Morgunblaðið - 02.04.1981, Page 34

Morgunblaðið - 02.04.1981, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUDFINNA GUDMUNDSDÓTTIR, andaöist á St. Jósefsspítala 30. marz. Jarðarförin auglýst síöar. Guömunda Þorsteinsdóttir, Guölaugur Hanneason, Asgeir Þorsteinsson, Sigrún Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaöur minn, ODDURJÓNSSON, Fagurhólsmýri, verður jarösunginn aö Hofi öræfum, laugardaginn 4. apríl kl. 2. Fyrir hönd vandamanna. Nanna Siguröardóttir. + Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, EINAR JÓNSSON, Skólavöllum 4, Selfossi, veröur jarösungin frá Selfosskirkju, laugardaginn 4. apríl kl. 14.00. Ingiríður Arnadóttir, Árni Einarsson, Guörún Lillý Ásgeirsdóttir, Unnur Einarsdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Jóna Einarsdóttir, Jón Helgi Hálfdanarson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUNNAR HÉÐINN STEFÁNSSON, flugumferóarstjóri, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu, föstudaginn 3. apríl kl. 16.30. Blóm og kransar vinsamiegast afþökkuö, en þeim, sem vitja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Þóra Ólafsdóttir og börn. Útför EINARS JÚLÍUSSONAR, Skólavegi 34, Keflavík, fer fram í Keflavíkurkirkju, föstudaginn 3. apríl kl. 14. Þeim, sem viija minnast hans, er bent á Slysavarnarfélag fslands. Lína Sverrisdóttir, Sverrir Mikael Einarsson, Svanhildur Elentínsdóttir, Einar Hjalteated, Margrót Theodóra Hjaltested, Einar Kristinn Hjaltested. + Útför foreldra minna, LILJU GUÐRÚNAR JAKOBSDÓTTUR, er lést 26. marz og ÁRNA SIGURÐSSONAR, Bólstaöarhlíö 33, sem lést 31. marz verður gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. apríl kl. 10.30. Jakob Siguröur Arnaaon. + Útför móöur okkar, HÍRAMÍU JENSÍNU GUOJÓNSDÓTTUR, fró Bolungavík, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. apríl kl. 10.30. Stefania Jónsdóttir, Jón A. Jónason, Kjartan Magnússon. + Útför eiginmanns mtns, SIGURÐAR S. SÆMUNDSSONAR, fró Landakoti, fer fram frá Bessastaöakirkju, föstudaginn 3. þ.m. kl. 14. Fyrir hönd vandamanna, Ragnhildur Jónsdóttir. + Útför, KARÓLÍNU ÁRNADÓTTUR, Böömóösstööum, Laugardal, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 4. aprfl kl. 13.30. Jarösett veröur í Miödalskirkju. Bftl fer frá Umferöarmiöstöðinni kl. 11.15. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minmng: Salgerður Arngríms dóttir frá Fædd 22. október 1905. Dáin 25. mars 1981. Salgerður Sveinbjörg Arn- grímsdóttir var fædd 22. október 1905 að Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Arngrímur Sveinbjörnsson. Salgerður giftist árið 1940 Jóni Nikulássyni og eignuðust þau eina dóttur, Guðrúnu, sem er gift Einari Má Einarssyni og eiga þau þrjár dætur. Ég var Sölu, eins og hún var kölluð í daglegu tali, vel kunnug, þar sem ég og dóttir hennar vorum æskuvinkonur. Við gengum saman í barnaskóla, síðan í gagn- fræðaskóla og loks í húsmæðra- skóla. Sala var mjög hreinleg og myndarleg kona. Eitt dæmi vil ég nefna um það. Lengi vel urðum við Vestmannaeyingar að nota rign- ingarvatn, sem féll á þök húsa okkar og var safnað í brunna. Það vatn sem Sala notaði til drykkjar handa heimilisfólki sínu sauð hún og geymdi síðan í kæliskáp, þann- ig að hún átti alltaf til ferskt vatn til að bjóða. Sala var afskaplega vandvirk hvað sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem var í matar- gerð, við sauma eða annað sem að heimilisstörfum vék. Eins og áður sagði var Sala gift Jóni Nikulássyni og lést hann fyrir þremur árum. Hann var lengst af sjómaður, lengi á Herj- ólfi. Jón var hvers manns hugljúfi og oft öfundaði ég Gunný að