Morgunblaðið - 25.03.1981, Side 1
40 SÍÐUR
70. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Leiðtogafundur EBE:
Óeining um fisk
en samstaða að
styrkja Pólverja
Maastricht. 24. marz. AP.
LEIÐTOGAR EBE-ríkjanna komu sér saman um það á
fundi sínum í Hollandi, sem lauk í dag, að vinda bráðan
bug að því að veita Pólverjum efnahagsaðstoð, en um
fiskveiðistefnu bandalagsins er óeining sem fyrr.
Á fundinum var ekki tekin
ákvörðun um það hversu mikil
efnahagsaðstoðin við Pólverja
verði né heldur með hvaða hætti
hún skuli látin í té, en að fundin-
um loknum sagði Carrington
utanríkisráðherra Breta við
fréttamenn, að Pólverja vantaði
„meira en milljarð Bandaríkja-
dala til að fleyta sér fram í júlí“.
Herhvöt gegn hryðju-
verkaöflum á Spáni
Madrid, 24. marz. — AP.
JUAN Carlos Spánarkon-
ungur kallaði hershöfð-
ingja landhers, flota og
flughers á sinn fund í dag
til að kunngjöra nýja áætl-
un sem miðar að því að
setja hryðjuverkamönnum
skorður. Konungur sagði
að nú væri tími til kominn
að „ráðast af krafti“ gegn
hryðjuverkaöfiunum í
landinu. Fundurinn var
haldinn fyrir luktum dyr-
um en heimildarmenn inn-
an hersins segja að fyrsta
skrefið sé að stórefla eftir-
lit á landamærum Baska-
lands og Frakklands. í
kjölfar fundarins voru
handteknir 26 Baskar,
sem bendlaðir eru við
ETA, hryðjuverkasamtök
Baska.
Suður-Frakkland hefur löngum
verið paradís hryðjuverkamanna
frá Baskalandi og er talið víst að
vopnabúnaður þeirra komi að
mestu yfir þessi landamæri.
Þetta er í fyrsta sinn, sem her
Spánar fær fyrirmæli um að
ráðast gegn hryðjuverkamönnum
en hingað til hefur baráttan gegn
þeim verið á könnu þjóðvarðliða
og lögreglu.
Málflutningur konungs hlaut
góðar undirtektir hershöfðingj-
anna en konungur sagði m.a. að
„ekki dygði lengur að hlýða með
athygli á kröftug mótmæli og
fordæmingar vegna ofbeldisverka
heldur væri tímabært að taka af
skarið og snúa vörn í sókn“.
... # -V
. asJ>-
Juan Carlos
AP-símamynd.
BIGGS í BÖND Ronald Biggs, brezki lestarræninginn
sem komst undan með þýfi sitt og hefur leikið lausum
hala í fimmtán ár, var handtekinn á Barbados í
fyrrakvöld. Biggs náðist um borð í leigðri lúxussnekkju
sem varðskip tók í tog og flutti til hafnar. Sjá nánar á bls.
19.
Gos á gjaf-
verði fyrir
íslenzka
mynt
Osló. 24. marz,
frá Jan Erik Lauré.
fréttaritara Morgunhlaðsins.
Billeg-
asta
„bland" í
Noregi
fæst með
því að
stinga
úreltum
íslenzkum tíkalli í sjálf-
sala. Að sögn Noregs-
banka er töluvert um að
menn færi sér í nyt þessi
hagstæðu viðskiptakjör. I
réttu lagi á gosdrykkjar-
dós í sjálfsala að kosta
fjórar norskar krónur, en
með því að stinga fjórum
íslenzkum tíukrónumynt-
um í sjálfsalann er hægt
að fá dósina fyrir sem
svarar 8,2 aurum norsk-
um. Reiðir sjálfsalaeig-
endur koma með hina
óvinsælú íslenzku mynt
og krefjast þess að fá
henni skipt í bankanum.
Látið undan Walesa
— beðið með allsherj-
arverkfall í Póllandi
Bydgoszcz. 24. marz. — AP.
LANDSRÁÐ Samstöðu, hins
óháða verkalýðssambands i Pól-
landi. ákvað á fundi sínum i dag
að fara að ráðum leiðtoga síns,
Lech Walesa, og biða með alls-
Kemur njósnamálið
flatt upp á Thatcher?
