Morgunblaðið - 28.05.1981, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981
I>aft or ráðlojíast fyrir þij? að fá
þór oinn þrofaldann. eins
skot. sé ég.
Með
morgunkaffinu
Hvo maricar snoiðar á ég að
rista handa þér?
HÖGNI HREKKVISI
HÁRÞVOTTUR, NAOLASNyRTIMþ Ofr VILTO
FJARLÆ.OJA rUOLABÚRlO "
Hvergi betri þjónustu að
f á en í FLugleiðavélunum
Ana'ifður Flugleiðafarþegi
skrifar:
„Ágaeti Velvakandi!
Þó að lesendabréfadálkar
sem þessi virðist aðallega vera
vettvangur þeirra, sem telja
sig þurfa að kvarta yfir einu
eða öðru, langar mig til að fá
að þakka Flugleiðum opinber-
lega fyrir góða og samt stöð-
ugt batnandi þjónustu. Þegar
ég kom frá Bandaríkjunum
nýlega var ekki einungis boðið
upp á bestu veitingar, sem um
getur verið að ræða í flugvél,
nóg lesefni og þægilegt við-
mót, heldur voru farþegum
færð heyrnartæki þannig að
hver og einn gat hlustað á
stereó-tónlist að eigin vali án
þess að trufla næsta mann.
Styttist löng flugleið þannig
til muna.
Þótt á múti blási...
Hér er um að ræða nýja
þjónustu við farþega Flug-
leiða, sem eftir því sem ég best
veit, kemur óumbeðið frá fé-
laginu. Þó að ýmsir vilji agnú-
ast út í Flugleiðir held ég að
flestir séu sammála um að
hvergi sé betri þjónustu að fá
en í flugvélum Flugleiða. Tón-
listarvæðing Flugleiðavélanna
sýnir að fyrirtækið ætlar ekki
að láta það bitna á farþegum
sínum þótt á móti blási um
stund."
Þessir hringdu .. .
Hvað þurfa þeir
mikla hækkun?
Pétur Ólafsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Nú er búið að hækka fiskverð í
Bandaríkjunum um h.u.b. 13%.
Hvað þurfa fisksöluaðilar hér
eiginlega mikla hækkun til þess
að lifa af? Ég á fjölskyldu úti í
Bandaríkjunum sem borðar
mikinn fisk og ég veit að þetta
"7% hækkun á
' milliónir á áril
kemur niður á henni. Einu sinni
kostaði pundið af íslenska fisk-
inum 98 cent og þótti geipimik-
ið. Nú er það komið í 155 cent.
Dóttir mín sagði í bréfi til mín,
sem ég fékk frá henni í gær, að
ef svona héldi áfram, hættu þau
að borða íslenskan fisk og
keyptu frekar þann kanadíska,
ekki síst þar sem hann væri
orma- og beinalaus, en það væri
ekki hægt að segja um íslenska
fiskinn.
Yfirgangur og
frekja við börnin
á Miklatúni
Ljótur
Oddur A. Sigurjónsson skrifar:
„Sunnudagskvöldið 17. þ.m. var
sýnt í sjónvarpinu „Þjóðlíf“ undir
stjórn Sigrúnar Stefánsdóttur.
Sigrún hefur gert margt vel og
ágætlega í þessum þáttum undan-
farið, þótt stundum hafi dálítið
slegið út í. En það er önnur saga.
Menn munu hafa haft fyrir satt,
að þetta yrði síðasti þátturinn af
þessu tagi í bili, og sjálfsagt vænzt
þess, að vel yrði til hans vandað í
hvívetna.
Nafnið var svo
scm ekki dónalegt
Eflaust hefur það komið fleirum
en undirrituðum á óvart, að reynt
væri að hafa fólk að fíflum, eins
og gert var í fyrsta atriði þessa
þáttar. Tosað var fram á skjáinn
nýkosnum forseta Bandalags ís-
lenzkra listamanna, Þorkatli Sig-
urbjörnssyni, til þess að fram-
kvæma-líklega-gjörning, sem nú
er samheiti fyrir allskonar fárán-
leika á vegum s.n. listamanna!
Síðan var hann dreginn fram, til
þess að „skýra" þessa geðbilun.
Nafnið var svo sem ekki dónalegt,
því skilja mátti að það ætti að
túlka vorið!
Meira blóð í kúnni!
