Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 VIIiClflDTI WlIfOlmll I I VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón Sighvatur Blöndahl Þórhallur * Asgeirsson, ráðuneytisstjóri: Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt- isstjóri. freðfisk í Bandaríkjunum. Jafn- keypissamningarnir við þessi 3 lönd voru um þetta leyti felldir niður, en þetta viðskiptafyrirkomu- lag hélt áfram að gilda í viðskipt- um við Pólland og Tékkóslóvakíu fram til 1966. Þá kröfðust Tékkar og Pólverjar þess, að sú breyting yrði gerð á greiðslufyrirkomulag- inu, að viðskiptin yrðu byggð á frjálsum gjaldeyri. Rússar fóru einnig fram á sams konar breyt- ingar strax árið 1968 en það var ekki fyrr en í ársiok 1975, að fallist var á að fella niður jafnkeypis- ákvæðin í samningnum. En þá þegar hafði jafnkeypisgrundvöllur- inn raskast eftir hinar gífurlegu verðhækkanir á olíu í árslok 1973. Útflutningssamtökin voru yfirleitt mótfallin þessum breytingum, því að þau töldu, að þær myndu torvelda áframhaldandi sölu, eink- um á freðfiski og saltsíld, til þessara landa. Eftir þá reynslu, sem fengist hefur, má fullyrða, að sá ótti hafi reynst ástæðulaus, því að viðskiptin hafa gengið eðlilega og vel fyrir sig eftir sem áður. Viðskiptasamningarnir við þessi lönd, þar sem ríkið stjórnar öllum viðskiptum, eru samt nauðsynlegir og hafa ennþá verulega þýðingu fyrir okkur. Samningarnir eru yfir- leitt gerðir til 5 ára, en árlega fara fram viðskiptaviðræður við Sovét- áratuginn áratug jafnkeypisvið- skiptanna, má á sama hátt tala um áttunda áratuginn sem áratug frí- verslunar. Með samningunum við EFTA og Efnahagsbandalagiö hef- ur tekist að fá tollfrelsi og frjálsan aðgang að mörkuðum 15 evrópskra viðskiptalanda okkar. Eftir ára- mótin bætist svo Grikkland við þennan hóp, en það verður aðili að Efnahagsbandalaginu frá 1. janúar 1981. Það ætti varla að þurfa að benda á, hversu þýðingarmikil þau viðskiptafríðindi eru, sem fengist hafa í þessum samningum. Því miður vill það alltof oft gleymast jafnvel hjá fulitrúum útflutnings- samtakanna, þegar skýrt er frá árangrinum, sem náðst hefur í auknum viðskiptum á þessa mark- aði. Ekki er hægt að reikna hagn- aðinn af þessum viðskiptafríðind- um í ákveðnum fjárupphæðum. En til að gefa til kynna stærð þessara viðskipta og hinna samnings- bundnu fríðinda má benda á, að miðað við útflutning okkar til Efnahagsbandalagsins á fyrra misseri þessa árs nema tollfríðind- in 4,6 milljörðum kr. Útflutningur- inn til Efnahagsbandalagsins á sama tíma nam 67,7 milljörðum kr. og var 36,3% af heildarútflutn- ingnum. A fyrra misseri þessa árs nam útflutningurinn til EFTA- iandanna 31,2 milljörðum kr. og var það 16,7% af heildarútflutn- Frjáls viðskipti og stöðugt efna- hagsástand forsenda eflingar út- f lutnings og velmegunar landsmanna Hlutverk stjórnvalda við útflutn- ingsverslun er margþætt og breyti- legt eftir ástandi og aðstæðum á hverjum tíma. Efnahagsstefnan og stjórnarhættir, bæði hér og í helstu viðskiptalöndum okkar, ráða miklu um, hversu víðtæk afskipti ríkisins eru. Ég ætla mér ekki að fara út í pólitískar bollaleggingar um það, hversu víðtækt hlutverk ríkisins ætti að vera á þessu sviði, heldur reyna að gera grein fyrir þætti ísienskra stjórnvalda í útflutnings- viðskiptum nú og þá um