Morgunblaðið - 28.05.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAI 1981
17
ólfsson, er fluttist til Noregs og
ílentist þar. Snemma árs 1898
afréð Ingimundur að fara austur
fyrir fja.ll og ljósmynda í Þorláks-
höfn á vertíðinni og um vorið og
sumarið á Eyrarbakka og Stokks-
eyri. Réð hann Ólaf með sér til
þessarar ferðar fyrir fast kaup.
Var liðið á sumar, þegar þeir
komu úr þessum ljósmyndaleið-
angri.
Guðrún, föðursystir Ólafs, ekkja
séra Steingríms Jónssonar í
Otradal, var lengi búsett í Dan-
mörku. Þegar Ölafur kom að
austan, lágu fyrir honum boð um,
að hún hefði útvegað honum starf
hjá ljósmyndara í Kaupmanna-
höfn. Varð það til þess að Ólafur
fór utan haustið 1898. Hann átti
að hafa 70 krónur í kaup á
mánuði, en að fjórum mánuðum
liðnum hafði hann ekki fengið
greiddar nema 20 krónur og voru
þá eyddir peningar þeir, sem hann
hafði getað haft með sér að
heiman. En þá kom bréf frá móður
hans, þar sem hún tjáði honum, að
Ásgeir Sigurðsson, forstjóri Edin-
borgarverslunar og mikill vinur
Þorláks, hefði auglýst eftir manni
til starfa hjá fyrirtækinu í Leith.
Tveir Skotar, Copland & Berrie,
höfðu stofnað Edinborgarverslun
þrem árum áður, og hafði hún
mikið umleikis. Um fyrrgreint
starf höfðu margir sótt, en Ásgeir
hafði heitið Ingibjörgu, að Ólafur
skyldi fá það, ef hann æskti og boð
kæmu frá honum í tæka tíð.
Ólafur hafði orð á því síðar, að
hann hefði aldrei fengið kær-
komnara bréf, því að ætíð hefði
hugur sinn staðið til verslunar-
starfa. Er skemmst af að segja, að
Ólafur var kominn til Leith í
byrjun mars 1899 og hafði þá
ráðið sig til þriggja ára hjá
Copland & Berrie. Kaupið var lágt,
eða 15 shillingar og 4 pence á viku,
en fyrir fæði og húsnæði þurfti
hann að greiða 12 shillinga, sem
þótti ódýrt. Fyrsta kastið var lagt
fyrir hann að svara dönskum
verslunarbréfum. Hann bar kvíð-
boga fyrir að geta ekki leyst það
starf nægilega vel af hendi. En
Ólafur Haukur, mágur Ólafs, en
hann var þá ytra, stappaði í hann
stálinu og sagði fujlnægjandi að
þýða efnislega. Fór Ólafur að hans
ráði, er dugði vel. Veturinn
1899—1900 var hann á námskeið-
um í ensku og þýsku, en einkan-
lega í bókfærslu. Þegar fram í
sótti vann Ólafur öll dagleg störf á
skrifstofu Copland & Berrie, en
það voru bréfaskriftir og bókhald
og fékk við hvort tveggja mikla
æfingu.
Sumarið 1900 var afráðið, að
Ólafur færi til íslands og starfaði
á skrifstofu Edinborgar og skyldi
kaupið vera 70 krónur á mánuði.
Að þrem misserum liðnum var
hann orðinn þar gjaldkeri og
skrifstofustjóri, og voru árslaunin
1500 krónur, sem þá þótti mikið.
Umsvif Edinborgar voru þá orðin
mjög mikil í sambandi við fisk-
verslun, en hún átti mörg þilskip
og keypti auk þess fisk til verkun-
ar.
Skömmu eftir að Ólafur var að
nýju sestur að í Reykjavík, ákvað
hann að þreifa fyrir sér með að
gefa út póstkort með íslenskum
myndum. Til liðs við sig fékk hann
æskuvin sinn og leikfélaga, Carl
Finsen. Myndir fengu þeir hjá
Sigfúsi Eymundssyni og voru þær
fyrstu af Gullfossi, Geysi og Þing-
völlum. Kortin létu þeir gera. í
Þýskalandi og voru sum í lit, en öll
voru þau seld við sama verði, eða
10 aura stykkið, og aðallega í
umboðssölu, en umboðslaunin
voru 10%. Þar sem þessi viðskipti
lánuðust vel, vildi Ólafur brátt
auka þau, og fékk hjá Sigfúsi 60
myndir til að gera kort eftir. En í
svo mikla kortaútgáfu gátu þeir
ekki ráðist nema með lánsfé og
hvar átti að fá það. Carl var
vantrúaður á, að fé fengist til
þeirra hluta, en Ólafur taldi
sjálfsagt að reyna á það og heita á
hurðir Tryggva Gunnarssonar
bankastjóra. Olafur fór nú í fyrsta
skipti með víxil í banka, og var
upphæðin 600 krónur. Víxillinn
var keyptur og kortaútgáfan jókst
að mun.