Nú er það mála sannast, að fátt
mun vera þjóð okkar hjartfólgn-
ara en einmitt vorið, og fáum
getur geðfallið að hafa það í
öðrum eins fíflskaparmálum og
raun var á hér. Það þarf meiri
hugkvæmni en almenningi er gef-
in, til þess að geta sett ísabrot
vorsins í samband við vatnssull í
glasi, sem svo er brotið með
hamri, sennilega til að tákna
þegar vatnsföll — stærri og
smærri — fletta af sér klakabönd-
unum! Ekki var kastað höndunum
til undirleiks, þar til voru kallaðar
ágætar listakonur úr Sinfóníu-
hljómsveitinni, til þess að fram-
kvæma eitthvert óskiljanlegt garg
á streneiahlióðfæri! En betta taldi
leikur
nú höfundurinn „allt í lagi“. Þetta
voru nefnilega „effektar", sem þær
slógu! (Ekki skortir nú nafngift-
irnar). Já, „mitt er að yrkja, ykkar
er að skilja,“ var haft eftir Grön-
dal gamla forðum. Ætla hefði
mátt að sæmilega vitiborið fólk
eins og stjórnandi þáttar þessa
verður að teljast, leyfði sér ekki að
reyna að hafa fólk að fíflum. En
það er meira blóð í kúnni!
í mínum uppvexti þótti það
ákaflega ósæmilegt að draga opin-
berlega dár að andlegum vesaling-
um, enda þótt þeir skildu ekki á
neinn hátt vanmátt sinn og þætt-
ust af því að með þá væri spilað.
Ég hefði viljað trúa því, að ennþá
væri enginn svo djúpt sokkinn, að
hafa aumingjaskap meðbræðra
eða systra að leik opinberlega. Það
er ljótur leikur, og engum samboð-
inn.“
Þrifu í
hentu
Gyða skrifar:
„Um síðustu helgi ætlaði ég að
bregða mér í Hollywood eins og
svo margir aðrir. Þegar ég kom
að húsinu var allmargt fólk fyrir
utan dyrnar. Eftir að hafa
hringsnúist í troðningnum dá-
góða stund, sem helst má líkja
við það þegar kindur þyrpast út
úr rétt, opnuðust dyrnar og ég
kastaðist inn ásamt nokkrum
öðrum gestum sem lentu ofaná
mér. Mér líkaði þetta ekki nógu
vel og eftir að hafa staulast á
lappir lét ég í reiði minni falla
nokkur vel valin og kurteisleg
orð um dyraverðina. Það skipti
engum togum að þeir þrifu í mig
ncr hpntn mér nt með SVO miklum
Illíðabúi hringdi og sagði: —
Á Miklatúni er sparkvöllur sem
er vinsæll meðal yngri kynslóð-
arinnar hérna í Hlíðunum. Á
skilti við völlinn stendur að
hann sé ætlaður „reykvískum
ungmennum 16 ára og yngri".
En því er ekki að heilsa að
„reykvísku ungmennin" fái að
vera í friði með sinn völl. Það
gerist nefnilega dögum oftar að
á staðinn storma flokkar full-
orðinna manna og reka stráka-
guttana burt. Og þeir koma
grátandi heim til sín, því að við
ofurefli er að etja. Mér finnst að
lögregluyfirvöld ættu að hyggja
að því að koma þessum sam-
borgurum sínum til aðstoðar og
fylgjast með því að ofríkismenn
boli þeim ekki burt af þeim
svæðum sem þeim eru ætluð. Að
öðrum kosti hefur það enga
þýðingu að vera að úthluta
þessum aldurshópi svæðum til
afnota fyrir sig.
migog
mér út
ruddaskap og fantabrögðum að á
mér sér. I öllum látunum missti
ég af mér úr sem sennilega hefur
fljótlega farið í mask á tröppun-
um.
Þessi saga er sennilega ekkert
einsdæmi. Ég held að flestir
gestir Hollywood séu sammála
um það að troðningurinn og
lætin fyrir utan staðinn á föstu-
dags- og laugardagskvöldum sé
ekki mönnum bjóðandi og tel ég
það eingöngu vera vegna aula-
háttar dyravarðanna að þeir geta
ekki haldið uppi aga við dyrnar
og skipað fólki í röð eins og gert
er á öðrum skemmtistöðum borg-
arinnar, til hagræðis bæði fyrir
eesti oe starfsfólk."