Morgunblaðið - 22.05.1981, Side 15

Morgunblaðið - 22.05.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981 15 Kviðdómur á rökstóla I^ondon. 21. maí. AP. DÓMARINN í máli kvenna- morðinKjans Peter Sutclifíes, sem gengur undir nafninu „Yorkshire Ripper“, minnti kviðdómendur á það i dag að Sutcliffe hefði kallað sig „ófreskju", en sagði þeim að þeir ættu ekki að taka afstöðu til þess fyrr en í lokin hvort fjölda- morðinginn væri geðveikur eða kaldrifjaður morðingi. Sir Leslie Boreham dómari sagðist mundu segja kviðdómin- um að setjast á rökstóla í fyrra- málið eftir lokaræðu sína. Geðlæknar sækjanda og verj- anda segja að Sutcliffe sé ofsókn- arbrjálaður geðklofi. Sutcliffe hefur játað að hafa orðið 13 vændiskonum að bana, en segist ekki hafa verið með réttu ráði þegar hann framdi morðin. SUTCLIFFE í VITNASTÚKUNNI Peter Sutcliffe, sem hefur játað á sig morð á 13 konum og gengur undir nafninu „Yorkshire Ripper", í vitnastúkunni í Old Bailey í London þegar hann sagði að hann hefði talið sig „“útvalinn af guði“ til að drepa vændiskonur af því þær bæru ábyrgð á erfiðleikum sem hann ætti við að stríða í hjónabandinu. Kviðdómur hlustar á. Teikning listamanns (Julia Quenzler). Stjórnin á Spáni fær sérstök völd Madrid. 21. maí. AP. PINGIÐ á Spáni hefur samþykkt lög, sem veita stjórnvöldum sér- stök „neyðarvöld" til að hand- taka menn að vild, leita á heimil- um, hlera öll fjarskipti, loka dagblöðum. gera borgara land- ræka. banna verkföll og fyrir- skipa útgöngubann. Aðeins sjö Baskar greiddu at- kvæði gegn frumvarpinu og 21 kommúnisti sat hjá í atkvæða- greiðslu neðri deildar þingsins, en öldungadeildin hefur þegar sam- þykkt það. Sumar ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í frumvarpinu, eru harðari en nokkrar ráðstafanir sem var beitt á valdaárum Franc- isco Francos einræðisherra. Jafnframt bendir margt til þess að ríkisstjórn Leopoldo Calvo Sot- elo forsætisráðherra hafi jafnvel ennþá róttækari ráðstafanir til athugunar til þess að stemma stigu við hryðjuverkastarfsemi skilnaðarsinna Baska, þremur mánuðum eftir hina misheppnuðu byltingartilraun og í kjölfar morða á 10 hermönnum á þessu ári. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um hafa nokkrar brynvæddar sveitir verið sendar frá Madrid til þess að aðstoða í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum á Norður- Spáni. Skýrt hefur verið frá handtök- um 10 grunaðra hryðjuverka- manna í viðbót í San Sebastian og þar með hafa tæplega 75 verið teknir höndum á undanförnum hálfum mánuði. Svíþjóð: Ovænt endalok Telub-málsins Frá (luófinnu Ravrnarsdóttur. fróttaritara Mbl. í Stokkhúlmi. 21. maí. SÆNSKA Telub-málið svokallaða fékk óvænt endalok laust fyrir miðnætti í nótt. þegar aðeins einn af þremur ráðherrum fékk áminningu frá sænska þinginu fyrir vanrækslu í störfum. Þrír ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar áttu í gær von á því. að þingið samþykkti vítur á þá fyrir vanrækslu í störfum í sambandi við hernaðarlega menntun líbýskra hermanna við ríkisfyrirtækið Telub. Jafnaðarmenn og kommúnistar vildu veita ráðherrunum þessa áminningu en borgaraflokkarnir voru á móti því. Tveir ráðherr- anna eru úr Hægri flokknum og einn úr Miðflokknum. Þingmaður Þjóðarflokksins, Per Wátberg, hafði