Lundúnum, 24. marz. — AP.
MÁL HINS látna yfirmanns
Ml.Vgagnnjósnaþjónustunnar
brezku, Sir Roger Hollis, er í
þann veginn að verða meirihátt-
ar öryggismálahneyksli.
Thatcher forsætisráðherra hef-
ur enn ekkert viljað um málið
segja, og þykir það styðja þá
skoðun að hún hafi alls ekkert
um það vitað fyrr en á mánu-
daginn var þegar það komst
fyrst í hámæli.
Búizt er við því að Thatcher
gefi yfirlýsingu um málið í Neðri
málstofu þingsins á fimmtudag-
inn og ennfremur að hún verði
krafin um skýrslu áður en málið
verður tekið til meðferðar á
þeim vettvangi.
Sir Roger Hollis, fyrrum yfir-
maður MI5, en hann lét af
starfi árið 1965 og andaðist árið
1973. AP-simamynd.
Ýmsir telja að mál Sir Rogers
sé ekki nýtilkomið heldur tengist
það öðrum meiriháttar njósna-
málum og hafi á sínum tíma
verið þaggað niður, líkt og
Blunt-málið alþekkta. Chapman
Pincer, sem árum saman hefur
skrifað um varnarmál og er
höfundur fréttarinnar í Daily
Mail, heldur því fram að njósna-
mál þetta hafi tengzt máli
Blunts og auk þess hneyksli því
sem kennt var við Profumo,
fyrrum hermálaráðherra Breta,
sem hrökklaðist úr rikisstjórn
vegna tengsla sinna við Christ-
ine nokkra Keeler árið 1963, en
sú kona var einnig í nánu
vinfengi við einn helzta útsend-
ara KGB í Bretlandi um þær
mundir.
herjarverkfall fram i næstu viku
hafi viðræður við stjórnvöld
vegna atburðanna í Bydgoszcz sl.
fimmtudag þá reynzt tilgangs-
lausar. Landsráðið tók þessa af-
stöðu eftir að Walesa hafði hótað
að segja af sér ef ákvörðun yrði
tekin um að boða til allsherjar-
verkfalls þegar í stað.
Sú tillaga Walesa að efna til
fjögurra stunda aðvörunarverk-
falls á föstudag og allsherjarverk-
falls á þriðjudag varð þvi ofan á,
en í svipinn virðist ekki mikið útlit
fyrir að árangur geti orðið af
viðræðum Samstöðu og stjórn-
valda vegna aðfarar lögreglunnar
að bændum í stjórnarsetrinu í
Bydgoszcz fyrir helgina.
Ljóst er að ástandið í Póllandi
er nú þrungið spennu og veltur á
miklu að hinum varkárari verka-
lýðsleiðtogum takist að halda aft-
ur af þeim félögum sínum, sem
vilja hleypa fullri hörku í aðgerðir
gegn ríkisvaldinu. I dag virðist svo
sem þeirri skoðun hafi vaxið fylgi
að ekki sé nauðsynlegt að svara
aðför lögreglunnar að bændum í
stjórnarsetrinu á dögunum með
allsherjarverkfalli heldur með því
að fordæma hana og leggja um
leið aukna áherzlu á að fá stjórn-
völd til viðræðna um kröfur
verkalýðsins og knýja á um að
samtök sjálfseignarbænda í land-
inu verði viðurkennd.
Landsráðsfund Samstöðu í dag
sótti 41 fulltrúi og féllu atkvæði
þannig, að 35 voru samþykkir
tillögu Walesa, 2 voru á móti en 4
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
NATO-æfingar
í Vestur-Berlín
V Bcrlín. 24. marz — AP.
HERIR NATO-ríkjanna hófu her-
æfingar i Vestur-Berlin i dag þrátt
fyrir gagnrýni af hálfu Sovétríkj-
anna, sem telur æfingarnar bera
vott um „árásarhneigð" aðildar-
rikja bandalagsins. Æfingarnar
standa i fjóra daga og taka þátt i
þeim 2.500 hermenn frá Frakk-
landi, Bandarikjunum og Bret-
landi.