Morgunblaðið - 22.05.1981, Síða 32
Simi a ritstjorn og skrifstofu:
10100
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981
Arnarflug:
Tap í fyrra um
79 milljónir gkr
TAP VAR á rckstri Arnarflujís á
síðasta ári upp á iiOlcKa 79 millj-
ónir Kkróna. samkvamt endur-
skoóuóum rcikninitum fclaKsins.
scm lÍKgja frammi á aóalfundi
þcss í dau.
Það er fært á móti óráðstöfuðu
eigin fé frá fyrra ári og til myndun-
ar á ójöfnuðu tapi. Ojafnað tap í
árslok nemur liðlega 65,6 milljónum
gkróna og leggur stjórn félagsins
til, að það verði flutt til næsta árs.
Vegna ójafnaðs taps leggur
stjórn félagsins til, að enginn arður
verði greiddur vegna ársins 1980.
Heildarvelta Arnarflugs á síð-
asta ári var um þrír milljarðar
gkróna, en þá er ekki talinn með
ýmis konar rekstrarkostnaður, eins
og eldsneytiskostnaður á vélar í
Maðurinn fór
á vitlaust Holt
leigu erlendis, en hann greiðir
leigutaki. Ef allt væri til tekið væri
velta félagsins um 7 milljarðar
gkróna, en á þessu ári er gert ráð
fyrir, að velta félagsins verði í
námunda við 12 milljarða gkróna.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.,
stafar tap félagsins fyrst og fremst
af innanlandsfluginu, en nokkur
hagnaður varð af flugi þess erlend-
is. Arnarflug fékk leyfi til innan-
landsflugs 1. september 1979. Árið
1979 var hagnaður af rekstri Arn-
arflugs upp á liðlega 227 milljónir
gkróna.
Hjá félaginu störfuðu að meðal-
tali 57 starfsmenn á síðasta ári og
námu launagreiðslur tæplega 650
milljónum gkróna. Félagið var með
fjórar flugvélar í rekstri á innan-
landsleiðum og tvær að jafnaði í
flugi erlendis. I ár hefur sú breyt-
ing orðið á, að félagið er með 3—4
vélar í verkefnum erlendis, en
fjórar eftir sem áður á innanlands-
leiðum.
Ein nýjungin sem Sigmund Jóhannsson í Vestmannaeyjum hefur fundió upp i útbúnaði björgunarbáta
og sjósetningar þeirra er áð staðsetja á kili báta handfang sem losar björgunarbát og hleypir lofti á
hann. Þarna hefur skipverjinn komist á kjöl báts sem marar i kafi og nær að toga i handfangið sem
opnar fyrir björgunarbátinn á augabragði og skilar honum uppblásnum undan skipinu. Báturinn,
sem er á hvolfi, liggur við skipshlið stærri báts á æfingunni í Eyjum, en skipverjinn hefur náð taki á
handfanginu. Sjá miðsíðu. LjóHmynd Mbl. Slicurgeir I Kyjum.
NÝLEGA varð misskilningur
þess valdandi að Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur varð
fyrir nokkuð meiri útgjöld-
um en til stóð.
Málavextir voru þeir að
húsnæðislaus karlmaður leit-
aði á náðir stofnunarinnar.
Ekkert húsnæði var fyrir
hendi og var manninum sagt
að fara í gistiheimilið Braut-
arholti 22 og gista þar, reikn-
ingarnir yrðu greiddir.
Nokkrum dögum síðar kom
í ljós að maðurinn hafði mis-
skilið fulltrúa Félagsmála-
stofnunar illilega. Hann hafði
farið beina leið á Hótel Holt
og gist þar í góðu yfirlæti þar
til misskilningurinn uppgötv-
aðist.
Eggert Haukdal á báðum áttum í gærkvöldi:
„Þó ég greiði atkvæði með, samþykki
ég ekki stefnu iðnaðarráðherra“
„ÞAÐ KEMUR í Ijós við loka-
afgreiðsluna hvað ég geri, en
þó ég greiði atkvæði með frum-
varpinu við endanlega at-
kva?ðagreiðslu, þýðir það ekki,
að ég samþykki orkustefnu
iðnaðarráðherra. bað er langt
frá því. — Hvað þýðir að vera
að virkja án þess að huga
almennilega að því að útvega
orkukaupendur,“ sagði Eggert
Hæstiréttur þyngir
dóm í manndrápsmáli
IIÆSTIRÉTTUR dæmdi I gær í
máli ákæruvaldsins gegn Þórarni
Einarssyni, sem varó Sigurbjörgu
Katrinu Ingvadóttur aó bana á
Flateyri hinn 5. september 1978.
Ilæstiréttur þyngdi dóm undirrétt-
ar um eitt ár. úr 7 í 8 ára fangelsi.
Gæsluvarðhaldsvist Þórarins frá
6. september 1978 kemur til frá-
dráttar.
Þegar atburöur þessi varð var
Þórarinn 19 ára en Sigurbjörg
heitin 18 ára. Þau voru bæði saman
í verbúð þar á staðnum. Þórarinn
brá snæri um háls Sigurbjargar og
herti að svo hún lézt. Taldist brotið
varða við 211. grein almennra
hegningarlaga en ýmis refsilækk-
andi atriði komu til að mati dóms-
ins.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Björn Sveinbjörnsson,
Benedikt Sigurjónsson og Sigurgeir
Jónsson. Ármann Snævarr og Logi
Eíinarsson skiluðu sératkvæði og
vildu staðfesta niðurstöðu héraðs-
dóms, þ.e. að refsing væri hæfilega
ákveðin 7 ára fangelsi.
