaður Frjálslynda flokksins, sagðist vona, að Reagan endur- skoði afstöðu sína í ýmsum málum áður en hann flytur inn í Hvíta húsið. David Owen, fyrrum utanríkis- ráðherra, lýsti vonbrigðum sínum með að Carter skyldi ekki verða endurkjörinn og sagði, að hann hefði verið betri forseti en af var látið. „En vera má að Reagan sé öllu skárra forsetaefni en ég og fjölmargir höldum að hann sé,“ sagði Owen. Owen spáði, að Reag- an mundi gera Henry Kissinger að utanríkisráðherra, og að það mundi Sovétmönnum falla vel í geð. Þungar áhyggjur Willy Brandt, leiðtogi Sósíal- demókrata í Vestur-Þýzkalandi, lýsti áhuga Evrópumanna á áframhaldandi tilraunum til tak- mörkunar vígbúnaðar í heilla- óskaskeyti til Reagans, og flokkur Brandts gaf út yfirlýsingu þar sem látnar voru í ljós þungar áhyggjur vegna gagnrýni Reagans á Salt II samkomulagið. „Það getur haft alvarleg áhrif á sambúð Evrópu og Bandaríkjanna ef Bandaríkjamenn sýna ekki skýran og ákveðinn vilja til tak- mörkunar kjarnorkuvopna," sagði í yfirlýsingunni. Reagan hefur látið svo um mælt, að hann hyggist afturkalla Salt II sam- komulagið og gera nýtt samkom- ulag við Sovétmenn, þar sem samkomulagið sé „meingallað" og að það „leggi blessun sína yfir vopnakapphlaupið". Þótt hlutar Salt samkomulagsins séu um- deildir í Evrópu, er það mál evrópskra stjórna, að það sé mik- ilvægt skref í þá átt að hefta vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna. Schmidt hittir Reagan 18. nóv. Helmut Schmidt, kanzlari V-Þýzkalands, er ekki hefur dulið óánægju sína með Carter, sagðist „hlakka til að starfa með þér“ í skeyti til Reagans í dag, en tilkynnt var í Bonn, að Schmidt mundi hitta Reagan að máli í Bandaríkjaferð sinni 18. nóvember næstkomandi. Torbjörn Fálldin, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði, að engar vonir væru bundnar við að hin erfiða sambúð stórveldanna batn- aði þrátt fyrir kjör Reagans, og ríkisstjórn Hollands sagðist gera sér vonir um að Reagan mundi gera sér far um að berjast fyrir auknum mannréttindum, slökun á vettvangi heimsmála, og að hann mundi teggja sig fram um að viðhalda friði og öryggi í heimin- um. Japanir gætnir Japanskir leiðtogar voru gætnir í orðavali er þeir fregnuðu úrslit forsetakosninganna, en spáðu því þó, að kosningaúrslitin myndu ekki breyta þeim nánu samskipt- um er stjórnir landanna tveggja ættu. Þeir spáðu, að Reagan mundi leggja jafn hart að þeim og Carter að auka útgjöld til her- mála, og að stefna Reagans gagn- vart Rússum yrði öllu harðari en verið hefur. Er fregnir bárust af úrslitum forsetakjörsins, styrktist staða Bandaríkjadollars verulega á gjaldeyrismarkaði í Tókýó. Fer eins fyrir Giscard og Carter? Giscard d’Estaing, Frakklands- forseti, sendi Reagan í dag heilla- óskaskeyti og sagðist trúa á að stefna og gjörðir hans ættu eftir að þjóna því markmiði að viðhalda friði og vernda frelsi. Bandarískir kjósendur hefðu falið honum mikla ábyrgð á erfiðum tímum er ættu eftir að skipta miklu fyrir framtíð heimsbyggðarinnar. Blað- ið Le Monde sagði í dag í leiðara, að atvinnuleysi og verðbólga í Bandaríkjunum hefði fyrst og fremst orðið Carter að falli, og gerði því skóna, að ef til vill næði Giscard ekki endurkjöri í frönsku forsetakosningunum í vor vegna atvinnuleysis og verðbólgu þar í landi. Blaðið sagði valkostina hins vegar ólíka. I Bandaríkjunum hefðu kjósendur átt kost á hægri stefnu, en í Frakklandi yrðu menn að kjósa yfir sig vinstristefnu, ef þeir vildu söðla um, og vinstri- menn væru djúpt klofnir í tvær fylkingar jafnaðarmanna og kommúnista. Ennfremur sagði blaðið, að gætt hefði afbrigðis af gaullisma hjá Reagan, er hann gerði veikari stöðu Bandaríkjanna að umtalsefni, en þess bæri að gæta, að nýgaullistar gætu ekki komið sér saman um fulltrúa flokksins við forsetakosningarnar. Engin straumhvörf Yfirvöld í Sovétríkjunum virt- ust í kvöld reiðubúin til samstarfs við Ronald Reagan nýkjörinn for- seta Bandaríkjanna og láta sem gleymdar væru þær lýsingar Kreml, að Reagan væri „riddari köldu stríðanna". í fréttum af kosningaúrslitunum lagði TASS- fréttastofan á það áherzlu að sovézk yfirvöld hefðu ætíð verið hlynnt bættri sambúð við Banda- ríkin og leggðu áherzlu á friðsam- lega sambúð. Engin bein gagnrýni kom fram á Reagan eða stefnu hans, en í umfjöllun TASS sagði, að bandarískir • kjósendur hefðu verið óhressir með harðlínustefnu Carters í garð Sovétríkjanna, og litu fréttaskýrendur svo á, að með því að minnast ekki á þá varfærni sem Reagan hefur sagzt vilja sýna í samskiptum við Rússa, hafi Reagan nú verið gefinn kostur á að endurskoða afstöðu sína til Kremlverja í framtíðinni. Sovézkar heimildir hafa að und- anförnu títt gefið í skyn, að þar í landi sé búizt við því að forseta- störf Reagans hefjist á harkaleg- um árásum í garð Sovétríkjanna. Hir.s vegar spá þeir, að utanrík-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.