Morgunblaðið - 06.11.1980, Side 37

Morgunblaðið - 06.11.1980, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 37 Frá FluKleiða-skákmótinu i fyrra. Hálfdán Hermannsson móts- stjóri skráir úrslit i einstökum skákum. Annað Flugleiða- skákmótið á Hótel Esju 22.-23. nóv. Helgina 22.-23. nóvember nk. mun Skákklúbbur Flujfleiða efna til opins skákmóts á Hótel Esju og er þetta i annað sinn sem slíkt mót er haldið en það fyrra fór fram i september á siðasta ári. Flugleiða-skákmótin eru með nokkrum öðrum hætti en gerist með önnur mót og taka þátt í því 24 3ja manna sveitir frá 11 taflfé- lögum úti á landi og 13 fyrirtækj- um og stéttarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu. Hverri sveit er heimilt að hafa tvo varamenn. Tvennskon- ar verðlaun verða veitt, sveitar- verðlaun og borðverðlaun, og eru þau síðarnefndu öllu veglegri, sem er nokkuð óvanalegt. Að sögn þeirra Hálfdánar Hermannssonar og Andra Hrólfssonar, forsvars- manna Skákklúbbs Flugleiða, er þetta gert til þess að hver einstak- ur þátttakandi fái tækifæri til að njóta frammistöðu sinnar jafnvel þó að árangur sveitarinnar sé kannski ekki mjög góður. Verðlaunin fyrir bestan árangur á fyrstu þremur borðunum eru farmiði til Kaupmannahafnar, fram og aftur, en þrjár bestu sveitirnar fá helgarferð til Akur- eyrar, farmiða að eigin vali innan- lands og loks kalda borðið á Hótel Loftleiðum. Þeir Hálfdán og Andri sögðu, að mótið í fyrra hefði tekist mjög vel og hafa allar sömu sveitirnar, sem tök hafa á, áhuga á að taka þátt í því nú. Mikil áhersla er lögð á að framkvæmd mótsins sé sem snurðulausust og reynt að koma í veg fyrir óæskilegar tafir. Tefldar verða 23 umferðir, 11 fyrri daginn og 12 þann síðari, og er umhugsun- artími 15 mínútur í hverri skák. Mótsstjóri verður Hálfdán Her- mannsson og skákdómari Jóhann Þórir Jónsson. Mótinu lýkur svo með verðlaunaafhendingu kl. 18 sunnudaginn 23. nóv. Hvatamennirnir að þessu fram- taki Skákklúbbs Flugleiða, þeir Hálfdán og Andri, sögðu, að það vantaði að vísu ekki, að fréttir um málefni Flugleiða birtust í blöðum og öðrum fjölmiðlum en þá væri oftast verið að elta ólar við það, sem miður færi. Hins vegar sjaldn- ar getið, að það fólk, sem hjá fyrirtækinu vinnur, situr ekki bara með hendur í skauti og bíður eftir einhverjum ótíðindum, heldur tek- ur það þátt í alls kyns starfsemi og stendur fyrir öflugu félagslífi inn- an fyrirtækisins. Þeir sögðust reyndar vera svo bjartsýnir á framtíð þess, að þeir væru þess fullvissir, að Flugleiða-skákmót yrði árlegur viðburður um ókomin ár. Kaffivél med GULLSIU • Engar pappirssíur • Variotherm hitastillmg • Dropar ekki eftir lögun • Snúra uppundin í tækið SMITH & NORLAND HF. Nóatúni 4, simi 28300. Rúðugle r Til á lager rúöugler 5 mm Frón h.f., sími 11300. Félagskonur verkakvenna- félaginu Framsókn Skrifstofan er opin frá kl. 9—19. Komið gjöfum á basarinn. Basarinn verður í Alþýðuhúsinu laugardagin 8. nóvember kl. 14.00. Markmiðið, glæsilegur basar. Stjórnin. Marjatta Hakala: í kjölfar heimsóknar Tapiola- kórsins hafa þrír ágætir menn, þeir Jón Ásgeirsson, Stefán Edelstein og Egill R. Friðleifsson, skrifað í Mbl. um starfsemi tón- listarskólanna og um tónmennt í grunnskólunum. Sem kennari og tónlistarunnandi langar mig einn- ig að leggja orð í belg: Egill skrifar um tónlistarbekki í Svíþjóð og Finnlandi og hvað góðum árangri þeir hafi náð. Rétt er það, að allir þeir, sem syngja í Tapiola-kórnum, eru í tónlistar- bekk og stunda auk þess nám í tónlistarskóla. En maður má ekki ætlast til þess, að svona sé ástand- ið í landinu öllu: Tapiola-kórinn og einnig Kontulan lapsikuoro, sem Egill nefnir, eru hreinar undan- tekningar. Þetta er „úrvalslið" af höfuðborgarsvæðinu, þar sem fólkið er nógu margt (meira en hálf milljón íbúar). Einnig eru kennarar þessara barna og stjórn- endur kóranna sjálfir ágætir tón- listarmenn og tónskáld. Ekki er unnt að hafa slíka tónlistarbekki í strjálbýlinu. Þar lítur dæmið öðruvísi út: í öllum grunnskólum landsins er tón- mennt kennd í 1.