lýst því yfir, að hann myndi styðja jafnaðarmenn og komm- únista, sem þar með fengju meiri- hluta þingsins með sér. Allt benti því til þess, að áminning ráðherr- anna þriggja yrði staðreynd inn- an nokkurra klukkustunda. Þá gerðist það sem ekki hefur gerst í manna minnum í sænska þing- inu. Kommúnistar rufu flokks- eininguna og tveir þeirra, Jörn Svensson og Oswald Söderqvist fóru sínar eigin götur og fylgdu borgaraflokkunum í tveimur af þremur atkvæðagreiðslum. Það þýddi að hvorki Karen Söder, fyrrum utanríkisráðherra né Eric Krönmark, fyrrum varnarmála- ráðherra fengu nokkra áminn- ingu. Eini ráðherrann sem fékk áminningu þingsins var því Staff- an Burenstam-Linder, fyrrum viðskiptamálaráðherra. Mikil undrun og ringulreið varð í þinglnu eftir þessi óvæntu málalok. Ekki síst hjá Jafnaðar- mönnum, sem voru þess fullviss- ir, að Karen Söder fengi áminn- ingu. Jafnaðarmenn höfðu meira að segja lýst því yfir, að ófært væri að hún gæti tekið sæti í nýrri ríkisstjórn Thorbjörn Fáll- dins. Það væri að sýna sænska þinginu lítilsvirðingu, sögðu þeir. Astæðan fyrir ákvörðun kommúnistanna tveggja að fylgja borgaraflokkunum í þessu máli, er sú, segir Jörn Svensson, að hér sé um að ræða réttarfarslega hlið málsins, ekki stjórnmálalega: „Andstæðingar manns í stjórn- málum verða að fá heiðarleg réttarhöld. Hversu andvígur maður er skoðunum þeirra," sagði hann. v Þrýstingur á Pólland eykst Moskvu. 21. maí. AP. PRAVDA varaði í dag við til- raunum til að draga úr áhrifum kommúnista í Póllandi og sagði að hreinsanir i flokknum „væri ekki hægt að þola“. Árás blaðsins virðist til þess ætluð að koma í veg fyrir of miklar breytingar fyrir pólska flokksþingið 14. til 18. júlí. Blaðið sagði að nokkur þúsund manns hefðu verið reknir úr flokknum af ýmsum ástæðum á síðustu mánuðum, en herferð gegn mönnum, sem hefðu beitt sér gegn „sosíalískri þróun“ Póllands, mætti ekki leiða til „gerræðislegra aðgerða" gegn „tryggum flokks- mönnum." Jafnframt lauk í dag Prag- heimsókn Nicolae Ceausescu Rúm- eníuforseta, hinni fyrstu síðán 1968, með áskorun hans um leið- togafund kommúnistaríkjanna, en heimsókn hans er talin vináttu- vottur við Moskvu-stjórnina. Orð- rómur er um að slíkur leiðtoga- fundur verði haldinn í Prag í næsta mánuði. Ceausescu lauk heimsókninni með því að koma fram ásamt Gustav Husak, leiðtoga Tékkóslóv- akíu á „tékknesk-rúmenskum vin- áttufundi", sem var sjónvarpað. Tékkar hafa harðast gagnrýnt þróunina í Póllandi og Husak sagði í ræðu sinni að menn hefðu ennþá áhyggjur af ástandinu þar. Ceausescu minntist ekki á Pólland í sinni ræðu, en ítrekaði að virðing fyrir sjálfstæði og fullveldi og réttur hvers lands til að leysa eigin vandamál væri sem fyrr stefna Rúmena. Austur-þýzka blaðið Neues Deutchland gagnrýndi Pólverja í dag annan daginn í röð og sakaði suma pólska embættismenn um að beygja sig fyrir „gagnbyltingar- þrýstingi“ hreyfingarinnar Solid- arnosc og neita því að ástandið í landinu versnaði. Babiuch rekinn Edvard Babiuch fyrrverandi forsætisráðherra, sem hækkaði kjötverð í fyrra og olli þar með verkamannaókyrrðinni, hefur ver- ið rekinn úr kommúnistaflokknum á fundi í Minsk Mazowiecki, um 35 km fyrir austan Varsjá, þar sem hann reyndi að útskýra gerðir sínar, skv. blaðafréttum. Verkalýðsleiðtoginn