eiga svona góðan og skilningsríkan föður. Oft leit Sala heim í Suðurbæ til ömmu og mömmu og ræddi við þær um það sem var að gerast á Iíðandi stund. Svo kom þessi ömurlega nótt, 23. janúar 1973, og það fólk sem hafði verið góðir nágrannar, með nánum tengslum á milli heimila, þurfti að flytja hingað og þangað um landið. Kirkjubœ Ég minnist síðustu heimsóknar hennar hingað í Eyjaholtið í byrjun desember, hún var hress og leit vel út og ekki datt mér í hug að hún ætti ekki eftir að koma hingaö aftur að heimsækja okkur. Ég bið algóöan guð að styrkja Gunný og fjölskyldu hennar við móðurmissinn. Hinsta kveðja, Ingibjörg og Unnur frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum. Það kom okkur ekki á óvart, þegar Gunný, dóttir Sölu, hringdi til okkar hjónanna snemma morg- uns miðvikudaginn 25. mars og tilkynnti, að mamma hennar hefði dáið þá um nóttina, svo sjúk sem hún var búin að vera undanfarnar vikur. Stundum getum við þakkað fyrir, þegar fólk fær hvíldina eins og hér gerðist, gott að mega loka augunum og sofna og vakna svo í yl og birtu handan móðunnar miklu. Og ég trúi því, að Jón hafi fylgst með högum hennar undanfarið og beðið og tekið á móti henni, þegar yfir lauk. Hún hét fullu nafni Salgerður Sveinbjörg, en Sala var hún alltaf kölluð af vinum og kunningjum. Hún fæddist á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum 22. október 1905. Halldór Sigurjónsson flugvirki — Kveðja Fæddur 4. desember 1917. Dáinn 6. mars 1981. Þriðjudaginn 17. mars sl. var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík Halldór Sigurjónsson, flugvirki. Halldór, eða Dóri frændi eins og ég kallaði hann alltaf, var giftur föðursystur minni, Halldóru Elíasdóttur. ör- fáar línur langaði mig að skrifa í kveðju- og þakklætisskyni til Dóra frænda. Alla tíð var hann mér sérstak- lega góður og öllum hinum krökk- unum í fjölskyldunni. Þegar við vorum smábörn gaf hann sér alltaf tíma til að sinna okkur á ýmsan hátt, hann kenndi okkur að lita og föndra eða lék við okkur barnaleiki, enda listamaður mikill og einstaklega barngóður. Arin liðu og ég og hinir krakk- arnir urðum fullorðin, en það var ekki þar með sagt, að samband okkar við Dóra slitnaði, því alltaf tók hann jafn vel á móti okkur, glaður í bragði og með spaugsyrði á vör rabbaði hann við okkur um heima og geima. Eitt ár, eftir að ég varð fullorðin, bjó ég í sama húsi og Dóri og Dóra í húsi ömmu minnar sálugu, Áslaugar. Alltaf var Dóri þá boðinn og búinn að aðstoða mig við hitt og þetta, sem gera þurfti við viðhald og endur- bætur á íbúðinni, þó svo að heilsa hans leyfði honum það í rauninni ekki og betra hefði verið, að hann lægi fyrir og hvíldi sig. En Dóri kvartaði aldrei og sagði alltaf, að honum liði vel, ef hann var spurður. Það er ekki langt síðan ég kvaddi hann, er ég var á Ieiðinni til Luxemborgar, en hann eftir nokkra daga að fara til London til uppskurðar, þar sem hann síðan lést á sjúkrahúsi að morgni þ. 6. mars. Ég var alveg viss um, að ég myndi sjá hann aftur hressan og kátan, því marga uppskurði hafði hann gengið í gegnum. Ég vona að Dóra líði vel núna, því hann sagði mér, þegar ég kvaddi hann, að honum myndi líða svo vel eftir uppskurðinn. Það eru til fáir menn eins og Dóri frændi var, góður við menn og dýr, sáttur við allt og alla og tók því, sem taka þurfti. Það er mikill söknuður og eftirsjá að svo góðum manni sem Dóri var. Ég bið góðan guð að styrkja Dóru, frænku mína, Kidda, Önnu, tengdabörn og barnabörn í sorg þeirra og söknuði. Luxemborg, 19. mars 1981, Katrin G. Alfreðsdóttir. