Morgunblaðið - 28.05.1981, Side 31

Morgunblaðið - 28.05.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981 31 Húnvetnskt átthagarit HúnvetninKur. V. árg. 158 bls. Reykjavík, 1980. Héraðarit eru mörg athyglis- verð. Ég minni á Strandapóstinn og Goðastein. Húnvetningafélagið í Reykjavík gefur út sambærilegt rit, Húnvetning; ritstjóri Arin- björn Árnason. Eins og í öðrum ritum af sama tagi er þar blandað saman lausu máli og bundnu. Og mest er það tengt Húnaþingi (sem Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON sumir telja réttara að nefna Húnavatnsþing). Héraðið er í tölu hinna fámenn- ari á landinu. Og þar er enginn kjarni sem svo hafi eflst að fjölmenni að tekinn hafi verið í kaupstaðatölu. Afleiðingin hefur meðal annars orðið sú að margir hafa flust úr héraði til Reykjavík- ur eins og félagatala í Húnvetn- ingafélaginu ber líka með sér. Þjóðskáld hafa Húnvetningar átt færri en ýmis héruð önnur. Hins vegar eru vísindamenn í íslenskum fræðum svo margir þaðan upprunnir að undrum sæt- ir. Páll Kolka tengdi það fornum áhrifum Þingeyraklausturs. í Húnaþingi hófst ritöld á íslandi, þar var fyrst skrifuð bók svo vitað sé. Þar var líka fyrst sett á stofn prentsmiðja þótt hún væri fljót- lega þaðan flutt. Rit Húnvetninga hafa löngum einkennst af köldu raunsæi fremur en skáldlegum draumórum. — Þyki einhverjum djúpt í árinni tekið að fullyrða svona sýnast mér þættirnir í riti þessu styðja alhæfinguna. Sem dæmi má benda á tvo kafla úr óprentaðri ævisögu séra Valdi- mars J. Eylands. Séra Valdimar hvarf ungur til Vesturheims og gerðist þar prestur en hefur aldrei slitið sínar huglægu og tilfinn- ingalegu rætur frá víðidælskri fósturmold. Hann lýsir föður sín- um og bernskuheimili hispurs- laust. Seinni kaflinn heitir Sveita- sælan. Þar segir að »allt fram um miðja tuttugustu öld var búskapur til sveita á Islandi svo erilsamur og tímafrekur, að fólk varð naum- ast vart við hina margrómuðu sveitasælu*. Þetta er örugglega hárrétt. Og stritið — auðvitað markaði það svipmót fólksins. Séra Valdimar segir um föður sinn: »Ég tók snemma eftir því að hann var harðlyndur, uppstökkur og óvæginn, og að hann virtist sjaldan líta glaðan dag.« Nærfærinn og innilegur er þátt- ur Huldu Á. Stefánsdóttur, Litla Dísa — um litlu konuna sem lærði karlmannafatasaum í Reykjavík, keypti sér prjónavél, byggði sér lítinn bæ fyrir norðan og hélt sig í orði og verki til jafns við hvern sem var þrátt fyrir veika líkams- burði. Dísa fékk sér útvarp strax og þess var kostur og naut þess Þá fer ekki minna fyrir kveðskapnum. En hann er eins og gengur misjafn að efni og gæð- um. Sýnilega er margt af því ort til hugarhægðar fremur en til lofs og frægðar. Og mikið ber þar á lofsöng til átthag- anna.a mest, einstæðingurinn, að heyra þuluna bjóða »góða nótt«. Fjöldi fólks frá gamla tímanum er nefndur í þessum þætti Huldu. Er þátturinn stílaður líkt og maður heyrir fólk á efra aldri minnast sinna gömlu góðu daga, þeirra einstaklinga sem þá lifðu og at- burða sem þá gerðust. — Skylt er að leiðrétta þau ummæli Huldu að Björn M. Ólsen hafi verið rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hann var fyrsti rektor Háskóla íslands. Ég nefni líka þáttinn Síðasta skeiðið eftir Jón Marteinsson. Þar er sagt frá mönnum og atburðum frá síðustu aldamótum, en þáttur- inn var í letur færður norður á Holtavörðuheiði fyrir réttum þrjátíu árum. Furðu gegndi ef ekki væru hér endurminningar frá göngum og réttum í fyrri daga, þar sem heiða- og afréttarlöndin hafa löngum verið hin raunverulega gulltrygging fyrir búskap í sveit- um Húnaþings auk þess sem landslagsfegurð er þar síst minni en í byggðum niðri. Hér eru líka þættir sem heita Réttarferð fyrir 50 árum eftir Ólaf Dýrmundsson, Eftirleit fyrir 60 árum. eftir Guðmund Jóhannsson og Göng- urnar 1916 eftir Arinbjörn Árna- son. Arinbjörn var aðeins tólf ára þegar hann fór í umræddar göngur, lagði þá af stað í blíðskap- arveðri, hreppti hríðarbyl á af- rétti sem þó stytti bráðlega upp þannig að ferðin bar tilætlaðan árangur og til byggða var snúið slysalaust í góðu veðri. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Aðrir þættir ritsins eru einnig athyglisverðir þótt ekki verði nefndir hér. Þá fer ekki minna fyrir kveðskapnum. En hann er eins og gengur misjafn að efni og gæðum. Sýnilega er margt af þvi ort til hugarhægðar fremur en til lofs og frægðar. Og mikið ber þar á lofsöng til átthaganna. Yfir heildina litið sýnist mér flest gott um rit þetta að segja — með einni undantekningu: prent- villurnar eru of margar. Þyrftu forráðamenn ritsins að taka sér tak í prófarkalestri því gott og vandað efni á skilið að vandlega sé frá því gengið. Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Bók um verk John U' JOHN UPDIKE er án efa einna merkastur bandarískra sam- tímahöfunda og hefur vaxið með hverju verki sem hann hefur sent frá sér og sómi orðið stöðugt meiri. Eins og gefur að skilja hafa svo rithöfundar farið að. skrifa um rit hans og eitt þeirra er það sem hér er skrifað um og heitir: John Updike and three great secret things: Sex, Religion and Art. Höfundur er George Hunt. Hunt kemst að þeirri niður- stöðu að í fyrstu bókum Updikes sé trúarþema og trúarkennd áberandi og setji mjög sterkt mark á þær. Síðan finnst honum sem kynlíf og kynferðismál fari að verða fyrirferðarmeiri og í síðustu bókum Updikes renni þessi einkenni meira og minna saman og myndi glæsilega og sannfærandi heild. Bókin er afar læsileg, jafnvel þót lesandinn þekki ekki nándar nærri allar bækur Updikes má hafa verulegt gagn af lestri bókarinnar og ekki laust við að einmitt umfjöllun Hunts um ýmsar sem ég hafði lesið hafi orðið til þess að mér jókst skilningur á þeim og sá margt í þeim sem framhjá hafði farið. John Updike sendi frá sér fyrstu bókina sína árið 1958, þá 26 ára gamall. Það var The Poorhouse Fair. Síðan hefur hann skrifað níu skáldsögur, fjórar ljóðabækur, sent frá sér fimm smásagnasöfn og greina- söfn. Auk þess hefur hann verið afkastamikill dálkahöfundur og iðulega lagt sitt til mála sem ofarlega hafa verið á baugi í Bandaríkjunum. „The Coup“ frá 1978 er væntanlega sú bók Up- dikes sem almennastri út- breiðslu náði, en með aukinni frægð hefur áhugi á fyrri bókum hans líka vaxið svo að það er nánast ekki nokkrum vafa und- irorpið að hann er bæði einhver merkasti höfundur Bandaríkj- anna nú og einnig sá sem r stærstan lesendahóp hefur. Bók George Hunts er ágætlega úr garði gerð. Hann skrifar ítarlegan inngang að henni og síðan skiptir hann henni niður í þessa skipulegu þrjá þætti sem fionum finnst hafa sett mark sitt á skáldverk Updikes. Bókin er í senn upplýsandi og læsileg. Það er hreint ekki svo lítill kostur. Píanótónleikar Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson léku saman í Aust- urbæjarbíói um síðustu helgi og var leikur þeirra blátt áfram stórkostlegur. Fyrsta verkið á efnisskránni var Sónata í f-moll eftir Brahms. Sónatan er upphaflega samin fyrir strengjakvintett (tvö cello) og síðan umrituð fyrir tvö píanó. Það mun hafa verið Clara Schumann, sem taldi Brahms á að umrita verkið aftur fyrir strengi og er þessi tónverkasam- stæða nú þekktust sem píanó- kvintettinp op. 34 í f-moll. Það sem einkenndi leik þeirra Gísla og Halldórs í Brahms, var nákvæmni og reglusemi. Allt var mjög vel spilað en í rauninni fór heldur lítið fyrir rómantísku Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON innihaldi tónlistarinnar. Það var í tveimur seinni verkunum sem leikur þeirra félaga var blátt áfram glæsilegur. Píanó-fantasí- an op. 5 eftir Rachmaninoff er glæsileg og leikandi tónsmíð, en fyrir marga heldur of rómantísk. Bátssöngur, Ástarnótt, Tár og Rússneskir páskar eru kaflaheit- in og það fer vel að gera ekki of mikið úr stemmningunni, en leika verkið með inntaki glæsi- leikans. í síðasta þættinum hefði /9 Wr '77S klukkuslátturinn mátt vera ákafari, því annars er hætta á að síendurtekið klukkustefið verði þreytandi. Síðsta verkið var spánska rapsódían eftir Ravel. Móðir Ravels var Baski og þar i gegn liggja þræðir spánskra hugmynda, sem setja svip sinn á nokkur tónverk hans. Rapsódían er upphaflega samin fyrir hljómsveit og frá því að verkið sló í gegn, en það var frumflutt 1908, hafa kaflar úr því verið meðal vinsælustu hljómsveitar- verka aldarinnar. Samspil Gísla og Halldórs var stórkostlegt. Það sem helst mætti tína til, er að leikur þeirra var á stundum of yfirvegaður og meðvitaður. Þeir hefðu mátt sleppa sér og jafnvel gæða leik sinn galsa og kankvísi. Það sem einkenndi tónleikana í heild var ^Það sem einkenndi leik þeirra Gísla og Halldórs í Brahms, var nákvæmni og reglu- semi. Allt var mjög vel spilað en í rauninni fór heldur lítið fyrir róm- antísku innihaldi tón- listarinnar. Það var í tveimur seinni verkun- um sem leikur þeirra félaga var blátt áfram glæsilegur.n glæsileg, meðvituð yfirvegun. A köflum var túlkunin ópersónuleg og jafnvel köld, en samt ávallt glæsileg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.