Morgunblaðið - 02.04.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981
Þes8Í Econoline-sendiferðabíll brann til kaldra kola utan vegar skammt frá Kúagerði i gær eftir að
ökumaður hans hafði misst stjórn á honum og billinn farið tvær veltur. ökumanninn, sem er
hermaður af Keflavikurflugvelli, sakaði ekki. Hann fékk far með öðrum bíl til að ná i aðstoð, en þegar
hann kom að bílnum aftur var hann allur brunninn. Talið er að einhversstaðar hafi neistað i bilnum
og eldur komizt i benzin. Bilinn hafði ökumaðurinn i láni hjá kunningja sínum. Ljónni. Mbi. Arnór.
Óverjandi að afgreiða ekki
hækkunarbeiðni okkar
- segir Kristinn Sveinsson formaður Svinaræktarfélags íslands
_I>Af) er stöðugt prédikað af
ráðamönnum að svína- og ali-
fuglarækt eigi að vera aukabú-
greinar, en með stöðugum
ofsóknum rikisvaldsins á þessar
búgreinar stefnir allt i það að
allir þeir smærri detti út og þeir
stóru verði einir eftir, “ sagði
Kristinn Sveinsson, formaður
Svinaræktarfélags íslands, er
Morgunblaðið ræddi við hann. en
eins og kunnugt er hefur nú i
rúman mánuð legið hjá verðlags-
yfirvöldum umsókn um 25% verð-
hækkun á svinakjöti, án þess að
hún hafi verið afgreidd. Verð-
VERKFALL stundakennara við
Háskola tslands skall á gær. Menn
eru ekki á einu máli um hversu
víðtækt verkfallið er, en þess gætir
sama og ekkert f sumum deildum
háskólans. eins og til dæmis verk-
fræði- og raunvísindadeild, en aft-
ur meira i öðrum. Nokkur brögð
eru að því að nemendur mæti ekki í
kennslustundir til stuðnings
stundakennurum, og stúdentaráð
gaf út dreifimiða i gær þar sem
stúdentar eru hvattir til að sýna
stundakennurum nsamstöðu“, eins
og það var orðað. Mun vera á
döfinni allsherjar„verkfall“ nem-
enda i einn dag til stuðnings
stundakennurum og hefur 7di apr-
il verið nefndur i þvi sambandi.
Á dreifimiða Stúdentaráðs segir
m.a. svo: „Með þessu verkfalli er
ekki aðeins tekist á um réttlátar
kröfur stundakennara, heldur ekki
síður um stöðu og framtíð háskólans
sem kennslu- og rannsóknarstofn-
unar. Sú þróun sem verið hefur, að
leysa kennsluþörf skólans með ráðn-
ingu stundakennara hefur leitt til
þess að minni áhersla hefur verið
lögð á rannsóknir og hætt er við að
gæðum kennslu fari hrakandi."
Mbl. leitaði umsagnar háskóla-
rektors, Guðmundar Magnússonar,
á þessum orðum.
„Þessi mál hafa nú ekki verið
rædd með formlegum hætti í há-
skólaráði", sagði Guðmundur, „en
við viljum auðvitað að allir starfs-
menn háskólans hafi góð kjör, og
stundakennarar eru ábyggilega ekki
ofhaldnir fremur en fastráðnir
kennarar. En ákvörðun stundakenn-
ara um verkfall á miðju vormisseri
er samningsrof og samningsrof get-
um við ekki stutt.
Við unum því að vonum illa, að
stundakennarar hafi svo truflandi
áhrif á starfsemi skólans, því það
eru fastráðnu kennararnir sem bera
lagsráð taldi sig ekki eiga að
fjalla um beiðnina og visaði
henni til stjórnvalda og þar
liggur hún enn.
„Ég hef nú gengið manna á milli
í rúman mánuð án þess að það
hafi borið nokkurn árangur,"
sagði Kristinn,„ og nú er mælirinn
að verða fullur. Við svínabændur
höfum stillt verði okkar mjög í hóf
og þessi 25% hækkun er aðeins til
að dekka hækkun á fóðurkostnaði
frá 1. desember sem er um 1.000
krónur á tonnið. Tonnið kostar nú
um 3.260 krónur, en kostaði 1.460
hita og þunga af stjórn háskólans og
bera á honum ábyrgð. Ég á von á því
ef fram heldur sem horfir, að menn
verði á varðbergi varðandi það að
veita stundakennurum meiri ítök í
skólanum og aukið fé til rannsókna.
