Morgunblaðið - 06.11.1980, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
EGILL SIGURÐSSON
FRÁ ARNARSTÖÐUM:
Sjóslys
við Akureyjar 1914
Arthur ok Minna sitja Kjarnan
á tali við landana á kvöldin.
Arthur og Minna
Margir íslendingar eru svo
kunnugir i Kaupmannahöfn,
einkaniega i miðborginni, að þeir
vita gjörla hvar Gammei Konge-
vej er. Hitt vita trúlega færri að
. við þessa götu er risin á síöari
árum hálfgerð íslendinganý-
lenda. Þeir sem ekki kæra sig um
að eyða naumum gjaldeyri í það
eitt að borga hótelgistingu í
tvær eða þrjár nætur, hafa
komist að því að á Gammel
Kongevej er unnt að sofa jafn
vel og vísast betur fyrir minna fé
og það við heimilislegar aðstæð-
ur.
Húsráðendur þarna eru hlýleg
og glaðsinna miðaldra hjón, þau
Arthur og Minna Allen. Blm.
Mbl. var á ferðinni í borginni
fyrir skömmu, leit þá við hjá
Arthur að venju og tók hann tali
stundarkorn og spurði fyrst
hversvegna hann hefði tekið upp
á því að leigja út herbergi: „Það
var nú eiginlega af tilviljun. Ég
komst að því eitt sinn á aðal-
járnbrautarstöðinni að það
vantaði ætíð marga gistingu og
datt þá í hug að láta það berast
þar að einhverja mætti hýsa hjá
mér. Fljótlega fóru þá að koma
íslendingar, einn af þeim fyrstu
var Ólafur Haukur Símonarson.
Hann og aðrir sögðu svo frá
þessu kunningjum sínum á ís-
landi og nú er svo komið að mörg
hundruð Islendingar hafa gist
hér og eru fjölmennastir, auk
Bandaríkjamanna og ísraels-
manna."
Blaðamaður sem aðrir veita
því athygli að þau hjón virðast
hafa tekið ástfóstri við ísland.
íslenski fáninn, myndir á veggj-
um og bækur minna á landið.
Arthur þreytist heldur ekki á því
að segja frá því sem hann hefur
lesið um land og þjóð.
— Hvernig líkar þér við Is-
lendinga, Arthur, eru þeir í
einhverju frábrugðnir fólki af
öðru þjóðerni?
„Já, ég held það. Þeir eru góðir
í umgengni, ég hef til dæmis
aldrei utan einu sinni lent í
vandræðum út af drykkjuskap.
Þó hafa verið hér menn af öllum
stéttum, t.d. lögfræðingar, lækn-
ar, prestar og verkamenn og
kennarar og námsfólk. Islend-
ingar eru aldrei smásálarlegir,
heldur rausnarlegir og áreiðan-
legir. Mér þykir vænt um þá og
finnst þeir líkari Dönum heldur
en til að mynda Svíar eða
Norðmenn."
— Þú hefur ekki komið til
íslands, Arthur?
„Nei, en þangað ætla ég ein-
hverntíma og á þar mörg heim-
boð. Mest langar mig að skoða
landið sjálft, einkanlega hlakka
ég til að sjá Surtsey og Heklu og
Geysi. Það verður gaman að sjá
þessa staði og aðra sem ég hef
verið að lesa um.“
— Nú er ódýrara að búa hér,
Arthur, en víðast annarstaðar í
Höfn og þó geta menn hellt upp
á könnuna hjá þér, horft á
sjónvarpið og lesið Morgunblað-
ið.
„Það er nógu dýrt, blessaður
vertu, og fer hækkandi. En
okkur hjónum þykir gaman að
hafa fólk í kringum okkur og við
reynum að láta fólki líða vel
hérna. Við viljum að allir líti á
þetta sem heimili en ekki hótel.
Einu sinni komu hérna íslensk
hjón með tvö börn. Þau ætluðu
að dvelja hér í eina viku og fara
síðan til Spánar. En börnin vildu
svo aldrei fara til Spánar, þau
vildu frekar vera hér hjá okkur
og páfagauknum okkar, sem er
mikið eftirlæti margra, enda
næstum fulltalandi. Svona vil ég
að fólki líði hjá okkur."
Að svo mæltu létum við Arth-
ur útrætt í þetta sinn og ég
kvaddi á Gl. Kongevej að sinni.
Þessi ágætu hjón hafa lagt fram
góðan skerf á liðnum árum til að
auka vinsemd og hlýhug á milli
Dana og íslendinga. Og eins og
fleiri mun ég ekki fara fram hjá
þessu heimili þegar ég kem til
Kaupmannahafnar næst.
