Morgunblaðið - 28.05.1981, Side 16

Morgunblaðið - 28.05.1981, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981 ólafur Tohnson ^ ■ stórkaupmaður ALD ARMINNIN G i Gömul saga og ný sannar, að þar sem verslun er einokuð eða svo hömluð, að hún getur ekki gegnt hlutverki sínu, verður kyrkingur í þjóðlífi, sökum þess að áhrifa hennar gætír beint og óbeint i öðrum atvinnugreinum. En versl- un hefur löngum verið tengiliður þjóða á milli og hann margbreyti- legur. Um það þarf ekki að vitna til samskipta Evrópumanna við Asíulönd og Ameríku, því að mörg dæmi úr íslenskri sögu votta um það, sum frá miðöldum, en önnur og fleiri eftir að einokun lauk. Saga íslenskrar fríhöndlunar er óbirt og segja má, að sama gildi um heildarsögu verslunar eftir að hún varð alveg frjáls. Eigi að síður er deginum ljósara hlutdeild hennar í að náð var því marki, að hér var stofnað lýðveldi og á skömmum tíma bylt um og byggt á ný — frumstæðu bænda- og veiðimannaþjóðfélagi breytt í samræmi við tísku aldarinnar, eins og hún birtist hjá þeim þjóðum, sem framarlega standa við að nýta sér gæði hafs og jarðar. Margir hafa orðið til þess að varða slóð íslenskrar verslunar frá tímum fríhöndlunar og fram til þessa og vitaskuld skilið eftir misjafnlega minnisverð merki á þeirri leið. Líklega er einsdæmi hér á landi, að fimm kynslóðir sömu ættar hafi unnið við verslun, sú elsta svo snemma sem á tímum Napoleonsstyrjalda í byrjun 19. aldar, en þær yngstu á besta aldri og þar að starfi, sem púls við- skiptaiífs slær hratt. II Stofninn að Reykjavík — fyrst þorp, síðar bær og loks borg — varð til með Innréttingum Skúla Magnússonar. Jafet Illugason, prestssonur austan úr Árnessýslu, var lóskeri hjá Innréttingum og settist með konu sinni, Þorbjörgu Eiríksdóttur, að í Grjóta. Þau voru því í hópi fyrstu landnem- anna í verðandi Reykjavík. Meðal barna þeirra var Ingveldur, sem gerðist ásamt manni sínum, Ein- ari Jónssyni, landnemi í Þingholt- unum um aldamótin 1800. Einar var Vestfirðingur, fæddur að Stað á Snæfjallaströnd um 1775, en faðir hans var Jón Sigurðsson, síðar prestur á Hrafnseyri, og var Einar því föðurbróðir Jóns forseta og síðar einnig tengdafaðir hans. Einar varð stúdent frá Hólavalla- skóla 1797 og átti upp frá því ýmist heima i Reykjavík eða á Seltjarnarnesi. Hann var verslun- arstjóri hjá tveim stærstu versl- unum í Reykjavík, fyrst Jacobæ- usverslun og síðar verslun P.C. Knudtzons, ennfremur átti hann sjálfur verslun í nokkur ár og eftir Lúdvík Kristjánsson ýmist kallaður borgari eða stúd- ent. Allar voru þessar verslanir svo til nákvæmlega á þeim stöðum, þar sem afkomendur Ein- ars áttu eftir að hasla sér völl sem kaupmenn. — í tíð Einars mátti Reykjavík ekki síður kallast danskur bær en íslenskur. I manntölum er hús hans kennt við Johnsen, en þannig einkenndi hann föðurnafn sitt. Meðal barna Ingveldar og Ein- ars var Ólafur, sem prestur var á Stað á Reykjanesi 1841—1884. Kona hans var Sigríður, dóttir Þorláks prests Loftssonar á Móum á Kjalarnesi. Séra Ólafur E. John- sen, en þannig skrifaði