leið minnast á þróun þessara mála undanfarna áratugi. Eftir seinni heimsstyrjöldina hefst svo fyrir alvöru tími við- skiptasamninganna í okkar sögu. Evrópa lá þá í sárum og fram- leiðslustarfsemin var i molum. Undir þessum kringumstæðum var erfitt að selja okkar útflutnings- vörur nema á grundvelli viðskipta- samninga. Á styrjaldarárunum höfðu stjórnvöldin verið beinn aðili að sölu íslenskra afurða, bæði til Bretlands og Bandaríkjanna og fyrstu árin eftir stríðið var einnig óhjákvæmilegt að ríkisstjórnin héldi áfram að vera aðili að sölu ýmissa afurða til margra landa. Ég minnist þess, að stuttu eftir að Bjarni Benediktsson tók við starfi utanríkisráðherra 1947 sagði hann eitthvað á þá leið: „Aldrei datt mér í hug, þegar ég varð utanríkisráð- herra, að ég yrði um leið stærsti fisksali landsins." Þannig voru fyrstu sölusamningar á freðfiski og saltsíld til Sovétríkjanna árið 1946 gerðir á vegum ríkisstjórnarinnar og í nafni hennar eða samninga- nefndar utanríkisviðskipta, enda þótt framleiðendasamtökin önnuð- ust framkvæmd þeirra. Á fyrstu eftirstríðsárum voru gerðir margir viðskiptasamningar við lönd bæði í Vestur-Evrópu og í Austur-Evrópu. Eftir tiikomu Marshall-áætlunarinnar 1948 fór mikið að rofa til í Vestur-Evrópu. Eftir að OECD hafði komið á greiðslubandalagi Evrópu 1950 voru höft á viðskiptum milli flestra þátttökuríkjanna að miklu leyti afnumin. Viðskiptin urðu þar með frjálsari en áður og nutum við þar góðs af. Sumir samningar okkar við Vestur-Evrópuríki voru samt áfram í gildi, en náðu aðeins til þeirra vörutegunda, sem ekki var búið að setja á frílista. Ennþá eru viðskiptasamningar taldir vera í gildi við Þýskaland, Frakkland og Danmörku, en þeir hafa samt ekki neina þýðingu, þar eð viðskipti okkar við þessi lönd ráðast nú að mestu leyti af fríverslunarsamn- ingi okkar frá 1972 við Efnahags- bandalagið. Með viðreisninni 1%0 hefst nýtt tímabil í viðskiptasögu okkar. Inn- flutningurinn var að verulegu leyti gefinn frjáls, en um leið minnkaði þörfin fyrir jafnkeypisviðskiptin, bæði vegna þess að um svipað leyti aðhylltust Finnland, ísrael og Spánn svipaða frjálslega viðskipta- stefnu og ennfremur, að á þessum árum stórjókst markaðurinn fyrir ríkin, Tékkóslóvakíu og Pólland. Er þá rætt um leiðir til að auka viðskiptin og leysa þau vandamál, sem upp hafa komið í viðskiptum milli landanna. Eftir því sem alþjóðaviðskiptin hafa orðið frjálsari hefur þýðing tvíhliða viðskiptasamninga minnk- að. Hins vegar hafa nú bæst við mjög þýðingarmiklir fjölþjóða viðskiptasamingar, sem Island hef- ur gerst aðili að, og á ég þar við stofnsamning Fríverslunarsam- taka Evrópu, EFTA og fríverslun- arsamning Islands við Efnahags- bandalagið. Ef kalla mætti sjötta ingnum. EFTA-löndin hafa mis- munandi innflutningstolla og er því miklu flóknara að reikna út tollfríðindin, sem af aðild okkar leiða, en þau eru miklu minni heldur en fríðindin, sem fengist hafa hjá Efnahagsbandalaginu, enda útflutningur okkar þangað minni. Eftir að fríverslunarsamn- ingarnir tóku gildi hafa útflytjend- ur aldrei staðið jafn vel að vígi til að selja íslenskar framleiðsluvörur. Samkvæmt reglugerð um Stjórn- arráð íslands fer viðskiptaráðu- neytið með mál, sem varða útflutn- ingsverslunina. Auk gerðar og framkvæmdar viðskiptasamninga, Óttar