Morgunblaðið - 02.04.1981, Page 27

Morgunblaðið - 02.04.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 27 Þingfréttir í stuttu máli Barnalög samþykkt: Deilt um orkustefnu og öldrunarmál Barnalög samþykkt Frumvarp að barnalögum, sem fyrst var flutt vorið 1976 og hefur fimm sinnum verið endurflutt, var loks samþykkt sem lög frá Alþingi í gær — með 22 samhljóða atkvæð- um í neðri deild Alþingis. Fyrsti kafli laganna fjallar um gildissvið þeirra, annar um faðerni skilget- inna barna, þriðji um faðerni óskilgetinna barna, fjórði um fram- færslu barna, fimmti um barnsfar- arkostnað o.fl., sjötti um greiðslu framfærslueyris og innheimtuúr- ræði, sjöundi um lögsögu íslenzkra dómstóla um faðerni barna, áttundi um foreldraskyldur, forsjá barna og umgengnisrétt, níundi um barns- faðernismál og tíundi um gildistöku og brottfallin lög. Deilt um orkustefnu og öldrunarmál í efri deild Alþingis var fram- haldið í gær umræðu um frumvarp sjálfstæðismanna um þrjú ný orku- verð á þessum áratug. Frumvarpið hefur fengið jákvæðar undirtektir þingmanna ef undanskyldir eru þingmenn Alþýðubandalags, sem haldið hafa uppi harðri hríð gegn efnisatriðum þess. í neðri deild urðu harðar umræð- ur um tvö stjórnarfrumvörp: 1) útflutningsgjald af sjávarafurðum, 2) heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða. Matthías Bjarnason (S) gagn- rýndi einkum að frumvarpið um útflutningsgjöld gengi þvert á markaða stefnu um eitt og jafnt útflutningsgjald á sjávarafurðir, en frumvarpið gerir ráð fyrir því að mismuna einstökum vinnslugrein- um í þessu efni. Hann taldi frum- varpið geta veikt verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og gefa varhuga- verð fordæmi. Máli hans verða gerð nánari skil á þingsíðu Mbl. fljót- lega. Pétur Sigurðsson (S) gagnrýndi efnisatriði í frumvarpi heilbrigðis- ráðherra, enda gengju þau á rétt félagasamtaka og stofnana, sem lengi hefðu sinnt öldrunarþjónustu og drægju úr almennu framtaki til að sinna þessum þýðingarmikla málaflokki. Nánar verður sagt frá ræðu Péturs á þingsíðu Mbl. innan skamms. Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra, mælti fyrir tveimur stjórnarfrumvörpum: um meðferð einkamála í héraði og eftirlit með skipum. Pétur Sigurðsson (S) spurði ráðherra, hvort hann hygðist endurflytja frumvarp um umboðs- mann Alþingis, sem auðvelda myndi einstaklingnum í þjóðfélag- inu að verja og sækja rétt sinn gagnvart framkvæmdavaldinu (stjórnvöldum og embættiskerfi). Ráðherra svaraði því til að svo yrði ekki á næstunni. Orkufrumvarp Alþýðuflokks Magnús H. Magnússon og fimm aðrir þingmenn Alþýðuflokks hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um Landsvirkjun. Frum- varpið felur annarsvegar í sér Starfsskilyrði myndlistarmanna Tíu þingmenn úr þremur þing- flokkum (öllum nema Alþýðu- bandalagi) hafa lagt fram þings- ályktunartillögu um skipan nefndar til að kanna starfsskilyrði mynd- listarmanna. Nefnd, sem þessa könnun framkvæmir, skal gera til- lögur um, hvern veg hið opinbera „geti bezt örvað sjálfstæða listsköp- un með því að myndlistarmönnum sé skapaður viðunandi starfs- grundvöllur. Nefndin skal hafa samráð við félög myndlistarmanna og þær stofnanir, sem starfa að myndlistarmálum". Fyrsti flutn- ingsmaður er Halldór Blöndal (S) en aðrir flutningsmenn: Vilmundur Gylfason (A), Guðmundur