Morgunblaðið - 02.04.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981
35
Anna María Jóns-
dóttir - Minning
oft var sjórinn líka illur og
grimmur og Kári gamli eftir því
— en þetta elskaði Sala allt svo
mikið, að hún hefði aldrei getað
hugsað sér að fara frá Kirkjubæ.
Enda var það óskaplegt áfall,
þegar eldgosið byrjaði og hún varð
að flýja heimili sitt — og við þessi
ósköp sætti hún sig aldrei.
Hún átti samt eftir að eignast
fallegt heimili aftur og þá í blokk
að Hraunbæ 10, en ég held að
henni hafi alltaf fundist hún vera
hálfgerður gestur þar.
Gaman þótti Sölu að koma í
Garðinn til gömlu nágrannanna
og vinanna að heiman, og oft
höfðum við orð á því, að þau
hjónin hefðu þurft að lenda hér
með okkur. Henni fannst hún vera
komin heim í Eyjar, þegar hún var
stödd hér, sömu andlitin, sem hún
þekkti svo vel og rólegheitin. Hún
hélt upp á 75 ára afmælið sitt
síðastliðið haust hér hjá okkur, en
ekki datt manni þá í hug, að það
yrði siðasti afmælisdagurinn
hennar. Mikið var alltaf gaman að
fá Sölu í heimsókn og hennar
verður sárt saknað af okkur,
Vestmannaeyingunum, í Garðin-
um, sem flest vorum kunningjar
hennar. Einnig mun ég sakna að
heyra ekki rödd hennar í síma
oftar, því að oft hringdum við
hvor í aðra.
Ég held að Sala hafi verið
gæfumanneskja. Hún átti góðan
mann og góða dóttur og hennar
fjölskyldu. Alla tíð var hún hraust
á sál og líkama, nema síðustu
mánuði, en hélt lengst af heil-
brigðri hugsun.
Oskráðar eru allar þær rausnar-
legu gjafir, sem hún gaf okkur og
börnum okkar við ýmis tækifæri.
Síðast, þegar ég heimsótti hana á
sjúkrahúsið, átti ég að skila góðri
kveðju og mjög góðu þakklæti til
hennar frá dóttur minni fyrir
sængurgjöf og afmælisgjöf, sem
hún sendi henni út til Þýzkalands.
Þá sagði Sala veikum rómi: „Það
er ekkert að þakka, mér finnst ég
eiga ykkur öll“. Enda var það svo,
að þessar fjölskyldur voru mjög
samrýndar, og aldrei neinn fagn-
aður svo í báðum fjölskyldum, að
ekki reyndu allir að hittast, sem
tök höfðu á. Fyrir þetta viljum við
Pétur og börnin okkar þaka Sölu
af heilum hug og alla tryggð og
vináttu alla þessa löngu samleið
— ég í yfir 40 ár og Pétur, síðan
þau voru börn.
Við viljum svo votta Gunnýju og
Einari og fjölskyldu innilega sam-
úð við fráfall hennar.
„Far þú í firði. Friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.“ Lilja og Pétur
frá Kirkjubæ.
Fædd 5. ágúst 1905.
Dáin 25. mars 1981.
Hinn 25. þ.m. andaðist hér í
borg Anna María Jónsdóttir, hús-
freyja. Hún var fædd í Borgarfirði
eystra hinn 5. ágúst, 1905. For-
eldrar hennar voru Jón Guð-
mundsson og Margrét Elíasdóttir,
er síðar fluttust að Skálum á
Langanesi. Ólst Anna þar upp já
foreldrum sínum í stórum systk-
inahópi, systurnar voru fimm og
bræðurnir fjórir.
Ég kynntist Önnu fyrir rúmum
þrem tugum ára, þá búandi nál-
ægt mínu heimili. Siðan er mér
ljúft að minnast hennar, og nú að
jarðneskum leiðarlokum, með
nokkrum orðum.
Anna ólst upp á myndarlegu og
fjölmennu heimili.
Faðir hennar rak útgerð og
verslun á Skálum. Fór orð af
höfðingsskap á því heimili og var
þar oft mannmargt og mikil um-
svif, þegar útgerð var í stórum
stíl, bæði af heimafólki og að-
komufólki. Anna bar þess ljosan
vott, að hún ólst upp við heilbrigt
og athafnasamt heimilislíf. Kunni
hún því vel til allra verka á
heimili og við ástríkt uppeldi
barna sinna.
Anna var fríð koma, sem sam-
svaraði sér vel. Geislaði af henni
góðvild og hjartahlýja, gestrisnin
var einstök og liðu aldrei margar
mínútur uns ilm lagði frá kaffi-
könnunni, ásamt tilheyrandi góð-
gerðum á þeim þrem stöðum, sem
hún réð húsum eftir að ég kynntist
henni.
