Morgunblaðið - 02.04.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981
15
samkomulag varð þó um að hægt
væri að nota tímann vel þrátt
fyrir þetta, enda hefur það sýnt
sig, því fundir eru frá morgni til
kvölds. Til dæmis er mikið verk
að fara yfir tillögur textanefndar
um ýmsar orðalagsbreytingar og
samræmingu á textum, þannig að
farið er yfir hverja grein fyrir
sig. Eins er ráðgert að nota
tímann til að vinna að þeim
verkefnum, sem enn hafði ekki
unnizt tími til að leysa og þessum
fundi var beinlínis ætlað að fjalla
um. Til dæmis reglur um undir-
búningsnefnd, sem ætlað er að
starfa þar til sáttmálinn tekur
gildi og reglur um aðild að
samningum og um afmörkun
svæða á milli landa, sem enn
hefur ekki náðst endanlegt sam-
komulag um. Menn þurfa því ekki
að sitja í aðgerðaleysi.
Auk hinna venjulegu starfa
ráðgast menn stöðugt bak við
tjöldin um það, hvernig beri að
leysa hnútinn."
Utanríkisráðherra sagði á al-
þingi, að viðræður myndu fara
fram hér við Breta, íra og Dani
um Rockall-svæðið, eru þær byrj-
aðar?
„Ég mun hitta formenn sendi-
nefnda þessara þjóða nú í vikunni
og þá mun væntanlega skýrast
hvernig framhaldið verður. Hér
er auðvitað um að ræða fram-
kvæmd á reglu um afmörkun
svæða með hliðsjón af ályktun
alþingis frá því í fyrra," sagði
Hans G. Andersen að lokum, „og
fyrsta skrefið þar er að ná
samkomulagi um það, hvernig
umræðum skuli hagað.“
Fjárhags-
áætlun
Húsavíkur
HÚHavik, 27. marz.
Fjárhagsáætlun Húsavík-
urkaupstaðar fyrir árið 1981
var afgreidd í bæjarstjórn
Húsavíkur í gær. Heildar-
tekjur bæjarsjóðs eru áætl-
aðar 15 milljónir og er það
um 56% hækkun frá fyrra
ári. Hæsti tekjuliðurinn eru
áætluð útsvör, 8,2 milljónir
og er miðað við að fullnýta
útsvarsálagningarheimild,
sem er 12,1%. Rekstrar-
kostnaður er áætlaður 11,8
milljónir og stærstu út-
gjaldaliðirnir eru til al-
mannatrygginga og félags-
hjálpar, 2,6 milljónir,
fræðslumála 1,8 og yfir-
stjórnar kaupstaðarins 1,4
milljónir. Til fjárfestinga
eru áætlaðar 11 milljónir
króna og eru helztu fram-
kvæmdaliðirnir götu- og
holræsagerð, 3,6 milljónir,
bygging leigusöluíbúða 1,7
milljónir og til nýbyggingar
íþróttahúss 1,2 milljónir, til
byggingar dráttarbrautar
1,2 og til togarakaupa 1,1
milljón og til byggingar
dvalarheimilis aldraðra 600
þúsund krónur.
Fréttaritari
Fyrirlestur um frönsku
forsetakosningarnar
FRIÐRIK Páll Jónsson, frétta-
maður, heldur fyrirlestur um
frönsku forsetakosningarnar á
vegum Alliance Francaise í
franska bókasafninu, Laufás-
vegi 12, í kvöld kl. 20.30. (2.
apríl).
Forsetakosningar verða í
Frakklandi dagana 26. apríl og
10. maí. Samkvæmt síðustu
skoðanakönnunum eru aðal-
keppinautarnir Valéry Giscard
d’Estaing og Francois Mitter-
and með svipað fylgi en þeir
skildu nær jafnir í forsetakosn-
ingunum 1974. í kosningum und-
anfarin ár hefur franska þjóðin
skipst í tvær nær jafnstórar
fylkingar, vinstri fylkingu og
hægri fylkingu, og hefur vinstri
fylkingin unnið á en þó hvorki
náð meirihluta á þingi né komið
frambjóðenda sínum á forseta-
stól. Einu sinni enn velta menn
því fyrir sér hvort svo kunni að
fara í þessum kosningum að
fulltrúi vinstri manna verði
forseti en þingið verði áfram
undir stjórn mið og hægri
manna. Þá kæmi upp mjög
óvanaleg staða sem kynni að
leiða til árekstra milli forseta og
þings.
Fyrirlesturinn er á íslensku
og öllum opinn en að honum
loknum fara fram almennar
umræður.
(Stjórn Alliance Francaise.)
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
Pantló nýja FREEMANS vörulistann strax
. . og veljið vandaöan sumarfatnað frá stærstu póstverslun i London fyrir
ykkur og fjöískylduna í rólegheitum heima. Skrifið eða hringið strax í dag
eftir nýja pöntunarlistanum. Verð kr. 49.00. Póstburðargjald kr. 16.60.
Vinsamlega sendið mér nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu.
Nafn:
heimili:
staður:
Sendist til FREEMANS OF LONDON c/o BALCO h/f, Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfirði, sími 53900.
of London
Þar scm tískan byrjar
m>í
VERKSMIÐJUSALA
Opið frá
kl. 9-6
Buxur á alla fjölskylduna
á verksmiðjuverði
Fatagerdin BÓT,
Skipholti 3, 2. hæö.