Morgunblaðið - 25.03.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1981
3
Snjómokstur í lok norðangarrans:
Víða tókst að
opna vegi í gær
MARGRA daga norðanKarri var
(ít rucinn niður í Ka'rmormin ok var
þá ha'Kt að hef ja snjómokstur víða
um land, að soun Arnkels Einars-
sonar veKaeftirlitsmanns. bá var
hafinn mokstur á veKum á Snæ-
fellsnesi og voru þar vegir færir i
Kær, nema Fróðárheiði, hún var
ófær. Hafinn var mokstur vestan
Búðardals I Reykhólasveit, og
reiknað var með að vegir opnuðust
þar í gærkvöldi.
Farmenn
samþykktu
SJÓMENN á kaupskipum sam-
þykktu kjarasamninga þá, sem
gerðir voru i síðasta mánuði. i
atkvæðagreiðslu, sem stóð frá 1.—
20. marz. Áður höfðu farmenn fellt
samninga 19. desember, sem gerðir
voru fyrr í desember.
í atkvæðagreiðslu hjá Sjómanna-
félagi Reykjavíkur féllu atkvæði
þannig, að 101 greiddi atkvæði, 76
lýstu sig samþykka samningunum,
23 voru á móti þeim og 2 skiluðu
auðu.
Á Vestfjörðum voru vegir ófærir
í gær að kalla víðast hvar nema frá
Isafirði var fært inn í Bolungarvík
og Súðavík. Hafinn var mokstur á
norðurleiðinni í gærmorgun og var
leiðin til Akureyrar opin í gær.
Leiðin til Siglufjarðar opnast í
fyrsta lagi í dag. Frá Akureyri var
hafinn mokstur til Ilalvíkur og var
honum ekki lokið seinni hluta dags
í gær, þá var enn verið að moka á
milli Húsavíkur og Akureyrar.
Fært var orðið upp í Mývatnssveit
frá Húsavík og frá Húsavík austur
með ströndinni allt austur til Þórs-
hafnar en þaðan var ófært austur
til Vopnafjarðar.
Suðurströndin var greiðfær í gær
og var verið að moka frá Reyðar-
firði suður með fjörðum og var þá
orðið fært á Reyðarfjörð. Snjó-
mokstur á Fagradal stóð yfir í allan
gærdag og var ekki lokið síðdegis en
útlit fyrir að vegurinn myndi
opnast í gærkvöldi. Fjallvegir á
Austfjörðum voru allir ófærir í
gær.
I gærkvöldi var kominn skaf-
renningur í Vatnsskarði og á Öxna-
dalsheiði, en annars staðar var
ágætt veður.
Enn er deilt um
dragnótaveið-
ar í Faxaflóa
DRAGNÓTAVEIÐAR í Faxaflóa
hafa lengi verið mikið hitamál og
svo er enn. Vegna frumvarps, sem
lagt hefur verið fram á Alþingi um
slíkar veiðar i Flóanum, hafa
umræður um þetta mál aukizt
mjög á ný siðustu daga og næst-
komandi sunnudag hefur verið
boðað til almenns fundar i Reykja-
vik þar sem mál þetta verður rætt.
Framsögumenn á fundinum verða
þrir menn kunnugir veiðum i
Faxaflóa og Aðalsteinn Sigurðs-
son, fiskifræðingur. Fundarstjóri
verður Jón Ármann Héðinsson, en
hann er formaður Félags eigenda
minni báta i Reykjavik, sem boöar
til fundarins.
Morgunblaðið ræddi í gær við Jón
Ármann og sagði hann, að mikill
fjöldi sjómanna við Faxaflóa, á
svæðinu frá Suðurnesjum, innúr og
vestur á Snæfellsnes, væru mjög á
móti því að leyfa þessar veiðar á ný,
en þær voru bannaðar með lögum
árið 1971 og hafði Jón Árnason,
alþingismaður á Akranesi, forystu
um málið þá. „Auk þess telja
sjómenn það mjög hæpið og raunar
óviðeigandi, að sú stefna verði tekin
á Alþingi að setja lög um, að fáeinir
bátar fái að veiða 1.000—1.500 tonn
með dragnót í Flóánum," sagði Jón
Ármann. „Það er ekki verjandi fyrir
Alþingi að lögbinda að einhver
stofnun, eins og Hafrannsókna-
stofnun, geti síðan úthlutað ákveðn-
um mönnum slíkum „hlunnindum".
Við Flóann eru gerðir út um 200
stórir og smáir bátar og við lítum
þannig á, að Flóann megi nýta það
mikið og það vel að fleiri veiðarfær-
um sé ekki á bætandi. Þá fer það
ekki saman að fara að draga þama
með botnveiðarfæri og hafa net í
sjó, eða vera með línu eða handfæri
eða jafnvel kolanet. Við teljum að sú
skoðun, sem varð ofan á árið 1971,
hafi rækilega sannaö gildi sitt, að
Flóinn myndi skila auknum afla
bæði af botnfiski og flatfiski með
því að loka fyrir dragnótina. Við
viljum að línan sem dregin var
þvert fyrir Flóann haldi sér áfram
og togveiðarfærin fari ekki inafyrir
hana,“ sagði Jón Ármann Héöinsson
að lokum.
