Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981
Aðalfundur Hafskips hf. var haldinn
sl. föstudag. Á fundinum gerðu forráða-
' menn félagsins, þeir Albert Guðmundsson,
stjórnarformaður og framkvæmdastjórar
þess, Björgólfur Guðmundsson og Ragn-
ar Kjartansson grein fyrir rekstri félags-
ins á sl. ári, þeim verkefnum, sem nú er
sérstaklega unnið að og framtíðarhorfum.
Morgunblaðið birtir hér á eftir kafla úr
ræðum þeirra þriggja.
Ragnar Kjartansson,
framkvæmdastjóri:
Förum fram á málefnalega og
sanngjarna verðlagsstefnu
„Það munu 14 mánuðir frá
síðasta aðaflundi.
Þá var lagður fram rekstrar-
reikningur sem sýndi tæplega 600
milljóna króna hagnað og efna-
hagsreikningur með jákvæðum
höfuðstól í fyrsta sinn um langan
aldur.
Þótt nýjar reikningsskilareglur
hefðu þá fyrsta sinn séð dagsins
ljós var þó sýnilegt að endurskipu-
Jagning félagsins var farin að gera
vart við sig með mælanlegum
hætti.
En til hvaða tíðinda hefur nú
dregið, góðir hluthafar.
Hér er lagður fram ársreikning-
ur, sem sýnir rekstrartap að
upphæð 255 milljónur króna.
Er komið bakslag í endurskipu-
lagningu félagsins?
Hafa einhver mistök átt sér
stað?
Eða er það til í dæminu að
eðlilegt geti talist að félag sem
hefur nær tvöfaldað veltu sína ár
hvert í þrjú ár í röð og samhliða
unnið að fjölþættri rekstrarhag-
ræðingu og sparnaði geti komið út
öfugum megin striksins?
Það ætti að vera óhætt að svara
slíki spurningu neitandi. I það
minnsta gerir hin opinbera verð-
lagslöggjöf ekki ráð fyrir slíkri
misbeitingu.
Þótt hér og nú sé ekki staðið
frammi fyrir stóru rekstrartapi er
það samt sem áður staðreynd.
I fyrstu rekstraráætlun ársins
1980 sem lá fyrir í endanlegri
mynd um svipað leyti og aðalfund-
ur þess árs var haldinn var
reiknað með rúmlega 80% veltu-
aukningu, % kostnaðar hækkana
1980 hækkuðu
stykkjavörutaxtar
um 4% en rekstr-
arkostnaður um
15-20%
bættum í verðlagi og um 800
milljón króna hagnaði.
En hvað skeði?
Veltuaukning félagsins reyndist
nær 100% og hagræðingarverk-
efnin skiluðu jafnt og þétt ár-
angri.
Megin ástæður þessarar þróun-
ar eru þrjár:
í 1. lagi harðnandi samkeppni á
markaðnum með augljósum tekju-
tapandi áhrifum.
Þessi fyrsta af þremur ástæðum
vegur þó minnst.
í 2.1agi var gengisþróun síðasta
árs mjög óhagstæð þegar höfð er í
huga sú staðreynd að erlendra
skuldir verslunarskipaútgerðanna
nema milli 75—80% af heildar-
skuldum þeirra. Þannig hækkaði
Bandaríkjadalur gagnvart ís-
lenskri krónu um 58% en hafði þó
ekki hækkað nema um 24% árið á
undan. Kom gengissigið með mikl-
um þunga á síðustu mánuði árs-
ins. Var það reyndar svo síðustu
tvo vinnudaga ársins, að gengið
féll það hressilega að það nægði til
að breyta jákvæðri rekstrarniður-
stöðu í það 255 milljón króna tap
sem hér liggur fyrir.
í 3. lagi er sú ástæða sem vegur
þyngst og lýtur að verðlagsmálun-
um. Sem kunnuugt er eru taxtar
stykkjavöruflutninga til landsins
háðir samþykki verðlagsyfirvalda.
Eðlilegt er að í rekstrargrein
sem þessari, þar sem töluverðir
hagræðingarmöguleikar eru fyrir
hendi skili kostnaðarhækkunar-
áhrif þeirra sér nokkuð til að
halda taxta hækkunum í skefjum.
En hér er sem svo viða annars-
staðar gengið feti framar en góðu
hófi gegnir.
Á árinu 1980 fengust stykkja-
vörutaxtar hækkaðir um árs-
meðaltalið 4%.
Rekstrarkostnaður útgerðarinn-
ar hækkaði hinsvegar um milli
15%-20%.
Og þarf þá aðeins venjulega
leikmanns þekkingu til að sá að
þessar tölur samrýnast hvergi.
Tvær taxtahækkanir hafa feng-
ist á þessu ári, 5% í janúar og 12%
um miðjan maí. Nema hækkanir
þessar um 11% á ársgrundvelli.
Má þar með segja að bættar séu
kostnaðarhækkanir ársins 1980 en
vandamál ársins 1981 sé óleyst.