- GG.
Ég hef nýverið lesið tvær
minningargreinar um frænda
minn Björn Gíslason stýri-
mann, (mæður okkar voru
nöfnur og systradætur). Um
Björn ætla ég ekki að ræða, ég
sá hann ekki svo ég viti. En í
annarri greininni gætir mis-
skilnings, sem ég vildi leið-
rétta. Þar segir: Þegar Björn
var á 3. ári drukknaði faðirinn
í flæðarmálinu að konu sinni
og börnum sjáandi.
Frá útbotnum Helgarfells-
sveitar var löng og erfið kaup-
staðarferð í Stykkishólm, yfir
hraun og vegleysur að fara, en
sjóleið var greið úr Hrauns-
firði. Bát áttu þeir, ég veit
ekki hvort Valgrímur í
Hraunsfirði átti hann, hann
var fyrir stuttu kominn þang-
að.
Horn átti hvergi land að sjó,
og var þó nokkuð langt þaðan
að Hraunsfirði, líklega 4—5
km. 1914 fóru þeir sjóveg til
Stykkishólms, Valgrímur í
Hraunsfirði, Gísli á Horni og
Jónas Hjaltalín á Selvöllum.
Er þeir höfðu lokið erindum
sínum í Hólminum sigla þeir
heim á leið. Er þeir komu í
sundið á milli Akureyja og
Bjarnahafnarfjalls, hefur lík-
lega verið sunnan vindur, en
þá eru sviftivindir undir fjall-
inu. Það er 556 m hátt og
snarbratt í sjó að norðan og
norðvestan. Bjarni á Akureyj-
um sá til þeirra, og sagði síðar
að hann hefði óskað að þeir
felldu seglið, en það gerðu þeir
ekki, og því fór sem fór að þeir
kollsigldu sig. Er Bjarni sá
slysið, hratt hann fram bát
sínum og hraðaði sér á slys-
staðinn, en það var nokkuð
löng leið, og er hann kom
þangað var Valgrímur einn við
bátinn. Þeir komust allir á
kjöl en báturinn valt svo mikið
vegna lofts undir honum að
þeir voru báðir drukknaðir,
Gísli og Jónas, en Valgrími
vildi það til lífs að hann náði í
kistil sem flaut úr bátnum er
honum hvolfdi, og sat á hon-
um. Þarna eru miklir straum-
ar, og fundust lík þeirra aldr-
ei.
Annað atriði sem ég vildi
nefna er það að Kristín var
ekki lengi ein, því eftir lát
Gísla fer til bús með henni
Halldór Sveinsson frá Ámýr-
um. Hann var ættaður sunnan
úr Staðarsveit tel ég rétt. Þau
búa saman á Horni frá 1914 til
’20 og síðan á Selvöllum til
1929. Bæjarhúsin á Horni
munu hafa verið orðin varla
til íbúðar.
1920 fæðist þeim sonur sem
hlaut í skírninni nafnið Lárus
eftir Lárusi Elíssyni frá
Kolgröfum. Hann fórst með
fiskiskipinu Valtý frá Reykja-
vík þá um veturinn. Þarna er
kominn séra Lárus Halldórs-
son nú prestur í Reykjavík.
Halldór kom ætíð við hjá
okkur á ferðum sínum í Hólm-
inn, og kynntist ég honum sem
glaðsinna manni og oft orð-
heppnum í tilsvörum.
Þegar þau hættu búskap fór
Kristín til barna sinna í
Reykjavík, en Halldór líklega í
Bjarnarhöfn. Þar var hann hjá
þeim heiðurshjónum Bæringi
Elíssyni og Árþóru Friðriks-
dóttur, frá 1931. Þegar sonur
hans var orðinn sóknarprestur
í Flatey í Breiðafirði, heyrði
ég að hann hefði boðið föður
sínum til sín til dvalar, en
hann afþakkaði það góða boð,
kaus heldur að vera kyrr í
sveitinni sem hafði alið hann
svo lengi.
Egill Sigurðsson
Álafossi.
Karl Helgason lögfræðingur:
Opið
bréfkorn
til
ykkar
Sæl aftur!
Þá er ég staddur í samkvæmi.
Og segir við mig kona:
— Voðalegt að vita til þess hve
unglingar eru farnir að drekka.
— Það er ískyggilegt, segi ég,
og raunar verra en margan
grunar.
