Morgunblaðið - 06.11.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.11.1980, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 30 Tollkrítarfrumvarp: Lækkun geymslu- og vaxtakostnaðar Friðrik Sophusson (S), Matthías Á. Mathiesen (S), Árni Gunnarsson (A), Albert Guðmundsson (S) og Sverrir Hermannsson (S), hafa lagt fram á Alþingi frumvörp til hreytinKa á loKiim um tollheimtu og tolleftirlit (um tollkrít) og breytingu á lögum um tollskrá. Tollkrítar- frumvarpið gerir ráð fyrir því, að heimilt sé að veita greiðslufrest á aðflutningsgjöldum. samkvæmt ákvæðum laganna. Ávinningur þessar- ar tollkrítar er tvennskonar: 1) Geymslutími vöru hjá farmflytjanda styttist, sem lækkar kostnað og 2) vaxtakostnaður lækkar, ef heildarbirgðir vöru í landinu minnkuðu. Matthias Á. Mathiesen og Steinþór Gestsson i kringlu þinghússins Olíugjaldið til efrí deildar: Andvígir en greið- um atkvæði með — sögðu tveir stjórnarliðar í greinargerð með hiiðarfrum- varpi segir: Frumvarp þetta var, ásamt tveimur öðrum frv. um tollamál, flutt á síðasta þingi. Flutnings- menn voru þeir sömu og flytja þau nú. Frumvörpin þrjú voru rædd á siðustu dögum þingsins og hlutu góðar undirtektir. Þessu frumvarpi fylgdi þá svofelld greinargerð (breytingar hafa verið gerðar á fylgiskjalsnúmerum): Á þingskjali 72 (66. mál, Nd.) er frumvarp til laga um svokallaða „tollkrít". í því frumvarpi er gert ráð fyrir verulegum breytingum á 50. og 53. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit, þannig að fjármálaráð- herra geti heimilað tollstjórum að veita greiðslufrest tolla og annarra aðflutningsgjalda. Samtök þeirra, sem stunda inn- flutning, og farmflytjendur hafa um nokkurt skeið sýnt mikinn áhuga á greiðari og ódýrari inn- flutningsverslun. Á viðskiptaþingi Verslunarráðs Islands, sem haldið var í apríl 1979, voru tollamál sérstakur liður á dagskrá. Var þar samþykkt að vinna að framgangi tillagna um breytingu á lögum um tollheimtu og tolleftirlit þar sem að því væri stefnt að: 1. Aðskilja vöruskoðun, tollaf- greiðslu og meðferð tollskjala annars vegar og flutning vör- unnar hins vegar, þannig að vöru megi flytja beint frá skipi í vörugeymslu innflytjanda. 2. Gera tollyfirvöldum mögulegt að taka upp reikningsviðskipti við innflytjendur að því er varðar innheimtu aðflutnings- gjalda. 3. Kostnaður við tollheimtu og tolleftirlit sé borinn af ríkis- sjóði, eins og við aðra löggæslu, enda nýtur hann teknanna, auk þess sem stjórnvöld ákveða um- fang eftirlitsins. Með því er stefnt að aukinni hagræðingu i störfum tollgæslunnar. Sparnaður og hagræðing í kjöl- far þessara breytinga, ef þær ná fram að ganga, er augljós. Nægir í því samband-i að vísa til álits tollanefndar frá 15. ágúst 1978. Eins og fyrr segir, er ein helsta breytingin til að innleiða gjaldfrest á aðflutningsgjöldum breyting á 50. og 53. gr. laganna. Á þingskjali 72 er ítarleg greinargerð með þeim breytingum. Gjaldfrestur á að- flutningsgjöldum gerir hins vegar nauðsynlegar ýmsar breytingar á lögum um tollheimtu og tolleftirlit til aðlögunar nýrri skipan á upp- gjöri aðflutningsgjalda. Eru þær nauðsynlegu breytingar settar fram í þessu frumvarpi. Jafnframt eru gerðar breytingar til einföldun- ar og til samræmis breyttum við- skiptaháttum, sem auka enn á þann hag fyrir þjóðarbúið, sem gjaldfrestur á aðflutningsgjöldum er. Hins vegar eru ekki gerðar tillögur um breytingar sem leiði til þess, að kostnaður vegna tollgæslu verði borinn af ríkissjóði frekar en nú er. Kanna þarf nánar þann útgjaldaauka sem slíkt skapar fyrir ríkissjóð. Einnig þykir rétt að kanna ítarlega hvaða reglur gilda um greiðslu kostnaðar vegna toll- gæslu í nágrannalöndum okkar. Sennilegt er þó, að slík breyting leiði til sparnaðar við tollgæslu og lækkunar vöruverðs, því að ætla má að umfang tollgæslunnar ráðist þá frekar af aðstæðum