Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
35
ingu á því fyrirkomulagi. Sölu-
stofnun lagmetis var líka sett á
laggirnar samkvæmt lögum um
einkarétt til útflutnings á saltsild
og eru ekki neinar háværar kröfur
um breytingu á því fyrirkomulagi.
Sölustofnun lagmetis var líka sett
á laggirnar samkvæmt lögum með
aðild ríkisins, en stefnt er að því,
að hún hverfi og framleiðendurnir
taki einir við. Sölustofnunin hefur
ekki einkaleyfi til að flytja út
lagmeti nema til ríkisviðskipta-
landanna.
Stuðningur stjórnvalda við sölu-
samtökin byggist á því, að yfir-
gnæfandi meirihluti framleiðenda
telur þennan viðskiptahátt vera
hagkvæmastan og öruggastan. Ef
stór hluti framleiðenda snýst gegn
samtökunum og vill koma á frjáls-
ara fyrirkomuiagi með mörgum
útflytjendum, hljóta stjórnvöld að
þurfa að taka tilllit til slíkra óska,
en hæpið er að láta áróður umboðs-
manna erlendra aðilja verða til að
sundra samtökum, sem hafa sann-
að ágæti sitt með starfi sínu í
áratugi.
Áður en ég lýk máli mínu, vil ég
minnast á það hlutverk stjórnvalda
við útflutninginn, sem skiptir
einna mestu máli, það er skyldan
við að stjórna þannig efnahagsmál-
um, að útflutningsatvinnuvegirnir
geti þróast eðlilega og framleiðsla
þeirra sé samkeppnisfær á erlend-
um mörkuðum. Er hér um að ræða
kjarna þeirra vandamála, sem nú
er við að stríða, en þótt stjórnvöld
ráði miklu um þróun þessara mála
eru þau langt frá því að vera
einráð. Þrátt fyrir þunga byrði
olíuverðhækkana, er vandinn að
mestu leyti heimatilbúinn. Á er-
lendum mörkuðum hefur útflutn-
ingnum með fríversluninni verið
tryggð mjög hagstæð aðstaða, þar
sem markaðirnir eru opnir í helstu
viðskiptalöndum okkar og tollar
litlir eða engir. Þessa hagstæðu
stöðu verða útflytjendur að standa
vörð um, því að hún er ekki trygg
nema útflytjendur styðji stjórn-
völd í viðleitni þeirra að standa við
þær skuldbindingar, sem fríversl-
unarsamningarnir kveða á um.
Mín lokaorð eru þau, að ég vona,
að það megi takast að viðhalda
frjálsum viðskiptum og koma á
stöðugra efnahagsástandi, sem
hvort tveggja er nauðsynleg for-
senda fyrir eflingu útflutningsins
og þar með velmegun allra lands-
manna.
óttar Yngvason, framkvæmda-
stjóri Íslenzku útflutningsmið-
stöðvarinnar.
og ýmsar tegundir frystra og salt-
aðra sjávarafurða. Ekki veit ég til
þess, að hið frjálsa viðskiptaform
hafi skapað nokkra sérstaka erfið-
leika í neinni þessara framleiðslu-
greina. Hér byggist velgengni hvers
seljanda og útflytjanda fyrst og
fremst á því að bjóða framleiðend-
um hæstu verð og bestu kjör. í
þessum efnum eru stærstu samtök-
in oft ekki heppilegustu einingarn-
ar. Þó að stóru samtökin geti verið
nokkur kjölfesta, vantar þau oft
sveigjanleika og lipurð í ákvarðana-
töku og þau eru oft ekki heppileg til
að skipta við lítil fyrirtæki erlendis.
En smærri kaupendur og smærri
afgreiðslur jafngilda því oft að
Erik Winfeld-Lund, fram-
kvæmdastjóri markaðsdeildar
Félags danskra iðnrekenda.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Sala á erlend-
um mörkuðum
Stjórnunarfélag íslands
gekkst i sl. viku íyrir náms-
stefnu, þar sem efnið Sala á
erlendum mörkuðum var tek-
ið fyrir.