Þetta er rétt eftir firnafréttir
af óspektum og undarlegri löng-
un fólks á ýmsum aldri til að
handfjatla plöntur og finna þær
undir fótum. Plöntur, sem komið
hafði verið fyrir á velli með
standmynd af vel virtum manni.
— Það er vitað, sagði ég, að
því yngri sem þeir eru sem byrja
neyslu áfengis þeim mun meiri
hætta er á að þeir verði ofneyt-
endur eða drykkjusjúkir.
— Já, sagði hún, en það eru nú
sem betur fer ekki svo margir
sem þannig fer fyrir.
— Nei, — aðeins allt að einn
af hverjum fimm. Einn úr hópi
tíu sem ofdrykkjumaður — ann-
ar sem alkóhólisti.
— Já, það eru ekki fleiri?
— Nei, það vill til.
— Já, ég hélt það líka.
— En kemur raunar dálítið
illa við nokkra í kringum hvern,
helst börn og maka — eða
foreldra.
— Já náttúrlega. — Stutt
þögn. — Merkilegt að geta ekki
drukkið bara í hófi. Skál!
Hún var farin að finna dálítið
á sér.
— Skál, sagði ég, — skál fyrir
því öllu.
Hún leit á mig og vissi auð-
sjáanlega ekki alveg hvernig hún
ætti að skilja það síðasta.
— Heyrðu, þig vantar í glasið
ÞAÐ HVARFLAÐI AÐ MÉR II
— má ekki bjóða þér meir —
hvað varstu með?
— Fresca.
— Fresca? Hún þagnaði litla
stund; svo var eins og hún yrði
fyrir hugljómun: Þú ert auðvitað
ábíl.
- Já.
— Ég meina, svo, að annars
... Fyrst maður en nú á annað
borð að skemmta sér.
— Einmitt.
— Þér er nú alveg óhætt að fá
þér aðeins samt ... —, var
svolítið örvandi, kannski jafnvel
eggjandi, þægilegra að hafa mig
á sama plani.
— Ekki meira núna.
Ég varð að látast, það yrði
ekki auðvelt að skýra fyrir henni
að reglan verður að vera: Ekkert
áfengt fyrir akstur.
— Svoleiðis, maður verður
auðvitað að passa sig ... En,
hvar vorum við aftur?
— Hvað unglingarnir drekka
— Já, hvernig getur staðið á
þessu?
— Hvað heldur þú?
— Ja, það eru auðvitað félag-
arnir. Það hefur svo mikið að
segja.
— Eflaust, sagði ég, — og
félagar félaganna.
— Umm, sagði hún og kinkaði
kolli um leið og bar glasið að
vörum sér.
— Annars þykir það alveg
ljóst eftir fjölda kannana að
unglingasamfélagið svokaliað
hermi eftir siði og venjur sér
eldra fólks — sagði ég og breytti
um bardagaaðferð.
Fullorðnir bera víst líka við að
bergja á áfengi.
Skyldi þó aldrei vera svo að
krakkarnir geri þetta þar sem
þau sjái ekki annað fyrir haft í
boðum og á böllum.
Kannski misheyrði hún það
síðasta. Eða kannski var hún
klók og sá sér leik á borði:
— Já, það eru þessi boð og
bönn. Þau eyðileggja víst allt —
þess vegna drekka margir svo
illa — ætli krakkarnir drekki
ekki bara þess vegna líka. Nei,
þarna er Jetta, ég verð að hitta
hana.
Hún hraðaði sér brott — lítið
eitt óstyrk á fallegum fótum en
bar sig vel.
Og það hvarflaði að mér:
Lokum við ekki um of augun-
um fyrir vandamálinu?
Það er vitað að áfengisneysla
færist til æ yngri aldursflokka.
1976 kom fram í könnun í
Reykjavík að sjö af hverjum tíu
14 ára unglingum hafa einhvern
tíma drukkið áfengi, einn af
fjórum nokkuð reglulega. Og í
könnun frá árinu 1972 sem tók
til 13—17 ungmenna (sent 550)
sögðu 46% þeirra er áfengis
neyttu að foreldrar vissu ekki
um það — tæp 30% töldu
foreldrana vita — 22% kváðu sér
ekki kunnugt um vitneskju for-
eldra.
Við færum ekkert til betri
vegar nema málin séu rædd á
heimilum og afstaða til áfeng-
isneysluvenja verði endurskoð-
uð.
Æ, hvað er ég annars að
tönnlast á þessu? Þetta voru
bara kannanir. Eiga við um
einhverja aðra en okkur ...
Ágætar kveðjur,
Kalli.