Haukdal alþingismaður í við-
tali við Mbl. í gærkvöldi, er
hann var spurður hvort hann
hefði skipt um skoðun frá því
hann lýsti því yfir, að hann
myndi greiða atkvæði gegn
virkjanafrumvarpi Hjörleifs
Guttormssonar iðnaðarráð-
herra.
Ekki vildi Eggert gefa upp
hvort hann myndi samþykkja
frumvarp Hjörleifs um virkjun-
armálin eða sitja hjá. Það
virðist þó augljóst, og aðrir
þingmenn, sem Mbl. ræddi við í
gær, voru þeirrar skoðunar, að
hann muni ekki greiða atkvæði
gegn því, og sagðist hann telja,
að breytingartillögur frá meiri
hluta iðnaðarnefndar, sem
gerðar hafa verið til að fá hann
til að samþykkja frumvarpið,
gangi til móts við sjónarmið sín.
„Eg mun styðja framkomnar
breytingartillögur sjálfstæð-
ismanna, sem ég er meðflutn-
ingsmaður að. Þær verða lík-
lega felldar á jöfnu og þá kemur
til atkvæða tillagan frá meiri-
hluta iðnaðarnefndar, sem ég
tel fela í sér, að Sultartangi sé
færður til jafnréttis við aðra
virkjunarkosti, en samkvæmt
upphaflegu frumvarpi og sér-
staklega greinargerðinni og
ræðu ráðherrans var hann úti.
En í þessum breytingartillögum
á að meta alla virkjunarkosti
eftir þjóðhagslegri hagkvæmni.
Frumvarpið var tekið til ann-
arrar umræðu í neðri deild seint
í gærkvöldi. Ekki var þá vitað
hvenær frumvarpið yrði af-
greitt frá deildinni.
Heimild fyrir viðbótarafli
Sigöldu og Hrauneyjafossi
/
í
Breytingartillögur meirihluta
iónaöarnefndar við frumvarp til
laga um raforkuver voru að
breytast allt fram til klukkan 11
í gærkveldi og voru breytingarn-
ar miðaðar við að meirihluti
Alþingis gæti stutt tillögurnar.
Efni tillagnanna er í stærstu
Friðjón Þórðarson í umræðum á Alþingi: iishef- nasölu
Hópur íslendinga erlem ur framfæri af fíkniefi
„Töluverður hópur íslendinga MÍkÍl hætta tdlgd hefur dvalist erlcndis, aðallega í i . ■ /All,-™—« Danmörku og Svíþjoð, sem hefur IieimKOmU lOlKSinS framfæri sitt af þvi að kaupa Hluti þessa fólks hefur ánetj- fíkniefni í suðlægari löndum eða ast sterkari efnum og mikil Ilollandi og selja þau siðan i hætta er tengd heimkomu þess,“ Danmörku eða Svíþjóð, og jafn- sagði Friðjón Þórðarson dóms- vel að nokkru leyti á íslandi. málaráðherra í umræðum á Al- þingi í gær og var hann þar að svara fyrirspurn frá Sigurlaugu Bjarnadóttur. Friðjón sagði einnig að all- nokkrir úr hópnum hefðu náðst, verið dæmdir og sætu nú í fangelsum bæði hérlendis og er- lendis."
dráttum það að breytt er áhersl-
um í 1. grein frumvarpsins á
þann veg, að auka megi afl
Hrauneyjafossvirkjunar til við-
bótar því sem fram kemur í
frumvarpinu, eða um eina 70 MW
vél. Þá er lagt til að bæta megi
fjórðu 50 MW-vélinni í Sig-
ölduvirkjun, þannig að sú virkjun
verði alls 200 MW að stærð.
Þá er lagt til að 2. málsgrein 2.
greinar frumvarpsins verði
breytt í þá átt að einungis
tillögur um framkvæmdir við
nýjar vatnsaflsvirkjanir eða
virkjunaráfanga verði lagðar
fyrir Alþingi til samþykkis. Á
þann hátt geti stjórnvöld m.a.
heimilað að ráðist verði í fram-
kvæmdir á vatnaveitum á Þjórs-
ársvæðinu og að aflaukning verði
framkvæmd í Sigöldu- og Hraun-
eyjafossvirkjun.
Þá er lagt til að í frumvarpið
verði skotið tveimur málsgrein-
um, á eftir 2. mgr. 2. gr., sem feli
í sér, að áður en ákvarðanir séu
teknar um nýjar vatnsaflsvirkj-
anir, skuli liggja fyrir greinar-
gerðir um þjóðhagslega hag-
kvæmni og þýðingu fyrir raforku-
kerfi landsins.
Akureyri:
Stórbruni
Akureyri. 22. mttl.
STÓRBRUNI varð á Akureyri f
gærkvöldi er eldur kom upp i stóru
tvílyftu timburhúsi á bak við aðal-
verzlunarhús kaupfélagsins.
Slökkviliðið barðist enn við eldinn
laust fyrir miðnætti, en hans varð
vart um kl. 22.15.
Mikinn reyk lagði frá húsbrunan-
um og var talin hætta á að reyk-
skemmdir yrðu víða í nærliggjandi
húsum, t.d. stóð reykurinn á Hótel
KEA og einnig mun hann hafa
komist inn í stóra vörugeymslu
kaupfélagsins þar sem m.a. eru
geymdar vefnaðarvörur og lyf.
Sv.P.