Hermann Guðmundsson
endurkjörinn formaður
AÐALFUNDUR fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Hafnar-
firði var haldinn nýlega, en
fullgildir félagsmenn í félögun-
um er að þvi standa eru 2027
talsins. Eru það verkalýðsfé-
lögin, sjómannafélagið, versl-
unarmannafélagið ug félög
byggingariðnaðarmanna og
vörubilaeigenda.
Á aðalfundinum var gefin
skýrsla um starfsemina sl. tvö
ár, lagðir fram reikningar og
samþykktir. Var síðan rætt um
framtíðarverkefni og kjörin
stjórn til næstu tveggja ára. í
stjórn eru: Hermann Guð-
mundsson formaður, Hallgrím-
ur Pétursson varaformaður,
Guðríður Elíasdóttir gjaldkeri,
Bjarni Jónsson ritari og með-
stjórnendur eru Ólafur Ólafs-
son, Dagbjört Sigurjónsdóttir
og Hörður Hjartarson.
Starfssvæði fulltrúaráðsins
auk Hafnarfjarðar er Garðabær
og Bessastaðahreppur.
Bela Bartok Gilbert Levine
Siníóníuhljómsveitin:
Brahms, Bartok og
Beethoven á tónleik-
unum annað kvöld
NÆSTU áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands verða
i Háskólabiói annað kvöld
klukkan 20.30. Á efnisskrá tón-
leikanna er Akademiski forleik-
urinn eftir Brahms, pianókons-
ert nr. 2 eftir Bela Bartok, en
hann hefði orðið 100 ára í dag,
24. marz, og loks verður flutt
sinfónia nr. 3 eftir Beethoven —
Eroica.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
er Gilbert Levine, en einleikari í
píanókonsertinum er David
Lively, sem fæddur er 1953 í Ohio
í Bandaríkjunum.
Hann lærði fyrst í heimalandi
sínu en 16 ára gömlum var
honum boðinn franskur styrkur
til þess að nema við „Ecole
Normale de Musique“ hjá Jules
Gentil. David Lively hefur unnið
fyrstu verðlaun í ýmsum keppn-
um, má þar nefna: Tschai-
kovsky-keppnina í Moskvu, Elísa-
betar-keppnina í Brússel og
keppnir í Genf, Milano o.fl. Hann
hefur haldið tónleika í flestum
löndum Evrópu og víðar, leikið
með Royal Philharmonic-hljóm-
sveitinni í London, Sinfóníu-
hljómsveitinni í Vín, Scala í
Mílanó og auk þess ýmsum
hljómsveitum í Belgíu, Þýska-
landi, Ítalíu og Frakklandi. David
Lively hefur leikið inn á hljóm-
plötur fyrir Decca, Deutsche
Grammophone, Melodija og RCA.
Stykkishólmur:
Varðskip
ruddi bátun-
um braut
KALLA varð á varðskip í gær til
að ryðja Stykkishólmsbátum braut
til hafnar. Höfnin var þá orðin
yfirfull af is og nær isbreiða langt
út fyrir eyjar. Nokkuð var einnig
um ís í höfninni í Ólafsvík í gær, en
háturinn Matthildur komst að
bryggju án erfiðleika um kvöld-
matarleytið i gær ug var þá taliö að
aðrir bátar myndu ekki eiga i
erfiðleikum.
Veðrið í Stykkishólmi var orðið
sæmilegt síðari hluta dags í gær. Að
sögn fréttaritara fylltist höfnin af ís
og íshroða þannig að hreppsnefnd
kallaði eftir hjálp varðskips.
Varðskipið Þór kom til aðstoðar og
ruddi bátunum rennu og komust
þeir eftir það greiðlega til hafnar.
Lánskjaravísitala
hækkar í 232 stig
SEÐLABANKI íslands hefur
reiknað út lánskjaravisitölu fyrir
aprilmánuð og er hún 232. Hún
hefur þvi hækkað um 2,65% frá
marzvísitölu, sem var reiknuð 226.
Á einu ári, frá apríl 1980 til april
1981, hefur lánskjaravísitala hækk-
að um 57,82%, eða úr 147 í 232.
Verðbótavísitala hækkaði á einu
ári, frá marz 1980 til marz sl., um
40,72% og byggingarvísitala hækk-
aði frá janúar 1980 til janúar 1981
um sem næst 57,30%.
