Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1981
Stýrimannaskólinn í Reykjavik 90 ára:
Jónas Sigurðsson læt-
ur af skólast jórn
STÝRIMANNASKÓLANUM í
Reykjavík var slitiA í 90. sinn
föstudaninn 22. maí. Art þessu sinni
voru óvenju mariíir (festir
viðstaddir skólaslit. í upphafi
minntist skólastjóri, Jónas Sík-
urósson. þeirra sjómanna er látist
höfðu á skólaárinu. Aö þvi loknu
Kaf hann yfirlit yfi^ starfsemi
skólans á skólaárinu.
Alls voru í skólanum 150 nemend-
ur þegar flestir voru. Af þeim voru 3
stúlkur. Á ísafirði starfaði 1. stigs
deild í tengslum við Iðnskólann þar
og sóttu hana 8 nemendur. Utan
venjulegrar stundaskrár voru hald-
in nokkur námskeið við skólann og
auk þess fengu nemendur skólans að
fylgjast með aðgerðum á slysadeild
Borgarspítalans. Ennfremur fóru
nemendur 2. og 3. stigs æfingaferðir
með varðskipum ríkisins.
Pfofi 1. stigs luku 56 nemendur
auk 6 á Isafirði. Prófi 2. stigs luku
49 og 3. stigs 33.
Efstur á prófi. 3. stigs var Páll
Ægir Pétursson, 9,87, og hlaut hann
verðlaunabikar Eimskipafélags Is-
lands, farmannabikarinn. Efstur á
prófi 2. stigs var Þórður Örn
Karlsson, 9,71. Hlaut hann verð-
launabikar Öldunnar, Öldubikarinn.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna veitti verðlaun fyrir hæstu
einkunn í siglingafræði, fiskimanni
á 2. stigi, og hlaut þau Þórður Örn
Karlsson, klukku með loftvog.
Bókaverðlaun úr Verðlauna- og
styrktarsjóði Páls Halldórssonar
skólastjóra hlutu eftirtaldir nem-
endur. Á 3. stigi: Ágúst A. Ragn-
arsson, Jón Elíasson og Páll Ægir
Pétursson. Á 2. stigi: Daði Jóhann-
esson, Gunnar Júlíusson, Ólafur
Haraldsson, Pétur M. Pétursson,
Sigurður Ólafsson, Þórður Örn
Karlsson og Þorsteinn Jafetsson.
Danska sendiráðið veitti bókaverð-
laun fyrir góða frammistöðu í
Jónas Sigurðsson.
dönsku þeim Ágústi Á. Ragnars-
syni, Daða Jóhannessyni og Gunn-
ari Júlíussyni. Auk þess veitti skól-
inn Guðmundi Bárðarsyni, for-
manni skólafélagsins, bókaverðlaun
fyrir störf í þágu nemenda og
skólans.
Eftir afhendingu skírteina og
verðlauna ávarpaði skólastjóri nem-
endur og lagði áherslu á þá ábyrgð
og skyldur sem skipstjórnarstarfi
fylgja. Auk þess minntist hann 90
ára starfsferils skólans, brautryðj-
endanna, skólastjóra skólans og
kennara og þeirra tímamóta sem
stofnun skólans markaði í þjóðlíf-
inu.
Ráðuneytisstjóri Menntamála-
ráðuneytisins, Birgir Thorlacius,
flutti ávarp, minntist 90 ára afmæl-
is skólans, flutti kveðjur mennta-
málaráðherra og bók að gjöf til
Jónasar Sigurðssonar skólastjóra
sem nú er að láta af skólastjórn
sökum aldurs. Þakkaði hann Jónasi
ágætt starf í þágu skólans. Jónas
Síðustu sýningar
á „Barn í garðinum“
Á fostudagskvöldið sýnir Leikfélag
Reykjavíkur handaríska leikritið
BARN f GARÐINUM eftir Sam
Shepard i næst síðasta sinn á þessu
leikári. Fyrir þctta lcikrit fékk
höfundurinn Pulitzer-verðlaunin
1979.