hverju sinni og einfaldari og hagkvæmari leiða verði yfirleitt leitað. Ósennilegt er, að kostnaður ríkissjóðs af tollgæsl- unni aukist verulega við slíka breytingu. Heildarkostnaður við tollgæsluna ætti hins vegar að lækka. Ekki þykir þó rétt að setja fram tillögur um slíkar breytingar fyrr en að undangenginni ítarlegri könnun. Frumvarp þetta ber að skoða sem framlag flutningsmanna til þeirra mikilvægu umræðna, sem nú fara fram um gjaldfrest á aðfiutningsgjöldum. Fjölmörg at- riði þarf að kanna, en æskilegt er að málinu verði hraðað eftir föng- um. Stjórnarfrumvarp til laga um þreföldun olíugjalds (um 2,5% í 7.5%) til fiskiskipa. framhjá skipta- verðmæti. var afgrcitt frá neðri deild Alþingis til efri deildar sl. þriðjudag með 20 atkvæðum gegn 15. Fimm þingmcnn voru fjarver- andi. Nafnakall fór fram um fyrstu grein frumvarpsins og um frum- varpið í heild og féllu atkvaði sem fyrr segir. Með frumvarpinu greiddu atkvæði viðstaddir þingmenn Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks, auk Egg- erts Haukdals, Friðjóns Þórðarsonar og Pálma Jónssonar, en gegn því viðstaddir þingmenn stjórnarand- stöðu. Tveir stjórnarliðar gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Guðmundur J. Guðmundsson (Abl) sagði hér á ferð „slæmt mál“, „óhæfa væri að hringla með olíu- gjaldið eins og verið hefði á þessu ári“. Hann myndi þó greiða frum- varpinu atkvæði, en áskildi sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartil- lögum, ef aðrar leiðir opnuðust, eða til að bæta sjómönnum skaðann, t.d. um aukinn skattafrádrátt. Garðar Sigurðsson (Abl) sagði olíugjaldið illa leið, en þar sem önnur virtist ekki fær, sæi hann sig tilneyddan til að fylgja frumvarpinu. Halldór Blöndal (S) vitnaði til orða Guðmundar og Garðars um galla frumvarpsins, sem gengi á sjómenn rétt einu sinni, og því myndi hann, gagnstætt þeim, standa gegn því. í stuttu máli — í stuttu máli — í stuttu máli Samkeppni og verðlagning: Vaxtafrádráttur húsbyggjenda virtur við álagningu skatta Tekjuskattar, byggðir á áætluðum skattstofni, leiðréttir Samkeppnis- verðlagning Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokks (Friðrik Sophusson, Matt- hías Á. Mathiesen, Matthías Bjarnason og Albert Guðmunds- son) hafa lagt fram frumvarp til laga þess efnis, að þegar sam- keppni er nægileg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag, skuli verð- lagning vera frjáls. Frumvarp þetta var flutt af Eyjólfi K. Jónssyni o.fl. í efri deild Alþingis í fyrra. Var því þá vísað til ríkis- stjórnarinnar, án þess að hún fylgdi málinu eftir. I ríkjum, sem frjáls verðmyndun ræður ferð, hefur verðþróun verið mun hægari og stöðugra verðlag en þar, sem verðlagshöft eru stefnuviti, eins og hér á landi. Aðdragandi málsins í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Hinn 16. maí 1978 voru staðfest lög um verðlag, samkeppnishöml- ur og óréttmæta viðskiptahætti. Áttu þau að taka gildi 6 mánuðum síðar eða 16. nóvember 1978. Við gildistöku laganna áttu að falla niður þágildandi lagaákvæði um verðstöðvun, en allar samþykktir um verðmyndunarhöft áttu að halda gildi sínu, þar til verðlags- ráð hafði tekið afstöðu til þeirra. Samkvæmt 8. gr. átti verðlagning að vera frjáls, þegar samkeppni er nægileg. Fyrr eða síðar hefði því nýtt verðlagsráð þurft að taka afstöðu til þess, hvort og á hvaða sviðum frjálsræði í verðmyndun kæmist á. Þegar ný ríkisstjórn kom til valda í byrjun september 1978 voru sett bráðabirgðalög, sem m.a. innihéldu ákvæði um verðstöðvun. Síðan þá hafa tvenn lagaákvæði fyrirskipað verðstöðvun. Nýja verðstöðvunarákvæðið var stað- fest af Alþingi í lögum um kjara- mál (nr. 121/1978 frá 30. desem- ber). Þessari viðbótarverðstöðvun er ekki ætlaður takmarkaður gild- istími og gildir hún áfram, þótt nýju verðlagslögin taki gildi, sem kemur í veg fyrir hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar. Með lögum nr. 102/1978 var gildistöku nýju verðlagslaganna frestað til 1. nóvember 1979. Síðan var lögunum breytt með lögunum nr. 13, um stjórn efnahagsmála, frá 10. apríl 1979. Eru nú allar verðákvarðanir háðar endanlegu samþykki ríkis- stjórnarinnar. Þar með eru verð- lagslögin gerð óvirk, en þau voru byggð á mikilli vinnu og víðtækum athugunum fjölmargra aðila um langt skeið. Miðar frumvarp þetta að því, að ákvæði verðlagsiaganna færist í upphaflegt horf. Skattar á áætlaðar tekjur óréttlátir Þegar skattalög voru til með- ferðar á sl. vetri, fluttu fjórir sjálfstæðismenn (Steinþór Gests- son, Matthías Bjarnason, Friðrik Sophusson og Halldór Blöndal) breytingartillögu þess efnis, að fella úr lögum heimild skattstjóra til að áætla .ilteknum þjóðfélags-' hópum laun sem skattstofn. Þessi tilíaga var felld í neðri deild með nokkrum atkvæðamun. Þessir sömu þingmenn endur- flytja nú frumvarp þetta með þeirri viðbót, að skattskýrslu að- ila, sem hafa með höndum at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, en eru ekki bókhalds- skyldir, skuli fylgja rekstrarreikn- ir. I ákvæði til bráðabirgða segir efnislega, að þeir, sem hlotið hafi gjaldauka 1980 vegna gjald- stofnsáætiunar af þessum toga, skuli fá leiðréttingu mála. Vaxtakostnaður húsbyggjenda viðurkenndur Birgir Isl. Gunnarsson (S) og Halldór Blöndal (S) flytja frum- varp til laga um frádrátt vaxta við tekjuskattsálagningu. Efni frum- varpsins er rakið í greinargerð, sem er svohljóðandi: Um langa hríð hefur það ákvæði verið í skattalögum, að skattgreið- endur gætu dregið frá tekjum sínum greidda vexti, verðbætur, afföll og gengistöp. Þessi regla hefur fyrst og fremst komið til góða húsbyggjendum, og hefur hjálpað mörgum til að eignast þak yfir höfuðið. Með þeirri breytingu, sem gerð var á lögum um tekju- og eignarskatt í febrúar 1980 (lög 7/1980), var þessi regla þrengd mjög. Nú takmarkast þessi heim- ild við fasteignaveðskuldir til þriggja ára eða lengri tíma, sem sannanlega eru notaðar til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota, eða aðrar skuldir til sömu nota, en slík vaxtagjöld er þó aðeins heimilt að draga frá tekjum á næstu tveimur skattárum, talið frá og með kaup- ári eða á næstu fjórum árum, talið frá og með því skattári, sem bygging er hafin á. Frádrátturinn takmarkast við 1500 000 kr. hjá einstaklingum og 3 000 000 kr. hjá hjónum. Eins og verðbólgu í þjóðfélaginu er nú háttað og eins og útlánaregl- ur banka og vaxtakjör eru í dag, er Ijóst aö regla þessi er allt of takmörkuð. Þá er skattbyrði al- mennings óeðlilega þung. Margir húsbyggjendur þurfa að fleyta sér í mörg ár á víxlum og vaxtaauka- lánum umfram það, sem veðlána- kerfið gefur, áður en jafnvægi fæst í fjármál þeirra. Þegar þessi nýja regla kemur til framkvæmda á næsta ári, er því hætt við að margir húsbyggjendur lendi í erf- iðleikum. Frumvarp þetta miðar að því að rýmka heimild til frádráttar vegna vaxta. Vaxtafjárhæð skal miðast við 4 millj. kr. hjá einstakl- ingi, en 8 millj. kr. hjá hjónum. Ekki er sérstaklega sett það skil- yrði, að lán séu notuð til öflunar húsnæðis, en oft er erfitt að rekja slíkt þegar húsbyggjendur taka mörg lán til skamms tíma, sem mæta hvert öðru. Þessi almenna regla sparar og vinnu og rann- sóknarstörf hjá skattstofum. Tollur af at- vinnubifreiðum Þingmenn úr öllum þingflokk- um (Guðrún Helgadóttir, Albert Guðmundsson, Stefán Jónsson, Alexander Stefánsson og Árni Gunnarsson) flytja frumvarp um lækkun tolls úr 90% í 40% af bireiðum til bifreiðastjóra, sem hafa akstur leigubifreiða til fólks- flutninga að aðalstarfi. Sé um öryrkja að ræða, skal lækka toll um 20% til viðbótar. Ennfremur er heimilt að lækka toll úr 90% í 65%, þó um aukastarf sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.