Hafskip hf. kann að geta haldið
sér á floti enn um sinn í skjóli
viðskiptaaukningar.
Þannig reyndist veltuaukning
félagsins fyrstu fjóra mánuði árs-
ins 1981 vera tæpl. 90% saman-
borið við árið á undan og verð-
bólga talin um 35—40%.
En í þann knérunn verður ekki
endalaust höggvið og reyndar ljóst
að þrátt fyrir þessa áfrahaldandi
aukningu fjórða árið í röð þá er
rekstur félagsins af fyrrgreindum
ástæðum í járnum og reyndar
öfugu megin striksins fyrstu mán-
uði ársins.
Það er félaginu einnig skamm-
Björgólfur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri:
Nú þarf félagið að draga nýja
víglínu - inn á við og út á við
„Samhliða mjög auknu vöru-
flæði hefur orðið að gera margvís-
legar breytingar aðrar á markaðs-
og flutningasviðinu og má þar
nefna nokkrar eftirfarandi.
1. Markaðsdeild félagsins hefur
verið efld til muna í því skyni að
geta mætt þeirri auknu þjónustu
sem magnaukningu viðskiptanna
fylgir.
2. Vörueftirlits- og tjónadeild
starfar hjá félaginu og gegnir
þýðingarmiklu hlutverki hvað
fyrirbyggjandi starfi viðkemur.
Tjónatíðni er þó enn of mikil og
veigamikið verkefni, sem krefst
samstillts átaks starfsmanna fé-
lagsins að ná tökum á.
3. í kjölfar breyttrar flutn-
ingatækni hefur hverskyns ein-
ingabúnaður margfaldast. Þannig
hefur félagið yfir að ráða í dag á
annað þúsund gáma auk nokkurra
þúsunda vörubretta.
4. Þá má geta þess, að félagið
hefur nú í undirbúningi breytt
starfsskipulag er lýtur að lestun
og iosun skipa félagsins erlendis.
Felst það í starfi svokallaðs „super
cargo" eða hleðslustjóra, sem ferð-
ast á milli hafna, gerir úttekt á
starfsaðferðum og vinnubrögðum
oggerir tillögur um breytingar við
hin ýmsu „stevedoring“-fyrirtæki,
sem þjóna félaginu.
5. Á undanförnu starfstímabili
hefur félagið haldið áfram til-
raunum með aukna kæligáma-
þjónustu og frystiflutninga. Hér
er um mjög erfitt og vandmeðfarið
flutningasvið að ræða m.a. vegna
mikilla tjónamöguleika og kostn-
aðarsams búnaðar.
I dag er félagið með um eitt
hundrað 20 feta frystigámaein-
ingar í notkun, en stefnir að því að
draga þennan þátt nokkuð saman,
nema til komi hærri flutnings-
gjöld.
Þá gerði féiagið tilraun með
lítið frystiskip, Marco Reefer, um
2—3 mánaða skeið í vetur. Var
þessi tilraun gerð að hvatningu
viðskiptaaðila á þessu sviði og
m.a. til að draga saman þekkingu
og reynslu.
Félagið vinnur nú að heildarút-
tekt á frystiflutningunum og mun
byggja framtíðarstefnu sína á
þeirri úttekt.
6. í upphafi þessa árs gerði
félagið sérstakan þjónustusamn-
ing við Ríkisskip um strandflutn-
inga. í gegnum þennan samning
tekur Ríkisskip að sér' nær alla
strandflutninga Hafskips hf.,
milli 10—15.000 tonn af innflutt-
um vörum auk flutninga á milli
20—25.000 tonna af kísilgúr frá
Húsavík til Reykjavíkur.
Þessi verkaskipting felur í sér
mikinn sparnað og eykur þjónustu
við viðskiptaaðila félagsins utan
Reykjavíkur til muna.
Átti þessi skipulagsbreyting
reyndar verulegan þátt í því, að
félaginu varð það fjárhagslega
kleift að taka upp vikulega sigl-
ingatíðni á N-sjávarhafnir en
megnið af útflutningi kísilgúrs fer
á þetta svæði.
7. Af öðrum þáttum er lúta að
markaðs- og flutningamálum er
rétt að skýra frá því að félagið
heldur uppi stöðugu og efldu starfi
er miðar að því að auka á
hagkvæmni í rekstri erlendis. Er
hér um að ræða samfellda samn-
ingsgerð við umboðsaðila erlendis,
stevedoring-fyrirtæki og fleiri
verktaka.
Að sama skapi hefur verið lögð
megináhersla á að efla umboðsað-
ila félagsins til aukinnar þátttöku
í markaðssókn þess — víða með
dágóðum árangri.
Á árinu 1980 komu skip félags-
ins samtals 401 sinni í 43 hafnir
erlendis og 208 sinnum á samtals
37 innlendar hafnir að Reykjavík
undanskilinni.
