Morgunblaðið - 28.05.1981, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL
Iðnþróunarsjóöur 1980:
Af greidd 49 lán að upp-
hæð 4.357 milljónir kr.
Hins vegar bárust 63 nýjar umsóknir
að upphæð um 6.325 milljónir kr.
IÐNÞRÓUNARSJÓÐI bár
ust á síðasta ári alls 63 nýjar
umsóknir að upphæð um
6.325 milljónir króna. en alls
Fiskiskipa-
stóllinn
stækkaði
í íslcnzka fiskiskipastólnum
cru nú alls 970 þilfarsskip og þau
cru samtals 187.327 brúttórúm-
lcstir að stærð. bilfarsskip undir
100 hrúttórúmlcstum að stærð
cru 592. samtals um 16.329
hrúttórúmlcstir. Fiskiskip 100—
499 hrúttórúmlcstir cru alls 278
talsins. samtals 69.113 brúttó-
rúmlcstir. Fiskiskip 500 —999
brúttórúmlcstir eru alls 28 tals-
ins. samtals 21.869 brúttórúm-
lestir.
Islenzki skipastóllinn hefur því
á árinu 1980 minnkað um 9 skip og
rúmlestatala hans minnkað um
7.137 brúttórúmlestir.
Islenzk þilfarsskip eru nú alls
866 að tölu og samtals 106.487
brúttórúmlestir að stærð. Allur
íslenzki þilfarsskipastóllinn var 1.
janúar 1980 868 skip, samtals um
104.160 brúttórúmlestir. Það hefur
því fækkað í skipastólnum um 2
skip, en skipastóllinn hefur hins
vegar stækkað um 2.327 brúttó-
rúmlestir.
voru til afgreiðslu 70 lán að
upphæð 6.580 milljónir
króna, því 7 lán voru óaí-
greidd um áramót, að upp-
hæð um 255 milljónir króna.
Á árinu voru samþykkt alls 49
lán að upphæð 4.357 milljónir
króna, en alls var 16 lánsbeiðnum
synjað að upphæð um 708 milljón-
ir króna. Oafgreidd lán í árslok
voru því 5, að upphæð um 465
milljónir króna.
Til samanburðar á þessu má
geta þess, að á árinu 1979 voru alls
samþykkt 49 lán, að upphæð um
1783 milljónir króna, en alls bár-
ust 59 umsóknir á árinu 1979 að
upphæð um 2.557 milljónir króna.
Óafgreiddar voru 10 umsóknir um
áramótin, að upphæð um 630
milljónir króna.
Tekjur Iðnþróunarsjóðs eru
vextir af lánum og innistæðum í
lánastofnunum og lántökugjöld.
Vaxtatekjur á árinu 1980 námu
alls 1.731,8 milljónum króna og
lántökugjöld 29,3 milljónum
króna, eða samtals 1.761,1 milljón
króna. Rekstrarkostnaður nam
103,0 milljónum króna og styrk-
veitingar námu alls 58,0 milljón-
um króna.
Tekjuafgangur nam 1.600,1
milljónum króna er leggst við
eigið fé frá fyrra ári. Eigið fé í
árslok 1980 var 6.122,3 milljónir
króna.
Eftirstöðvar útborgaðra lána
námu 13.801,5 milljónir króna og
höfðu hækkað um 6.363,5 milljónir
króna.
Skúli Hansen t.v. og Guðbjörn Karl ólafsson cigcndur hins nýja vcitingahúss Arnarhóls.
Ljósmynd Mbl. Gmilía.
Arnarhóll, nýr veitingastaður:
Boðið verður upp á 111
rétti samkvæmt frönsku
línunni, „novelle cuisine64
VIÐ TELJUM aiveg ótvírætt
markað fyrir cinn stað til viðbót-
ar. enda værum við varla að
standa í þessu annars, sögðu þeir
Skúli Hansen og Guðbjörn Karl
Ólafsson, eigendur Veitingahúss-
ins Arnarhóis, sem var opnað um
siðustu helgi i Reykjavik. Arnar-
hóli er i námunda við hinn eina
sanna Arnarhól, sem veitinga-
húsið er reyndar kennt við, nán-
ar tiltekið á horni Hverfisgötu og
Ingólfsstrætis.
Það verður boðið upp á fjöl-
breytilegasta matseðil borgarinn-
ar, 111 rétti samkvæmt nýju
frönsku línunni í matargerð, „nov-
elle cuisine", og sérstakan hana-
stélslista auk venjulegs vínlista,
sögðu þeir félagarnir ennfremur.
Undanfarið hálft ár hefur verið
unnið að breytingum á húsnæði og
innréttingum staðarins og hefur
greinilega ekkert verið til sparað
að gera hann sem vistlegastan og
vandaðastan í alla staði. Húsgögn
eru bæði islenzk og ítölsk, og
innréttingar í stíl við þau. Allur
borðbúnaður staðarins kemur frá
Rosenthal.
Húsakynnum Arnarhóls má í
meginatriðum skipta í þrennt.