Leikarar í þessari sýningu L.R.
eru: Steindór Hjörleifsson, Margrét
Ólafsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson,
Sigurður Karlsson, Hjalti Rögn-
valdsson, Hanna María Karlsdóttir
og Guðmundur Pálsson. Leikstjóri
sýningarinnar er Stefán Baldursson.
Leiðrétting
RANGT var farið með aldur Júlí-
usar Everts fyrrum kaupmanns er
Mbl. greindi frá andláti hans sl.
þriðjudag. En hann var fæddur 27.
janúar árið 1896 og var því á 86.
aldursári, en ekki 76 ára eins og
sagt var í fréttinni.
Síðasta sýningin verður svo annan
föstudag.
Prófprédikanir
í háskólanum
í VOR verða brautskráðir frá
lláskóia íslands átta kandidatar í
guðfræði. Á morgun, föstudaginn
29. maí, flytja þeir prófprédikanir
sínar í Háskólakapellunni.
Hópum verður skipt og hefst fyrri
athöfnin kl. 14, og þá prédika Dalla
Þórðardóttir, Hreinn Sk. Hákonar-
son, Jón Ragnarsson og Oddur
Einarsson. Klukkan 15.30 prédika
Agnes M. Sigurðardóttir, Hanna
María Pétursdóttir, Ólafur Þ. Hall-
grímsson og Rúnar Þór . Egilsson.
Organisti við athöfnina er Jón
Stefánsson. Kapellan er opin al-
menningi.
Stúdentasamband V.Í.:
Sveinn Jónsson endur-
kjörinn til formennsku
STÚDENTASAMBAND Verzlun-
arskóla íslands hélt aðalfund
mánudaginn 18. maí i skólahúsinu
við Grundarstíg. Sveinn Jónsson
endurskoðandi var endurkjörinn
formaður fyrir næsta starfsár og
meðstjórnendur Valdimar Her-
geirsson. Ævar Guðmundsson, Örn
Marinósson og Andrés R. Krist-
jánsson.
Þá voru Gunnar Zoéga og Helgi
Magnússon kjörnir endurskoðendur.
Á fundinum var ákveðið að stofna
*v>!nn<mr*nwniÁA I1IW ^ *• TAr» ílíolö OAn
fyrrverandi skólastjóra í virðingu
og þakklætisskyni fyrir ómetanlegt
starf hans í þágu Verzlunarskóla
Islands. Er sjóðnum ætlað að
hlynna að hugvísindagreinum í
skólanum m.a. með styrkjum og
verðlaunaveitingum.
Stúdentasambandið mun að venju
halda fagnað í tilefni af brautskrán-
ingu stúdenta frá skólanum. Stúd-
entafagnaðurinn fer að þessu sinni
fram laugardaginn 30. maí að Hótel
Sögu (Lækjarhvammi) og hefst með
KnrAVioM! Irl 1 O QO
svaraði og þakkaði ágætt samstarf
við ráðuneytið á liðnum árum og
sérstaklega þátt ráðuneytisstjóra
við að efla tækjakost skólans.
Frú Þóra Havsteen færði skólan-
um uppstoppaðan fálka sem sonur
hennar, Júlíus B. Havsteen, hafði
átt. Júlíus lauk farmannaprófi frá
skólanum 1968 en lést 18. maí 1977,
þá 34 ára.
Söngferð Skaftfell-
inga og Rangæinga
Ari Jónsson hafði orð fyrir 40 ára
próftökum sem gáfu skólanum
stækkað skólaspjald af nemendum
skólans og kennurum frá 1941.
25 ára próftakar færðu skólanum
málverk eftir Jónas Guðmundsson
sem var einn af þeim félögum. Orð
fyrir þeim hafði Sigurður Hall-
grímsson.
