Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
39
órannsakanlegir. Ég hafði einmitt
daginn áður setið fund með Jónasi
í stjórn Alþýðusambands Vest-
fjarða og hann var þá eins og áður
hress og kátur. Við þessa fregn
minntist ég versins úr sálminum,
sem segir: „svo örstutt er bil milli
blíðu og éls, að brugðist getur
lánið frá morgni til kvelds."
Ekki er það ætlun mín að tíunda
hér æviskeið Jónasar, en örfá orð
á þessari sorgarstund langar mig
að láta fylgja þessum góða vini og
félaga. Jónas var einn af þessum
mönnum, sem aldrei gleymast
þeim er þekktu.
Hann var ljúfur og kátur í allri
umgengni og drengskaparmaður
hinn mesti. Hann átti mörg
áhugamál, en best kynntist ég
áhuga hans á verkalýðsmálum og
því að bæta hag vestfirskra
byggða.
Mikið af hans tíma utan
brauðstritsins fór í félagsmála-
starf innan vestfirskrar verka-
lýðshreyfingar. Og þó að ýmsar
kringumstæður væru þannig að
Jónas ætti erfitt með að sinna
þessum áhugamálum þá minnist
ég þess ekki að nokkurn tíma hafi
hann talið sig svo bundinn
brauðstritinu að hann hefði ekki
tíma aflögu væri til hans leitað.
Jónas var í forystusveit vest-
firskrar verkalýðshreyfingar, og
hans síðasta verk áður en ósköpin
dundu yfir var einmitt á þeim
vettvangi.
Stórt og vandfyllt skarð hefur
nú verið höggvið í vestfirska
verkalýðshreyfingu við fráfall
Jónasar, og vissulega er eftirsjáin
mikil að svo góðum dreng úr þeim
röðum.
En mestur er þó missirinn og
sárastur hjá hinni ungu eftirlif-
andi ekkju og barnahópnum. Á
sorgarstundu sem þessari eru orð
fánýt, því enginn veit, nema sem
reynir, hvað þungt og sárt áfall
sem þetta er, fyrir þá nánustu sem
eftir lifa. Mín heitasta bæn á
þessari stundu er að sá, sem öllu
ræður, mildi og græði það sár, sem
nú hefur myndast í hjörtum nán-
ustu aðstandenda við fráfall þessa
góða drengs.
Elsku Ninna mín, ég bið góðan
guð að senda þér og börnunum
kraft og styrk til að bera þessa
þungu raun. Það er huggun harmi
gegn að minningin um jafn góðan
dreng og Jónas var, yljar og skín í
gegnum það myrkur sem nú hvílir
yfir.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Karvel Pálmason.
Minning:
Ólöf Jónsdóttir
frá Hlíðarhúsi
Hún fæddist 15. maí 1891 að
Stóru Brekku í Fljótum, dóttir
hjónanna Önnu Kristjánsdóttur
og Jóns Þorlákssonar bónda þar.
Fluttist síðan með foreldrum sín-
um til Siglufjarðar aldamótaárið.
Hún gekk í barnaskóla á Siglufirði
og komst seinna 2 vetur í Kvenna-
skólann í Reykjavík. Þá vann hún
fyrir sér við ýmis störf eins og þá
var títt og nam í skóla lífsins. Til
Kaupmannahafnar komst hún
einn vetur og vann fyrir sér á
heimili Sörens Goos, en það var á
heimsstyrjaldarárunum fyrri og
var hún 3 vikur á leiðinni heim
með skipi.
Ólöf giftist 1917 Birni Jóhann-
essyni frá Heiði í Sléttuhlíð og
eignuðust þau tvær dætur. Þær
eru Guðbjörg María, ekkja eftir
Axel Guðmundsson, Reykjavík og
Margrét gift Óla Blöndal, Siglu-
firði. Ömmubornin hennar eru 5
og langömmubörnin 11 auk þess
sem börnin mín kölluðu hana
ömmu.