Yngvason, framkv.stj. Íslenzku útflutningsmiðstöðvarinnar: Reynt að aðra en „ Ég hef nokkrum sinnum velt því fyrir mér, hvort í raun og veru væri áhugi fyrir hendi hjá forsvars- mönnum þjóðarinnar og hinum stóru sölusamtökum að auka sölu- starfsemi í útflutningi sjávaraf- urða. Astæður þessara efasemda eru til dæmis eftirfarandi atriði, sem við höfum persónulega reynslu af og sem hér skulu greind: 1. Reynt hefur verið að beita er- lenda kaupendur hótunum til þess að fæla þá frá viðskiptum við aðila utan stóru sölusamtak- anna hér á landi. 2. Þegar hótanir hafa ekki dugað, hefur verið reynt að egna fyrir erlenda kaupendur með hag- stæðari viðskiptakjörum og hag- stæðara verði. 3. Skipafélög hafa verið þvinguð til að taka ekki vörur til flutninga og ekki eru nema svo sem 2—3 ár, síðan minna varð á banda- rísku hringalögin til að fá ís- Ienzkt skipafélag til að taka vörur til flutnings á Bandaríkja- markað. 4. Framleiðendum er hótað og reynt að beita þá sektum, ef þeir leyfa sér að láta aðra en stóru sölusamtökin selja fyrir sig — bregða fæti fyrir hina stóru64 jafnvel þótt þau hafi ekki getað selt. 5. Reynt hefur verið að beita stjórnmálamenn þrýstingi og þvingunum, ráðherra og ríkis- stjórnir, til þess að bregða fæti fyrir sölur annarra aðila en „hinna stóru". 6. Umbúðaafgreiðslu til framleið- enda hefur verið lokað og hvers konar þjónustu hætt. 7. Jafnvel hefur verið reynt að beita áhrifum í gegnum einn stærsta viðskiptabanka landsins. Margir íslenzkir stjórnmálamenn eiga hér engan hlut að máli, en menn verða hálf áttavilltir í pólitík, þegar þeir standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að hinir sjálfskip- uðu talsmenn frjálsrar veéslunar hafa í reynd verið hinir mestu dragbítar á framkvæmd sinnar eigin stefnu. I þessu sambandi er mér skylt að geta þess, að með viðskiptaráðherr- unum Ólafi Jóhannessyni, Svavari Gestssyni og Tómasi Árnasyni hef- ur runnið upp skeið breyttra tíma í frjálsræðisátt. íslenzku hringalögin íslendingar hafa. búið við ný lög um samkeppnishömlur í tæplega tvö ár. Markmið laga þessara er m.a. að vinna gegn óréttmætum viðskipta- og samkeppnisháttum, svo og samkeppnishömlum, sem geta haft í för með sér skaðlegar afleiðingar fyrir neytendur eða atvinnureksturinn. Því miður hefur tekist svo til við þessa lagasetningu, að ákvæðin um verðlag og sam- keppnishömlur eru ekki látin ná til útflutnings. Verðákvarðanir og samkeppnishömlur í útflutningi eru því heimilar að lögum, enda þótt þær hafi í för með sér skaðlegar afleiðingar fyrir framleiðendur. Ekki þarf að fjölyrða um það, hversu brýna nauðsyn ber til, að þetta einokunarákvæði, sem slæðst hefur inn í lög um samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti, verði fellt niður. Einokunarveldið Á íslandi ráðskast 6—7 menn með megnið af öllum útflutningi á sjávarafurðum landsmanna. Þetta skipulag viðgengst hvergi í heimin- um nema í einræðisríkjum eða austantjalds. Fámennið, bæði við stjórnun og raunveruleg mark- aðsstörf við sölu sjávarafurða á erlendum mörkuðum, er þjóðhættu- legt. Valdabrölt, persónuleg sér- sem ég hef þegar minnst á, er talsverð vinna við útflutningseftir- lit og þá einkum útgáfu útflutn- ingsleyfa. Útflutningurinn er yfir- leitt háður leyfum, sem gefin eru út tii að fylgjast með