Morgunblaðið - 02.04.1981, Side 30

Morgunblaðið - 02.04.1981, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 Tómas Árnason, viðskiptaráðherra: Styð tillögu um þrjár stór- virkjanir og orkufrekan iðnað „Ég hefi áður látið i Ijós þá skoðun að á næstu 10 — 12 árum verði ráðist 1 að reisa þrjár virkj- anir, eða þrjú orkuver, og er það í sömu stefnu eins ok frumvarp það um ný orkuver, sem hér er til umræðu," saKði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra. i umræðu um frumvarp sjálfstæðismanna i efri deild AlþinKÍs sl. mánudaK- „Framkvæmdaröð þessara virkj- ana hlýtur að ráðast af þjóðhaKS- leKum sjónarmiðum ... Stóriðju- málin eru nátenKd þessum málum ok það er veruleKa vaxandi áhuK< í landinu fyrir stærri iðnaði, t.d. í minu kjördæmi. Austurlandskjör- dæmi, hafa marKÍr aðilar ályktað um stóriðju í tenKslum við virkjun Jökulsár i Fljótsdal, sveitarstjórn- ir, samtök sveitarfélaKa, verka- lýðsfélöK ok Alþýðusamband Aust- urlands ... ÞessveKna held éK að það ætti að taka upp viðræður við erlenda aðila um möKuleika á stofnun sameÍKÍnleKra fyrirtækja til orkufreks framleiðsluiðnaðar ... Á þessu timabili, næstu 10 — 12 árum, fyndist mér eðliieKt að stefna að þvi að koma upp orku- frekum iðnaði á Austurlandi ok Norðurlandi ok auk þess sem éK hef áður saKt um stækkun Grund- artanKaverksmiðjunnar.“ Er hér var komið sögu í málflutn- ingi viðskiptaráðherra kallaði Ólaf- ur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, framm í fyrir ráðherranum: „Er stóriðjuboðskapurinn, sem ráðherr- ann er að flytja hér, stefna Fram- sóknarflokksins?". „Ég hefi bæði rakið flokkssamþykktir Framsókn- arflokksins og eigin skoðanir hér í þinginu," sagði ráðherra. Þá greip Ólafur Ragnar enn fram í: „Og ber mikið á milli?" „Nei, ég held að beri ekki mikið á milli,“ svaraði ráð- herra, „en miðstjórnarfundur flokksins í þessari viku mun hér um fjalla." Enn greip þingflokksfor- maðurinn fram í og sagði „yfirlýs- ingar ráðherrans eru hinar merki- legustu". Forseti þingdeildarinnar, Helgi Seljan (Abl) sló nú í bjöllu sína og mælti: „Ég óska eftir því að hæstvirtur viðskiptaráðherra hafi orðið,“ en ráðherra kvað sér koma á óvart, hve mikinn áhuga frammí- taki virtist enn hafa á stefnu Framsóknarflokksins! Viðskiptaráðherra sagði að al- gjörlega ný viðhorf hefðu skapast í orkumálum hér á landi, vegna hækkunar olíuverðs, en hráolia hefði t.d. hækkað á 7 árum úr 3 í 35 dali, og verðþróunarspá til næstu fjögurra ára væri allt að 80 dalir í lyktir tímans. Þá væru og ný viðhorf í atvinnumálum, enda sýnt Viðskiptaráðherra: Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði á Alþingi i gær, að hagnaður af oliuviðskiptum við Breta hefði enginn orðið „í pen- ingalegum skilningi,“ miðað við Rotterdamverð, sem verið hefði nokkuð stöðugt siðasta misserið. e rt»<f Skrúfur á báta og skip Allar stærðir trá 1000—4500 mm og allt að 4500 kíló. Etni: GSOMS—57—F—45 Eða: GNIALBZ—F—60. Fyrir öll klössunarfélög. Skrúfuöxlar eftir teikningu. SÖQJKííaDILÖgWJlfr J>?i)(n)®®(S)iR! & <&o? Vesturgotu 1 6, Sími14680. Hinsvegar væri vert að leggja sérstaka áherzlu á kosti þess að eiga völ á oiiu úr fleiri en einni átt. hvað varðaði öryggi aðdrátta, jöfnun á hugsanlegum verðsveifl- um og styrkari samningastöðu. Þá sagði ráðherra að hann teldi koma til greina. m.a. vegna örygg- issjónarmiða, að ísland gerðist aðili að Alþjóðaorkustofnuninni, en það má) væri nú til meðferðar hjá ríkisstjórninni, án þess að niðurstaða væri fengin. Ráðherra sagði að rammasamn- ingur hefði verið gerður við Sovét- ríkin í september 1980, sem gilti til 5 ára. Samkvæmt þeim samningi keyptum við frá Sovétríkjunum 100—190.000 tonn af gasolíu á ári, 110—180.000 tonn af svartolíu og allt að 100.000 tonn af benzíni. Þá hafi verið undirritaður samn- ingur við British National Oil Corporation í apríl 1980 um kaup á 100.000 tonnum af gasolíu það ár og sama magn 1981. Keypt var nokkuð minna magn 1980 en um var samið, vegna minni gasolíunotkunar en ráð var fyrir gert. Þá hafa farið fram ítarlegar umræður við Statoil í Noregi um hugsanleg olíuviðskipti en lyktir þeirra viðræðna væru ekki ljósar enn. Þingmenn beindu þeirri fyrir- spurn til