Morgunblaðið - 06.11.1980, Page 48
lAKAI HLJÓMTÆKI
100.000 kr. staögr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun í flestum samstæöum. AKAI er hágnða merki á góöu veröi.
SNESCOHF
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980
I ORUnDIO LITTÆKI
100.000 kr. staögr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun. Gildir um öll littækl. GRUNDIG vegna gaaöanna.
1 iNESCOHF
Kannski er mun auðveldara að „hjóla“ svona á
hvolfi, en af hverju úti í miðjum polli? Ljósm. Emilia.
Flugleiða:
Verð á þorskblokk
hækkar um 5 cent
— Ýsublokk lækkar um 10 cent á Bandaríkjamarkaði
VERÐ á þorskblokk hækkaði á
liandaríkjamarkabi um sídustu
mánadamót úr 105 centum i 110
cent hvert pund. Þá la kkaói verð á
ýsubiokk úr 125 centum hvert pund
í 105 cent.
Guðmundur H. Garðarsson, blaða-
fulltrúi SH, sagði í gær, að þessi
hækkun væri þýðingarmikil fyrir
frystihúsin, en hefði þó ekki úrslita-
áhrif á afkomu þeirra. Sigurður
Markússon, framkvæmdastjóri
Sjávarafurðadeildar Sambandsins,
sagði, að þessi hækkun væri mikils
virði, en hún gerði þó lítið meira
heldur en mæta þeirri lækkun, sem
varð á þorskblokk í byrjun ársins, en
þá lækkaði blokkin úr 108 centum í
105 cent.
Sigurður sagði, að ástæðurnar
fyrir hækkun þorskblokkar væru
nokkrar. Mætti nefna litlar birgðir á
þorskblokk í Bandaríkjunum og tals-
verða eftirspurn eftir þorskblokk í
Evrópu og hærra verð þar. „Ég býst
þó við, að aðalástæðan fyrir hækk-
uninni sé, að nokkur aukning hafi
orðið í sölu fiskrétta í Bandaríkjun-
um undanfarið. Ég held, að menn
séu frekar bjartsýnir á að markað-
urinn sé að hefja sig upp á ný og
þessi hækkun á blokkinni ætti að
renna stoðum undir þá skoðun,"
sagði Sigurður Markússon.
Fasteignaskattar á meðal-
íbúð hækka um 120 þúsund
FASTEIGNASKATTUR af meðal
ibúð. 3ja til lra herhergja. kosti
hún um 10 milljónir króna. hækkar
nú um það bil um 120 þúsund
krónur miðað við þá 60% hækkun
fasteignamats, sem ákveðin hefur
verið i Reykjavík. Þessar tölur eru
þó enn ekki endanlegar, þar sem
enn er eftir að ákveða þá stuðla,
sem skattinum ræður. en i fyrra
var fasteignaskattur 'h% af fast-
eignamati. ,
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær hefur verið ákveðið að
hækka fasteignamat í- Reykjavík um
60% á íbúðarhúsnæði og um 50% á
lóðarmati. Enn er ekki ákveðin
hækkun fasteignamats á atvinnu-
húsnæði, eða hvort sömu hlutfalls-
tölur skattsins giltu og notaðar voru
í fyrra. I fyrra var fasteignaskattur
0,5% af fasteignamati íbúðarhús-
næðis og 0,14% af mati leigulóðar.
Af atvinnuhúsnæði var skatturinn
1,25% og af mati leigulóðar atvinnu-
húsnæðis 0,5%.
í ofangreindu dæmi er ekki gert
ráð fyrir skatti af lóð. Hafi fast-
eignamat hins vegar verið 40 millj-
ónir króna af íbúð í fyrra, verður það
64 milljónir króna í ár. Hækkunin er
eins og áður sagði 60%. Bygginga-
vísitala hefur hins vegar hækkað um
51,8% á síðustu 12 mánuðum, þannig
að miðað við þær forsendur er um
tæplega 16% hækkun á skattbyrði
að ræða. Er þá gert ráð fyrir að ekki
verði breyting á þeim hlutfallsstuðl-
um, sem notaðir eru við útreikning
skattsins.