Gefið var heildaryfirlit yfir
útflutningsverzlun lands-
manna, greint frá því hvernig
fjármögnun og ráðgjöf við
útflutning er háttað og gerð
grein fyrir hvaða söluaðferð-
um er beitt við sölu okkar
helztu útflutningsafurða á
mörkuðum erlendis. Þá var
fjallað um hverjir væru fram-
tíðarútflutningsmöguleikar
landsmanna. Til að gefa inn-
sýn í hvernig háttað er út-
flutningi frá nágrannaþjóðum
okkar fékk Stjórnunarfélagið
til landsins Erik Winfeld-
Lund, framkvæmdastjóra
markaðsdeildar Félags
danskra iðnrekenda, og gerði
hann grein fyrir skipulagi og
söluaðferðum danskra útflytj-
enda. Á síðunni birtast kaflar
úr erindum Óttars Yngvason-
ar, framkvæmdastjóra ís-
lenzku útflutningsmiðstöðvar-
innar, sem fjallaði um sölu
sjávarafurða, og Þórhalls Ás-
geirssonar, ráðuneytisstjóra í
viðskiptaráðuneytinu, sem
fjallaði um hlutverk stjórn-
valda við útflutningsverzlun.
Síðar er ætlúnin að birta kafla
úr erindum annarra fram-
sögumanna.
færa erlenda dreifingarstarfsemi
inn í landið, þ.e. að fækka erlendum
milliliðum.
Oft hefur verið hamrað á óhöpp-
um í fyrri tilraunum til frjálsrar
útflutningsstarfsemi. Ég hygg, að
það megi telja líklegt, að engu
minni né færri óhöpp hafi gerst hjá
hinum „stóru" undanfarin ár og
áratugi, þar er bara ekki sagt frá
þeim og tjóninu eða óhappinu
þegjandi jafnað niður á heildina,
jafnt saklausa sem seka.
I blaðaskrifum að undanförnu
hefur því verið haldið fram, að í
ýmsu sé pottur brotinn hjá stóru
útflutningssamtökunum. Ég tel, að
þó ekki væri nema lítið brot af því
satt, sem þar hefur verið haldið
fram, þá væri það nægileg ástæða
til að gefa þegar í stað frjálsan að
meira eða minna leyti samkeppnis-
útflutning.
Hinn frjálsi útflutningur byggir
á því, að söluandvirði allra fram-
leiðendanna sé ekki sett í einn pott
og síðan skipt upp eftir einhverjum
óskiljanlegum lögmálum, heldur fái
hver framleiðandi nákvæmlega að
vita, hvað fæst fyrir hverja vöru-
tegund og pakkningartegund á
markaðnum og fái með þvi að bera
ábyrgð á að samþykkja eða hafna
verðtilboðum í framleiðslu sína.
Fyrir þá framleiðendur, sem litla
vitneskju hafa fengið um þessi mál,
jafnvel um árabil, tekur auðvitað
einhvern tíma að öðlast nauðsyn-
lega reynslu til að meta rétt
söluárangur hverju sinni. En að
þeirri reynslu fenginni, er framleið-
andinn ólíkt hæfari en áður til að
taka réttar stjórnunarlegar ákvarð-
anir í fyrirtæki sínu.
Reynisson: Enn um Hellnamál
Greinarstúfur minn um Hellna-
mál hefur óvænt fætt af sér meira
en meterslangan dálk Jónasar
Haraldssonar, skrifstofustjóra,
um náttúruverndarþátt sumarbú-
staðamála og vandræði LÍÚ. At-
hugun textans gefur tilefni til að
taka fram eftirfarandi:
Spurt er um afskipti Náttúru-
verndarráðs af sumarbústaðamál-
um utan friðlýstra svæða. Um það
getur í 21. grein náttúruverndar-
laga og nánar í 19.—23. grein
reglugerðar nr. 205/1973. Sam-
kvæmt þessum ákvæðum fjallar
Náttúruverndarráð aðeins um
sumarbústaðahverfi, en að öðru
leyti eru málin í höndum náttúru-
verndarnefndar viðkomandi sýslu
eða kaupstaðar. Náttúruverndar-
ráð tekur til athugunar staðarval,
fyrirkomulag húsa á hverjum
stað, útlit og gerð húsa, önnur
mannvirki svo sem vegi og girð-
ingar, almennan umferðarrétt og
frágang á jarðraski. Heilbrigðis-
aðilar sjá um það sem lýtur að
mengunarvörnum.
Jónas kannast við sitthvað af
þessu. Hann lýsir skilningi á því,
hversvegna lagst var gegn því að
LÍÚ byggði á áberandi stað í
hraunbrekkunni á Stapa og virðist
fylgjandi þeim sjónarmiðum.
Hann gekk frá samþykki á friðlýs-
ingu á þeim hlutum Skjaldartrað-
ar, sem mest náttúruverndargildi
hafa, án þess að gera um það
ágreining af nokkru tagi. Hann
lýsir því yfir, að hann hafi mætt
óformlega ábendingum mínum um
augljósa vankanta á tillögu um
fyrirkomulag húsa með því að láta
sníða þá af. Allt þetta er honum
til sóma.