Meðan Ólafur var í Skotlandi
hafði hann kynnst kvikmyndum.
Árið 1903 afréð hann að kaupa
tæki til kvikmyndasýninga og
fékk í félag við sig Magnús
Ólafsson ljósmyndara, Hans Hoff-
mann og Ásgeir Sigurðsson. Húsið
„Báran“ var leigt til sýninga og
voru þeir Magnús, Ólafur og Hans
allir við að sýna, en Ásgeir var
fjárhagslegur bakhjarl. Þessari
nýjung var tekið vel, en sökum
þess hve skilyrði voru slæm til
sýninga, einkanlega í sambandi
við ljósin, varð ekki áframhald á
þessari framkvæmd.
V
Vorið 1902 kom danskur maður
til starfa hjá Ditlev Thomsen, en
sá hét Ludvig Kaaber og var
lærður í verslunarfræðum. Hann
starfaði í fjögur ár hjá Thomsen
og urðu Ólafur og Kaaber þá vel
kunnugir. — Á þessum árum
voraði vel í íslensku þjóðlífi.
Stjórn landsins fluttist heim, Is-
landsbanki var stofnaður og með
honum jukust mikið fjárráð til
framkvæmda, fiskiflotinn var
byrjaður að vélvæðast, togaraöld
var að hefjast og síðast en ekki
síst — landið tengdist umheimin-
um — einangrunin var rofin með
tilkomu símans. Ólafur Johnson
og Ludvig Kaaber taka höndum
saman og stofna, 23. september
1906, Heildverslun Ó. Johnson &
Kaaber. Sex dögum síðar fer
fyrsta símskeytið milli Reykjavík-
ur og Kaupmannahafnar. Fyrir-
tæki þeirra félaga var skrásett í
Reykjavík 30. nóvember þá um
haustið. Sem dæmi um, hve margt
var að gerast um þessar mundir,
má geta þess, að sama daginn og
Ólafur og Kaaber stofna heild-
verslun sína, sem er eitt af elstu
starfandi slíkra fyrirtækja hér á
landi, var lagður hornsteinn að
safnahúsinu við Hverfisgötu, ein-
hverri fegurstu byggingu, sem
reist hefur verið hér á landi.
Áður en símasamband við út-
lönd komst á var illkleift að reka
umboðs- og heildverslun, og átti
sú framkvæmd því mestan þátt í,
að þeir félagar réðust í að hasla
sér völl á þeim vettvangi. Haustið
1906 tóku Ólafur og Kaaber sér
ferð á hendur til Englands og
Þýskalands til þess að afla sér
viðskiptasambanda og fá umboð
fyrir verksmiðjur, sem framleiddu
vörur, er hér var þörf fyrir. Léttur
var malur þeirra, þegar þeir lögðu
upp í þessa könnun. Þeim var
Ingibjörg, móðir Ólafs
yfirleitt vel tekið í fyrrgreindum
löndum, en þar hugðust þeir
einkum kaupa tóbaksvörur, rúg-
mjöl og ýmsar nýlenduvörur. En
Islandsverslun í Danmörku var í
föstum skorðum, sem erfitt virtist
að hreyfa. Sölu á öllum algengum
vörum réðu svokallaðir „kommiss-
ionerar", en þeir keyptu vörur í
gegnum miðlara. Að gamalli venju
voru sérstakir miðlarar fyrir
danskar og útlendar vörur og enn
aðrir fyrir íslenskar afurðir.
Ólafi var lengi minnisstætt,
hvernig tekið var á móti honum og
Kaaber, þegar þeir komu til aðal-
firmans, sem verslaði þar með
nýlenduvörur. Þeir kynntu sig sem
verðandi kaupsýslumenn á íslandi
og gleymdu ekki að geta símans,
sem yrði til að gerbreyta þar allri
verslun. Ekki bauð forstjórinn
þeim sæti, en mældi þá út með
fyrirlitningarsvip og svaraði
þannig: „De taler som om verden
vil komme til at staa paa hovedet
fordi at Island har faaet telegraf-
forbindelse". — Síðan bætti hann
því við, að verslun sín við ísland
mundi framvegis vera óbreytt. En
síðar varð annað upp á teningi hjá
þessum Dana, eins og vikið verður
að hér á eftir. Dönsk fyrirtæki
neituðu algerlega fyrst í stað að
afgreiða pantanir frá Ó. Johnson
& Kaaber, jafnvel þótt greiðsla
fylgdi með. Eitt sinn var t.d.