hann sig ætíð, var með svipmestu mönnum í klerkastétt á sinni tíð, áhuga- maður mikill um þjóðmál, gall- harður í sviptingunum við Dani, sem m.a. birtist á Þjóðfundinum og í eftirköstum hans. Jafnskjótt og Ólafur var sestur að vestur við Breiðafjörð, fór hann að boða hvert stefna ætti í þjóðfrelsisbar- áttu og hverju skyldi helst sinnt til þess að hún bæri árangur. Á öndverðu ári 1841 segist hann predika fyrir bændum eftir messu, hversu áríðandi sé að fá verslun- arfrelsi, en menn séu orðnir svo vanir okinu, að þeir skilji ekki þörfina á því að fá að versla óhindrað. Þann hugsunarhátt verði að uppræta, koma af stað bænaskrám, því að skömm sé fyrir íslendinga að þegja, þegar um sé að tefla að fá leyst böndin af versluninni. Þannig hvetur séra Ólafur á Stað til baráttu fyrir frjálsri verslun fjórum árum áður en endurreist Alþing kemur fyrst saman og 15 árum fyrr en endan- leg lausn fékkst á því máli. III Þorlákur, elstur af börnum Sig- ríðar og Ólafs, var settur til náms í Latínuskólanum, en undi þar ekki, fluttist til Danmerkur og síðan til Englands, þar sem hann var í 13 ár við ýmiss konar verslunarstörf og skrifaði sig þá og síðar Þorlák Ö. Johnson. Þegar hann hvarf heim sumarið 1874 hafði vafalaust enginn Islending- ur eins mikla reynslu og þekkingu á verslun sem hann, enda gerðist Þorlákur tímamótamaður á því sviði. Hann varð einnig fyrstur manna til að marka leið til bæjarmenningar á íslandi. Jafn- skjótt og hann byrjaði að versla, sem var 1881, komu í ljós margvís- legar nýjungar áður óþekktar hér á landi, og ef einkenna ætti þær í einu lagi kæmi helst til greina orðið siðb<)t. Allt er þetta ítarlega rakið í riti mínu um Þorlák, Ur heimsborg í Grjótaþorp. Minna má á þessi ummæli: Sérstaða Þorláks „er fólgin i næmleika hans fyrir veilunum í íslensku þjóðlífi, glöggskyggni hans á úrræði til umbóta og nýstárlegum hugmyndum um þýð- ingarmikil framtíðarverkefni landsmanna. — Á því tímabili, sem Þorlákur Ó. Johnson starfaði hér á landi, mun vera leitun á manni, sem imprað hefur á jafn- mörgum framtíðarverkefnum þjóðarinnar og verið jafnframt svo naskur, að þau hafa öll öðlast þegnrétt í framkvæmdum lands- manna og þar með sannað gildi sitt“. Hér skal aðeins minnt á: Hálfri öld áður en Eimskipafélag Islands tók til starfa, eða 1865, hreyfði Þorlákur þeirri hugmynd, að stofnað væri almenningshlutafé- lag til kaupa á gufuskipi, er haft væri í flutningum milli landa og með ströndum fram. Hann eygði fyrstur manna þýðingu þess að selja lifandi fé til Bretlands og gerði fyrstur tilraun með sölu á ísfiski þangað. Ef þakka á ein- hverjum einum manni stofnun verslunarskóla, kemur ekki annar til greina en Þorlákur. Margoft ræddi hann þessa hugmynd og sagði þá eitt sinn: „Vor innlenda verslunarstétt þarf að fá meiri menntun og þekkingu, og til þess að ná því augnamiði álít ég nauðsynlegt, að vér hefðum versl- unarskóla í Reykjavík." Margt skrifaði Þorlákur um verslun og eitt sinn á þessa leið: „Til þess að efla framfarir í verslun og viðskiptum er ekkert því líkt sem sameiginlegir kappsmunir manna að bæta at- vinnuvegina, því að atvinnuveg- irnir skapa verslunina, jafnvel þar sem engin verslun var áður, held- ur eintóm auðn og örbirgð. Fram- farir í verslun eru sömu lögum háðar eins og allar atvinnugreinir manna.