Morgunblaðið - 28.05.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1981
3
ASÍ og Vinnuveitendur sameinast um faglega rannsókn:
Víðtæk könnun á þátt-
um vinnumarkaðarins
Kjararannsóknanefnd sem starf-
ar á vegum vinnuveitenda og ASÍ
stendur nú fyrir viðtækri könnun á
ýmsum þáttum vinnumarkaðarins
sem vakið hafa spurninxar við
gerð kjarasamninga.
Hér er um að ræða einhverja
umfangsmestu könnun sinnar teg-
undar, sem farið hefur fram hér á
landi, en hún tekur til u.þ.b. 4000
fyrirtækja og einstaklinga í at-
vinnurekstri víðs vegar um landið
eða allra félagsmanna innan Vinnu-
veitendasambands íslands og
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna. Áætlað er að könnunin
„ÞESSAR verðhækkanir á Banda-
ríkjamarkaði einar sér hafa ekki
áhrif á kaup fólks hér því við-
skiptakjörin skipta ekki máli í
útreikningi vísitölu, en þetta bætir
stöðu þjóðarbúsins og styrkir um
leið okkar stöðu varðandi væntan-
lega kröfugerð í launamálum,"
sagði Ásmundur Stefánsson for-
seti ASÍ í samtali við Mbl. í gær
aðspurður um mat á áhrifum
fiskverðshækkana í Bandaríkjun-
um á viðskiptakjör á íslandi og
kaup almennt. Þorsteinn Pálsson
hjá Vinnuveitendasambandi ís-
lands sagði af sama tilefni að þessi
verðhækkun væri mikil og jákvæð,
en það væri spurning hve örugg
hún væri. „Hún er þó ekki það
mikil að hún breyti stöðunni
varðandi næstu kjarasamninga,"
sagði Þorsteinn, „en þetta hjálpar
til að minnka tapið í fiskvinnsl-
Nær til um 40 þús.
launþega á landinu
taki til um 40 þús. launþega í
þjónustu þessara aðila.
Meginmarkmið þessarar könnun-
ar er að eyða óvissu og ágreiningi
aðila vinnumarkaðarins um ýmis
þau mál sem hvað oftast er fjallað
um við gerð kjarasamninga. Þau
atriði sem tvímælalaust má telja
mikilvægast að afla upplýsinga um,
varða vægi einstakra starfa og
starfsaldur meðal verkafólks.
Spurningar um þessa þætti eru
unni þótt það dugi ekki sem
grundvöllur að kauphækkun í
samningum."
„Það er augljóst mál að staða
viðskiptakjara er mælikvarði á
kaupmátt útflutningsins og það
þýðir að þegar verð á okkar
útflutningsafurðum hækkar,"
sagði Ásmundur, „þá getum við
borgað fyrir meiri innflutning.
Þetta eykur því þjóðartekjur og
styrkir efnahaginn. Bæði verð-
hækkunin og gengisþróunin hafa
verið okkur hagstæðar þar sem
innflutningurinn er að mestu leiti
frá Evrópu og útflutningurinn á
þessu sviði til Bandaríkjanna. I
stuttu máli styrkir þetta stöðuna
almennt þótt það komi ekki fram í
hækkuðu kaupi, en þótt hækkunin
styrki kröfugerð okkar styrkir hún
fyrst og fremst sjávarútveginn.“
stofn könnunarinnar. Jafnframt er í
könnuninni m.a. aflað upplýsinga
um eftirfarandi atriði: Tíðni hluta-
starfa, kyn, fag- eða sérhæfingu,
stéttarfélag, vinnufyrirkomulag,
launa- og vaktakerfi og bónusvinnu.
