Morgunblaðið - 28.05.1981, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAI 1981
30
Sýning Steinunn-
ar Marteinsdóttur
^ Gripir hennar hafa
fenfíiÖ yfir sig hinn
fágaða svip einfalds og
hnitmiðaðs forms og
hafa yfir sér ríkan ynd-
isþokka upprunaleik-
ans 44
Fyrir nokkrum árum (1975)
efndi Steinunn Marteinsdóttir
leirlistarkona til mikillar sýn-
ingar á verkum sínum að Kjar-
valsstöðum, nánar tiltekið í
vestri salnum. Þar bar mikið á
hugkvæmni um skreytikennda
hluti og margt var þar, sem
teljast mátti bein áhrif frá
eÍKÍnmanni hennar Sverri Har-
aldssyni.
Nú er Steinunn aftur komin á
vettvang en í þetta sinn er hún
með mun minna magn gripa og
lætur sér að auki að mestu
nægja hliðargang Vestursalar en
hins vegar eru gæði verkanna í
öfugu hlutfalli, — sýningin er
sem sagt öllu hrifmeiri og vegur
stórum þyngra hve listræn gæði
snertir að mati undirritaðs.
Margt gott mátti með sanni
segja um fyrri sýningu Stein-
unnar en þessi sýning tekur af
öll tvímæli um mikla hæfileika
hennar á þessu sviði. Gripir
hennar hafa fengið yfir sig hinn
fágaða svip einfalds og hnitmið-
aðs forms og hafa yfir sér ríkan
yndisþokka upprunaleikans.
Listakonan hefur nálgast til
muna hið sjálfstæða mótunar-
svið og þannig má segja að hún
hafi í ríkari mæli nálgast hið
hreint myndræna, — skúlptúr
mætti ósjaldan nefna sumar
í Kjarvalssal að Kjarvals-
stöðum stendur nú yfir viða-
mesta sýning á batík-verkum
sem sett hefur verið upp á
íslandi, ef ég veit rétt. Er hér um
að ræða sýningu á 76 ^nýjum
verkum Katrínar H. Ágústs-
dóttur. sem um árabil hefur
myndir hennar þær eru a.m.k. á
mörkum þess sviðs.
Hér kemur þannig fram arfur-
helgað sig þessari listgrein af lífi
og sál.
Verk Katrínar hafa tekið
miklum breytingum á undan-
förnum árum og sé tekið mið af
sýningunni á Kjarvalsstöðum, á
sér stað mikil gerjun um list-
þróun hennar, — jafnvel svo
inn frá föður hennar, Marteini
Guðmundssyni myndhöggvara
og ég get ekki gert að því þótt
mikil, að maður á erfitt með að
átta sig á því hvert stefnir, þrátt
fyrir endurteknar yfirferðir.
Batík-list er dálítið sér á báti
sem listgrein óg þannig álít ég,
að fá verk, sem njóta sín til fulls
við réttar aðstæður og birtu,
komi mun sterkar út en á stórri
sumar myndir Steinunnar minni
mig á fínleikann í myndum
Marteins. En Steinunn gengur
enn lengra og er að auki á öðru
sviði og skreytikenndara.
Svo ég nefni nokkrar myndir
sem mér þóttu hafa yfir sér
yfirbragð skúlptúrs vísa ég til
gripa svo sem „Vasi“ (39), stein-
Myndllst
ef tir BRAGA
ÁSGEIRSSON
leir, „Vasi“ (40), steinleir, „Vasi"
(45), postulín, „Skál“ (48), postu-
lín, „Vasi“ (50), postulín og
„Skál“, steinleir. — Svo sem sjá
má af upptalningunni vinnur
Steinunn bæði í steinleir og
postulini og minnist ég ekki að
hafa séð jafn marga gripi úr því
vandmeðfarna efni postulíni á
sýningu hérlendis. Það er ein-
mitt ríkur yndisþokki yfir postu-
línsmyndum hennar ásamt fín-
gerðu litaspili, sem í einu og öllu
undirstrikar einfaldleika forms-
ins. Máski vita fáir að frumleg
hönnun slíkra gripa getur náð
heimsfrægð og þannig eru marg-
ar skálar er daninn Henning
Koppel hefur hannað á söfnum
víða um heim. Þetta telst þannig
gild myndlist á sviði háþróaðs
listiðnaðar og er einstaklega
hrífandi á tímum lítilsigldrar
fjöldaframleiðslu er dynur yfir
nútímamanninn. En um leið
megum við ekki gleyma að
fjöldaframleiðslan nærist ein-
mitt á hugmyndum skapandi
mynd- og listiðnaðarmanna þótt
hún misþyrmi þeim einatt gróf-
lega.
Það lætur að Iíkum að upp-
runalegir hlutir verða stöðugt
fágætari á sviði listiðnaðar því
að formunum eru takmörkum
sett eins og öllu öðru undir
sólinni en það ánægjulega er, að
stöðugt eru þó að koma fram
99 Þetta tekst best er
listakonan gengur
hreint og beint til verks
og myndir hennar
verða engar þoku-
kenndar felumyndir
hlutveruleikans 66
sýningu eins listamanns. Þetta á
við, hvort heldur sem batíkin er
sérhönnuð sem skermur, skil-
rúm, í einhverjum hliðstæðum
tilgangi eða hylur fagurskapað
lífrænt rúmtak kvenlíkamans.
