Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FOSTUDAGS UJUk hindra að annar eins fíflagangur skuli hafður í frammi á erlendri grund og nafn íslands dregið niður og inn í þetta..Að styrkja svona fíflagang af almannafé, er móðgun við heilbrigða menn, menn sem meta list eins og vera ber, en hafa skömm á fíflagangi. Þessi „hljómsveit" hefði vel get- að orðið til í húsi inni við sundin, þar ætti hún kannski best heima og ég legg til að þar verði henni skaffaður æfingastaður, svo við hin megum vera í friði." Kjölfestan er ónóg Ársæll Jónsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Enn hefur sorgin heimsótt sjó- mannaheimilin, nú siðast þegar fiskibáturinn „Þerna" rúllaði á hliðina og fór á hvolf rétt fyrir utan landsteinana. Tveir menn lenda beint í sjóinn, þegar bátnum hvolfir, og drukkna. Einn báts- verja kemst með snarræði á kjöl bátsins (sem nú snýr upp) og heldur sér þar föstum, þrátt fyrir harða ágjöf og kulda (gegnum- blautur), og er bjargað þaðan lifandi. Slík sorgarsaga sem þessi hefur gerzt hér við land ár eftir ár í mörg undanfarin ár. Eftir sitja ekkjurnar og fjöldi föðurlausra barna. Þetta gerist: vel byggður bátur með röskum ungum athafnamönn- um siglir úr höfn til fiskveiða. Kjölfesta bátsins er ónóg; bátur- inn fer á hliðina og sekkur. Sorgin er skollin yfir og allt sem henni fylgir. Skip, sem ekki hefur nægjan- lega kjölfestu, er ekki sjófært og á ekki að fá haffæriskírteini. Það verður að stöðva þessa ógnun við sjómannafjölskyldurnar í land- inu.“ Annað væri glapræði Þorsteinn Jónsson skrifar: „Ég álít að þess sé mikil þörf að minna kjaftaska á það hvernig koma á fram fyrir almenning í landinu. Ragnhildur Helgadóttir, sem talaði hinn 23. þ.m. í útvarps- þættinum Um daginn og veginn á miklar þakkir skilið fyrir allan sinn málflutning. Þar talaði hún í stuttu erindi af mikilli þekkingu og skarpskyggni um málaflokka sem nú eru ofarlega á baugi. Verða að halda vöku sinni Ég tek undir það með þessari frábæru konu, að þörf er frekari varna á norðurslóðum meðan Sov- éteinræðið ríður gjörðum og grindum um öll heimsins höf með flota sinn og drápsvélar. Ég tel að Atlantshafsbandalagið eigi að efla varnir sínar í aðildarríkjunum með kjarnorkuvopnum, svo lengi sem Sovétríkin beina þangað kjarnorkuskeytum sínum. Meðan Sigurður Jónsson skrifar: „Velvakandi. Oft er næsta torskilið, hvernig dagblöðin velja sér fasta dálka- höfunda. Hér verður minnzt á einn slíkan. Sá maður, Bragi Kristjónsson að nafni, lætur ljós sitt skína á síðum Morgunblaðsins um helg- ar. Þarna birtast hinar furðu- legustu ritsmíðar, bæði hvað efni og orðfæri varðar. Efnismeðferð mannsins er með hreinum ólík- indum, og hefi ég í hyggju að Ragnhildur Helgadóttir vítisvélar úr austri eru albúnar til árásar eins og nú, má ekki sofna á verðinum, heldur verða lýðræðis- þjóðirnar að halda vöku sinni. Það eitt getur fullvissað gjörræðisliðið um að það muni ekki borga sig fyrir það að láta til skarar skríða. Ég tel það alveg óhjákvæmilegt, að Norðurlönd tryggi sér þær öflugustu varnir, sem völ er á, ekki síst með tilliti til nálægðar þessarar skelfilegu ógnar. Annað væri glapræði." ræða þann þátt síðar. — En hér koma nokkur dæmi um orðavalið: „dingaling", “oggupirró" „skipti- mynd“ „þjóðdjúp" og „snjáldur". Þá talar