Bráðabirgðaniðurstöður matsnefndar um stöðu
Hrein eign Flugleiða hf.
a.m.k. 25 millj. dollara
og er þá farið mjög varlega í öllu mati
RÍKISÁBYRGÐARSJÓÐUR og Seðlabanki íslands skipuðu fyrir
skömmu nefnd til að kanna veðhæfni eigna Flugleiða og liggja
bráðabirgðaniðurstöður nefndarinnar nú fyrir. Samkvæmt upplýsing-
um Mbl. gefa niðurstöðurnar til kynna, að nettóeignastaða Flugleiða
nemi a.m.k. 25 milljónum dollara og sé þá farið mjög varlega í öllu
mati og í raun megi allt eins búast við, að eignastaða félagsins sé mun
betri, eignirnar séu jafnvel allt að helmingi verðmeiri. í eignamati
Flugleiðamanna, sem þeir gerðu í byrjun september sl„ var komist að
sömu niðurstöðu, og sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í
samtali við Mbl., að þcirra mat hefði í engu breytzt.
10 þúsund tunn-
ur af ediksalt-
aðri síld fyrir
1,2 milljarða
SAMNINGAR hafa verið undirrit-
aðir við kaupendur í V-Þýzkalandi
um fyrirframsolu á 10 þúsund
tunnum af ediksöltuðum sildarflök-
um. Sildin verður verkuð hjá átta
söltunarstöðvum. sem á undanförn-
um árum hafa komið sér upp
sérstökum vélbúnaði til þessarar
framleiðslu. Söluverðmæti hins
nýja samnings er áa-tlað um 1,2
milljarðar króna og svara 10 þús-
und tunnur af ediksöltuðum flökum
til hátt á þriðja þúsund tonna af
síld upp úr sjó.
Samningaviðræður um þessa sölu
hafa staðið yfir í alllangan tíma og
það, sem einkum hefur tafið samn-
ingagerðina eru síhækkandi tollar á
saltaðri síld í löndum Efnahags-
bandalagsins. Síld þá, sem nú hefur
verið samið um, verður alla að
afgreiða til V-Þýzkalands fyrir ára-
mót þar sem kaupendur óttast, að ný
tollahækkun á saltsíld komi þá til
framkvæmda í löndum EBE.
Ediksaltaða síldin verður öll sölt-
uð í plasttunnur eins og á undan-
förnum árum. Samningur þessi er
gerður með vissum fyrirvara meðan
verið er að ganga úr skugga um
ákveðna þætti varðandi framleiðslu-
grundvöllinn.
Þá hafa bandarísku matsmenn-
irnir, sem fengnir voru til að meta
flugvélar fyrirtækisins, gefið út
sitt álit, en samkvæmt því eru
vélar félagsins metnar á liðlega 59
milljónir dollara, en samkvæmt
mati Flugleiða eru þær á um 63
milljónir dollara, eða um 6,8%
hærra.
Bankaráð Landsbanka íslands
kemur saman til fundar í dag og
tekur ákvörðun um, hvort Flug-
leiðum verður veitt umbeðið 6
milljóna dollara lán. Árni Vil-
hjálmsson, formaður bankaráðs-
ins, sagði í samtali við Mbl., að
rangt væri, sem kom fram í
fjölmiðlum í gær, að ákvörðun í
málinu hefði þegar verið tekin.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður fjárhags- og viðskipta-
nefndar efri deildar Alþingis,
sagði í samtali við sjónvarpið í
gær, að sem dæmi um hina
hrikalegu stöðu fyrirtækisins,
mætti nefna, að í nóvembermán-
uði einum, ættu Flugleiðir að
greiða 10 milljónir dollara vegna
skuldbindinga sinna. Mbl. bar
þessi ummæli undir Sigurð Helga-
son, forstjóra Flugleiða. — „Þetta
er auðvitað útúrsnúningur og
rangfærslur. Við vorum búnir að
fara fram á 12 milljóna dollara
fyrirgreiðslu, sem reiknað var með
að kæmi í tveimur hlutum til
HÆSTIRÉTTUR dæmdi á þriðju-
daginn í máli, sem fjallar um
lögmæti skyldusparnaðar á tekj-
ur yfir ákveðnum mörkum, sem
ákveðinn var með lögum í árslok
1977 og afturvirkra skatta, sem
ákveðnir voru með bráðabirgða
lögum haustið 1978. Þriklofnaði
Ilæstiréttur I afstöðu sinni til
málsins.