G. Þór- arinsson (F), Birgir ísleifur Gunn- arsson (S), Ingólfur Guðnason (F), Jóhanna Sigurðardóttir (A), Jón B. Hannibalsson (A), Saiome Þorkels- dóttir (S), Sigurlaug Bjarnadóttir (S) og Páll Pétursson (F). heimild til Landsvirkjunar til að byggja og reka orkuver utan núver- andi orkuveitusvæða fyrirtækisins. Hinsvegar heimilar það Lands- virkjun að stækka Búrfellsvirkjun úr 210 MW í 315 MW, Hrauneyja- fossvirkjun úr 170 í 210 MW, rýmkaðar eru heimildir til að veita ám ofan Þórisvatns í vatnið, Lands- virkjun er heimilað að virkja við Sultartanga, virkja við Blöndu og virkja í Fljótsdal. Frumvarp þetta gengur mjög í svipaða átt og frumvarp sjálfstæðismanna en stækkun Búrfellsvirkjunar er þó nýmæli. AukiÖ lýðræði í samvinnuhreyfingunni Tveir þingmenn Alþýðuflokks, Vilmundur Gylfason og ArnfGunn- arsson, hafa flutt frumvarp til laga um breytingu á samvinnulögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að „sambandsstjórn skuli kosin beinni, leynilegri kosningu, sem fer fram samtímis í öllum aðildarfélögum í samvinnusambandinu. Kosninga- rétt og kjörgengi eigi allir félags- menn“. Frumvarpið kveður og á um boðun fulltrúafunda og önnur verk- efni sambandsstjórnar. Latrnintr sjálfvirks síma Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um lagningu sjálfvirks síma, sem felur í sér gerð 5 ára áætlunar um lagningu sjálfvirks símkerfis, en um 3200 heimili búa enn við handvirkt símasamband um innansveitarlínur, þar sem ekki er unnt að tala þannig að tryggt sé að óviðkomandi aðilar geti ekki hlýtt á, auk þess sem þetta símasamband er ekki til staðar nema stuttan tíma sólarhrings víða, og óvirkt sem öryggistæki þess utan. Útsala Verzlunin Lampinn, Laugavegi 87 auglýsir útsölu, þar sem verzlunin hættir rekstri á næstunni. Allflestar vörur seljast meö verulegum afslætti. Lampinn, Laugavegi 87. Sími 18066. Söfnunarsjóður íslands er fluttur á Skólavöröustíg 11, 3ju hæö. Afgreiösl- an er opin eins og áöur, mánudaga og fimmtudaga kl. 17—18. HVETJANDI LAUNAKERFI Stjórnunarfélag íslanda efnir til nómakeids um Hvetjandi launakerfi í fyrirlestrasal félagsins aó Síóumúla 23 dagana 7.—10. apríl kl. 14.30—18.30. Kynntar veróa helstu tegundir launa- kerfa, kostir þeirra og gallar. Leiðbeint um val launakerfa meó tilliti til mismun- andi aöstæóna í fyrirtækjum. Unnið aó verkefni, þar sem þátttakendur fá í hendur reynslutölur frá framleiöslufyrir- tæki og byggja sjélfir upp launakerfi ásamt tilheyrandi eyóublöóum fyrir skráningar og útreikninga vegna launa- kerfisins. Námskeiöió er ætlað tæknifræóingum, vióskiptafræðingum og öðrum þeim starfsmönnum sem annast hagræöingar- og launamál fyrirtækja. Æskilegt er, aö þátttakendur, sem ekki hafa tækni- eða viöskiptamenntun, hafi sótt námskeiö SFÍ um framleiósluhagræðingu og fram- leiðslustýringu. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. SXlðRNUNARFÉUG fSUNDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Letöbeineodur Ágúst H. Elíasson tasknifraöingur Benedikt Gunnarsson tæknifræöingur Samræmd stóriðjustefna: Atviimuöryggi - bætt lífskjör FULLTRÚAR Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks i allsherjarnofnd Sameinaðs þings hafa samræmt þær tvær tillogur um aukningu orkufreks iðnaðar, sem þingflokkarnir höfðu flutt á Alþingi og nefndin hafði haft til meðferðar. Leggja fulltrúarnir