—7. bekk. En kennslustundafjöldinn er vægast sagt ófullnægjandi: að meðaltali 1,5 klst. í viku hverri (60 mín). í 8.-9. bekk verður nemandinn aftur á móti að velja annaðhvort myndmennt eða tónmennt og eru þá 3 kennslustundir í hálfum mánuði. Raunin er því miður sú, að bara rúmlega 10% af nemend- unum velur tónmennt. í litlum skólum er því mikill vandi á höndum, því að a.m.k. 8 nemendur þurfa að vera í hóp, áður en leyfilegt er að hefja kennsluna. Til að geta haldið áfram í 9. bekk, þurfa að vera a.m.k. 5 nemendur. I skóla, þar sem undirrituð var skólastjóri, gerðist það t.d. einu Um tón- mennt í skólum landsins sinni, að ekki var hægt að kenna tónmennt í tvö ár í röð, vegna þess að ekki tókst að fá 8 nemendur úr 65 nemenda hóp til að velja þessa grein. Allir þeir. sem vildu velja tónmennt. höfðu þegar verið í tónlistarskólanum til að læra hljóðfæraleik. auk þess, sem þeir gátu lært í skóla sínum. En af hverju velja svo fáir tónmennt? I fyrsta lagi er þetta söguleg þróun í samfélagi okkar. Tónlist er ekki talin vera alvarleg kennslugrein í sama skilningi og stærðfræðin eða erlend tungumál. Tóniist er frekar bara „yfir- stéttarskemmtun", sem alþýðan tekur ekki þátt í. Ef þingmenn okkar hugsa þannig, hvað á þá að segja um manninn á götunni? — Til samanburðar við þessa klass- isku tónlist er svo tekin „alþýðu- tónlist," sem skólar okkar hafa hingað til alls ekki sinnt. En stór hluti þjóðarinnar álítur hana vera þá einu tónlistargrein, sem nokk- urt vit er í. Þess vegna eru margir foreldrar andvígir eða bera litla virðingu fyrir klassískri tónlist. Viðhorf barna eru bara endur- speglun skoðana foreldra þeirra. I öðru lagi vantar sérþjálfaða kennara. Þetta vandamál mun vera hið sama á öllum Norður- löndunum. Áhuginn einvörðungu dugir skammt. Svo verður til vítahringurinn: Vegna þess, að kennslufjöldinn er svo lítill, er ekki hægt að stofna tónlistarkenn- arastarf. — Vegna þess, að ekki eru tónlistarkennarar, er ekki hægt að kenna tónlist að óskum. — Vegna þess, að börnin læra ekki tónmennt, eru ekki til góðir kórar, tónlistarmönnum fjölgar ekki, og gömlum fordómum er viðhaldið, o.s.frv., o.s.frv. Ég hygg að við séum öll sam- mála um það, að efla á tónmennt í grunnskóla og auka tengsl hans og tónlistarskólanna. En ég vil í þessu sambandi leggja áherslu á, að tónlistarkennslan á Islandi nú er alveg sambærileg — ef svo má segja, því að hún er næstum því engin — við kennsluna á hinum Norðurlöndunum. Til að breyta þessum málum verðum við fyrst að sannfæra þá menn, sem með löggjafarvaldið fara, um, að tónlist sé jafnmikil- væg, ef ekki mikilvægari en erlend tungumál. Hver skynsamur maður ætti að skilja, að hægt er að læra erlend tungumál jafnvel seinna. En að verða listamaður í hljóð- færaleik eða söng er ókleift, nema maður byrji á ungum aldri. — Ekki verða þó allir listamenn. En fyrir mann, sem getur notið tón- listarinnar, er heimurinn mun ríkari. Smekkur manna breytist ekki með einni kynslóð, né hverfa gamlir fordómar. Eins lengi og ástandið er eins og það er, verðum við bara að vera ánægð með að tónlistarskólar skuli vera til, og þakka fyrir það, að við gefum þessum 10% barnanna tækifæri til að stunda nám í þessum greinum. E.t.v. verða þeir tónlist- arkennarar framtíðarinnar og tónlistarkennslan mun þá verða hafin á breiðari grundvelli. Marjatta Hakala. Patreksfirði. Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Volund ^ danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. Fgálst val hitastigs með hvaða kerfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtiðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar. Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. T Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. 3ja hólfa sápuskúffa og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ| Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I /FOnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.