Próftakar, farmenn frá 1968 gáfu
skólanum mynd af Jónasi Sigurðs-
syni skólastjóra, málaða af Örlygi
Sigurðssyni. Var hún gefin í tilefni
af sjötugsafmæli Jónasar og 90 ára
afmæli skólans.
Til minningar um bekkjarbróður
sinn, Sæmund Helgason, gáfu 10 ára
nemendur úr 2B fjárhæð í styrkt-
arsjóð nemenda og 10 ára farmenn
gáfu fjárhæð í Tækjasjóð skólans.
Bekkjarbræður Gunnars Val-
geirssonar frá árunum 1977—’80
gáfu skólanum til minningar um
hann loftvog, rakamæli og klukku
auk fjárhæðar. Gunnar lauk far-
mannaprófi á síðastliðnu vori en
fórst í bílslysi skömmu síðar. Har-
aldur Jónasson hafði orð fyrir þeim.
Jónas Guðmundsson stýrimaður,
rithöfundur og málari færði skóla-
stjóra málverk eftir sig að gjöf frá
sér og skólafélögum sínum. Mál-
verkið kallar Jónas Verklok og
hlýtur skólastjóri það í tilefni af
sjötugsafmæli sínu og verklokum
sem skólastjóri.
Þorgeir Pálsson formaður skóla-
nefndar, Andrés Guðjónsson skóla-
stjóri Vélskóla Islands og Helgi J.
Halldórsson stýrimannaskólakenn-
ari þökkuðu Jónasi Sigurðssyni
skólastjora ágæta samvinnu á liðn-
um árum og árnuðu honum allra
heilla í framtíðinni.
Markús Þorgeirsson skipstjóri
þakkaði skólastjóra og elstu kenn-
urum skólans, lífs og liðnum, góða
handleiðslu á námsárum sínum og
árnaði skólanum heilla.
Blóm bárust frtKvenfélagi Öld-
unnar og fulltrúaráði Sjómanna-
dagsins í Reykjavík í tilefni af 90
ára afmæli skólans.
Að lokum þakkaði skólastjóri
kennurum og öðru starfsfólki ágætt
samstarf á liðnum árum. Sérstak-
lega minntist hann Hafsteins Berg-
þórssonar sem allra manna lengst
var prófdómari við skólann, eða 46
ár. Hann færði skólanefndinni
þakkir fyrir samvinnu og áhuga
sýndan málef/ium skólans. Nemend-
um öllum þakkaði hann ánægjuleg
kynni á starfsferli sínum, óskaði
væntanlegum eftirmanni sínum
velfarnaðar og skólanum allra heilla
á ókomnum árum. Gestum þakkaði
hann komuna og ágætar gjafir og
sagði skólanum slitið. Eftir skólaslit
veitti skólinn kaffi sem Kvenfélag
Öldunnar annaðist.
LAUGARDAGINN 30. maí íara
Söngfélag Skaftfellinga og Kór
Rangæingafélagsins í Reykjavík
saman í söngferð austur í Skafta-
fellssýslu.
Sungið verður á tveimur
stöðum, fyrst í Vík í Mýrdal kl.
14.00 og síðan á Kirkjubæjar-
klaustri á laugardagskvöldið kl.
21.00.
SKÓLASLIT Söngskólans I
Reykjavík verða laugardaginn
30. mai n.k. kl. 17.00 i Tónleika-
sal Söngskólans, að Ilverfisgötu
44.
í vetur stunduðu 110 nemendur
nám við skólann, þar af 15 í
og erlend lög. Koma kórarnir fram
til skiptis í byrjun tónleikanna en
í lokin syngja þeir saman nokkur
lög, þar á meðal héraðssöngva
Skaftfellinga og Rangæinga.
Þetta er í annað sinn sem
kórarnir fara saman í söngferð og
taka þátt í henni um 90 kórfélag-
ar. Söngstjórar í förinni eru Þor-
valdur Björnsson, Þóra Guð-
mundsdóttir og Njáll Sigurðsson.
framhaldsdeild (kennara- og ein-
söngsdeild).