En nú er hún Ólöf frænka dáin.
Það bærast viðkvæmir strengir í
sál minni er ég skrifa þessi orð. Ég
hefi aðeins átt eina frænku um
dagana, það finn ég nú. Þessi góða,
prúða og trúaða kona, sem ég hefi
þekkt og haft náið samband við
síðan ég man eftir mér, var mín
eina sanna frænka.
Mamma og frænka, það sagði ég
svo oft. Það var eins og þær væru
einhvern veginn svo óaðskiljan-
legar, systurnar, samheldnin og
samvinnan var svo einstök. Þó
áttu báðar sína menn og börn. En
ef önnur gat ekki unnið hin
sjálfsögðu heimilisstörf vegna
veikinda eða annarra orsaka, þá
var hin reiðubúin að bæta þeim á
sig. Þessi störf voru ekki fólgin í
því að setja þvott í sjálfvirka vél
eða renna ryksugu yfir gólfteppi.
Nei, þau voru fólgin í því að
mjólka kúna fyrir hina, gefa
hænsnunum eða kynda miðstöðina
auk matreiðslu og annarra venju-
legra innanhússtarfa. Aldrei var
neitt gefið eftir, allt þetta var svo
sjálfsagt. Samt sem áður var
nægur tími til þess að veita okkur
börnunum uppfræðslu á hinum
ýmsu sviðum og kenna okkur að
trúa á sigur hins góða í lífinu.
Systkinin 4 sem fluttu úr Fljót-
um með foreldrum sínum vorið
1900 til Siglufjarðar og komu inn
fjörðinn á tveim árabátum í
glampandi morgunsól tóku tryggð
við staðinn. Fyrst settist fjöl-
skyldan að á Hóli, en þar bættist
fimmta systkinið við er Sigfúsina
Sigfúsdóttir var tekin í fóstur. Sex
árum síðar fluttist fjölskyldan á
Siglunes, en þar bjuggu tvö syst-
kinanna, Björn og Margrét, síðar
ásamt sínum fjölskyldum. Syst-
urnar Sigríður og Ölöf, sem ég
áður ncfndi mömmu og frænku,
bjuggu hins vegar í Siglufirði það
sem eftir var ævinnar og lengst í
Hlíðarhúsi, en sambýli þeirra þar
varði 48 ár. Nú síðastliðin 8 ár
hefir frænka staðið ein við elda-
vélina og matreitt sama bragð-
góða matinn handa sér og Snorra
mági sínum. En nú eru kraftar
hennar þrotnir og matarlyktin
góða frá frænku horfin. Hún var
mikil matreiðslukona og var feng-
in til að matreiða í ótal veizlum
um dagana. Hún var t.d. 75 ára
þegar hún matreiddi í veizlu fyrir
mig og var ekki hægt að finna
annað en hún væri fullfær um það.
Og henni frænku var fleira til
lista lagt, hún saumaði t.d. peysu-
föt fyrir 50 ára afmæli Siglufjarð-
arkaupstaðar. 1968 saumaði hún
upphlut handa mér þótt hún væri
77 ára. Hún var sístarfandi meðan
kraftar entust, og hér á Siglufirði
dó hún hinn 15. október sl.
Þeim fækkar nú óðum nítjándu
aldar hetjunum sem komizt hafa
Óbugaðar gegnum storma þessa
lífs, lifað tvær heimsstyrjaldir,
kreppu, snjóflóðavetur og frosta-
vetur svo að eitthvað sé nefnt. Við
hljótum að líta til þeirra með
virðingu og þökk. Systkinin fjögur
eru nú öll gengin veginn til hins
eilífa lífs.
Elsku frænku minni þakka ég
samfylgdina ásamt Snorra föður
mínum og fjölskyldu minni. Við
þökkum guði fyrir líf hennar.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Anna Snorradóttir,
Siglufirði.