fram sameiginlega tillogu, svohljóðandi, en þeir eru Jóhanna Sigurðar- dóttir (A), Birgir Isleifur Gunnarsson (S), Ilaildór Blöndal (S) og Steinþór Gestsson (S): Alþingi ályktar að kjósa nefnd sjö þingmanna til að fjalla um aukningu á orkufrekum iðnaði næstu ár til að nýta í ríkara mæli en nú er gert hinar miklu óbeisl- uðu orkulindir vatnsfalla og jarð- hita, bæta lífskjör og auka trausta atvinnu, framleiðslu og útflutning þjóðarinnar. Skal nefndin kosin hlutfalls- kosningu á Alþingi að loknum hverjum alþingiskosningum. — Nefndin kýs sér formann og skipt- ir að öðru leyti með sér verkum. Verkefni nefndarinnar eru: 1. Að kanna hagkvæmni fram- leiðslugreina, sem til álita koma á sviði orkufreks iðnaðar, með tilliti til orkuverðs, flutn- ingskostnaðar, fjölda atvinnu- tækifæra og markaðsmögu- leika. 2. Að kanna hugsanlega mögu- leika á samvinnu við erlenda aðila, m.a. á sviði tækni og markaðsmála. 3. Að gera tillögur um stóriðju- framkvæmdir sem hagkvæmt þykir að stofna til. Skal þar kveða á um eignaraðild fyrir- tækja, fjármögnun, orkuöflun og orkuverð, önnur rekstrar- skilyrði — gerð, stærð og stað- setningu iðjuvera. Nefndin skal hafa samráð við yfirvöld orkumála og umhverfis- verndar. Heimilt er nefndinni að leita samstarfs við hvern þann aðila, sem hefur sérþekkingu á málum er varða störf hennar. Opinberum aðilum er skylt að veita nefndinni hverjar þær upp- lýsingar sem hún óskar. Nefndin skal skila Alþingi og ríkisstjórn skýrslum um störf sín eftir því sem þeim miðar áfram. Kostnaður af störfum nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði, Greinargerð Tillaga þessi er flutt af meiri hluta allsherjarnefndar S.þ., Jó- hönnu Sigurðardóttur, Birgi ísl. Gunnarssyni, Halldóri Blöndal og Steinþóri Gestssyni. Á öndverðu þessu þingi voru fluttar tvær tillögur um aukningu orkufreks iðnaðar (8. mál), og 19 þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu um stefnumótun í stóriðjumálum (31. mál). Tillögur þessar voru mjög líkar að efni. Allsherjar- nefnd S.þ. fékk báðar þessar tillögur til meðferðar og hefur rætt þær sameigintega Meiri hluti nefndarinnar hefur í samráði við flutningsmenn beggja tillagnanna komist að samkomulagi um nýja tillögu, sem hér er flutt, og komi þessi tillaga í staðinn fyrir hinar tvær. Óþarfi er að hún fari til nefndarinnar að nýju eftir um- ræðu í S.þ. þar sem hún hefur þegar fengið ítarlega umfjöllun í nefndinni. 1x2 29. leikvika — leikir 21. marz 1981 Vinningsröö: 1 1 2-2 X 1 — 1 X 2 — X 1 0 1. vinningur: 11 réttir — kr. 43.400.- 951 31808(11/11,4/10) 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 448.- 2 6026 10559 17474 26321 36931 40854* 941 6149 11121 17676+ 27888 37356+ 40933 1823 6589 11430 18450 28153* 37424+ 42069 2602 7288 11482+ 19373 29916+ 37477 43531** 2892 7437 12324 20163 29952+ 37982+ 45078+ 2893 7517 12560 21290 31656 38703 45079+ 3234 7592 12750 21359 31807 38908 45391* 3661 8696 12799 21382 31810 38912 59170 4200 9619 14731 12686 34241* 38944 5408 9698 15034 12756 34295 38948 6026 9770 17349 22192+ 34354 39269 * (2/10) ** (3/10) Kærufrestur er til 20. apríl 1981 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aöalskrifstofunni í Reykjavík Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamidstöðinni - REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.