Morgunblaðið - 02.04.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981
11
Háskóli íslands:
stúdentum í hag.“ e6ða 08Vandamál vegna tölvanna
Á fundinum var einnig sam-
þykkt einróma tillaga þess efnis
að stúdentar í íslensku mættu
ekki í kennslustundir hjá föstum
kennurum til að þrýsta á yfirvöld
til að koma til móts við kröfur
stundakennara.
Kréttatllkynnlng
LÖGFRÆÐILEG vandamál varðandi
tölvunotkun verður umræðuefnið á
fundi í Lögfræðingafélaginu á fimmtu-
dagskvöldið kl. 8.30.
I kjölfar vaxandi tölvunotkunar hafa
komið upp mörg ný vandamál í þjóðfél-
aginu, m.a. það hvernig koma á í veg
fyrir dreifingu á upplýsingum um
einkahagi manna og önnur trúnaðar-
mál. Við sum af þessum vandamálum
er unnt að ráða með löggjöf og kemur
þar reynsla nágrannaþjóðanna að góð-
um notum.
Málshefjendur á þessum fundi verða
þeir dr. Ármann Snævarr hæstaréttar-
dómari og Helgi V. Jónsson hæstarétt-
arlögmaður. Fundurinn er haldinn í
stofu 101 í Lögbergi.
André Isoir
heldur organ-
tónleika
FRANSKI organistinn André Is-
oir er væntanlegur hingað til
lands. Hann er fæddur 1935. Hann
starfar í heimalandi sínu, þar sem
hann er einkum þekktur sem
frábær túlkandi fornrar franskrar
tónlistar, en erlendis er hann allt
eins kunnur fyrir túlkun sína á
Bach og á síðari tíma tónskáldum,
eins og t.d. César Franck, segir í
frétt frá Félagi íslenzkra organ-
leikara.
Isoir hefur farið í tónleikaferðir
til ýmissa Evrópulanda, til Asíu
og Ameríku og nú í aprílbyrjun
heldur hann tónleika hér á landi.
Auk fastra starfa sinna víð
kirkjuna í Saint-Germain des Prés
í París og tónleika viða um lönd,
hefur André Isoir leikið aragrúa
verka inn á hljómplötur og hlotið
margháttaða viðurkenningu fyrir.
í Frakklandi, þar sem hann
hefur leikið inn á meira en 30
plötur, hefur hann sjö sinnum
unnið til Grand Prix du Disque-
verðlaunanna og auk þess forseta-
verðlaunanna svonefndu (Grand
Prix du Président de la Ré-
publique). í Hollandi hefur hann
þrjú ár í röð borið sigur úr býtum
í alþjóðlegri keppni um impróvísa-
sjón, sem efnt er til í Haarlem
árlega. Nú hefur hann færst í fang
það þrekvirki að leika inn á plötur
öll verk meistara Bachs.
André Isoir kemur til íslands 2.
apríl og dvelur hér til 11. apríl.
Hann heldur a.m.k. þrenna tón-
leika: í Fíladelfíukirkju 4. apríl kl.
17.00, í Skálholtskirkju 5. apríl kl.
16.00 og í Landakotskirkju 8. apríl
kl. 20.30. Ennfremur mun hann
halda tvo fyrirlestra í námskeiðs-
formi i Fíladelfíukirkjunni. Föstu-
daginn 3. apríl kl. 18.00 talar hann
um gamla franska tónlist, og
fimmtudaginn 9. apríl kl. 17.00
verður fyrirlestur um César
Franck. Isoir hefur leikið öll
orgelverk Francks á hljómplötur.
Leiðrétting
í Mbl. í gær, þar sem rætt var við
sendifulltrúa íslenska sendiráðs-
ins í Washington, var ranglega
farið með nafn hans, Sverrir
Gunnarsson var hann sagður en
réttu nafni heitir hann Sverrir
Haukur Gunnlaugsson. Mbl. biðst
velvirðingar á þessum mistökum.
íslenzkunemar styðja
verkfall stundakennara
Því miður hafa ófáir reist sér hurðarás um öxl við að eignast eigið húsnæði. Til að forðast slíkt er
um að gera að athuga mjög vel sinn gang áður en hafist er handa. Kynna sér alla valkosti og meta
þá rétt. Lestu hér um nokkur atriði sem máli skipta.
EINKENNI ELDRA KERFIS:
Útborgun oftast um 75% heildarverðs og
greiðslubyrði því þung i upphafi. Eftirstöðvar
söluverðsins til 4 eða 5 ára á 18-20% vöxtum,
þótt verðbólgan æði áfram 50-60% á ári.
Rýrnun eftirstöðvanna veldur hinni háu út-
borgun. Þetta gerir íbúðarkaup oft óviðráðan-
leg fyrir ungt fólk. Og veldur óöryggi hjá eldra
fólki, sem vill minnka við sig.
Leitið nánari upplysinga um verðtryggingu í
fasteignaviðskiptum. — Sanngjarna leið,
sem auðveldar fólki jafnt kaup sem sölu.
NYR VALKOSTUR:
Fasteignamarkaður Fjárfestingarfélagsins
Fjölbreytilegir og sveigjanlegir skilmálar.
Verðtryggðar eftirstöðvar sem rýrna ekki.
Þannig opnast möguleikar á lægri útborgun.
Þetta auðveldar t. d. ungu fólki íbúðarkaup
eða skipti og skapar seljanda vissu um fjár-
hagslega stöðu sína í framtíðinni.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 11
101 REYKJAVlK SÍMI 28466
(HÚS SPARISJÓÐS REYKJAVlKUR)
Fasteignamarkaður
FjáiYestingarfélagsins hf
Lögfræðingur: Pétur Þór Sigurðsson
Á ALMENNUM fundi í Mími,
félagi stúdenta i islenskum fræð-
um, var eftirfarandi tillaga sam-
þykkt einróma:
„Almennur fundur í Mími, fé-
lagi stúdenta í íslenskum fræðum,
haldinn 30. mars 1981, lýsir yfir
einhuga stuðningi við kjarabar-
áttu stundakennara í Háskóla
íslands og skorar á yfirvöld að
láta þegar í stað undan hóflegum
og sanngjörnum kröfum þeirra.
Fundurinn minnir á að ekki eru
nema fjórar vikur til prófa og mun
það koma stúdentum afar illa ef
stundakennarar yrðu neyddir til
verkfallsaðgerða.
Einnig lýsir fundurinn yfir
furðu sinni á því að rúmur helm-
ingur kennslu við Háskóla Islands
skuli vera í höndum stundakenn-
ara sem ekki hafa neina aðstöðu
til rannsókna né til undirbúnings
fyrir kennslu.
Bætt kjör stundakennara koma
Háskóla íslands sem vísinda- og
Al'lil.VSINCASÍMINN KR:
22410
J«*rounbt«í>it)