Asta J. Dhalmann
- Minningarorð
Fædd 27. maí 1914.
Dáin 26. október 1980.
Það er erfitt að átta sig á því að
hún Ásta, þessi síunga og glað-
væra kona, skuli vera dáin. Raun-
ar kom lát hennar mér ekki
allskostar á óvart, þar eð hún
hafði um nokkurra mánaðar skeið
verið mjög sjúk, en andlátsfregnin
kom engu að síður eins og reið-
arslag.
Foreldrar Ástu voru hjónin Jón
J. Dahlmann frá Vík í Lóni,
kunnur ljósmyndari í Reykajvík
og kona hans Ingibjörg J. Dahl-
mann, bæði af austfirskum ætt-
um. Þau eignuðust fimm börn auk
Ástu og eru tvö þeirra á lífi,
Karolína Rasmussen, búsett í
Danmörku og Dagmar Dahlmann,
en þrjú eru látin, Sigurður, póst-
og símstjóri á ísafirði, Axel lækn-
ir og Ingibjörg Ebba, sem dó um
tvítugt.
Árið 1932 giftist Ásta eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Agli Sig-
urgeirssyni, hæstaréttarlögmanni.
Þau hjónin eignuðust sex börn,
sem öll eru á lífi, en þau eru: Ebba
gift Pétri Urbancic, fulltrúa, Agla
gift Tryggva Ásmundssyni, lækni,
Ingibjörg gift Svavari Ármanns-
syni, skrifstofustjóra, Jón Axel,
kvikmyndagerðarmaður kvæntur
Sigríði Magnúsdóttur, Guðrún gift
Axel Gomes, bókagerðarmanni og
Ásta gift Axel Smith, pípulagn-
ingameistara.
Það var mikið starf að ala upp
og annast börnin sex á hinu stóra
heimili og kom sér þá vel að Ásta
var dugnaðarforkur, vel gefin og
fyrirmyndar húsmóðir.
Hún var börnum sínum ástrík
og fórnfús móðir og hefur verið
þeim stoð og stytta til fullorðins-
ára, móðir sem þau ávallt hafa átt
traust athvarf hjá.
Barnabörnin, sem nú eru orðin
átján, hafa að sjálfsögðu oft verið
heima hjá afa og ömmu enda mjög
hænd að þeim. Hefur þá oftast
komið í hlut ömmu að annast þau
og sinna þörfum þeirra.
Manni sínum hefur Ásta reynst
traustur og trúr lífsförunautur og
mikill styrkur í hans erilsama og
ábyrgðarmikla starfi. Hún hefur
því helgað líf sitt fjölskyldunni og
heimilinu í miklu og fórnfúsu
starfi.
Jóhannes skáld úr Kötlum orti
eftirmæli eftir Ingibjörgu móður
hennar. Eftirfarandi erindi úr því
ljóði gæti eins verið ort til Ástu:
t konunnar kalli
var kyrrlát þin tiitn.
en ótrúleK orkan
ok umhyKKjan skyKKn.
Gi máttuKri moóir
við mannsbarni leit,
— hið óræða undur
var óskin þin heit.
Ilið mjúka milda vor
sin blóm á þÍK breiði
ok blessi þin spor.
Lífsstarf góðrar konu og móður
verður aldrei ofmetið.
Ég hef þekkt Ástu í nær fimm-
tíu ár eða frá því að við Egill
eiginmaður hennar vorum bekkj-
arbræður í Menntaskólanum og
þau hófu sín kynni. Geðjaðist mér
þá þegar vel að hinni ungu, fríðu
og glaðværu stúlku.
Síðar er við bekkjarfélagarnir
höfðum lokið háskólanámi, tókum
við upp þann sið að hittast einu
sinni á ári ásamt eiginkonum, í
byrjun þorra, á heimilum okkar til
skiptis og eiga þar saman ánægju-
lega kvöldstund.
