Morgunblaðið - 06.11.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.11.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 31 Lovísa Lúðvíksdótt- ir - Minningarorð I dag er kvödd Lovísa Lúövíks- dóttir, sem seinast bjó að Laugar- ásvegi 1, hér í borg. Lovísa var fædd í Norðfirði 14. júlí 1897. Foreldrar hennar voru hjónin Lúðvík Sigurðsson, útgerð- armaður og kaupmaður þar, og Ingibjörg Þorláksdóttir, ættuð af Alftanesi. Lovísa var elst i hópi 9 systkina, sem komust til aldurs, en tvö dóu ung. Af þessum 11 systkinum eru 6 enn á lífi, þeir bræðurnir Sigurður, Karl og Bjarni og syst- urnar Sigríður, Dagmar og Mar- grét. Nokkuð er síðan Þorlákur, kaupmaður í Húsgagnaverslun Reykjavíkur, féll frá og fyrir stuttu er látinn Georg, forstjóri Ríkisspítalanna. Nú er Lovísa kvödd. Uppvaxtarár Lovísu á Norðfirði á heimili foreldra hennar voru lík því, sem var í sjávarþorpi á þessum árum. Unnið var að útgerð og búskap ásamt nokkurri verzl- un, og hjálpuðu börnin til við öll störf. Heimilið hófst úr fátækt til verulegra efna á þeirra tíma mælikvarða, og oft var margt um manninn. Lovísa var send á Kvennaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Þessi menntun var henni kærkomin, þar sem hún hafði frá æsku yndi af skáldskap og frábær- ir hæfileikar hennar til hannyrða komu í ljós á þessum árum. Lovísa fluttist nú til Reykjavíkur og tók við því starfi að sjá um heimili fyrir móðurbróður sinn, Bjarna Þorláksson trésmið, sem lengst af bjó á Grettisgötu 35. Var Lovísa bústýra Bjarna þar til hann lést á háum aldri. A heimili þeirra Lovísu og Bjarna var allt með sérstökum hætti. Bjarni smiður var mjög ráðdeildarsamur og hafði fasta reglu á öllum hlutum. Hann áleit vinnusemi mesta dyggð. Honum féll ekki verk úr hendi. Lovísa sá um heimilið, en í frítímum tók hún sér bók í hönd eða saumaði. Það var gaman að líta til Lovísu og Bjarna á þessum árum. Mót- tökurnar voru alltaf hlýjar og góðar. Lagt var á veizluborð, og Lovísa spurði oft, hvort ekki mætti koma með meiri veitingar. Gestir voru beðnir að koma fljótt aftur. Svona liðu árin á Grettis- götunni, hvert öðru lík. Fáir hlutir breyttu um svip. Við fráfall Bjarna smiðs flutti Lovísa í eigin íbúð að Laugarás- vegi 1 og bjó þar til dauðadags. Lovísa kunni vel við sig í Laugar- ásnum. Sérstaklega lofaði hún oft útsýnið yfir dalinn og taldi alltaf eins fallegt að sjá sólina ganga til viðar yfir Faxaflóa og Snæfells- jökul. Lovísa var oftast heima fyrri hluta dags við lestur eða hannyrðir, en upp úr miðjum degi fór hún og verzlaði og heimsótti svo vini og ættingja, en sá hópur varð stærri og stærri með árun- um. Lovísa hafði mikla listræna hæfileika og styttu þeir henni stundir, þar sem hún valdi alla ævi að vera oft ein. Lovísa hafði skerta heyrn og versnaði það með aldrinum. Þetta gátu læknar eða heyrnartæki ekki lagfært. Lovísa var rausnarleg og færði oft vinum og ættingjum gjafir á afmælum eða öðrum hátíðum. Hún var frændrækin og mundi eftir flestum eða öllum og ekki síst ungu