Morgunblaðið - 22.05.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 22.05.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981 Athugasemd vegna ummæla Jónasar Guðmundssonar Kjólasýning á Kjarvals- stöðum í KVÖLD kl. 20.30 verður sýning á batikkjólum á Kjarvalsstöðum. Sýnir Katrín Ágústsdóttir þar kjóla, sem hún hefur framleitt, en um þessar mundir stendur þar yfir sýning á batikverkum. í Morgunblaðinu 21.5. er greint frá því í frétt að Jónas Guð- mundsson, listmálari, hafi kært fyrir útvarpsráði fréttastofu sjón- varps sem hann telur hafa beitt sig rangindum að yfirlögðu ráði. Morgunblaðið lætur ekki svo lítið að leita til beggja aðila svo öll sjónarmið fái komið fram, en lætur sér nægja að reka garnirnar úr Jónasi einum. Það er með ólíkindum hve miklum rangfærsl- um og dylgjum sá maður fær komið að í jafn fáum orðum og raun ber vitni. Ástæðuna fyrir því að ekki var getið um opnun málverkasýningar hans í þættinum Á döfinni telur Jónas vera þá, að „fréttastofan sé í einhverju tilfinningastríði gagn- vart sér“. Svo er að skilja að málverk séu sett á skjáinn „í einhverri mýflugumynd", eins og hann kemst að orði, vegna þess að Emil Björnssyni, fréttastjóra, „sem leyfist að reka einkasjónvarp á íslandi", sé í nöp við Jónas sem hafi unnið sér það eitt til saka að hafa í frammi „málefnalega gagn- rýni“. Fyrr má nú rota en dauð- rota. Tildrög málsins eru þessi: í vetur hafa verið í sjónvarpinu þættir sem nefnast Á döfinni. Þar er greint frá útgáfustarfsemi, listviðburðum og öðru af því tagi. Ég hef haft umsjón með þessum þáttum ásamt Mariönnu Friðjóns- dóttur. Sé háttur hefur verið hafður á, að fólk sendir þættinum efni til birtingar en jafnframt er óskað eftir ljósmyndum eða öðru myndefni. í sumum tilvikum er samið um að Ijósmyndarar frá sjónvarpinu taki myndir til birt- ingar. Um slíkt var samið við Jónas Guðmundsson, listmálara, þegar hann kom í sjónvarpið miðvikudaginn 13. þ.m. til að láta vita af sýningu sem hann ætlaði að opna í Norræna húsinu í vikulokin. Þar sem ég átti frí frá vinnu umræddan miðvikudag vissi ég ekki af komu Jónasar og svo slysalega vildi til að beiðni um myndatöku á sýningunni í Nor- ræna húsinu fór fram hjá mér þegar ég tók til við að vinna þáttinn sem vera átti föstudaginn 15. maí. Ég áttaði mig ekki á mistökum mínum fyrr en á föstudag eftir að þátturinn hafði verið tekinn upp og orðið of seint að leiðrétta þau. I þætti sem þessum má alltaf gera ráð fyrir að eitthvað þessu líkt geti komið fyrir þar sem þættin- um berst jafnan mjög mikið efni. Ég hafði aftur á móti enga hugmynd um að sá maður sem hér átti í hlut byggi yfir svo ótrúleg- um hæfileikum til að þess að spinna upp samsæriskenningar. Þetta kom þó ekki á daginn fyrr en síðar því þegar ég skýrði málvexti fyrir Jónasi á föstudag og bað hann afsökunar á þessum mistökum virtist mér hann skilja hvemig í málinu lá. Eitthvað virðist honum þó hafa runnið i skap yfir nóttina því á laugardag vildi hann ekkert skilja og taldi sig hafa verið beittan rangindum að yfirlögðu ráði. Það var sam- dóma álit manna á fréttastofu sjónvarps að leiðrétta mistökin og segja frá sýningu Jónasar í fréttatíma sjónvarpsins laugar- dagskvöldið 16. maí og þá með líkum hætti og gert hefði verið í þættinum Á döfinni. Héldu menn nú að allir mættu vel við una. Nei, ekki aldeilis. Nú var tekið tií handa um kærur og opnaðar voru allar gáttir fyrir svívirðinga- flaum. Vegna mistaka minna hafa aðrir starfsmenn fréttastofu sjón- varpsins verið bornir röngum sök- um og er það ástæðan fyrir þessu bréfi mínu. Ég vil einfaldlega leiðrétta þaö sem rangtúlkað hef- ur verið. Til fjölmiðla á borð við Morgunblaðið vil ég gera þá kröfu að rétt sé frá öllum málavöxtum skýrt, ekki síst þegar jafn þungt er reitt til höggs og hér hefur verið gert. Til Jónasar Guð- mundssonar geri ég hins vegar engar siðgæðiskröfur enda er sýnt af skrifum hans að hann fær ekki undir þeim risið. Karl Sigtryggsson, umsjónarmaður