Morgunblaðið - 24.12.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.12.1980, Qupperneq 21
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 í Betlehem er barn oss fœtt 1. Þau boð komu frá Ágústusi keisara, að nú ættu allir að skrásetja sig, hver í sinni borg. 2. María og Jósef fóru þá til Betlehem, borgar Davíðs. Þar létu þau skrásetja sig í manntalið. En meðan þau dvöldust þar fæddi María son, sem hún lagði í jötu. 3. Skammt fyrir utan borgina voru nokkrir fjárhirðar, sem gættu hjarðar sinnar. Allt í einu birtist þeim engill, sem sagði: — Yður er í dag frelsari fæddur, Kristur Drottinn í borg Davíðs. 4. Þegar engillinn lauk máli sínu, birtist fjöldi himneskra vera, sem lofuðu Guð og sögðu: — Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. 5. Þegar Jesús fæddist í Betlehem voru nokkrir vitringar á ferð frá Austurlöndum. 6. Þeir fundu staðinn þar sem Jesús lá í jötunni, veittu honum lotningu og færðu honum gjafir. Skemmtilegt ferðalag Nonni hafði fengið lítinn, hvítan kettling í jólagjöf. Hann kallaði kettlinginn Mjöll. Mjöll fékk sína eigin körfu. Hún þeyttist fram og aftur allan daginn. Henni fannst svo gaman að leika sér. Dag nokkurn vaknaði hún á miðjum degi. Hún teygði úr loppunum og mjálmaði. Hana langaði svo mikið til að bregða á leik. Hún stökk upp úr körfunni og þaut inn í borðstofu. Hún leitaði að Nonna, en fann hann hvergi. Þá datt henni í hug að ferðast upp á eigin spýtur. Hún klifraði upp stigann og fór upp á aðra hæð. Þar kom hún að opnum dyrum og gekk inn. Yið hliðina á rúminu stóð borð. Á borðinu var lítil vekjaraklukka. „Af hverju ætli hún segi alltaf tikk takk, tikk takk?“ hugsaði Mjöll og stökk upp á borðið. Þegar hún sá alla takkana aftan á klukkunni, hugsaði hún: „Mikið væri nú gaman að snerta á aðeins." Svo ýtti hún við tökkunum með framloppunni og hallaði undir flatt. Hún hafði aldrei séð svona skrýtið tæki áður. Allt í einu fór klukkan að hringja. Mjöll hafði komið hringingunni af stað. Rrrrrrrrrrrrrrrrr! Aumingja Mjöll varð svo hrædd að hún féll aftur á bak. Svo datt hún niður af borðinu um leið og Nonni kom heim. „Af hverju hringir klukkan mín núna?“ spurði Nonni. En á sama andartaki kom Mjöll þjótandi niður stigann. Nonni sá strax á svipnum á henni, að hún var blönduð í málið. Hann tók hana upp hlæjandi og hélt á henni í fanginu. „Aumingja Mjöll," sagði hann og strauk henni um bakið. „Næst þegar þú ferð í ferðalag skaltu bíða eftir mér. Mundu það. Meðan maður er lítill þarf einhver að passa mann.“ Mjöll og Nonni héldu áfram að vera bestu vinir. JÓl Teikning: Davíð Heiðberg, 8 ára. Stefán Sigurðsson (frá Hvítadal), fæddist á Hólmavík við Steingrímsfjörð árið 1887. Hann þótti snemma hneigður mjög til bóknáms, en átján ára varð hann að halda að heiman og hafa ofan af fyrir sér við margvísleg störf. 1912 hélt hann til Noregs og fór að vinna í skipasmíðastöð, en varð að halda heim aftur þremur árum síðar af því að hann veiktist af berklum. Skömmu eftir það hóf hann búskap í Saurbæ í Dalasýslu, en hann lést aðeins 46 ára. Stefán var að sumu leyti einn af brautryðjendum í nýrri ljóðagerð, þar sem hann gerir eins konar „játningar" og segir frá tilfinningum, sorgum og gleði. I Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Er hneig aðjólum mitt hjarta brann. í dásemd nýrri hver dagur rann. En ugg á stundum mig yfir brá. Og von á mörgu ég vissi þá. Því jólas veinar úr jöklageim trítluðu um fjöllin og tíndust heim. Ég aldrei sjálfur þau undur leit, hann Kertasníki og kveldsins sveit. Ég man sá lýður í myrkri ólst. Og jólakötturinn jafnan fólst. II. Það lækkaði stöðugt á lofti sól. Þau brostu í nálægð mín bernsku jól. Og sífellt styttist við sérhvern dag. Og húsið fylltist af helgibrag. Um bekki var strokið og brík og hólf. Og hirslur þvegnar og húsagólf. Ég reikaði um bæinn, er rökkur fól. Ég man þá hrifning: Á morgun jól! III. Ó, blessuð jólin, hver bið mér sveið. I klæðunum nýju ég kveldsins beið. Að sjöttu stundu um síðir dró. Kvejdið var heilagt, er klukkan sló. Þá hljóðnaði fólkið. Ég heyrði og fann, að Ijóssins englar þá liðu í rann. /y. Ég þokaðist burtu, ég þoldi ei bið, og kistuna gömlu ég kraup nú við. Hún manna fól þar sinn mikla auð: Ijómandi kerti og laufabrauð. Og lífið var sæla og lánið heilt, er kistan var opnuð og kertum deilt. V. Og prúð var stundin er pabbi tók af hillunni ofan þá helgu bók og las með andagt um lífsins sól, um Herrans fæðing um heilögjól, og lyfti mér barni í ljómann þann, er hirðingjaflokki af hæðum brann. í gullnum Ijóma hver gjöf mér skín. En kærust voru mér kertin mín. Þau kertin brunnu svo bjart og rótt í Jesú nafni um jólanótt. VH. Ó, láttu Kristur þá laun sín fá, er Ijós þín kveiktu, er lýstu þá. Ég sé þær sólir mín sál er klökk af helgri hrifning og hjartans þökk. Lýstu þeim héðan er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.