Stundakennarar eru sundurleitur
hópur — allt í allt eru þeir 7—800
talsins en um 30 þeirra hafa kennslu
í háskólanum að aðalstarfi.
Það hefur verið svo um mörg ár,
að okkur hefur gengið illa að fá leyfi
fyrir þeim föstu kennarastöðum
sem við teljum okkur þurfa, en þó
losnaöi aðeins um þau mál í haust,
og við munum ýta frekar á kröfur
okkar um fleiri fastar kennarastöð-
ur við háskólann, því stundakennsla
er orðin óhóflega mikil.
Meira held ég að sé ekki rétt að
segja á þessu stigi málsins. Það er
fjármálaráðuneytið sem er viðsemj-
andi stundakennara, en Háskólaráð
mun að sjálfsögðu fjalla um málið á
fundum sínum, ef þetta verkfall
dregst á langinn. En það er af og
frá, að við munum lýsa yfir stuðn-
ingi við samningsrof", sagði Guð-
mundur Magnússon, háskólarektor.
krónur síðastliðið sumar, þegar
fóðurbætisskatturinn var settur á.
Árið 1975 var svínakjöt um 80%
dýara en lambakjöt, en nú er það
aöeins 3% dýrara og þá er rétt að
geta þess, að fjögur kíló af lamba-
kjöti úr læri samsvara tveimur
kílóum af svínakjöti.
Á meðan ríkið er svo að reyna
að ganga af okkur dauðum hækk-
ar það stöðugt niðurgreiðslur á
hefðbundnu landbúnaðarvörunum
og skattleggur okkur til þess að
borga með útflutningi umfram-
framleiðslunnar. Ríkið hækkar
sitt eins og því sýnist og þar sem
fóðurbætisskatturinn er ákveðinn
hundraðshluti af kaupverði leggur
það enga áherzlu á að hagkvæm
innkaup séu gerð. Ábyrgðarleysi
stjórnvalda í þessum málum er
alveg forkastanlegt og það er
algjörlega óverjandi að halda
þessari hækkunarbeiðni svona
lengi. Nú þegar hafa mjög margir
af smærri svínabændunum hringt
í mig og hafa sagst ekki sjá fram á
annað en niðurskurð," sagði Krist-
inn að lokum.
Gallonsflaska
af Smirnoff
hækkaði um 44%
EINS og fram kom i Morgunblaft-
inu í gær hækkafti áfengi að
meftaltali um 6%. hækkunin á
einstökum áfengistegundum er
þó mjög mismunandi og mun þar
skipta máli styrkleiki tegund-
anna og verðhækkanir á þeim
erlendis.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað sér
mun gallonsflaska af Smirnoff
vodka, sem er 50% til dæmis hafa
hækkað um 44%, eða úr 388
krónum í 560. Ekki mun mikið um
þetta miklar hækkanir og sumar
tegundir hafa ekkert hækkað.
Fulltrúar nemenda i bókmenntafræðum við heimspekideild Háskóla
íslands afhentu Guftmundi Magnússyni, háskólarektor, yfirlýsingu í
gær þar sem lýst er yfir stuftningi við stundakennara. Háskólarektor
bárust fleiri þvílík bréf í gærdag. Ljósm. Kristján.
Stúdentar í „sam-
úðarverkfair?
Verkfallið er samningsrof, segir háskólarektor
Yíttu meirihluta
borgarráðs, ekki
borgarstjórnar
í FRÉTT Mbl. í gær var sagt, að
aðalfundur Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur hefði samþykkt vít-
ur á meirihluta borgarstjórnar.
Hið rétta er að fundurinn sam-
þykki vitur á meirihluta borgar-
ráðs, sem hafnaði tilmælum um
viðræður við Starfsstúlknafélag-
ið Sókn um kjaramál.
í borgarráði sátu er mál þetta
var afgreitt þau Björgvin Guð-
mundsson, Kristján Benediktsson
og Adda Bára Sigfúsdóttir fyrir
hönd meirihlutans.
