Morgunblaðið - 02.04.1981, Side 22

Morgunblaðið - 02.04.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 Landbúnaðarráðherrar EBE: Ennþá vantar samkomulag BritHwl, 1. aprll. AP. LÖGREGLA braut upp hóp bænda er safnast hafði saman fyrir utan byKKÍnKar Efnahags- bandalags Evrópu til að mót- mæla kjorum sínum. en innan- dyra ræddu landbúnaðarráðherr- ar EBE-rikja um aðgerðir i land- búnaðarmáium og verðhækkanir á landbúnaðarvörum. Bændurnir köstuðu eggjum, tómötum og grjóti og var látið til skarar skríða gegn þeim er þeir neituðu að verða við óskum um friðsamleg mótmæli. Ráðherrarnir hafa enn ekki náð samkomulagi eftir fundarhöld í þrjá daga, en fregnir hermdu, að sjö ráðherrar af tíu hefðu lýst fylgi við tillögur um 9% meðal- talsverðhækkun á landbúnaðaraf- urðum á þessu ári. Finnland: Stjórnin heldur velli Frá Harry (íranberg, fréttaritara Mbl. I Finnlandi. 1. apríl. ÖLLUM á óvart tókst forsætis- ráðherranum Mauno Koivisto að lengja líf ríkisstjórnar sinnar að minnsta kosti fram að páskum. Stjórnin hélt fund sl. þriðjudag um ágreining þann sem ríkir í stjórnarherbúðunum um launa- málastefnuna en engin niðurstaða fékkst. Agreiningurinn er mestur milli kommúnista og sósíaldemó- krata. Folkdemókratar hafa lagt fram málamiðlunartillögu sem flokkur forsætisráðherrans getur ekki sætt sig við. Stjórnin fær nú tíma til að reyna að komast að samkomulagi en tíminn er naumur. Ágreiningur nær til ýmissa aðgerða sem tengj- ast launamálastefnunni og þær þarf að leggja fyrir þingið sem verður að afgreiða þær í vor. lands og Kína. Kínverjar hafa einnig lýst andstöðu sinni við íhlutun Sovétmanna í innanríkismál annarra þjóða. Carríngton lávarður: Innrás í Pólland kall- aði á sterk viðbrögð Peldng, 1. april. AP. CARRINGTON lávarður, utanríkisráðherra Breta sem er í opinberri heimsókn í Peking um þessar mundir sagði í samtali við Huang Hua utanrikisráðherra Kína að innrás Sovétmanna í Pól- land myndi leiða til sterkra viðbragða í Evrópu, að sögn útvarpsins í Peking. Utvarpið skýrði ekki frá aðdraganda þessarar yfirlýs- ingar Carringtons en sagði að ráðherrarnir hefðu rætt um ýmis alþjóðleg málefni sem snertu hagsmuni bæði Bret- Söngvakeppni Evrópusöngvakeppnin fer að þessu sinni fram í höfuðborg Irlands, Dyflinni, og verður hún háð 4. apríl næstkomandi. Að þessu sinni senda 20 ríki fulltrúa til þátttöku í keppninni, sem sjónvarpað verður beint. Robert De Niro og Sissy Spacek hlutu óskarsverðlaun fyrir aðal- hlutverkin i kvikmyndunum „Raging Bull“ og „Coal Miner’s Daughter.“ AP-KÍmamynd. kvikmyndin og lagið „Fame“ úr samnefndri kvikmynd var kosið besta lagið. Timothy Hutton, sem fékk verð- launin fyrir aukahlutverk karl- manns, er aðeins 19 ára gamall. Hlutverk hans í „Ordinary People" er frumraun hans á hvíta tjaldinu. Myndin segir frá því er auðug fjölskylda tvístrast vegna fráfalls sonar. Er Hutton tók við Óskarsverð- laununum í gær var hann mjög hrærður. Hann minntist látins föður síns, Jim Huttons, sem einnig var leikari og þakkaði