Stigpróf voru tekin tvisvar í
vetur. I desember og maí. í des.
tóku 15 nemendur próf á milli
stiga og 4 nemendur lokapróf frá
skólanum, einn í einsöng og 3 í
einsöngskennslu. Þessir nemendur
hafa allir haldið sína lokatónleika.
Prófdómari var Philiph R. Pfaff.
I prófunum nú í mái tóku 62
próf á milli stiga og stóðust 52. 7
nemendur tóku lokapróf, þ.e. ein-
söngs eða kennarapróf og stóðust
4. Prófdómari að þessu sinni var
Raymond Thorpe. Nemendur úr
einsöngsdeild og kennaradeild
munu á næstunni halda sína
lokatónleika.
Styrktartónleikar vetrarins, og
jafnframt lokatónleikar þessa
skólaárs, verða í Gamla bíói laug-
ardaginn 30. maí nk. kl. 14.00. Þar
koma fram nemendur allt frá
byrjendum til einsöngsdeildar og
flytja fjölbreytta söngskrá.
Styrktarfélögum hafa þegar verið
sendir aðgöngumiðar, en auk þess
verður miðasala við innganginn.
Skólaárinu lýkur síðan með
lista- og lukkukvöldi í Söngskólan-
um kl. 20.30 sama kvöld., þ.e.
laugard.kv. 30. maí. Áður hafði
komið fram í bréfi til styrktarfé-
laga að lokakvöldið yrði á Hótel
Sögu sunnudagskvöldið 31., en það
verður í skólanum að venju.
Kvöldið verður „írskt kvöld" og
skemmtiatriði og „stemming“ í
þeim anda. Á þessu lista- og
lukkukvöldi verður dregið í lukku-
leik skólans, ýmis skemmtiatriði
verða og fjöldasöngur.
(Fréttatilkynning)
Píanótónleikar
Á efnisskránni eru ýmis innlend
Skólaslit Söngskólans í Reykjavik:
Lokatónleikar
og listakvöld
Orgeltónleikar i Landakotskirkju
ÞANN 28. maí, uppstigningardag, kl. 9 síðdegis verða orgeltónieikar
í Landakotskirkju. Organisti Háteigskirkju Orthuif Prunner mun
leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Nicolas de Grigny, César
Franck og Olivier Messiaen.
Á efnisskránni eru verk eftir: Johann Sebastian Bach (1685—1750),
Nicolas de Grigny (1671—1703), César Franck (1822—1890) og Olivier
Messiaen (1908—).
á Kjarvalsstöðum
MANUDAGINN 1. júní kl. 21.00
heldur Selma Guðmundsdóttir pí-
anótónleika að Kjarvalsstöðum.
Á efnisskránni eru verk eftir
Chopin, Schumann og Beethoven.
Selma Guðmundsdóttir hóf nám
í píanóleik við Tónlistarskólann á
ísafirði. Árið 1963 varð hún nem-
andi við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Fyrst var hún nemandi
Ásgeirs Beinteinssonar, en síðan
stundaði hún nám undir leiðsögn
Árna Kristjánssonar um margra
ára skeið. Selma lauk einleikara-
prófi frá skólanum árið 1972. Á
árunum 1973—76 stundaði hún
framhaldsnám hjá prófessor Hans
Leygraf í Salzburg og Hannover.
Ennfremur hefur hún sótt nám-
skeið í píanóleik hjá Frantisek
Rauch í Prag og Pierre Sancan í
Nice.
Selma hefur áður haldið ein-
leikstónleika í Reykjavík og víðar
á Islandi, m.a. á vegum Tónlistar-
félap'sins í Revkiavík 1977. Auk
Selma Guðmundsdóttir
þess hefur hún haldið einleiks-
tónleika í Svíþjóð þar sem hún
hefur verið búsett undanfarin ár.