„Vísa til svara
minna á Alþingi“
- segir Gunnar Thoroddsen vegna yfirlýs-
inga Svavars Gestssonar um skriflegt sam-
komulag um neitunarvald ráðherra
„ÉG HEF svarað þessari fyrir-
spurn á Alþingi og vísa eingöngu
til þess“ sagði Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra i viðtali við Mbl. í
gær, en hann var spurður álits á
fullyrðingum Svavars Gestssonar í
fréttabréfi Alþýðubandalagsins
um að skriflegt samkomulag sé i
milli stjórnarflokkanna um. að ef
ágreiningsmál komi upp i rikis-
stjórninni hafi hver stjórnaraðili
þar neitunarvald.
Aðspurður sagðist Gunnar hafa
gefið yfirlýsingu á Alþingi, þegar
Geir Hallgrímsson bar þar fram
fyrirspurn um þetta mál og sagðist
hann eingöngu vísa til þess svars,
sem birtst hefði þá í Mbl.
— Viltu ekkert frekar tjá þig
vegna þessara nýframkomnu yfir-
lýsinga samráðherra?
„Nei.“
Korchnoi efstur
ÚRSLIT hjá islensku þátttakend-
unum á hinu fjölmenna alþjóða-
skákmóti i Lone Pine i Kaliforniu
uröu i þriðju umferð þau að Jón L.
Árnason vann Thinnsen frá
Bandarikjunum örugglega. Guð-
mundur Sigurjónsson tefldi við
israelska stórmeistarann Grunfeld
með hvitu og lauk þeirri skák með
jafntefli, eftir að Guðmundur
hafði átt betra tafl eftir byrjunina.
Grúnfeld tókst að jafna taflið og
virtist á timabili halla á Guðmund,
Tómas í
Norræna
húsinu
1 TILEFNI af áttræðisafmæli
Tómasar Guðmundssonar 6. janú-
ar siðastliðinn efnir Norræna fé-
lagið i Reykjavik til samkomu i
Norræna húsinu næstkomandi
sunnudag kl. 3 síðdegis, en Tómas
Guðmundsson hefur sem kunnugt
er ort fögur Ijóð um Reykjavík og
verift nefndur Reykjavikurskáld.
Nemendur í 3. bekk Leiklistar-
skóla íslands munu þar flytja
dagskrá, sem þeir nefna „Tómas og
við“, undir stjórn skólastjórans,
Péturs Einarssonar. Munu leikara-
efnin sumpart flytja og sumpart
syngja ljóð eftir Tómas Guð-
mundsson, sem þau hafa valið
sjálf. Fjóla Ólafsdóttir æfði söngv-
ana, en undirleik annast Inga Huld
Markan. Það er athyglisvert, hvaða
ljóð Tómasar Guðmundssonar
þessi unga kynslóð leikaraefna
telur eiga brýnast erindi til sín og
annarra.
Tómas Guðmundsson verður
viðstaddur samkomuna.
öllum er heimill aðgangur.
en hann varðist vel og tókst að
halda jafntefli. Jóhann Hjartarson
tefldi við annan ísraelskan stór-
meistara Liberzon og hafði svart
og tapaði. Framan af leit staða
Jóhanns vel út, en með skipta-
munsfóm tókst Liberzon að snúa
taflinu sér i vil og sigra.
Viktor Korchnoi, sem í sumar
mun tefla einvígi um heimsmeist-
aratitilinn við Karpov er einn í
efsta sæti eftir þrjár umferðir.
Hann hafði þá unnið allar skákir
sínar. Að biðskákum ótefldum var
það aðeins danski stórmeistarinn
Bent Larsen sem átti möguleika á
að ná Korchnoi að vinningum, en
hann átti biðskák við bandaríska
8tórmeistarann Larry Christiansen.
Jón L. Árnason hefur nú tvo
vinninga, Guðmundur Sigurjónsson
einn og hálfan og Jóhann Hjartar-
son einn vinning.
Útsýnarblað
fylgir
Morgunblað-
inu í dag
MORGUNBLAÐINU í dag fylg-
ir 16 síðna Útsýnarblað með
upplýsingum um ferðir á vegum
ferðaskrifstofunnar Útsýnar og
það, sem hún hefur upp á að
bjóða í þeim efnum. Á baksíðu
blaðsins er getraun, sem lesend-
um gefst kostur á að taka þátt í.
Úr réttum lausnum verða
dregnir út 50 ferðavinningar að
verðmæti 1.000 krónur hver og
ókeypis ferð að verðmæti 5.000
krónur verður veitt fyrir beztu
svörin.
júnujuubiaöit)