samleikurum sínum. Mestu þakk- irnar vildi hann færa „hinum dásamlega leikstjóra, Robert Red- ford“. Hann horfði lengi á Redford „Ordin^ry People“ hlaut fern Oskarsverðlaun Hollywood, 1. april. AP. KVIKMYNDIN „Ordinary People“ hlaut fern óskarsverð- laun í gær er verðlaununum var úthlutað i Hollywood í 53. skipt- ið. Kvikmyndaakademian hafði kosið hana bestu kvikmynd árs- ins, Robert Redford hlaut verð- laun fyrir leikstjórnina, Timothy Hutton fyrir aukahlutverk og Alvin Sargent fékk verðlaun fyrir handritið. Framleiðandi myndarinnar er Ronald L. Sah- wary. Robert De Niro var kosinn besti karlkyns aðalleikarinn fyrir leik sinni í kvikmyndinni „Raging Robert Redford kosinn besti leikstjórinn Bull“ og Sissy Spacek besti kven- leikarinn fyrir leik sinn í mynd- inni „Coal Miner’s Daughter". Óskarsverðlaunin fyrir auka- hlutverk kvenmanns hlaut Mary Steenburgen fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Melvin and How- ard“. Rússneska kvikmyndin „Moscow Does Not Belive in. Tears“ var kosin besta erlenda sem sat meðal áhorfenda og sagði, „Ég elska þig.“ Heiðursverðlaunin að þessu sinni hlaut leikarinn Henry Fonda. Fonda sem er 75 ára gamall hefur unnið að kvikmynda- gerð í 46 ár. „Árin 46 hafa verið mér góð og þetta hlýtur að vera toppurinn. Ég er mjög þakklátur og stoltur yfir þeim heiðri sem mér er hér sýndur," sagði hann er hann tók við verðlaununum úr hendi Rob- erts Redfords. Þjóínaður? Um stund leit svo út að einhver Evrópsk blöð spá Reagan vegsemdarauka eftir árás _? _ !11a — 1 L - X - X. I, .. X X) nn/inml/in o n o irQPnon/li n,,Ai1n/vnl 1 n1/Afna,Xnm*i, f1 I London. Washlngton, Lubbock, Plains, 1. apríl. AP. BLÖÐ og aðrir fjölmiðlar í Evr- ópu gerðu enn i dag mikið úr skotárásinni á Ronaid Reagan og vöngum var velt yfir því hvað hún kynni að hafa í för með sér. Lýstu blöðin aðdáun á frammi- stöðu Reagans og raunar ann- arra bandariskra ráðherra og embættismanna siðustu daga i Ijósi hinna voveiflegu atburða. Sögðu sum blaðanna, að fátt væri svo illt, að ekki boðaði það eitthvað gott, og lýstu því, að vegsemd Reagans ætti eftir að aukast eftir morðtilraunina. Hins vegar bar mikið á gagn- rýni og hneykslun á byssulögum í Bandaríkjunum. „Byssan ræður í Bandaríkjunum," sagði t.d. blað í Belgíu og brezkt blað spurði hversu marga Bandaríkjaforseta þyrfti að ráða af dögunum áður en hugarfarsbreyting yrði meðal Aprílgabb brezkra blaða: Bretar geta stýrt veðurfari að vild London. 1. apríl. AP. BREZK blöð reyndu á ýmsan hátt að villa um fyrir lesendum i tilefni dagsins, en það er mál manna, að The Guardian hafi tekist einna best upp. Guardian skýrði frá því að brezkir vísindamenn hefðu brotið blað í veðurfarsstjórnum. Hefði sveit vísindamanna unnið að rannsóknum sínum á vegum varnarmálaráðuneytisins og brezku veðurstofunnar með mik- illi leynd síðustu 13 árin og hefðu þeir nú fundið upp leiðir til að stjórna veðurfarinu. Var skýrt frá uppfinningunum í forsíðu- frétt og 13 greinum inni í blaði. Sagði blaðið að vísindamenn- irnir