Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 39 félk f JIi fréttum k. .... ** a Gafst upp eftir 19 ár + Fimmtug kona, kráar- eigandi, Betty Tudor að nafni, í borginni Exeter á Bretlandi, hefur nýlega hætt við að reyna að ná ökuprófi. Hún hefur síðastl. 19 ár gert ítrek- aðar tilraunir til að læra að aka bíl. Eru ökukennslutímarnir nú orðnir alls nær 275. Hún hefur sjö sinnum reynt að ná akstursprófi, en allt hefur farið sömu leið: hún féll á prófinu. Þess er getið að hún hafi nærri því banað einum ökukennara sinna. Hún á að hafa sagt frá því í kránni sinni, að einn kennaranna hafi orðið að senda á geð- veikrahæli. — Loks er þess að geta að systir hennar hefur ekki fengið neinn öku- kennara til að kenna sér á bíl, vegna þess orðróms sem fer af systur hennar. — En nú er frú Tudor hætt og hefur selt bílinn sem hún átti og ætlaði að aka. — Hún hefur keypt sér skellinöðru og vonast til þess að geta lært á hana. Ur mann- rœningjahöndum + Það fer ekki milli mála að þessi hjón hafa orðið fyrir mikilli lífsreynslu. — Myndin er af einum frægasta knattspyrnukappa Spánverja, Enrique Castro, og konu hans, Maríu Nieves, skömmu eftir að kappanum hafði verið sleppt úr haldi hjá mannræn- ingjum í borginni Zaragoza. Þar héldu ræningjarnir honum í verkstæðisbyggingu í 25 sólarhringa. — Áður en Enrique var sleppt höfðu þeir krafist 1,25 milljóna dollara í lausnargjald. + baö getur atundum veriö ditít- iö ertitt aö átte aig i myndum af fólki, jafnvel þó þmr hefi oft biret í blööunum, ef vikomendi er ekki kiæddur fötum, sem maöur hef- ur vanist. Hver er meóurinn í teinóttu fötunum til vinatri i myndinni? — Ji, þaö er utanríkiariöherra Bandaríkjanna, Alexander Haig. (Uyndir af honum eru yfirleitt, enn sem komiö er fri því i herforingjadögum hans, klædd- um hermannabúningi.) Hann er hir isamt sendiherra Sovótríkj- anna i Washington, Anatolij Dobrynin. Sagt var eftir þennan fund, þaö hefur ekki veriö staö- fest, aö sendiherrann hafi hugs- anlega afhent Haig utanríkisriö- herra brif fri sjilfum Leonid Bresjnev, um leiðtogafund Bandaríkjanna og Sovót. Dýravinur dæmdur + Hann er ekkert banginn þessi brosandi ungi maður hér, þótt umkringdur sé japönskum lög- regluþjónum — járnaður á hönd- um. Þetta er Kanadamaður, sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi í bænum Numazu í Japan fyrir skömmu. — Hann hafði gert japönskum hvalveiðimönnum mikinn grikk. Þeir höfðu smalað saman og sett í einhverskonar kví hóp höfrunga, sem þeir (mennirn- ir að sjálfsögðu) hugðust síðan slátra. — Fyrir þetta var Kanada- maðurinn dæmdur. Hann kvaðst vera dýravinur og hefði hann náð tilgangi sínum með verknaði þess- um, en það var m.a. að bjarga höfrungunum og koma af stað umræðum meðal Japana sjálfra, um veiðar þessara vitru dýra. Kjólar — kjólar Prjónakjólar í smekklegu úrvali, meöal annars stórar stæröir. Hagstætt verö. Opiö frá kl. 1—6 e.h. Fatasalan Brautarholti 22, Inngangur fri Nóatúni (viö hliðina i Hlíöarenda) Lærið vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 2. apríl. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20. ^og SMELLNAR SKEMMTIFERÐIR London 14.-21. apríi páskaferð Verð frá kr. 3.950 Gisting á Royal National eöa London Metropol. Innifaliö i veröi: Flug. gisting m/morgunverði, flutningur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. London 24.-27. apríl Gisting á Royal Scott. Verðfrá kr. 2.413 Innifalið i veröi: Flug. gisting m/morgunveröi, flutningur til og frá flugvelli erlendis, islensk fararstjórn og 1/2 dags skoðunarferö um borgina Ath aö fyrirliggjandi eru miðar á leik Tottenham og Liverpool 25. apríl! Aöildarfelagsafsláttur kr. 200.- r- Irland 16.-20. apríl páskaferð Gisting á Hótel Burlington. Verð kr. 2.670 Innifaliö í veröi: Flug. gisting meö irskum morgunveröi, flutnirTgur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Golf á írlandi 17. apríl -l.maí Verð kr. 6.145 Einstaklega glæsileg golfferö sem hefst meö fimm daga dvöl á Hótel Burlington i Dublin, en síðan er farið í 9 daga rútuferð um frland og komið við á mörgum af þekktustu og vinsælustu golfvöllum landsins. Innifalið i veröi: Flug, flutningur til og frá flugvelli erlendis, gisting með morgunverði i Dublin, rútuferðir, gistingog 1/2fæði í rútu- ferðinm Fararstjóri Kjartan L. Pálsson Vín 22. maí - 7. júní Áætlað verð kr. 7.690 Innifalið i veröi: Flug til og frá Frankfurt, akstur til Vinar, gisting með morgunverði í Vin frá 22.-31. mai, rútuferð frá 31. maí- 7. júní frá Vín til Graz, Klagenfurt, Innsbruck, Salzburg og Frankfurt í Þýskalandi. Gisting og morgunverður i rútu- ferðinni er einnig innifalin í verði svo og íslensk farar- stjórn allan tímann! Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.