Morgunblaðið - 28.05.1981, Page 43

Morgunblaðið - 28.05.1981, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1981 43 LIVERPOOL varð fyrsta enska knattspyrnuliðið til þess að vinna Evrópubikar meistaraliða þrisvar, er liðið sigraði Real Madrid 1—0 í úrslitaleik á Parc De Prince-leikvanginum í Paris í gærkvöldi. Alan Kennedy skoraði sigurmarkið þegar aðeins átta mínútur voru til leiksloka. Þar með hafa ensk lið unnið bikarinn fimm ár i röð, en tvö siðustu keppnistimabilin féll hann i hlut Nottingham Forest, þar áður tvisvar til Liverpool. Leikur Liv- erpool og Real Madrid náði aldrei neinum tindum, var fremur dauf- ur. lítið um færi, en oft brá fyrir góðum samleiksköflum úti á vell- inum. Ekki sist hjá Real Madrid. sem var mun betra liðið í siðari hálfleik þrátt fyrir að þá hafi Liverpool skorað sigurmarkið. Annars var það Liverpool sem byrjaði betur og fyrsta stundar- fjórðunginn náði liðið ágætlega saman úti á vellinum. Alan Kennedy átti þá gott skot, sem Augustin í marki Real varði mjög vel. En síðan jafnaðist viðureignin og Real lék oft vel, einkum er þeir Laurie Cunningham og Juanito voru með knöttinn við tærnar. Mark Liverpool slapp með skrekk- inn á 18. mínútu, er darraðardans mikill upphófst í teignum og tvö þrumuskot hæfðu varnarmenn liðsins. Fimm mínútum síðar lyfti Juanito knettinum snyrtilega yfir varnarmenn Liverpool, á kollinn á • Ken Daltflish hampar Evrópuhikarnum. Dalglish var orðinn haltur í leikslok, enda nýstiginn upp úr slæmum meiðslum. Alan Kennedy læddi inn sigurmarkinu þegar 8 mínútur voru eftir - Liverpool því Evrópumeistari í þriöja sinn • Alan Kenn- edy skoraði sÍRurmarkið. Santillana, en Clemence var vel staðsettur og varði. Þetta voru í raun einu færi fyrri hálfleiks. „Not a classic match," sagði Denis Law, þulur hjá BBC, eða ekki einn afþeim betri. I síðari hálfleik var það spænska liðið sem hafði lengst af undirtökin og leikmenn Liverpool virtust sætta sig við að verjast og sækja síðan eftir föngum. Þrátt fyrir betri leik Real, mátti mark- vörður liðsins taka á honum stóra sínum snemma í síðari hálfleik, er Graeme Souness átti þrumuskot að markinu. Augustin missti knöttinn frá sér, en náði honum aftur áður en nálægir framherjar Liverpool náðu að pota í hann. Leikurinn var opnastur í byrjun síðari hálfleiks og á 48. mínútu var Camacho klaufi að skora ekki, er hann komst einn á auðan sjó að marki Liverpool. Clemence kom æðandi út úr markinu, lokaði skotlínunni og lyfti Camacho því knettinum yfir Clemence. Og yfir þverslána í leiðinni. „Síðari hálf- leikurinn er opnari og fjörugri, sérstaklega virðast leikmenn Real vera að ná tökum á leiknum," sagði Denis Law. En síðan leið og beið og Real tókst ekki að rjúfa vörn Liverpool. Og átta mínútum fyrir leikslok Knattspyrnumót fyrir þá yngstu um helgina MINIKNATTSPYRNUMÓT fer fram um helgina á vegum KRR og er það hugsað fyrir G.aldurs- flokk. Reykjavikurfélögin senda öll lið i mótið, meira að segja tvö lið. A og B lið. 7 leikmenn mega vera inn á i einu hjá hvoru liði. en hópana skipa hins vegar allt að 12—14 leikmenn. Það verður þvi margt um manninn og væntan- lega glatt á hjalla. Leikið verður í riðlum og fer sú keppni fram á laugardaginn bæði á Þróttarvellinum og KR-vellin- um. Urslitaleikirnir hefjast síðan klukkan 10.00 á sunnudagsmorg- uninn og verður þá leikið Þróttarvellinum. á A Iðnskólinn í Rcykjavík Skólaslit fara fram laugardagínn 30. maí kl. 14.00. lónskólinn í Reykjavík. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf fyrir skólaárið 1981 — 1982 fara fram sem hér segir: Píanódeild: þriöjudaginn 2. júní kl. 2. Önnur hljóðfæri: sama dag kl. 5. Söngdeild: miðvikudaginn 3. júní kl. 2. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Eldri nemendur þurfa einnig að skila umsóknum fyrir þann tíma. Skólastjóri. Utsala Verzlunin lokar um næstu mánaöamót. Allar okkar vörur seljast með miklum afslætti. Raftækjaverzlunin Lampinn. Laugavegi 87. var komið að refsingunni. Liv- erpool fékk innkast, sent var til Ray Kennedy. Hann renndi knett- inum áfram og áður en leikmenn Real gátu deplað auga var bak- vörðurinn Alan Kennedy kominn á auðan sjó og hann skoraði með þrumuskoti! „Ég var búinn að segja ykkur að bakverðirnir hjá Liverpool ættu eftir að leika stórt hlutverk, þarna sannaðist það,“ sagði Denis Law og var greinilega ánægður með framsýni sína. Eftir markið hljóp örvænting í leik- menn Real og þeir fjölmenntu í sóknina með þeim afleiðingum, að Liverpool var mun nær því að bæta marki við en Real að jafna. Til dæmis varði Augustin glæsi- lega þrumuskot Graem Souness fáeinum mínútum síðar og Kenny Dalglish skaut yfir. Liðin. Liverpool: Clemence, Neal, Alan Kennedy, Hansen, Thompson, Souness, Lee, McDermott, Ray Kennedy, Dalglish og Johnson. Jim Case kom inn á sem varamað- ur fyrir Dalglish þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Real Madrid: Augustin, Cortez, Camacho, Stielieke, Sabido, Del Bosque, Juanito, Angel, Santill- ana, Navajas og Cunningham. Dómari var Ungverjinn Karoly Palotai. Utboð Patrekshreppur óskar eftir tilboðum í smíði grunn- skóla á Patreksfirði. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum. Grunnflötur þess er 720 ferm. og rúmmál 5780 rúmmetrar. Útboöið miðast viö aö gera húsið fokhelt. Útboðs- gögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafs- sonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík og á skrifstofu Patrekshreþps, Aöalstræti 63, Patreksfirði frá og meö föstudeginum 29. maí nk. Tilboðin verða opnuð á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf. 16. júní 1981 kl. 11.00. VlORGUNBLAÐIÐMORGl MORGUNBLAÐIÐMORC MORGUþ^LAÐIÐMQIK MORGU/ MORGl/ £ MOR( MOR> Moeí M\ MCX MO\ MOF\ MOR( MORG^ MORGþ M>r Blað- burðar- fólk óskast INOMORGUNBLAÐlU ^QMORGUNBLAÐIÐ QGUNBLAOIÐ ^NBLADIÐ LAÐIÐ LAÐID IRLAOIÐ -\aðid ÐIO jXDIÐ íDIÐ ðLADIÐ .J-AOIÐ ÐIÐ IO ÐIÐ IO MC\ MC\ MO\ MOR <1 mor/ mof/, >IÐ Uthverfi Smálönd Y/ | DIÐ \\OID kOIÐ mofM Hringið í síma MORGUNi! MORGUNBI MORGUNBLA 35408 MORGUNBLAÐIÐMbv^ ^NBLAÐIÐM olmOIO BLAÐID ÍLAÐIO r4BLAÐIÐ CJNBLAÐIO ^UNBLAÐIÐ iGUNBLAÐIÐ IGUNBLAÐIÐ . , V ■ ; •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.