kynslóðinni í fjölskyld- unni. Þannig var hún öðrum fremur sameiningartákn og var hún aldrei kölluð annað en Lúlla frænka. Lovísa var hress framá síðasta dag og fór ein allra sinna ferða. Hún hugsaði alltaf sjálf um heim- ili sitt. Þótt hún væri róleg og sjaldan að flýta sér, var hún skapföst og skaphörð, enda alltaf sjálfstæð og sjálfráð. Eg var barnungur er ég fyrst lagði leið mína upp Laugaveginn og beygði á Grettisgötu og barði einn dyra hjá frænda mínum og frænku. Síðan eru liðin meira en 40 ár. Öll þessi ár vil ég þakka. Megi Lúlla frænka hvíla í friði. Blessuð sé minning hennar. Lúðvík Gizurarson (omic) 3 410 PD NVJA OMIC REIKNIVÉUN E» HELMINCI FYRIRFÖÍÐARMINNIOC TÖLUVEBT ÓBÝMRI Nú hefur ný reiknivél bæst í Omic fjöl- skylduna, - Omic 410 PD. Þessi nýja Omic vél er lítil og lipur. Hún gengur fyrir rafhlöðum jafnt sem rafmagni. Omic 410 PD skilar útkomu bæði á strimli og með Ijósatölum. Hún vinnur að öllu leiti verk stærri véla bæði fljótt og vel. HVERFISGATA Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þins. Þegar Omic reiknivélarnar komu fyrst á markaðinn voru þær sérhannaðar samkvæmt óskum viðskiptavina Skrif- stofuvéla h.f. Á örfáum vikum urðu Omic 312 PD, Omic 210 PD og Omic 210 P, sannkallaðar metsöluvélar. Komiö og kynnist kostum Omic. Verðið og gæðin tala sínu máli. ó- y*,c^ SKRIFSTOFUVÉLAR H.Rl Hverfisgötu 33 Simi 20560 Unglingameistaramót íslands í skák 1980 hefst laugardaginn 8. nóvember kl. 14.00. Tefldar verða 7 umferðir Monrad og stendur mótiö til 14. nóvember. Teflt verður aö Laugavegi 71, Reykjavík. Þátttöku skal tilkynna í síma 27570 milli kl. 16 og 18, eigi síðar en 7. nóvember. 1. verðlaun: ferð á skákmótiö í Hallsberg í Svíþjóö um næstu áramót. Stjórn Skáksambands íslands. Nykomið Efni: Ðarnarimlarúm Dýnusett: Brenni, lakkaö. Bæsað, brúnt. Hvítlakkaö. Dýna - Klæöning - Púði Norskar þvottekta ungbarnasængur og koddar. Sængurverasett í úrvali. Vörumarkaðurinn hí. Armúla 1 A. Sími: 86117. Opið föstudaga til kl. 8 Opið laugardaga kl. 9—12 HI Kawasaki ÁRGERÐ 1981 Það sem KAWASAKI býður í dag bjóöa hinir ef til vill áriö 1982. Enduro/Cross hjól Götuhjól KC80 — 125 — 250 — 420 KDX175 — 250 — 420 keppnis og/eða „play-time" hjól fyrir alla Z90— Z1300 öll eftir vali í götu ghooper/ touring eöa Grand-prix út- færslu. Meöal nýjunga: Aftur og fram demparar stillan- legir bæöi gas og pre-load 11,8” travel aftan og framan. Grind úr 4130 chrome-moly blöndu nfull floating" aftur- bremsa — breiðasta og stærsta powerbandiö í dag. + Uni-Trak afturfjöðrun með „aluminum alloy box section swingarm" sem er níösterkur en laufléttur. „Floating power" gúmmí mót- orpúðar — bein innspýting (fleiri hestöfl, minni eyösla ekk- ert choke) — slöngulaus dekkblack-out treatment — öll hjólin léttari (frá 10—18 kg.) Stillanlegir demparar aftan og framan bæöi gas og preload. ÞEIR SEM ÆTLA Að NÁ í NÝTT HJÓL FYRIR SUMARIÐ ÞURFA AÐ PANTA STRAX. SVERRIR ÞÓRODDSSON, Fellsmúli 26 — Sími 82377.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.