Nokkrir úr okkar hópi eru nú
látnir, en mörg undanfarin ár
höfum við verið fjórir, þ.e. tveir
auk okkar Egils, þeir séra Þor-
steinn Björnsson og Þormóður
Ögmundsson lögmaður, ásamt eig-
inkonum.
Síðasti samfundur okkar bekkj-
arfélaga í janúar sl. var einmitt á
hinu fagra og vistlega heimili
þeirra hjónanna Ástu og Egils.
Húsfreyjan var glöð og alúðleg að
vanda. Hún leit svo vel út, frísk og
fjörleg, að engan hefði grunað, að
hún ætti svo skammt eftir ólifað,
en enginn veit sína ævina fyrr en
öll er.
Ég og Þórdís kona mín vottum
Agli vini okkar, börnum, fjöl-
skyldum þeirra og öðrum aðstand-
endum, okkar innilegustu samúð.
Ég enda þessi fáu minningarorð
með ljóðlínum Ólafar frá Hlöðum:
Dýpsta sæla ok sorKÍn þunxa
svlfa hljoAlaust yfir storð
þeirra má) ei talar tunjca
tárin eru heKKja orð.
Erlingur Þorstcinsson.
Tengdamóðir mín Ásta Dahl-
mann lést þann 26. október eftir
erfiða legu.
Fráfall hennar var mikið áfall
fyrir mig eins og alla fjölskyldu
hennar og vini. Allt of lítið hef ég
getað gert fyrir hana eftir allt það
sem hún hefur gert fyrir mig. Hún
gaf mér og okkur öllum þann auð
sem til mestrar blessunar verður.
Alla tíð var ég aðnjótandi um-
hyggju hennar og hjálpar. Heimili
hennar var stórt og þar var
húsrúm gott, en hjartarúm þó
jafnan meira. Alltaf var leitað
heim til hennar með öll vandamál,
og alltaf var hún jafn heil og
traust. Skilningur hennar var
djúpur og oft kom hún mér á óvart
með því að segja fyrir hluti sem ég
sá ekki hvernig hún gat vitað. Á
jólunum í fyrra sagði hún allt í
einu við mig að sér segði svo
hugur um, að þetta yrðu síðustu
jólin sem við ættum saman. Ég
horfði á hana forviða og trúði
henni ekki. Þá kenndi hún sér
einskis meins. En nú er kallið
komið, kallið, sem bíður okkar
allra. Og það er svo margs að
minnast og margt að þakka. Ég
hefði viljað segja svo margt fleira
en þessi fáu og fátæklegu orð. Ég
get aðeins þakkað henni af alhug
fyrir allt sem hún gaf okkur í lífi
sínu, ómetanlegar stundir sem
aldrei gleymast.
Axel Gomes Retana.
Hinn 26. október síðastliðinn
lést í Reykjavík Ásta J. Dahlmann
eftir langa og stranga sjúkdóms-
legu. Hún var fædd í Reykjavík 27.
maí 1914, dóttir hjónanna Ingi-
bjargar Jónsdóttur og Jóns J.
Dahlmanns ljósmyndara. Hún var
yngst 6 barna þeirra hjóna og
naut mikils ástríkis foreldra og
eldri systkina í uppvextinum. Á
18. afmælisdegi sínum giftist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Agli Sigurgeirssyni hæstaréttar-
lögmanni, sem þá stundaði laga-
nám við Háskóla íslands. Áttu
þau saman 6 börn: Ebbu Ingi-
björgu, gifta Pétri Urbancic, Öglu
Sigríði gifta undirrituðum, Ingi-
björgu Ástu gifta Svavari Ár-
mannssyni, Jón Axel, kvæntan
Sigríði Magnúsdóttur, Guðrúnu,
gifta Axel Gomez og Ástu, gifta
Axel Smith.
