Morgunblaðið - 28.05.1981, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981
Mannús Bertís, Borussia Dortmund, skoraði mark islenska liðsins með
góðum skalla, o(? minnkaði muninn niður i eitt mark.
Eitt stærsta tap
okkar í knatt-
spyrnulandsleik
- markatalan 11—1 í síðustu 2 ieikjum
TAP íslands i HM-keppninni >re(fn Tékkum i (tærkvoldi var eitt
stærsta tap íslands i landsleik fyrr og síðar. Aðeins sex sinnum
áður hefur ísland fengið á sig 6 mörk eða meira.
Með fáeinna daga millibili i júní 1957 tapaði ísland 0—8 fyrir
Belgum og 3—8 fyrir Frökkum. Síðar um sumarið sama ár fékk
Island 2—6 skell i Reykjavik gegn Dönum. Siðan fékk fsland
ekki skell af líku tagi íyrr en 7. september 1963, er England
lagði ísland að velli í Reykjavík. Lokatölur 0—6.
Varla þarf að minna íslendinga á stærsta tapið, 2—14-þrum-
una gegn Dönum 1967. 1973 fékk fsland mjög slæman skell
gegn Hollandi. 1—8 (og reyndar 0—5 í sömu ferð). Og svo þessi
nýjustu urslit. 1—6 fyrir Tékkum. Og markataia ísiands í
tveimur siðustu landsleikjunum er 1 — 11, en landinn tapaði
0—5 fyrir Rússum ytra í fyrra haust. — gg.
Norska knattspyrnan:
Rosenborg skaust
fram úr Vaalerengen
VAALERENGEN tapaði stigi í
norsku knattspyrnunni i fyrr-
akvöld. er liðið mætti Haugar á
heimavelli sinum. Vaalerengen er
þó enn án taps eftir fimm umferð-
ir. Hins vegar notaði Rosenborg
Lerby áfram
hjá Ajax
DANSKI knattspyrnulandsliðs-
maðurinn Sören Lerby, sem leik-
ið hefur með hollenska Iiðinu
Ajax síðustu árin. hefur endur-
nýjað samning sinn við félagið til
tveggja ára. Hinir Danirnir tveir
sem leikið hafa með Ajax, Frank
Arnesen og Henning Jensen, eru
hins vegar á förum frá félaginu.
Arnesen til Valencia á Spáni, en
Jensen einfaldlega heim.
tækifærið og skaust upp fyrir
Vaalerengen með g(>ðum sigri
gegn Bryne á heimavelli. Úrslit
leikja urðu sem hér segir:
Brann — Frederikstad 1—1
Moss — Lilleström 2—0
Rosenborg — Bryne 3—1
Start — Lyn 0—0
Viking — Hamkam 2—0
Vaalerengen — Haugar 2—2
Leikmenn Haugar byrjuðu af
miklum krafti gegn bikarmeistur-
um Vaalerengen og eftir 30 mínút-
ur var staðan orðin 2—0 fyrir
Haugar. Með Paal Jakobsen í
broddi fylkingar tókst Vaalereng-
en þó að jafna metin áður en yfir
lauk.
Sem fyrr segir er fimm umferð-
um lokið og hefur Rosenborg
forystuna með 9 stig. Vaalerengen
hefur 8 stig og Moss 7 stig. Viking
hefur 6 stig, þannig að staðan er
enn mjög óljós.
r!
íslenska landsliðið mátti
þola stórt tap gegn Tékktmi
- Tékkar skoruðu fjögur mörk síðustu 18
mínútur leiksins og sigruðu 6—1
„ÞETTA var alltof stórt tap, og kom eins og reiðarslag. Tékkneska
liðið var greinilega mun betra en við og ég hefði sætt mig við 3—1 tap,
en 6—1 var mjög slæmt,“ sagði Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari er
Mbl. ræddi við hann i gærkvöldi að loknum leik Tékka og Islendinga
sem fram fór í Bratislava. Tékkar sigruðu 6—1, eftir að staðan í
háifleik var 2—0. Mark islenska liðsins skoraði Magnús Bergs eftir
hornspyrnu á 55. mínútu leiksins.
Gekk vel framan
af leiknum
Islensku leikmönnunum gekk
vel framan af í leiknum. Liðið náði
vel saman og vörnin var vel leikin.
Það var ekki fyrr en á 36. minútu
leiksins sem Tékkum tókst að
skora fyrsta mark leiksins. Það
var Vizek sem skoraði af frekar
stuttu færi eftir fallega sókn.
Á 42. mínútu fyrri hálfleiksins,
var dæmd vítaspyrna á íslenska
liðið. Að sögn Guðna Kjartansson-
ar var þetta algjör gjöf til Tékka.
Einn leikmanna þeirra lét sig falla
inn í vítateignum. Og var um
greinilegan leikaraskap að ræða.
Engu að síður dæmdi dómarinn,
sem var Grikki, vítaspyrnu. ís-
lensku leikmennirnir mótmæltu
þessum dómi mjög en allt kom
fyrir ekki. Markaskorarinn mikli
Panenka sem leikur fyrir Rapid
Vín í Austurriki skoraði af miklu
öryggi úr spyrnunni, og staðan í
hálfleik var 2—0. Að sögn Guðna
var leikur íslenska liðsins góður í
fyrri hálfleiknum og menn börð-
ust vel.