“ Kona Þorláks var Ingibjörg, dóttir Kristínar Bjarnadóttur og Bjarna Bjarnasonar, bónda á Esjubergi. Þau settu saman bú í Lækjargötu 4 og bjuggu þar alla tíð. Árið 1892 varð Þorlákur að hætta verslun sinni sökum heilsu- brests og komst ekki á ný til starfa, þótt hann ætti enn ólifað mörg ár, því að hann lést ekki fyrr en 1917. — Um hann látinn sagði Ólafur Björnsson ritstjóri, er var heimagangur í Lækjargötu 4 og leikbróðir sonanna þar: „Það er erfitt að hugsa sér Reykjavík á þeim árum án Þorláks, því að hann var lífið og sálin í öllum félagsskap." IV Börn Ingibjargar og Þorláks voru fimm, sem upp komust, og var Ólafur þeirra næstyngstur, fæddur 29. maí 1881, og er því næstkomandi föstudag öld liðin frá fæðingu hans. — Eftir að Þorlákur veiktist kom í hlut Ingi- bjargar að sjá heimilinu borgið, því að eignir verslunarinnar nægðu einungis fyrir skuldum. Fyrst í stað rak hún í húsi sínu veitingastofuna Hermes og fékk sér prjónavél, líklega þá fyrstu sem keypt var til Reykjavíkur, og prjónaði mikið með aðstoð dætra sinna. Síðan stofnaði hún Verslun Ingibjargar Johnson og rak hana þar til hún féll frá 1920, en eftir það var verslunin lengi í eigu barna hennar. Systkini Ólafs voru: Sigríður, er fyrst var gift Ólafi Hauki Bene- diktssyni, en síðar Einari Arn- órssyni hæstaréttardómara, Kristín, kona Vilhelms Bernhöft tannlæknis, Áslaug, gift Sigfúsi Blöndahl aðalræðismanni, og Bjarni, lögfræðingur, um skeið sýslumaður Dalamanna. Haustið 1894 byrjaði Ólafur nám í Lærða skólanum, en um miðjan vetur 1897, þegar hann var í 3. bekk, fór fyrir honum eins og föður hans, að hann varð afhuga að halda þar lengur áfram námi, og stefndi hugur hans þegar að verslunarstörfum. Thomsens Magasin var þá með stærstu verslunum í Reykjavík. Fór Ólafur nú á fund Ditlev Thomsens og falaði starf hjá fyrirtæki hans. Thomsen vildi sjá rithönd Ólafs, en hann stóðst ekki prófið. Thom- sen hafði aðeins not fyrir snilld- arskrifara. — Við svo búið fór móðir Ólafs á fund Sigfúsar Ey- mundssonar, en hann var góðvin- ur þeirra hjóna, og leitaði ráða hjá honum um atvinnu fyrir soninn. Sigfúsi leist best á, að hann lærði prentmyndagerð, því hérlendis væri enginn, sem kynni þá iðn. Var leitað til fyrirtækis í Glasgow í því skyni, og var það reiðubúið að taka Ólaf í læri, en sökum kostn- aðar gat hann ekki ráðist í það. Sigfús tók þá Ólaf sem nemanda á ljósmyndastofu sína, en henni stjórnaði þá Daníel Daníelsson, síðar dyravörður í stjórnarráðinu. Samtímis Ólafi voru þrír menn þar við nám, sem allir urðu síðar kunnir ljósmyndarar. En þeir voru Jón Guðmundsson í Ljár- skógum, Friðrik Gíslason í Vest- mannaeyjum og Ingimundur Eyj- Heildverslun Ó. Johnson & Kaaber eignaöist þessi hús í Hafnarstræti 1915 og flutti í þau sama áriö.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.