þáttarins Á döfinni. Framtalsfrest- ur framlengdur Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að framlengja áður ákveðinn skilafrest á skattframtölum ein- staklinga, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, frá 25. maí nk. til og með 1. júní nk. og skilafrest á skattframtölum lögaðila frá 31. maí nk. til og með 15 júní nk. SUS: Hugmyndafræði frjálshyggjunnar umræðuefni á fundi NUU — sem haldinn verður í Reykjavík á sunnudag SUNNUDAGINN 24. maí nk. verð- ur haldinn á Ilótcl Loftleiðum í Reykjavík. aðalfundur Nordisk Ungkonservativ Union. NUU eru samtök ungliðasam- banda nokkurra af stærstu borgara- flokkum Norðurlanda og er Sam- band ungra sjálfstæðismanna á íslandi eitt aðildarsamtakanna. Aðrir aðilar að samtökunum eru ungliðasamtök eftirtalinna stjórn- málaflokka: Hægri flokksins, Nor- egi, Hægfara flokksins, Svíþjóð, Sameiningarflokksins, Finnlandi og íhaldsflokksins í Danmörku. Samhliða aðalfundinum verður haldið „seminar" á vegum NUU og SUS. Umræðuefnið verður hug- myndafræði frjálshyggjunnar. Með- al ræðumanna verða Jónas Haralz, bankastjóri, Hannes H. Gissurar- son, sagnfræðingur og Friðrik Frið- riksson, formaður Félags frjáls- hyggjumanna. Fundina munu sækja 25 fulltrúar frá Norðurlöndunum fimm. Gierek fyrir rannsóknar- nefnd Varsjá. 19. maí. - AP. EDWARD Gierek, fyrrum leið- togi pólska kommúnistaflokksins kom í dag í fyrsta sinn, svo vitað sé, fyrir nefnd þá úr kommún- istaflokknum sem rannsakar það hvort hann eigi sök á núverandi ástandi í Póilandi, að sögn PAP, pólsku fréttastofunnar. í fréttinni kom það einnig fram að Gierek varði sumar gerðir sínar en gagnrýndi aðrar. Gierek og nokkrir aðrir hátt- settir stjórnmálamenn misstu stöður sínar í ágúst sl. í kjölfar verkfalla sem leiddu til stofnunar óháða verkalýðsfélagsins Sam- stöðu. Gierek hafði verið leiðtogi flokksins frá því árið 1970, en verkföllin í Gdansk það ár leiddu til þess að hann fékk stöðuna. Belgar slá lán Briissol. 21. maí. AP. BELGÍSKA stjórnin sagði í dag að hún mundi taka „neyðarlán“ í na-sta mánuði vegna vaxandi halla á ríkisfjárlögum er nemur nú um 150 milljörðum franka eða fjórum milljörðum dollara. Mark Eyskens forsætisráðherra stakk upp á lántökunni í marz þegar hann var fjármálaráðherra. Opinberlega var ekki skýrt frá lánsfjárupphæðinni, en embætt- ismenn hafa sagt að þeir verði fyrir vonbrigðum ef hún nemi ekki að minnsta kosti 60 milljónum franka. Sex ára nauðgarar Syracuso. Ncw York, 21. maí. AP. TVEIR sex ára gamlir drengir og einn átta ára hafa verið sakaðir um að nauðga sjö ára gamalli stúiku í skóiavagni ug síðan á ný i fjölbýlishúsi að sögn lögreglu. Frásögn lögreglunnar um málið er óljós, en sagt er að sjúkrahús- læknar hafi staðfest að stúlkunni hafi verið nauðgað. Sumir læknar sögðu í dag að hin meinta nauðgun væri „líkamlega óvenjuleg". Einn sérfræðingur taldi „mjög ósennilegt" að nauðg- unin hefði átt sér stað. Móðir stúlkunnar segir að stúlk- an hafi oft leikið sér með drengj- unum. Á Long Island hefur 14 ára drengur verið látinn laus gegn 1500 dollara tryggingu í nauðgun- armáli. Hann og tveir vinir hans, 10 og 12 ára, voru sakaðir um að nauðga 10 ára stúlku. Smurolían sem dregió getur úr bensíneyóslu bfla um 5-7% Meíri smurhaefní, minnaslit, CORANDA Olís kynnir nýja smurolíu: Visco Coranda með LHC.* Visco Coranda tekur fram gæða- flokki (gæðastandard) API - SF sem vandlátir vélaframleiðendur geranú kröfurum. Visco Coranda er fjölþykktarolía 10W/30. Ný framleiðsluaðferð Visco Coranda gerir mögulegt að nota þynnri olíu en fyrr. Slíkt eykur smurhæfni og minnkar mótstöðu í vél. Þannig minnkar bensíneyðslan verulega. Visco Coranda er mjög hitaþolin og heldur eiginleikum sínum við hinar erfiðustu aðstæður. Reynið Visco Coranda frá BP. * LHC (Lavera Hydrocracker Compon- ent) er grunnolía sem BP hefur, eftir ára- langar rannsóknir, tekist að vinna úr hreinni jarðolíu Visco OORANOA H OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.