íslenska liðið náði
sér vel á strik
í byrjun síðari hálfleiksins náði
íslenska liðið sér mjög vel á strik
og sótti þá nokkuð. Náði oft góðum
samleik, hélt boltanum vel og lék
af skynsemi. Þetta bar góðan
árangur og nokkrum sinnum
komst mark Tékka í hættu. Á 55.
mínútu skorar svo Magnús Bergs
fallegt mark. Arnór tók horn-
spyrnu, gaf mjög vel fyrir markið
og Magnús Bergs skoraði með
föstum skalla sem markvörður
Tékka réði ekkert við. Við þetta
mark efldist íslenska liðið og átti í
fullu tré við tékkneska liðið. Þeir
30.000 áhorfendur sem á leikinn
horfðu voru farnir að púa á
leikmenn sína.
Algjört hrun síðustu
mínútur leiksins
Þegar aðeins 18 mínútur voru til
leiksloka var staðan í leiknum
2—1. Eftir fallegan undirbúning
Panenka skoraði Nehoda þriðja
mark Tékka. Þetta mark sem kom
á 72. mínútu leiksins opnaði flóð-
gáttir. Leikur íslenska liðsins
hrundi algjörlega. Ekki stóð
steinn yfir steini í varnarleiknum
og Tékkar höfðu algjöra yfirburði
á vellinum.
Á 75. mínútu skorar Janecka
fjórða markið og síðustu tvö
mörkin skoraði Kozak. Að sögn
Guðna komu öll þessi mörk eftir
að tékknesku leikmennirnir höfðu
sundurspilað íslensku vörnina.
Leikmenn Tékka léku alveg inn í
markteiginn og eftir það var
eftirleikurinn auðveldur. Sem sagt
síðustu 18 mínútur leiksins fékk
íslenska liðið á sig fjögur mörk.
Liðin
íslenska landsliðið var skipað
þessum leikmönnum: Þorsteinn
Bjarnason markvörður. Þorgrím-
ur Þráinsson og Trausti Haralds-
son voru bakverðir. Janus Guð-
laugsson lék sem aftasti maður, en
Sigurður Halldórsson fyrir fram-
an hann. Á miðjunni léku Atli
Eðvaldsson, Magnús Bergs, Ásgeir
Sigurvinsson og Árni Sveinsson.
Framliggjandi voru þeir Pétur
Pétursson og Arnór Guðjohnssen.
Þetta lið lék allan leikinn án
skiptinga.
Nýliðinn í islenska liðinu, Þor-
grímur Þráinsson Val, kom vel
frá sinum fyrsta landsleik.
Að sögn Guðna lék allt liðið
lengst af vel. Góð barátta var í
leikmönnum, og leikið sem liðs-
heild. En eftir að Tékkar skoruðu
þriðja markið var ekki heil brú í
leik liðsins. Þá var eingöngu um
einstaklingsframtak að ræða. Þá
vantaði að reyna að róa leikinn
niður og halda boltanum betur.
Þorsteinn Bjarnason verður
ekki sakaður um mörkin. Hann lék
vel, og þá sérstaklega í fyrri
hálfleiknum. Ásgeir Sigurvinsson
átti mjög góðan leik. Þá kom
Þorgrímur Þráinsson mjög vel frá
sínum fyrsta landsleik.
Lið Tékka lék mjög vel. Sam-
leikur þeirra var mjög hraður.
Þeir notuðu mikið stuttar send-
ingar og voru leikmenn þeirra
mjög fljótir. Bestu leikmenn
þeirra voru Panenka og Nehoda.
- ÞR.
Mikið um að vera
hjá kylfingum
- m.a. eitt stærsta mótiö - Johnny Walker mótið
TALSVERT verður um að vera í
islenska golfheiminum um helg-
ina og I dag. í dag, nánar tiltekið
klukkan 9.00 árdegis, verður
byrjað að ræsa út keppendur á
Grafarholtsvellinum, en þar verð-
ur keppt um Arneson-skjöldinn.
Leikinn verður 18 holu höggleik-
ur með forgjöf.
Um helgina fer stærsta mótið
hins vegar fram á Nesvellinum, er
það Johnny Walker-mótið. Er það
aðeins fyrir meistaraflokksmenn
og gefur það stig til landsliðs.
Leiknar verða 72 holur, 36 á
laugardaginn og hefst keppni þá
klukkan 9.00. Á sunnudeginum
hefst keppni einnig klukkan 9.00
og verða þá einnig leiknar 36
holur. Sem fyrr segir gefur keppn-
in stig til landsliðs, 50 grunnstig
og síðan 5 stig fyrir hvern leik-
mann. Er þetta eitt umfangsmesta
mót sumarsins.
Það verður ekki setið auðum
höndum á Grafarholtinu, þar fer
fram annað „Videomót", en þeir
Grafarhoitsmenn eru að skrapa
saman fyrir slíku tæki um þessar
mundir. Mótið fer fram á laugar-
daginn, en á sunnudaginn fara
fram opin unglinga- og kvenna-
mót.
Bandarískt
körfuknatt-
leikslið
í heimsókn
HINGAÐ til lands er væntanlegt
úrvalslið Bandaríkjamanna i
körfuknattleik, en leikmenn liðs-
ins ferðast um i því skyni að sýna
sig. Bókstaflega. Liðið, sem heitir
McDonalds, er skipað leik-
mönnum sem eru að leita fyrir
sér með lið i Evrópu. McDonalds
mætir úrvalsliði sem Jón Sigurðs-
son velur i íþróttahúsi Hagaskól-
ans á laugardaginn og hefst
leikurinn klukkan 14.00.