gætu t.d. tryggt að yndislegt veður yrði 29. júlí næstkomandi er Karl prins gengur að eiga lafði Díönu Spencer. Þeir gætu einnig séð til þess að skýfall yrði yfir Kilburnhverfinu í Lundúnum meðan hjónavígslan færi fram í Pálskirkjunni, en í því hverfi ríkir lítil ánægja með konungsfjölskylduna, enda búa þar aðfuttir írar og fólk frá fyrrverandi nýlendum Breta í Karíbahafi. Einnig yrði hægt að kalla fram stórfenglegan regn- boga yfir leið brúðhjónanna til og frá kirkjunni. Þá sagði Guardian að Jafnað- armannaflokkurinn nýstofnaði gæti með þessum nýju uppgötv- unum tryggt gott veður á úti- fundum sem flokkurinn hyggst standa fyrir í sumar. Aprílgabb annarra fjölmiðla var á ýmsa vegu, en einkum bar á fregnum um útsölur á ýmsum varningi, bæði í fatnaði og mat, sem líkur þóttu á að margir girntust, og fóru fregnir af því að margir Bretar hefðu látið gabb- ast og hlaupið 1. apríl. Bandaríkjamanna varðandi vopnaburð. Carter fyrrum forseti sagði í dag, að háttsettir menn og leiðtog- ar þar í landi yrðu ávallt í lífshættu vegna ofbeldis er fylgdi þeim við hvert fótmál. Hvatti hann bandaríska embættismenn til þess að draga sig ekki í hlé þrátt fyrir síðustu atburði. Lýsti Carter andúð sinni á árásinni á Reagan, og hrósaði viðbrögðum ráðamanna. Sagði hann viðbrögð og yfirlýsingar Haigs utanríkisráðherra skömmu eftir árásina eðlilegar og skyn- samlegar i ljósi ástandsins. Fjölskylda Reagans safnaðist saman við sjúkrabeð hans í Georgs Washington-sjúkrahúsinu í Washington í gærkvöldi. Forset- inn sló á létta strengi og kvartaði m.a. um að jakkafötin hans hefðu eyðilagst í skotárásinni. Gerðu formælendur sjúkrahússins mikið úr því hve bráðhress forsetinn væri og sögðu hann reyta af sér brandara. Því er spáð að forsetinn losni fyrr af sjúkrahúsi en í fyrstu var talið. Formælendur Hvíta hússins sögðu að James S. Brady gæti séð og talað, en hann næði sér senni- lega aldrei að fullu. Skýrt var frá því í Hvíta húsinu í dag, að fyrstu 24 klukkustund- irnar eftir skotárásina hefðu 80 þjóðarleiðtogar sent samúðar- skeyti og símskeyti hefðu borist frá 5.000 Bandaríkjamönnum, þar sem árásin var fordæmd og lýst vonum um skjótan bata forsetans. Jafnframt tóku starfsmenn húss- ins á móti 2.000 símhringingum af sama tilefni og þúsundir blóm- sendinga bárust. Belgía: Reynt að forða falli stjórnarinnar BrUHHcl. 1. apríl. AP. BALDVIN Belgiukonungur hóf i dag viðræður við 19 stjórnmála- ieiðtoga verkalýðsleiðtoga og at- vinnurekenda i þvi augnamiöi að forða stjórn Wilfrieds Martens frá falli. Formælandi hirðarinnar skýrði frá því að konungur hefði rætt einslega við flesta fulltrúanna, en markmið hans með viðræðunum væri að reyna að eyða ágreiningi innan stjórnarflokkanna, sem sprottinn er út af tillögum um að allar launahækkanir verði frystar fram á næsta ár. Stjórnin bauðst til að segja af sér á þriðjudag er jafnaðarmenn í stjórninni höfnuðu launafrysting- unni og kristilegir demókratar höfnuðu gagntilboðum þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.