Hins vegar á honum að vera
ljóst, m.a. af bréfi Náttúruvernd-
arráðs til Skipulagsstjóra ríkisins,
dágs. 19. okt. 1979, að það hafði
ekki lokið verki sínu, og tók sér
frest til þess, þar til fyrir lægi
afstaða jarðanefndar og annarra
málsaðila, sem voru andsnúnir
staðarvali LÍÚ og hafa vald til að
stöðva framkvæmdir. Nú liggur
fyrir að jarðanefnd vill ekki veita
leyfi til þess að sumarbústaðir séu
reistir á umræddum stað og hefur
Landbúnaðarráðuneytið staðfest
þá niðurstöðu. Á þessu stigi er
spurningin sú ein hvort leyfa skuli
sumarbústaði á þessum stað eða
ekki. Þegar jákvætt svar liggur
fyrir en fyrr ekki, er tímabært að
ræða um nánari tilhögun. Nátt-
úruverndarráð er mannfá stofnun,
og verður að leggja áherslu á þau
verkefni, sem brýnast er að leysa
hverju sinni. í þessu tilviki yrði
vinnan ekki aðeins ótímabær,
heldur gæti hún orðið tilgangslaus
með öllu.
Jónas heldur því fram að enginn
hafi neitt haft við útlit húsanna
að athuga. Staðreyndin er hins-
vegar sú, að Náttúruverndarráð
hefur ekki séð nein gögn þar að
lútandi.
Af öðrum atriðum, sem væntan-
lega hefði verið fjallað um má
nefna Gvendarbrunn, hina fornu
heilsulind þeirra Hellnamanna,
sem nú hefur verið raskað að
óþörfu, en Náttúruverndarráði var
ókunnugt um hana fyrr en eftir að
til tíðinda dró.
Náttúruverndarráð leitast við
að taka málin fyrir í réttri röð,
bæði af lögformlegum ástæðum og
praktiskum, eins og að framan
greinir. Það getur þó breytt út af
því, ef sérstaklega stendur á. Slíkt
hefur ósjaldan komið fyrir, jafn-
vel að nokkru í þessu máli. I stað
þess að leita eftir slíku greip LÍÚ
til þess óyndisúrræðis að ráðast í
framkvæmdir, án þess að fyrir
lægji heimild réttra aðila. Slíkt
varðar við lög, eins og Stefán
Pálsson hrl. lýsir í grein sinni í
Mbl. 18. okt.
Náttúruverndarráð er aðeins
ráðgefandi aðili að sumarbústaða-
málum, en engu að síður er skylt
að kynna sér álit þess og hafa til
hliðsjónar við skipulag og bygg-
ingu sumarbústaðahverfis. Miðað
við þau samskipti, sem lýst er í
upphafi, kemur á óvart að LÍÚ
skyldi á endanum kjósa að brjóta í
bága við þá lagaskyldu.
Ekki verður séð að Náttúru-
verndarráð hafi sýnt ósanngirni í
skiptum við LÍÚ. Því er þeirri
spurningu ósvarað, hvað Jónasi
gengur til með niðrandi athuga-
semdum í garð þess í greinum
sínum og að bæta um betur nú
siðast með óviðeigandi og stað-
lausum hugleiðingum um hugsan-
ir undirritaðs. Slíkt kalla ég
klunnaskap.
Og þegar óþolinmæðin grípur
menn þeim tökum, þó í erfiðu máli
sé, að gripið er til óyndisúrræða til
að koma sínu frarn, þá má velja
því ýmis nöfn. Ég tel engin
fjölmæli að kalla það klunnalega
að farið.
Ég vona þó, að Jónas og LÍÚ
beri gæfu til að finna lausn á
vandamálum sínum og ná sáttum
við granna sína vestra. Ég þarf
ekki að taka fram, að Náttúru-
verndarráð stefnir að góðri sam-
búð við alla landeigendur í Breiða-
víkurhreppi og íbúa þar. Megi
þetta verða lokaorð mín um
Hellnamál á þessum vettvangi.
TIL HEIMILISINS
t
y
>
Nú getum við boðið AEG smátæki á sérstaklega hagkvæmu verði
vegna lækkunar erlendis. Notið tækifærið og kaupið jólagjöfina strax.
Einnig bjóðum við bökunarofna og hellur sem lítið sér á.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820