ráðherra, hvort ágrein- ingur væri í ríkisstjórninni (Al- þýðubandalagið) um aðild að Al- þjóðaorkustofnuninni en fengu ekki svör. úi Ódýrtí HDTEL hadeginu Alla daga vikunnar bjóðum við hádegisverð á aðeins 56 kr. Ódýrt en gott. Benco 01 — 600A C.B. 40 rásir AM/40 rásir FM. Sérsmíðuö fyrir ísland. Fullur styrkur. Verö kr 1.595,-. ®olhol,i 4> ' stmt 91-21945. •• að iðja og iðnaður þyrftu að leggja til 10 þúsund ný atvinnutækifæri á þeim áratug, sem væri nýbyrjaður. Það verður ekki gert nema með því að nýta auðlind innlendrar orku. Fjármálaráðherra: „Samræmt kerfi í líf eyrismálum tekið upp á næsta ári“ ísland aðili að Al- þjóðaorkustofnuniraii LÍFEYRISMÁL hefur mjög borið á góma í þingstörfum á þessum vetri. Eyjólfur Konráð Jónsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðis- flokks lögðu snemma vetrar fram frumvarp um nýtt form lifeyris- sjóða, gegnumstreymiskerfi, sem talin er forsenda jafnréttis á þeim vettvangi. Magnús H. Magnússon (A) gerði nýlega að umræðuefni samkomulag ASÍ, VSÍ og stjórnvalda um heildar- endurskoðun lifeyriskerfis og nefndarskipan í þvi sambandi, en hann lagði þegar i þingbyrjun fram fyrirspurn um þetta efni, sem fjármálaráðherra svaraði fyrst 31. marz sl. Fjármálaráðherra sagði rúm- lega 100 lífeyrissjóði starfandi í landinu. Unnið væri nú að því að gera skrá um þátttöku manna í lífeyrissjóðum almennt og skrá yfir rétt hvers og eins sjóðfélaga. Þá er unnið að athugunum á reglugerðum þessara sjóða til að fá glögga mynd af þeim réttind- um, sem hver sjóður veitir þeim, sem keypt hafa lífeyrisréttindi iðgjöldum og samningum. Er þar tekinn til athugunar réttur til lífeyris- og lánafyrirgreiðslu. Ráðherra sagði að nú væri unnið að samningu frumvarps til laga um starfsemi lífeyrissjóða, en engin ákvæði væri að finna í núgildandi lögum um hvað lífeyr- issjóður sé í raun og veru, eins og ráðherra komst að orði. Fyrirhug- aðri löggjöf væri ætlað að vera almennur rammi um starfsemi iífeyrissjóða á Islandi, auk ákvæða um skráningu lífeyris- sjóða og eftirlit með starfsemi þeirra og fjárhagslegri stöðu. Stefnt væri að því að lögin veittu rúm fyrir þrenns konar lífeyris- sjóði, „sjóði sem í sameiningu mynduðu samfellt kerfi lágmarks lífeyrisréttinda eða með skylduað- ild og hinsvegar sjóði, sem starfað gætu til viðbótar skyldutrygg- ingarsjóðum og veitt sérstakan viðbótarlífeyrisrétt". Ráðherra talaði um að gera þyrfti stórátak til að jafna lífeyr- isrétt landsmanna, en það kosti mikla fjármuni, sem annaðhvort verði að taka sem skatt af lands- mönnum eða með sérstökum ið- gjaldagreiðslum, sem þá væntan- lega mundu hækka verulega. Lokaorð ráðherra vóru: „Við verð- um að vænta þess að undirbún- ingsstörfum verði hraðað þar sem ráð hefur verið fyrir því gert, að samræmt kerfi í lífeyrismálum verði tekið upp á næsta ári.“ Austurbæjarbíó frum- sýnir „Bobbv Deerfield“ í DAG frumsýnir Austurbæjarbíó bandaríska stórmynd í litum, „Bobby Deerfield", sem gerð er eftir sögu Eric Maria Remarque, „Heaven Has No Favorites". Framleiðandi og leikstjóri er Syd- ney Pollack, en aðalleikendur A1 Pacino og Martha Keller. Myndin fjallar um fræga kapp- aksturshetju, Bandaríkjamanninn Bobby Deerfield, sem búið hefur árum saman í Evrópu og vill gleyma fortíð sinni vestanhafs. Hann leggur mikið kapp á að grafast fyrir um orsakir slyss sem henti vin hans á kappaksturs- brautinni og leiddi til dauða hans. Bobby fer víða um lönd — bæði til fagra staði, en ferð hans á tilfinn- keppni og í leit sinni að sannleik- ingasviðinu er jafnvel enn hættu- anum um slysið. Hann fer um legri. Félag stúdenta í heimspekideild: Hvetur stúdenta til að sækja enga kennslu FÉLAGSFUNDUR í FSH haldinn miðvikudaginn 1.4. 1981 lýsir yfir fullum stuðningi við sanngjarnar kröfur stundakennara HÍ. Jafnframt skorar fundurinn á stúdenta að sækja enga kennslu, til þess að viðunandi lausn náist sem fyrst. Ennfremur lýsir fundurinn yfir vanþóknun sinni á hve mikill hluti kennslu í HI er í höndum stunda- kennara þar sem þeim er ekki ætlað að grunda kennslu sína á samhliða rannsóknum og verður að telja það vafasaman sparnað þegar til lengdar lætur. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.