gjaldeyrisskil- um, til að fyrirbyggja óeðlilega og skaðlega samkeppni innbyrðis milli útflutningsfyrirtækja og til að vernda hagsmuni framleiðenda. í sambandi við þetta starf veitir viðskiptaráðuneytið útflytjendum oft ýmsar upplýsingar um verð og markaðsástand og er almennt talið, að þær upplýsingar séu oft gagn- legar. Um útflutningseftirlitið hefur ekki verið deilt. Hins vegar hafa alltaf komið upp ágreiningsmál um úthlutun einstakra leyfa. Menn hafa ekki verið sammála um það, hvort samtök framleiðenda freð- fisks og saltfisks ættu að hafa ein með höndum sölu á þessum afurð- um. Hér er um að ræða Sölusam- band íslenskra fiskframleiðenda, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og sjávarafurðadeild SIS, en Sölusam- band skreiðarframleiðenda hefur aldrei náð til nema hluta framleið- enda og eru skreiðarútflytjendur nú sex að tölu. Þessi samtök hafa unnið ómetanleg störf við sölu afurða oft á erfiðum tímum. Þegar vel gengur og eftirspurnin er mikil eftir fiski eru ætíð margir fúsir til að sinna þessum viðskiptum. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og SÍS hafa aldrei haft einkaleyfi til útflutnings á freðfiski og hafa aðrir útflytjendur þar einnig komið við sögu, en þó venjulega í skamm- an tíma. Hins vegar hefur SÍF lengst af staðið eitt að útflutningi á saltfiski, ef undan er skilinn út- flutningur á söltuðum ufsaflökum. Þessi samtök hafa notið stuðnings stjórnvalda, en stundum hefur ver- ið um það deilt, hversu langt er hægt að ganga í þeim efnum. Virðist mér sú skoðun nú njóta vaxandi fylgis, að þótt samtökin séu nauðsynleg þá sé einnig æski- legt, að þau hafi visst aðhald með því að leyfa öðrum fyrirtækjum að selja freðfisk og saltfisk samhliða þeim. Auk framleiðendasamtakanna eru svo útflutningsfyrirtæki sem ríkið hefur átt þátt í að stofna og er aðili að. Síldarútvegsnefnd hefur samkvæmt lögum einkarétt til út- flutnings á saltsíld og eru ekki neinar háværar kröfur um breyt- viska, yfirgangur og jafnvel undir- lægjuháttur gagnvart útlendingum á því greiðari leið sem hópurinn er fámennari. Þegar höfð er í huga hin mikla þýðing, sem útflutningur sjávaraf- urða hefur fyrir íslenzkt efnahags- líf, verður það að teljast óeðlilegt, hversu fátt fólk vinnur í raun og veru við þessa starfsemi, sérstak- lega við hið eiginlega sölustarf. Hér þarf að þjálfa upp traustan og hæfan hóp ungra manna, sem fengi reynslu í samskiptum við útlendinga og reynslu í að ná hagstæðum samningum um sölu á afurðum landsmanna. Það kerfi, sem við búum við, skapar ekki ungu fólki tækifæri til að fá þjálfun í lífsnauðsynlegum utanríkisvið- skiptum. Stóru aðilarnir hafa lítið aðhald haft fram til þessa. Það er þjóðar- nauðsyn að skapa þetta aðhald og auka það eftir megni. Eina leiðin til að tryggja raunverulegt aðhald er að auka útflutningssamkeppnina, leyfa fleiri aðilum að spreyta sig við hlið báknanna, svo að þeim verði ekki vært að sofa á verðinum. Og ef sölusamtökin eru eins hagstæð fyrir framleiðendur og þau halda fram sjálf, hvað hafa þau þá að óttast við frjálsan útflutning sjávarafurða? Frjáls útflutn- ingsfyrirtæki Á ýmsum sviðum hefur útflutn- ingur afurða landsmanna verið á frjálsum grundvelli um langt ára- bil. Má hér nefna mjöl, lýsi, skreið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.