Gunnar G. Schram lagaprófessor:
Frumvarp Jóhönnu brot
á jafnréttislögunum
„MÉR FINNST frumvarpið i
fyrsta lagi vera brot á jafnréttis-
lögunum og i öðru lagi finnst
mér fráleit stcfna. sem kemur
fram i þvi, að ætla að fara að
lögfesta misrétti kynjanna. Jafn-
HÆSTIRÉTTUR kvað i gær upp
dóm i handtökumálinu svonefnda,
þ.e. máli ákæruvaldsins gegn
Hauki Guðmundssyni vörubifreið-
arstjóra, fyrrverandi lögreglu-
manni i Keflavik, og Viðari Olscn
lögíræðingi, fyrrverandi fulltrúa
bæjarfógetans i Keflavik, fyrir
ólögmæta handtöku. Haukur var
dæmdur í 7 mánaða fangelsi óskil-
orðsbundið og Viðar i 3ja mánaða
fangelsi, einnig óskilorðsbundið. t
undirrétti hafði Haukur veriö
dæmdur i 9 mánaða fangelsi og
Viðar i 3ja mánaða fangelsi.
Eins og menn rekur eflaust minni
til var Guðbjartur heitinn Pálsson
bifreiðarstjóri handtekinn ásamt
aðstoðarmanni sínum í Vogum á
Vatnsleysuströnd í desember 1976
og voru bornar á þá ýmsar sakir.
Haukur Guðmundsson stjórnaði
handtökunni en Viðar vann einnig
að málinu. Guðbjartur og aðstoðar-
maður hans neituðu sakargiftum og
kváðust jafnframt hafa verið ginnt-
ir til Voga af tveimur huldumeyj-
um.
Ekkert sannaðist í málinu fyrr en
alllöngu síðar en þá gaf sig fram við
réttishugmyndinni og baráttunni
er með þessu mikill ógreiði gerð-
ur,“ sagði Gunnar G. Schram.
lagaprófessor, er Mbl. spurði
hann álits á frumvarpi Jóhönnu
Sigurðardóttur, alþingismanns.
lögregluna kona i Keflavík og
kvaðst hafa gefið vinkonu sinni
falsaða fjarvistarsönnun og sú væri
einmitt önnur huldumeyjan í mál-
inu. Leiddi þessi uppljóstrun til
handtöku Hauks Guðmundssonar
og annarra, sem tengdir voru mál-
inu.
Komu fram játningar þess efnis,
að Haukur hefði fengið tvær konur
úr Keflavík, huldumeyjarnar, til að
ginna Guðbjart í bílferð úr Reykja-
vík til Voga og jafnframt til að
koma fyrir smygluðu áfengi og bjór
í bifreiðinni, sem síðan var notað
sem átylla fyrir handtöku Guð-
bjarts og félaga hans. Notkun
slíkra falsgagna er algert einsdæmi
í islenzkri réttarsögu, að sögn
kunnugra.
Aðeins var áftýjað undirréttar-
dómi Hauks og Viðars en ekki
dómum yfir lögreglumanni í Kefla-
vík, sem dæmdur var í 2ja mánaða
fangelsi skilorðsbundið og huldu-
meyjunum tveimur, sem ennfremur
hlutu 2ja mánaða fangelsi skilorðs-
bundið. Ákvörðun um refsingu kon-
unnar, sem gaf fölsuðu fjarvistar-
sönnunina og síðan opnaði málið,
var frestað.
en frumvarpið felur meðal ann-
ars í sér tímabundin forréttindi
kvenna til ákveðinna starfa.
Þá sagði Gunnar: „Þessi forrétt-
indi ganga gegn þeirri grundvall-
arstefnu sem má segja að felist í
stjórnarskránni, þó það sé ekki
berum orðum tekið þar fram, að
þar skuli ríkja jafnréttishugsjón,
enda eru reyndar berum orðum
sérréttindi bönnuð, sem bundin
eru við aðal, lögtign eða annað
slíkt. Þess vegna er þetta frum-
varp eins og gustur aftan úr
öldum og á engan rétt á sér í
íslenzku jafnréttisþjóðfélagi í dag.
Það versta við það er, að konum er
með því mikill ógreiði gerður og
hætta er á því að jafnréttisbarátt-
an missi stuðning margra góðra
manna, ef á að reka hana á
þessum grundvelli, með öfugum
formerkjum."
Atkvæði tal-
in í vikunni
SÍÐAR í þessari viku verða at-
kvæði talin í atkvæðagreiðslu sjó-
manna á stærri skuttogurunum.
Atkvæðagreiðslu er lokið í Hafn-
arfirði og í Reykjavík, en skips-
höfn eins Akureyrartogaranna á
eftir að greiða atkvæði. Talið
verður sameiginlega í atkvæða-
greiðslu sjómanna á þessum skip-
um og hefur sá háttur verið
hafður á áður. Stórir skuttogarar,
þ.e. yfir 500 brúttólestir að stærð,
eru ekki gerðir út frá öðrum
stöðum á landinu, en þeim er að
framan greinir.
Dómur Hæstaréttar í handtökumálinu:
Refsing Hauks lækkuð
í 7 mánaða fangelsi