höf. og um að „gæða efni áhuga“(???). I niðurlagi einnar greinar sinn- ar spyr höf., hvaðan tilteknir aðilar „grafi upp alla þessa lazar- usa til flutnings, skilningsvana armæðumenni með þjóðfélags- lega minnimáttarkennd“(???). Já, það er von, að maðurinn spyrji. Með hreinum ólíkindum Þessir hringdu . . . F asteignaskattar mættu falla niður EllHifeyrisþegi á Húsavik hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er nú 75 ára gömul ekkja og ellilífeyrisþegi og bý ein. Mér mislíkar það að ríkið skuli sífellt vera að taka úr einum vasanum hjá okkur og setja í annan. Mér finnst til dæmis, að ellilaun eigi að vera jöfn fyrir alla, burtséð frá tekj- um. Ég vil að það sé ekki lagt á ellilaun, heldur aðeins á at- vinnutekjur fólks ef einhverjar eru. Eins finnst mér skömm að því að vera að leggja á barna- bætur og yfirleitt þessar opin- beru bætur, eins og t.d. ein- stæðra foreldra og annað slíkt. Ég fæ núna í bætur eftir síðustu hækkun 2524 kr. Ég fæ ekki fulla tekjutryggingu, af því að ég vinn fjóra tima á dag. Af þessari upphæð taka bær og ríki 700 krónur. Svo þarf ég að borga útvarps- og sjónvarpsgjald, af húskofanum mínum borga ég fasteignagjöld og hvað það nú heitir allt saman, og það tekst af þessum bótum og þvi lítilræði sem ég hef í tekjur. Ég hef unnið í fiski í 26 ár. Heilsuleysi mannsins mín varaði í 20 ár áðuren hann dó, svo að maður safnaði ekki neinum auði, þó að maður ynni úti ailan daginn. Mér finnst ekkert athugavert við að leggja á atvinnutekjur, en fasteignaskattar eru að mínum dómi fyir neðán allar hellur, þarna er um að ræða fé, sem er margskattlagt, fé sem fólk er búið að spara saman til þess að koma þaki yfir höfuðið. Þessir skattar mættu að mínum dómi falla niður með öllu. Eina hugmynd langar mig til að koma með í sambandi við barnatímana í útvarpi og sjón- varpi. Geta stjórnendur þessara þátta ekki heimsótt skólana og tekið upp efni hjá krökkunum, t.d. frá árshátíðum og öðrum skemmtunum á þeim bæjum, og gefið börnunum þannig tækifæri til að afla sér svolítilla peninga í ferðasjóði sína eða eitthvað slíkt. Hefðu börnin ekki bara meira gaman af því að láta börn skemmta sér? Fótaaðgerðir Hef opnað fótaaðgerðastofu að Álftamýri 3. Annast allar fótaaðgerðir. Ath.: Sérstakar meðhöndlanir við niöurgrónum nöglum. Tímapantanir í síma 31580 eða 43986. Kristín Gunnarsdóttir. Fótasérfræöingur. Álftamýri 3. Sími 31580 eóa 43986. Buxur á alla, - alltaf Karlmanna- barna- og kvenbuxur, plls o.fl. Komið, gerið góð kaup. Verksm.-salan. Skeifan 13. SuÖurdyr. Kvennatímar í badminton 6 vikna námskeið aö hefjast. Einkum fyrir heimavinn- andi húsmæður. Holl og góö hreyfing. Morguntímar, dagtímar. Leiöbeinandi Garöar Alfonsson, Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1. HEBA heldur við heilsunni Nýtt námskeið aö hefjast. Dag- og kvöldtímar tvisvar eða fjórum sinnum í vik'J. ívíegrunarkúrar — Nuddkúrar Leikfimi — Músikleikfimi — Ljós — Megrun — Nudd — Hvfld — Kaffi — o.fl. Konur athugið: Nú geta allir orðið brúnir í Hebu. Innritun í síma 42360 — 40935 — 41569. Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53, Kópavogi. HEL0 SAUNA Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hagstæöu verði. Benco, Bolholti 4, sími 21945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.