Það er þannig alls ekki sama
hvaða lit og mynstur konan
velur sér því þetta verður allt að
fara saman við yfirbragð hennar
og limaburð.
Það er alveg ljóst, að tækni
Katrínar hefur fleygt ótrúlega
mikið fram á síðustu árum hvað
gerð batík-listar áhrærir og
einnig hefur henni farið fram
sem teiknara, einkum í óhlut-
lægum formum, sem styðjast þó
við eitthvað úr ríki náttúrunnar.
Þetta tekst best er listakonan
gengur hreint og beint til verks
og myndir hennar verða engar
þokukenndar felumyndir hlut-
veruleikans. Einkum þykir mér
mikið koma til blómamynda
hennar, svo sem „Haustblóm"
(12), „Fífilbrekka" (28), „Rósa-
vöndur" (56), „Hvítu blómin"
(69) og „Stofublóm" (73). Hér
hittir Katrín í mark í hverri
einustu mynd með hrifmiklum
einfaldleika og litrænum hrynj-
andi.
Svipað má segja um aðrar
litlar myndir hennar, svo sem
einstaklingar sem brjóta af sér
viðjar viðtekinnar hefðar og
uppgötva ný svið. Líkja má þessu
jafnvel við skáklistina, sem var
að verða fjarska leiðinleg með
eintómum stórmeistarajafntefl-
um er Robert J. Fischer geystist
fram á sviðið og afgreiddi stór-
meistarana líkt og viðvaninga.
Það er 'einmitt þetta sem gefur
Iífinu óendanlega mikið gildi,
lyftir því upp á æðra svið og er
þannig rothögg á meðalmennsk-
una er allt ætlar að kæfa.
Ég bið Steinunni Marteins-
dóttur velvirðingar á þessum
útúrdúr, en svona verður mér nú
einatt hugsað er ég skoða sýn-
ingar sem hennar, já, slíkar
hugleiðingar sóttu stíft á mig
því að myndir listakonunnar eru
svo langt yfir meðalmennskuna
hafnar.
Postulín er ævaforn listgrein
og var þegar iðkuð á tímum
T’ang-ættarinnar i Kína (618—
907) en blómaskeið listgreinar-
innar var þar á Ming-tímabilinu
(1368—1644) og bar þá mikið á
kobaltbláum glerjungi. Postulín-
ið var brennt við frekar lágan
hita í Kína og var svo þar til
harðpostulínið svonefnda var
þróað í Evrópu og voru þar að
verki þeir Johan Friedrich Bött-
ger og Ehrenfried Walter von
Tschirnhaus. Þetta gerðist að
sjálfsögðu í Dresden og fæddi af
sér hið víðfræga Meissen-postu-
lín, en eftirlíkingar þess breidd-
ust um alla Evrópu með undra-
verðum hraða.
Steinleir er^ nýrra fyrirbæri
eða frá 18. öld og er endurbót
englendingsins Joshua Wedge-
wood á svipaðri aðferð æva-
fornri frá Kína, Kóreu og Japan.
Þetta með postulínið og stein-
leirinn eru þannig atriði sem
stöðugt hafa verið að þróast í
gegnum aldirnar og halda enn
fullu gildi sínu og munu svo gera
um ókomna framtíð.
Þetta með upprunann er vert
að hafa í huga er hin ágæta
sýning Steinunnar Marteins-
dóttur er skoðuð.
„Ströndin" (30), „Rauðuskriður"
(31), „Við Lónið" (47).
Það er miklu erfiðara að átta
sig á stóru myndunum, sem
þurfa mun frekar sitt sérstaka
umhverfi en þær litlu, það er
einnig svo truflandi að sjá allar
litlu myndirnar allt um kring,
grípandi inn í form stóru mynd-
anna. Þó held ég, að óhætt sé að
álykta, að myndin „Klettavogur"
(65) skeri sig úr um formrænan
tærleika og þó gæti það verið
vegna þess hvar hún er staðsett.
Batík er annars sett á stall í
listasögunni sem hrein handíð
frekar en listrænt tjáningar-
form. Listgreinin er upprunnin í
Indónesíu og þá einkum á Bali og
Java og átti að vera til skrauts á
efnum. Þar er þessi listgrein
líkast sem sprottin upp, hreint
og beint frá þeim er bera klæðin,
sem þannig eru skreytt. Löngum
hef ég dáðst að konum frá Bali
og Java, dansandi fyrir framan
yndisfögur musteri í léttum
klæðnaði prýddum batík-
skrauti. Ég reif eitt sinn fyrir
margt löngu eina slíka mynd úr
myndablaði og límdi á svefnher-
bergisdyr mínar, því að í hvert
skipti er ég gekk til náða fyilti
þessi mynd mig fjarrænum, exo-
tískum þrám.
í nútímanum, er allt á að
teljast list, einkum ef það er sett
undir eitthvað spekingslegt
heiti, er ekki hægt að hafna því,
að batík geti talist listgrein
þegar best lætur og vitaskuld
geta menn hagnýtt sér þetta
tjáform samhliða öðrum í sömu
myndina.
Dregið saman í hnotskurn er
þessi sýning Katrínar H. Ág-
ústsdóttur listrænn sigur fyrir
hana og mörgum flokkum betri
en hin fyrsta sýning hennar.
Sýning Katrínar
H. Ágústsdóttur