Árið 1931, hinn 10. október,
gengu þau í hjónaband, Stefán
Jóhannesson frá Skálum, lög-
reglumaður og síðar lögregluvarð-
stjóri hér í borg. Stefán var einn
17 systkina af þróttmiklu myndar-
fólki, ættuðu af Langanesi. Stefán
andaðist hér í borg 20. des., 1977.
Var hann maður mikillar gerðar
og gat gustað af honum á stundum
en í hjónabandi sínu og á heimili
var jafnræði með þeim hjónum.
Anna var glaðlynd og með ein-
dæmum umtalsfróm, heyrði ég
hana aldrei hallmæla neinum, en
ávalt var hún reiðubúin til þess að
færa allt til betri vegar fyrir alla,
einstök gæðakona. Hjónaband
Önnu og Stefáns var farsælt.
Ekki er hægt að minnast Önnu
án þess að geta þess þáttar í lífi
hennar, sem allir muna, er henni
kynntust. Það var sá meðfæddi
tónlistarhæfileiki, sem hún bjó
yfir. Hún lék ágætlega á píanó.
Eiga margir ógleymanlegar
ánægjustundir frá þessu glaðværa
heimili. Anna lék á hljóðfærið og
söng, en börnin þrjú tóku undir —
öll hljómelsk. Það voru fagrar
raddir og mildir tónar, sem fylltu
stofuna þeirra Önnu og Stefáns,
gleðistundir, sem ég og margir
heimilisvinir eiga bjartar minn-
ingar um. Anna minntist oft með
þakklæti og virðingu, að hún varð
þess aðnjótandi að öðlast fyrstu
tilsögn í hljóðfæraleik hjá hinu
ástsæla tónskáldi okkar íslend-
inga, Inga T. Lárussyni. Hún fór
því mjúkum höndum um píanóið
sitt, er hún lék lögin hans. Þá
ATIIYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði. að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Ilandrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línubili.
Amerísku
Fieldcrest
handklæðin
komin íglæsilegu úrvali
sérlega vönduð og falleg og fást
aðeins í Vörumarkaðinum.
iOpið til kl. 8 föstudag og laugardag kl. 9—12.
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A,
Vefnaöarvörudeild sími 86113
þurfti engar nótur. Anna var í eðli
sínu hlédræg, en vitað er að
hugljúf verk samdi hún sjálf, en
flíkaði þeim eigi.
Hin síðari ár átti Anna við
langvarandi sjúkdóm að stríða og
varð því að dvelja á sjúkrahúsum
langtímum saman. I veikindum
sínum dvaldi hún þó lengst á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar austur við Sog. Naut hún
þar frábærrar umönnunar og um-
hyggju.
Börn Önnu og Stefáns eru Mar-
grét, maki Óli Haukur Sveinsson
vélstjóri við raforkuverið við Sog.
Jóhann, verslunarmaður, maki
Oddný Ásmundsdóttir, Jón verk-
stjóri hjá SVR, maki Jónína Sig-
urðardóttir. Barnabörn þeirra eru
6.
Nú þegar ég að leiðarlokum
kveð þessa góðu konu, er ég
þakklátur fyrir að hafa verið
henni samferða sökum mannkosta
hennar. Anna trúði á sigur hins
góða í lífinu og var sannfærð um
mátt bænarinnar og um endur-
fundi við þá, sem voru henni
kærir. Ég óska Önnu góðrar heim-
komu handan við móðuna miklu.
Börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum aðstandendum
votta ég innilega samúð og bið
Önnu Maríu Guðs blessunar.
Björgvin Frederiksen
WMmmmMttMMHMmwMXtíUMHMMKmmxMaimMummnnnmaMmnKnMUWMMMMmuMMMWKmmumuumumm
Jektorar
_0^lvff2LÍ
i
■
|
I
*
M
Fyrlr lenslngu I bátum og fiskvinnslustöðvum.
ðíliuiDllawuigKUjir Æ
iTÍSiSKsíl
“Q <§t
ESTABLISHED 1*1» — TELEX: >0»7 ITUILA • tS — TELEPHONE
- HLJÓMTÆKJADEILD
tygi\KARNABÆR
I Al KTAVFfll fifi SÍMI 96'
LAUGAVEGI 66 SIMI 25999
Utsolustaðir Karnabær Laugavegi 66 —
Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavik
Portið Akranesi — Epliö Isafirði —
Álfholl Siglufirði — Cesar Akureyri —
Hornabær Hornafiröi —M M h . f Selfossi
- Eyiabær Vestmannaeyium ,
Vinsælu
(jogging)
sportskórnir
komnir
Hvítir og bláir,
drapp og brúnir
Einnig ítölsku
trimm
skórnir
vinsælu
VERZLUNIN
QEísiP"
No. 24—41