Brödrene Braun send pöntun á
einni mottu af neftóbaki að upp-
hæð kr. 58,50. Greiðsluna fengu
þeir aftur, en ekkert tóbakið.
Síðar urðu viðskipti Ó. Johnson &
Kaaber við Brödrene Braun marg-
föld á við nokkurn á íslandi, og
svo fór um fleiri verksmiðjur og
verslanir í Danmörku. „Kommiss-
ionerarnir" áttuðu sig fljótt á, að
ekki var til langframa stætt á að
banna verksmiðjum að afgreiða
vörur til íslenskra verslana.
Ó. Johnson & Kaaber var til
húsa í Lækjargötu 4 og var
firmanafnið á ógagnsæju gleri í
glugganum. Margur átti erfitt
með að skilja, að verslun væri þar
innan veggja úr því engin var
búðin. Samhliða umboðsverslun
var rekin heildverslun og í upp-
hafi aðallega með kaffi, kaffibæti,
niðursoðna mjólk, sem þá var
mikið notuð hér, osta, ýmsar
tóbaksvörur og ótal margt fleira.
— En af eftirfarandi má ráða
hvert stefnt var:
Eitt sinn heimsótti Ólaf einmaf
hæstráðandi mönnum í verslun-
arstétt Dana og kvaðst eiga að
útvega stærstu og bestu nýlendu-
vöruverslun í Danmörku umboðs-
mann á íslandi og kæmi hann
fyrst til Ó. Johnson & Kaaber
þeirra erinda. Síðan greindi hann
frá firmanu, og reyndist það þá
vera það sama, sem þeir félagar
höfðu heimsótt í fyrstu verslunar-
ferð sinni, þar sem þeim hafði ekki
einu sinni verið boðið sæti. Ekki
greindi Ólafur gestinum frá mót-
tökunum, sem þeir Kaaber höfðu
fengið, en brosti aðeins og sagði:
„Vilt þú nú með alla þína reynslu í
viðskiptum milli íslands og Dan-
merkur segja mér, hvaða vörur við
gætum selt hér fyrir viðkomandi
fyrirtæki? Hann nefndi kaffi, og
sagði ég honum þá, að það keypt-
Þorlákur, faðir Ólafs
um við í þúsund sekkja tali frá
Brasilíu. Þá minntist hann á
strásykur, og fræddi ég hann á, að
við keyptum hann frá Kúbu og
létum „raffinera" í Liverpool á
Englandi. Að lokum taldi hann
kandís, sem mikið væri notaður á
Islandi. Sagði ég honum, að hann
keyptum viö frá Belgíu, þar sem
hann væri framleiddur. Þakkaði
ég honum síðan vinsamlegt boð og
bað hann fyrir kveðjur."
Eins og sjá má af þessari
orðræðu var versluninni keppi-
kefli að fá sem flestar vörur frá
upprunalandinu og án milliliða,
sem áður hafði verið mikið til
óþekkt. En breytingin var fólgin í
fleiru, og hefur Ólafur, sem var
þeim hnútum kunnugastur, lýst
henni m.a. þannig:
„Talsvert var af dönskum versl-
unum, og af þeim voru helstar J.P.
Bryde og H.P. Duus. Ekki leið á
löngu áður en þær fóru að láta í
minni pokann, og svo fór, að þær
hurfu allar algerlega og ekkert var
eftir nema íslenskar verslanir.
Þetta má eingöngu þakka islensku
heildverslununum, enda skiljan-
legt, þegar athuguð er sú mikla
breyting, sem hér varð á öllum
verslunarháttum. Tökum t.d.
verslanir þær, sem nefndar voru.
Öll þeirra innkaup fóru fram í
Danmörku og lítið mun hafa verið
hugsað um að kaupa á heppi-
legasta tíma, en það leiðir af
sjálfu sér, að verð, t.d. á sykri,
kaffi, hveiti og ýmsum matvörum
er afar breytilegt á hinum ýmsu
árstímum, og ríður því mikið á að
reyna að gera sér ljóst, hvenær
heppilegast mun vera að kaupa. í
því er kaupmennska ekki síst
fólgin og gerir samkeppni mögu-
lega. Svo fóru því leikar, að þessir
dönsku kaupmenn, sem sátu mest-
an tímann úti í Kaupmannahöfn,
keyptu allar sínar vörur þar og
það jafnvel á óheppilegasta tíma
ársins, hurfu alveg af sjónarsvið-
inu, gátu alls ekki keppt við
íslenska smákaupmenn, sem gerðu
öll sín innkaup hjá hinum ísl.
umboðs- og heildverslunum, sem
ekki einungis keyptu vöruna á
þeim stöðum, þar sem hún var
framleidd og því ódýrust, heldur
kappkostuðu að gera innkaupin á
sem allra heppilegasta tíma.