Þeir Þorsteinn Pálsson frá Vinnu-
veitendasambandi íslands, Ás-
mundur Stefánsson frá Alþýðusam-
bandi Islands og Júlíus Kr. Valdi-
marsson hjá Vinnumálasambandi
Samvinnufélaganna sögðu á fundi
með blaðamönnum í gær að þessi
könnun færi fram í algjörum trún-
aði og væri mikilvægt að vinnuveit-
endur sem fylla út gögn varðandi
hvern starfsmann skiluðu fljótt
gögnum sínum svo unnt reyndist að
hafa niðurstöður til hliðsjónar í
næstu kjarasamningum. Þeir félag-
ar kváðu þessa könnun gerða til
þess að aðilar samninga fengju betri
vitneskju um þau atriði sem semja
ætti um og með því móti væri
stuðlað að því að leysa ágreinings-
mál þeirra, en þessi könnun spannar
allan almennan vinnumarkað á Is-
landi.
Eyðublöð voru send út vegna
vinnumarkaðskönnunarinnar um sl.
mánaðamót og hafa viðbrögð fyrir-
tækja verið góð nú þegar og mikill
fjöldi svara hefur borist, en könnun-
in er að öllu leyti á vegum Kjara-
rannsóknanefndar og sér hún um
alla úrvinnslu upplýsinga. Kváðu
þeir Þorsteinn, Ásmundur og Júlíus
mikilvægt í þessari könnun að allir
sem til hefði verið leitað, svöruðu
spurningunum.
Sektaður fyrir
of háa álagningu
KVEÐINN hefur verið upp dómur
hjá Sakadómi Reykjavíkur i máli
stórkaupmanns er verðlagsstofnun
kærði fyrir of háa álagningu á
úlpur. Var hann dæmdur i 5.000
króna sekt og til upptöku á ólögleg-
um ávinningi, rúmlega 106 þúsund
krónur.
Að sögn Sverris Einarssonar, er
kvað upp dóminn, kærði Verðlags-
stofnun umræddan kaupmann fyrir
að vera með of háa álagningu á
kuldaúlpur og var dómur þessi
kveðinn upp hinn 18. maí sl. að
undangenginni rannsókn.
„Hjálpar til að minnka
tapið í fiskvinnslunni,“
segir Þorsteinn Pálsson hjá VSI
Verðhækkanirnar á Bandarikjamarkaði:
„Styrkir stöðu ASÍ í
væntanlegri kröfugerð
* r
segir Asmundur Stefánsson hjá ASI
Jens Bing forstjóri Storm P.-safnsins og Ann Sandelin forstöðu-
maður Norræna hússins. Ljósmynd Mbi. Ói.K.M.
Sýning á skopmynda-
teikningum Storm P.
hefst í Norræna húsinu á laugardaginn
LAUGARDAGINN 30. maí verð-
ur opnuð sýning í Norræna hús-
inu á skopmyndateikningum
danska skopteiknarans Storm P.
og mun sýningin verða til 21. júni
og opin daglega frá kl. 14 — 19.
Sýningin skiptist í tvo hluta:
Uppfinningar Storm P. en það eru
Ein af teikningum Storm P.
Það er erfiðara og erfiðara að
skrifa draugasogur sem fá hár-
in til að rísa. Þessi mekanismi
hjálpar til við að ná fram hrolli
hjá lesandanum. ískaka niður
hálsmálið ætti að ná fram þeim
áhrifum.
ailskonar tækniundur gerð til að
losa manninn við jafnvel hin
minnstu vandamál og svo Börn og
dýr en það eru teiknimyndasög-
urnar, barnabókaskreytingarnar
og vatnslitamyndir í hinum
barnalega stíl Storm P.
Storm P.-safnið á Friðriksbergi
við Kaupmannahöfn var svo vin-
samlegt að lána þessa sýningu
hingað. Jens Bing forstjóri safns-
ins, kom með sýninguna til íslands
og setti hana upp.