Skattgreiðandi í Reykjavík,
Leifur Sveinsson lögfræðingur,
neitaði að greiða álagðan skyldu-
sparnað og afturvirku skattana,
eignarskattsauka, sérstakan
t.ekjuskatt og sérstakan atvinnu-
rekstrarskatt. Gjaldheimtan
greiðslu, fyrri 6 milljónir dollar-
anna í október eða nánar tiltekið í
byrjun október. Það hefur dregizt
um liðlega mánuð og hefur því
gert vandann mun stærri en ella.
Nú, samkvæmt okkar rekstrar-
áætlun og þar með fjárstreymis-
áætlun, þá áttu seinni 6 milljónir
dollaranna að koma til greiðslu í
þrennu lagi, fyrstu tvær milljón-
irnar í nóvember, tvær milljónir í
janúar og tvær milljónir dollara í
marz.
Við þetta bætist svo, að þegar
við tókum ákvörðun um áfram-
hald Atlantshafsflugsins, tókumst
við á hendur miklar skuldbind-
krafðist lögtaks til tryggingar
greiðslum og var kveðinn upp
úrskurður þar að lútandi. Leifur
áfrýjaði til Hæstaréttar og krafð-
ist þess að úrskurðinum yrði
hrundið, þar sem innheimta
skyldusparnaðar og álagning
afturvirkra skatta bryti í bága við
stjórnarskrána.
Tveir af fimm dómurum komust
að þeirri niðurstöðu, að löglegt
væri að leggja á skyldusparnaðinn
og afturvirku skattana og lögtökin
ættu að ná fram að ganga. Tveir
dómarar skiluðu sératkvæði og
töldu álagningu skyldusparnaðar-
ingar. Með þeirri ákvörðun tókum
við inn í dæmið að styrkurinn frá
stjórnvöldum í Luxemborg og á
íslandi, sem nemur um 1 milljón
dollara á mánuði kæmi frá og með
októbermánuði. Við höfum hins
vegar ekki fengið októbergreiðsl-
una vegna hins mikla seinagangs,
sem verið hefur á málinu. Að
mínu mati skýrir þetta málið, með
því að leggja þessar tölur saman
fást 10 milljónir dollaranna, sem
þingmaðurinn var að tala um. Ég
vil því endurtaka það sem ég hef
áður sagt, að við erum fyllilega á
áætlun, það eina sem hefur
breytzt, er drátturinn á afgreiðslu
málsins hjá stjórnvöldum," sagði
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða.
ins löglega en afturvirku skatt-
arnir hefðu ekki stoð í lögum.
Loks skilaði einn dómari sérat-
kvæði og taldi afturvirku skattana
löglega en skyldusparnaðinn ekki
styðjast við lög.
Niðurstaðan varð því sú að
meiri hluti dómenda taldi farið að
lögum hvað varðar báða þættina.
Fjórir dómarar af fimm töldu
farið að lögum hvað varðar
skyldusparnaðinn og þrír dómarar
af fimm töldu farið að lögum að
því er varðar afturvirku skattana.
Hinn kærði úrskurður á því að
vera óraskaður að mati dómsins.
Lögmæti skyldusparnaðar og afturvirkra skatta 1978:
Hæstiréttur þríklofnaði