Ásta helgaði alla ævi heimili
sínu krafta sína. í uppvextinum
mun henni hafa verið hlíft við
erfiðari verkum, en lagði í staðinn
stund á tónlist og dansmennt og
kenndi um tíma dans. Það munu
því sumir ætlað að henni myndi
reynast erfitt að sjá um stórt
heimili þegar tímar liðu. Það
reyndist þó mesti misskilningur.
Hún var starfssöm og allir hlutir
léku í höndunum á henni. Sauma-
skapur hennar minnti helst á
listiðnað, og hún gat engan þann
hlut látið frá sér fara, sem ekki
var fullkominn að frágangi. Fatn-
að barna sinna og síðar barna-
barna gerði hún sjálf, og vakti sá
saumaskapur víða athygli. Sömu
sögu mátti segja um heimilishald-
ið allt. Ásta var ákaflega heima-
kær kona. Þó ferðaðist hún all-
víða. Þau hjón eyddu einu ári í
Danmörku fyrir stríð, þegar Egill
stundaði þar framhaldsnám, og
árið sem þau áttu silfurbrúðkaup
ferðuðust þau til Ítalíu. Til Banda-
ríkjanna fór hún 1971, en þá til að
aðstoða dóttur sína í veikindum
hennar. Seinustu ár ævinnar vildi
hún ekki út fyrir landsteinana,
þótt stundum væri að henni lagt.
Hún hafði mikið yndi af leiklist og
mun hafa sótt flestar leiksýningar
Þjóðleikhússins frá upphafi. Á
sumrin undi hún sér best í sumar-
bústað þeirra hjóna við Geitháls.
Eftir að börnin komust á legg og
fluttu að heiman komst sú hefð á
að hlaðið kaffiborð stæði alla
sunnudaga, á veturna að Hring-
braut 110, en á sumrin í bústaðn-
um við Geitháls. Þangað komu
ævinlega fleiri eða færri af börn-
um, tengdabörnum og barnabörn-
um. Börn hennar leituðu mjög
ráða hennar og barnabörnin löð-
uðust að henni. Umhyggja hennar
fyrir þeim var takmarkalaus. Ég
minnist þess að ég bar tösku
hennar á flugafgreiðslu í New
York þegar hún var á heimleið frá
Bandaríkjunum. Undraðist ég
hvílíkar drápsklyfjar það voru og
efaðist um að hún gæti valdið
þessu í flugvél og úr. Engin
tormerki taldi hún á því, þetta
væru orlofsgjafir handa barna-
börnunum, sér yrði ekki skota-
skuld úr að bera þetta. Þar hafði
aðeins verið hugsað um hvað
myndi gleðja mest, en engu skeytt
um fyrirferð eða þyngd.
Ásta var lengst af ævinnar
heilsugóð, vann mikið og hlífði sér
hvergi. Á þessu ári urðu þó mjög
umskipti til hins verra og dvaldist
hún lengst af á sjúkrahúsum síðan
í marz sl. Hún bar sjúkdómsþraut
sína af miklu æðruleysi, bar sig
vel og lést lengst af bjartsýn á
bata, þótt undir niðri vissi hún vel
hvert stefndi. Að lokum var dauð-
inn henni kærkominn gestur.
Ég vil að leiðarlokum þakka
tengdamóður minni allt það góða,
sem hún gerði mér og fjölskyldu
minni. Við munum ávallt minnast
og sakna þessarar fallegu, prúðu
og hjartahlýju konu.
Tryggvi Ásmundsson.
t
Elskuleg frænka mín,
JENNIE E. THORVALDSON,
Vista,
California,
andaöist 11. september.
Borghildur Pétursdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
KRISTMUNDUR SÆMUNDSSON,
vélstjóri,
Kópavogsbraut 106,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag fimmtudaginn 6.
nóvember kl. 15.00. Guóný Björgvinsdóttir
og daatur.