Storm P. eða Robert Storm
Pet'ersen fæddist í úthverfi Kaup-
mannahafnar árið 1882 eða fyrir
næstum 100 árum síðan. Faðir
hans var slátrari og eins og gekk
og gerðist á þeim tíma vildi
faðirinn að sonurinn tæki við
fyrirtækinu eftir sinn dag. En
slátraraiðnin átti ekki við hinn
unga Storm, hann vildi verða
listamaður.
Skömmu eftir aldaótin hóf hann
störf sem leikari og blaðateiknari.
Hann kom víða við á listaferli
sínum, lék m.a. í fyrstu þöglu
kvikmyndum Dana, skrifaði smá-
sögur, málaði o.fl. Hann var þó
einkum þekktur sem teiknari.
Þekktustu teiknisögur hans eru
„De 3 smá mænd“ og „Nummer-
4nanden“ frá 1913, „Peter og Ping“
frá 1923 en sú teiknisaga gekk í 27
ár, næstum á hverjum degi í BT
Storm P. afkastaði miklu um
ævina og er hann lést árið 1949
lágu eftir hann u.þ.b. 70.000 teikn-
ingar. Á sýningunni í Norræna
húsinu eru teikningar frá þessum
dagblaðsdálkum.
Sunnudaginn 31. maí kl. 16
verður dagskrá um Storm P. í
fundarsal Norræna hússins.
Danski leikarinn Lars Knutzon
flytur eintöl eftir Storm P. og Jens
Bing, forstjóri safnsíns, segir frá
listamanninum og skopteikning-
um hans og sýnir litskyggnur.
Dagskráin er öllum opin og að-
gangur er ókeypis.
Sértu að hugsa um sólarfrí....
__þá skaltu panta strax því ferðirnar fyllast nú óðum!
Sumarhús
í Danmörku
Júní: 5, 12, 19, 26 - biðlistar
Júlí: 3, 10, 17, 24, 31 - biðlistar
Ágúst: 7, 14 - biðlistar
21. ágúst
- örfá sæti taus i 2ja vikna ferö
Toronto
3. júni - biðlisti
24. júní - 11 sæti laus
15. júli - laus sæti
5 ágúst - laus sæti (vikuferð)
12. ágúst - biðlisti
Winnipeg
28. júli
- 3ja vikna ferð á fslendingaslóðir í
Kanada.
örfá sæti laus
írland
14. júní - biðlisti
20. júli - laus sæti (11 daga ferð til
Dublin auk þriggja stórskemmtilegra
rútuferða um írland)
30. júli - laus sæti (5 daga ferð til
Dublin)
Rútuferðir
8 - landa sýn
24. júli - biðlisti (3 vikur)
Kanada - Bandaríkin
24. júni - 7 sæti laus (3 vikur)
Kanada
15. júli - 3 sæti laus (3 vikur)
Noregur, SvíÞjóð,
Finnland
18. júli - laus sæti (2 vikur)
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Rimini
Fyrsta brottför
31. maí
- örfá sæti laus
10. júni - biðlisti
21. júní - 4 sæti laus
1. júli - örfá sæti laus
12. júli - laus sæti
22. júll - laus sæti
2. ágúst - örfá sæti laus
12. ágúst - biðlisti
23. ágúst - örfá sæti laus
2. sept. - laus sæti
Portoroz
Næsta brottför
31. maí
- örfá sæti laus
Munið framlengdan frest til greiöslu
staöfestingargjalds.
3. jum
10. júni - biðlisti
21. júni - 9 sæti laus
1. júli - laus sæti
12. júlf - örfá sæti laus
22. júli - laus sæti
2. ágúst - 9 sæti laus
12. ágúst - biðlisti
23. ágúst - 2 sæti laus
2. sept. - örfá sæti laus
Aöildarfélagar sem staðfesta fyrir
fá fullan aölldarfélagsafslátt fyrir alla fjölskylduna. Aðildarf élagsafsláttur og barnaafsláttur
getur sparað fjögurra manna fjölskyldu allt að tæplega 5.000 krónuml