Lech Wal- esa hefur þegið boð um að heim- sækja Bandaríkin í sumar og segist fara ef ástandið í Póllandi leyfi það að sögn talsmanns fyrir- tækis í Fíladelfíu sem framleiðir fryst fiskflök. Starfsmaður fyrir- tækisins er í Póllandi til að ganga frá sendingu og dreifingu mat- væla. Fósturfaðir Walesa, Stanislaw, hafði áður sagt í Pittsburgh að Walesa kynni að fara til Banda- ríkjanna í haust til að kynna sér bandarísk verklýðsfélög. Ilóísamur í skoðunum og laginn sáttasemjari PIERRE MAUROY, sem hcfur verið tilnefndur forsætisráð- herra í fyrstu sósialistastjórn Frakklands siðan 1958. er hóf- samur í skoðunum og mun með- al annars gegna þvi hlutverki að fá hikandi kjósendur til að styðja vinstri flokkana i þing- kosningunum í næsta mánuði. Mauroy er 52 ára gamall há- skólaprófessor og hefur lengi verið talinn annar valdamesti maður sósíalista næst á eftir Francois Mitterand. Hann var einn helzti stjórnandi kosninga- baráttu Mitterands og var aðal- talsmaður hans fyrir kosningarn- ar. Hann hefur verið borgarstjóri iðnaðarborgarinnar Lille í Norður-Frakklandi síðan 1973 og jafnframt verið fulltrúi borgar- innar á þingi. Kunnugir segja að Mauroy til- heyri sósíaldemókrata-armi sósí- alistaflokksins og hófsamar skoð- anir hans ollu ágreiningi milli hans og Mitterands í efnahags- málum 1979, en sá ágreiningur stóð þó ekki lengi. Á þeim tíma snerist Mauroy á sveif með gömlum vini sínum, hagfræðingnum Michel Rocard, sem beitti sér fyrir því að horfið yrði með öllu frá hefðbundinni hagfræði sósíalista og raunhæf- ari afstaða tekin. Mitterand vís- aði sjónarmiðum Rocards á bug, ef til vill til að fá kommúnista- flokkinn á sitt band, en draumur hans var „bandalag vinstri- manna.“ Mitterand stóð einnig af sér tilraun Rocards til þess að verða leiðtogi flokksins og var valinn forsetaframbjóðandi. Mauroy lýsti þegar í stað yfir stuðningi við Mitterand og gat fengið Mitterand og Rocard og stuðningsmenn þeirra til að semja frið í tæka tíð svo að sósíalistaflokkurinn gæti gengið sameinaður til kosninga. Þar sem Mauroy er talinn hafa orð fyrir að vera hófsamur í skoðunum og hafa ágæta hæfil- eika til að miðla málum er búizt við að hann geti stuðlað að því að eyða þeim ugg íhaldssamra kjós- enda að Mitterand muni sveigja of langt í vinstriátt. Og þar sem Mauroy hefur lengi verið sósíalisti er einnig talið að hann geti stuðlað að því að draga úr þeim ugg kommúnista að Mitterand standi alltof langt til hægri. Mauroy gekk í æskulýðshreyf- ingu sósíalista 16 ára gamall og var leiðtogi hennar 1950 til 1958. Á þeim árum varð hann vinur Rocards. Árið 1963 var hann kosinn í landstjórn þáverandi sósíalistaflokks og þremur árum síðar varð hann einn af aðalritur- um hans. Hann sat í fram- kvæmdastjórn bandalags vinstri- flokkanna undir forystu Mitter- ands 1965-1968. Hann hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sósíalista- flokkinn, sem hann og Mitterand mynduðu úr ýmsum stríðandi flokksbrotum 1971. Hann var kosinn á Evrópuþingið 1979, en sagði af sér ári síðar þar sem reglur sósíalistaflokksins banna að sami maður gegni tveimur embættum fyrir landið samtímis. Kona hans er Gilberte, fædd Deboudt, og þau eiga einn son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.