Til þess að skýra þetta betur,
skal bent á, að í Reykjavík spratt
upp fjöldi smáverslana eftir að
íslenskar heildverslanir hófu
starfsemi sína, og eru mér einkum
í huga tvær. Önnur var rekin af
manni, sem áður vann „á eyrinni",
en hin af bónda austan úr sveit.
Hvorugur þessara manna hafði
verslunarmenntun, en þeir voru
heiðarlegir og duglegir menn.
Verslanir þeirra döfnuðu með af-
brigðum vel á meðan dönsku
verslanirnar, hver af annarri,
urðu að leggja niður starfsemi
sína. Af þessu má sjá hver að-
stöðumunur varð á að starfrækja
smásöluverslun eftir að síminn
hafði gert mönnum kleift að reka
hér heildverslun þá jafnframt
hvern þátt stofnun slíkra umboðs-
og heildverslana átti í að gera
verslunina innlenda."
Heildverslun Ó. Johnson & Ka-
aber var til húsa í Lækjargötu 4
fast að áratug og á sama tíma var
vörugeymsluhús hennar í Kola-
sundi. En 1915 keypti verslunin
eignir Brydeverslunar í Hafnar-
stræti og hafði þar bækistöðvar
sínar svo lengi sem Ólafur lifði, og
reyndar töluvert lengur. Samtímis
og innflutningur verslunarinnar
jókst árlega og vörutegundum
fjölgaði, byrjaði hún útflutning,
fyrst í stað einkum á landbúnað-
arvörum. Á árunum 1910—1915
seldi hún mikið magn af ull til
Ameríku, en slík viðskipti voru þá
áður óþekkt. Við þessi kaup hækk-
aði ull töluvert í verði miðað við
sem verið hafði á Evrópumarkaði.
Sökum þess hve mikið magn var
um að ræða, hafði Ó. Johnson &
Kaaber ekki bolmagn til að kaupa
ullina og hafði hana því í um-
boðssölu. Einnig seldi verslunin
mikið af fiskmjöli til Ameríku og
árið 1923 hófst lýsissala þangað,
sem varð til þess, að fyrirtækið
stofnaði lýsisbræðslu. Áður höfðu
Norðmenn keypt mikið af lýsinu
og síðan selt það sem norskt lýsi
til Ameríku. Ólafi tókst að fá
Ameríkumenn til að kaupa lýsið
gegn íslensku matsvottorði og
auðveldaði það mikið lýsisverslun-
ina til Bandaríkjanna. I mörg ár
seldi fyrirtækið allar gærur fyrir
Sláturfélag Suðurlands, og enn-
fremur seldi það mikið af saltkjöti
til Noregs og hesta til Danmerkur.
Áður en vikið er að athöfnum
Ólafs á styrjaldarárunum fyrri og
síðari, er rétt að víkja að Kaab-
erskaffinu, sem allir kannast við.
Kaffibrennsla fyrirtækisins var
stofnsett 1924 og voru upphaflega
keyptar til hennar vélar af bestu
tegund frá Þýskalandi og síðar
stærri og enn betri vélar. — Hinn
alþekkta Ludvig David-kaffibæti
flutti fyrirtækið inn frá Þýska-
landi, en hann hafði lengi áður
verið keyptur af miðlurum í Dan-
mörku. Sökum þess að ísl. stjórn-
völd lögðu árið 1930 hömlur á
þennan innflutning og fleiri vörur,
keypti Ó. Johnson & Kaaber
einkarétt til að framleiða Ludvig
David og 1932 var komið upp
verksmiðju í því skyni.
VI
Ólafur Johnson var einn af
helstu frumkvöðlum að stofnun
Eimskipafélags íslands, en fljótt
ásannaðist, að með því framtaki
var stigið mikið happaspor, sem
síðan hefur ekki látið sig án
vitnisburðar. Hann var ennfremur
í stjórn þess fyrstu árin.
Fram að heimsófriðnum fyrri
höfðu mest öll viðskipti Islendinga
verið við ýmis lönd í Norðurálfu,
en eftir að hann var skollinn á, var
óttast, að þær leiðir mundu lokast.
Af þeim sökum kaus Alþingi
svokallaða Velferðarnefnd, er átti
að vera ráðherra til aðstoðar, sem
þá var Sigurður Eggerz. Hann
SJÁ NÆSTU SÍÐU