Fyrst er komið inn á rúmgóðan
har, þar sem gestir geta látið fara
vel um sig á meðan þeir velja sér
matinn og bíða eftir að hann verði
framreiddur. Þá er gengið niður í
matsalinn, sem rúmar með góðu
móti 50—60 gesti og inn af honum
er síðan annar salur jafnstór með
hægindastólum og dansaðstöðu.
Eigendur staðarins eru eins og
áður sagði Skúli og Guðbjörn og
auk þess Elísabet Kolbeinsdóttir.
Skúli verður yfirmatreiðslumaður
staðarins og Guðbjörn yfirþjónn.
Þeir störfuðu báðir á Hótel Holti í
um 10 ár, en annað matreiðslu- og
framreiðslufólk veitingahússins
kemur frá Hótel Holti og veit-
ingastaðnum Hlíðarenda.
Að sögn Skúla tekur Arnarhóll
upp þá nýbreytni varðandi gerð
maðseðilsins, að grunnmatseðill
veitingahússins er með 111 rétt-
um, en af honum verða Sérstak-
lega valdir 12—15 réttir daglega
og þeir birtir á minni seðli. Það
úrval breytist svo jafnt og þétt,
meðal annars með tilliti til þess
hráefnis, sem fyrir hendi er á
hverjum tíma og mælt er með. Þá
munu gestir, sem hafa hug á, geta
fengið fimmréttaðan mat á skap-
legu verði og í hádeginu mun
Arnarhóll hafa á boðstólum ýmsa
létta rétti.
Aðalfundur Félags dráttarbrauta og skipasmiðja:
Öllu tali um ósamkeppnis-
hæfni innlendu stöðvanna
var vísað alfarið á bug
Jón Sveinsson var
AÐALFUNDUR Fclags dráttar
hrauta og skipasmiðja var hald-
inn í Rcykjavík fyrir skömmu og
var Jón Svcinsson cndurkjörinn
formaður og mcð honum i stjórn
Gunnar Ragnars, Guðmundur
Marsclíusson. Þórarinn Sveins-
son og Þorgeir Jóscpsson.
Á fundinum var vísað á bug
þeim málflutningi vissra aðila
þess efnis, að innlendar skipa-
smíðastöðvar stæðust ekki sam-
keppni við erlenda keppinauta um
verð og gæði skipaiðnaðarþjónust-
unnar, þ.e. viðgerðir, breytingar
og nýsmíðar skipa.
Á hinn bóginn gerðu forsvars-
menn stöðvanna sér glögga grein
fyrir því, að útvegsmönnum væri
lífsnauðsyn að eignast ódýr skip,
sem þó væru hagkvæm í rekstri og
stæðust í einu og öllu ýtrustu
kröfur um öryggi, vélar og tæki.
endurkjörinn formaður félagsins
Jón Sveinsson
formaður FDS
Forsvarsmenn félagsins telja,
að af hálfu íslenzkra skipasmíða-
stöðva hafi verið leitast við að
koma til móts við kröfur útgerðar-
innar í þessu efni með svonefndu
„Samstarfsverkefni FDS um
hönnun og raðsmíði fiskiskipa".
Félagið hefur löngum bent á
nauðsyn þess, að innlendum stöðv-
um verði gert kleift að raðsmíða
skip. Ef slíkt yrði heimilað, yrði
unnt að stytta smíðatímann, stór-
spara hönnunarkostnað, skipu-
leggja starfsemi stöðvanna ásamt
innkaupum betur, og auka líkur á
verkaskiptingu stöðvanna í formi
hlutasmíði. Allt þetta hefur að
sjálfsögðu í för með sér mikla
lækkun á verði skipanna.
Á fundinum kom t.d. fram, að
hönnunarkostnaður skuttogara
væri 250—300 milljónir gkróna.
Hingað til hefðu íslenzkar stöðvar
fc
2—26 mctra fiskiskip, hannað á vcgum samstarfsvcrkcfnis FDS.
nánast orðið að hanna ný skip
algjörlega frá kili og upp úr með
hverjum nýjum smíðasamningi.
— „Á tímum óðaverðbólgu skiptir
miklu máli að stytta verktímann
sem mest, og ætla má, að fyrir
hvern mánuð, sem smíðatíminn
styttist, megi spara tugmilljónir
gkróna í fjármagnskostnaði."
Varðandi áðurnefnt samstarfs-
verkefni var samþykkt á fundin-
um, að fagna ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um ákveðinn stuðn-
ing við raðsmíði fiskibáta, sem
felst í setningu reglna um 5%
viðbótarlán vegna nýsmíði báta
innanlands, er falla undir sam-
starfsverkefnið.
Fundurinn ítrekaði nauðsyn
þess, að stjórnvöld og lánasjóðir
móti stefnu nokkuð fram í tímann
og geri áætlun um nýsmíði ákveð-
ins fjölda fiskibáta. Slík drög að
áætlun hefur FDS þegar mótað og
kynnt. — „Fyrir framgang sam-
starfsverkefnisins eru smíða-
samningar, sem samþykktir eru
einn og einn og nánast á stangli,
algjörlega ófullnægjandi, og nán-
ast rothögg á þær hugmyndir, sem
að baki raðsmíði liggja."
m