Ohætt er að fullyrða að vöru-
geymslumál félagsins hafi lengst
af og þá ekki síst nú hin síðari
misseri hangið á bláþræði. Sam-
fellt aukið vörumagn kallaði á
hverskyns bráðabirgðaráðstafan-
ir, svo sem stækkun útisvæða og
geymslu mikils vörumagns í gám-
um, þegar annað geymslurými
þraut.
Samhliða því að tryggja félag-
inu bráðabirgðaaðstöðu og halda í
horfinu hafa staðið yfir samfelld-
ar viðræður við hafnaryfirvöld í
Reykjavík.
Framan af lagði félagið á það
megináherslu að fá til bráða-
birgða svokallað Kleppsskaft í
Sundahöfninni, enda lá þá fyrir að
Eimskipafélag íslands hygðist
halda aðstöðu sinni í gömlu Áust-
urhöfninni, samhliða því að yfir-
taka Kleppsskaftsaðstöðuna.
Um þetta átti sér stað mikið
þref og málaumleitanir í lengri
tíma sem leiddi til þeirrar niður-
stöðu að Eimskipafélagið sam-
þykkti að flytja alfarið úr Austur-
höfninni.
Þar sem ljóst var að svæði það
sem til ráðstöfunar var á
Kleppsskafti var of lítið til að
rúma alla starfsemi Hafskips hf.
má segja að sú niðurstaða sem
fékkst hafi verið hin ákjósan-
legasta fyrir félagið.
Félagið hefur nú þegar yfirtekið
Björgólfur Guðmundsson
vörugeymslur í Hafnarhúsi,
Miðskála allan (þ.e. Tollstöðvar-
byggingu) og A-skála , sem rifinn
hefur verið að hluta til að stækka
útisvæði.
Fyrir sumarlok mun félagið
taka yfir helming Faxaskála en
seinni helmingurinn verður yfir-
tekinn ári síðar.
Þá munu ýmsar breytingar
gerðar á svæðinu, Austurbakki
breikkaður um 20 metra, útisvæði
stækkað með tilfærslu girðingar
að Kalkofnsvegi o.fl.
Með viðbót þessari stækkar
vörugeymslusvæði undir þaki um
rúmlega helming og verður um
23.000 mz.
Stefnt er að því að leggja niður
vörugeymslur félagsins við Eiðis-
granda næsta haust og Granda-
skála þegar síðari hluti Faxaskála
hefur verið afhentur.
Áformað er hinsvegar að reka
Tivoli gamla við Njarðargötu eitt-
hvað áfram um sinn sem útisvæði
þar til önnur og betri lausn fæst í
þeim efnum.
Með þeim breytingum sem hér
hafa verið kynntar verður ekki
betur séð en að þessum veigamikla
þætti í starfi félagsins hafi verið
borgið til nokkurra ára.
Hinsvegar er ljóst, að framtíð-
araðstaða félagsins verður í
stækkaðri Sundahöfn í Reykjavík
— og reyndar þess að vænta að til
þess þurfi að koma fyrr en seinna
þó ekki væri af öðrum ástæðum en
skipulags- og umferðarlegs eðlis.
Ljóst er að á undanförnum
þremur árum hafa mjög veiga-
miklar breytingar verið gerðar á
rekstri félagsins.
Má reyndar segja, að þeirri
áætlun, sem gerð var um endur-
skipulagningu félagsins hafi verið
hrint í framkvæmt í öllum veiga-
mestu atriðum og er þess að
vænta að félagið muni í auknum
mæli njóta afrakstursins á kom-
andi starfstímabili.
Það sem nú bíður félagsins er að
halda utan um fenginn árangur
auk margvíslegrar innri skipu-
lagsvinnu sem er nauðsynlegt til
að félagið geti með sanni talið sig
í hópi þjóðhagslegra mikilvægra
og vel rekinna fyrirtækja.
En nú þarf félagið að draga sér
nýja víglínu — og þá hvoru
tveggja, inn á við og út á við.
Inn á við þarf að tryggja að
stjórnvöld sýni þessum rekstri
skilning og að honum verði sköpuð
skilyrði til að hefja endurnýjun
íslenska farskipaflotans.
Sérhanna þarf skip er henta
hinum óvenjulega samsetta ís-
lenska sjóflutningamarkaði. Þá
fyrst verður keðjunni lokað og
aðstefndri hagræðingu og fjár-
hagslegum árangri náð.
Hér er reyndar um miklu
stærra þjóðfélagslegt mikilvægi
að ræða en þorri aðila gerir sér
grein fyrir.
Þá þarf þessi rekstur einnig að
draga sér nýja víglínu út á við.
Með nýjum vinnubrögðum og
harðskeyttari og með samvinnu
innan verslunarskipaútgerðarinn-
ar, þar sem það á við, verður hægt
að lyfta Grettistaki.
Því er ljóst að við hvert unnið
verk — við hvern áfanga að baki
— bíður nýr í sjónmáli.
Um þau framtíðarverkefni, góð-
ir hluthafar, þurfum við að sam-
einast á næstu árum.