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Arngrímur Sveinbjörnsson. Einn bróður átti Sala, sem hét Engilbert, en hann drukknaði um tvítugsaldur í Vest- mannaeyjahöfn 14. maí 1920, og má nærri geta, að sárt hefur verið að missa þennan unga mann, son og bróður, og stórt skarð höggvið í þessa litlu fjölskyldu. Hjá foreldrum Sölu ólst einnig upp frænka hennar, Aðalheiður Árný Árnadóttir, og tók Sala við uppeldi hennar þegar þau féllu frá. Ég, sem þessar línur skrifa, fluttist að Kirkjubæ í sama hús og Sala, ef svo má segja, í byrjun janúar 1939. Það fyrsta, sem ég minnist frá þeim tíma, var, að daginn eftir, að ég flyst í það hús, var svo fallegur sálmasöngur. Það átti að fara að jarða móður Sölu, en þá voru húskveðjur fluttar í heimahúsum. Ég man, hvað mér þótti ein kvenröddin falleg; þetta heyrðist svo vel yfir til okkar, því að einfalt þil var á milli íbúðanna. Sala giftist Jóni Nikulássyni árið 1940, miklum ágætis manni, og var hjónaband þeirra mjög farsælt. Hún missti mann sinn 1978 eftir erfið veikindi. Eina dóttur eignuðust þau hjón, Guð- rúnu símamær í Reykjavík. Hún er gift Einari Má Éinarssyni, slökkviliðsmanni og eiga þau 3 dætur. Margs er að minnast, þegar hugsað er til baka. Við Sala urðum fljótt góðar nágrannakonur og bjuggum rúm 10 ár undir sama þaki — og þó að mikið væri af krökkum í fjölskyldu okkar Pét- urs, en Sala og Jón bara með eina dóttur, var samkomulagið alltaf gott. Gott þótti mér að leita til Sölu, fyrst eftir að ég fór að búa, og biðja um aðstoð, ef ég var að sauma einhverja vandsaumaða flík. Hún var svo myndarleg í öllum saumaskap og alltaf fús að hjálpa mér. Sömuleiðis minnist ég þeirrar hátíðlegu stundar, þegar tvö börn okkar Péturs og dóttir Sölu og Jóns voru skírð í einu, í litlu baöstofunni þeirra. Dætur okkar voru komnar á annað ár, en sonur minn þriggja mánaða — hvað við vorum stoltar af dætrum okkar, báðar með mikið hrokkið hár eftir aldri og með hárborða. Höfðum við á orði, að gaman væri að fara með börnin í kirkju, en feimnin var of mikil til þess og þá þótti ekki eins sjálfsagt og nú að skíra í kirkju. Svo kom að því, að við fluttum í sitt hvort húsið, sem mennirnir okkar byggðu, en áfram áttum við heima á Kirkjubæjartorfunni, svo að stutt var að heimsækja hver aðra. Sala var afskaplega hreinleg kona og smekkleg og aldrei keypti hún nema vandaða hluti, hvort heldur það var fatnaður eða hús- gögn — hún beið heldur með að kaupa hlutinn, þangað til hún gat keypt það, sem hún var ánægð með. Hún hafði mikið yndi af blómum og var margar stundir úti við og bjó til falleg blómabeð við húsið sitt. Það var ekki sársaukalaust, þegar Gunný dóttir hennar, flutti alfarin með manni sínum og dóttur til Reykjavíkur, en Sala sagði alltaf, að ekki væri alltaf hægt að elta börnin sín, þó að þau flyttust að heiman. Það var þó sárabót, að hún fékk að hafa nöfnu sína og dótturdóttur, Gerði, á sumrin, og Gerður Pálmadóttir, dóttir Aðalheiðar, fósturdóttur hennar, var þar á undan búin að vera sumar eftir sumar hjá frænku sinni. Það var komið fram hér að framan, að Sala hefði átt eina dóttur, en ég fullyrði, a hún sé á við margar venjulegar dætur — svo var hún góð og hjálpleg við foreldra sína, að til fyrirmyndar var, og eftir að pabbi hennar dó, var ekkert það til, sem hún vildi ekki gera fyrir mömmu sína. Sala bjó alla tið á Kirkjubæ, þeim yndislega stað (eða fram að gosi, eins og við köllum það). Það var svo friðsælt og fallegt þar, landsýnin, fjöllin, sjórinn og út- eyjarnar — allt var þetta jafn fagurt, enda var það svo oft á góðviðriskvöldum á sumrin, að maður hafði sig ekki í háttinn. En

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.