Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981 OÓMKIRKJAN: Kl. 11 prest- vigsla. Biskup íslands, herra Sig- urbjöm Einarsson vígir guö- fræöikandidatana Döllu Þóröar- dóttur til Bíldudalsprestakalls, Torfa Hjaltalín Stefánsson til Þingeyrarprestakalls og Ólaf Hallgrímsson til Bólstaöarhlíö- arprestakalls. Vígsluvottar veröa sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Bernharöur Guömundsson, dr. Kjeld Ove Nilsson, sr. Lárus Þ. Guömundsson prófastur og sr. Þórir Stephensen, sem einnig þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organleikari Martein H. Friðriksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10. Sr. Hjalti Guömundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös- þjónusta í safnaðarheimili Ár- bæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa í Laug- arneskirkju kl. 11 árd. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guösþjónusta í Breiöholtsskóla kl. 2. Sr. Lárus Halldórsson. BUSTADAKIRK JA: Guösþjón- usta kl. 2. Organleikari Guöni Þ. Guðmundsson. Aöalsafnaöar- fundur eftir messu. Sr. Ólafur Skúlason. DIGR ANESPREST AKALL: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Prestur sr. Ólafur Skúla- son, dómprófastur. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Guösþjónusta í safnaöar- heimilinu aö Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Organleik- ari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigur- björnsson. Þriöjud. 2. júní: Fyrir- bænaguösþjónusta kl. 10.30. Beöiö fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Ulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 2. Organleikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guöjónsson. Heiðurs- gestir okkar aö þessu sinni eru íbúar viö Ljósheima. Sóknar- nefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11 í umsjá Ásprestakalls. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson messar. Þriöjudagur 2. júní: Bænaguös- þjónusta kl. 18 Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Athugiö breyttan messutíma. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. SELJASOKN: Messa kl. 11 árd. aö Seljabraut 54. Sr. Valgeir Ástráösson. FRÍKIRK JAN Í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Sigurö- ur ísólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. KIRKJA ÓHÁÐA Safnaöarins: Messa kl. 11 árd. Sr. Emil Björnsson. DOMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síöd. Alla rúm- helga daga er lágmessa kl. 6 árd. nema á laugardögum þá kl. 2 síöd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guðsþjónusta kl. 8 síöd. Ræöu- maöur Davíð Penoyer frá Kan- ada. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Einar J. Gíslason. GUÐSPJALL DAGSINS: Jóh. 15.: Þet?ar hugKarinn kemur KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Almenn samkoma kl. 20.30 á vegum Kristilegra skólasamtaka. HJALPRÆDISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16. Bæn kl. 20 og hjálpræöissamkoma ki. 20.30. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma veröur kl. 17. Jóhann Olsen. KAPELLA ST. Jósefssystra í Garöabæ: Hámessa kl. 2 síöd. VÍÐIST AÐASÓKN: Guösþjón- usta kl. 11 árd. Sr. Siguröur H. Guðmundsson. HAFNARFJARDARKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Sóknar- prestur. KAPELLAN ST. Jósefsspítalan- um: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Rúmhelga daga er messa kl. 8 árd. INNRI-NJARDVÍKURKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson prófastur prédikar. Kórar Garöakirkju og Innri- Njarövíkurkirkju syngja. Organ- isti Helgi Bragason. Kaffisala systrafélagsins í safnaöarheimil- inu kl. 15—18. Sr. Þorvaröur Karl Helgason. AKRANESKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 10.30 árd. Sr. Björn Jónsson. Samhand íslenzkra sveitarfélaga hélt ráðstefnu fyrir skömmu um gerð og rekstur íþróttamannvirkja. Fjölmargir fulltrúar víðs vegar að af landinu sóttu ráðstefnuna og var í tengslum við hana farin kynnisferð um Reykjavikurborg og iþróttamannvirki skoðuð. Myndin hér að ofan var tekin i Sundhöll Reykjavikur þar sem nýju heitu pottarnir voru skoðaðir. Ljósm. Mbl. Rax. Hækkun á frystum fiski dregur úr söltun og herzlu Landfræðibækur Bjöllunnar: Nýjasta bókin um Holland LANDFRÆÐIBÆKUR Bjöllunn- ar nefnist enskur bókaflokkur. sem hefur verið þýddur á mörg tungumál, og hefur hókaútgáfan Bjallan í Grjótagötu tekið hann til útgáfu hér. Nýlega er komin út bókin um Ilolland, land og þjóð í þýðingu Karls Jóhannes- sonar. En það er fimmta bókin i flokknum. Áður eru komnar Stóra Bretland í þýðingu Sigurð- ar Guðjónssonar. Sovétríkin i þýðingu Ernu Árnadóttur. Spánn í þýðingu Sonju Diego og Frakkland í þýðingu Friðriks Páls Jónssonar. Landfræðibækurnar eru ekki stórar, en vel myndskreyttar, efni nokkuð samanþjappað og í stuttu máli og ágæt kort eru af land- svæðunum. Þær eru því mjög upplýsandi fyrir ferðafólk, sem leggur leið sína um þessi lönd í sumarleyfinu, auk þess að þær eru mikið notaðar í landafræði- og samfélagsfræðikennslu í grunn- skólum. Aftast í þeim er atriða- skrá, svo að auðvelt er að finna það sem kann að koma á dagskrá á ferðalagi eða leitað er að. Bent er á ýmsa þætti sem einkenna dag- legt líf og þjóðarsiði, og því ágætt að líta á það áður en farið er í ferð, svo að það fari síður fram hjá ferðalanginum. Einnig er gjarnan getið um mataræði og helstu þjóðarrétti. En sagt er frá í léttum dúr og gjarnan með grínmyndum. Trautl •jAIHtæöi MJÖG mikil aukning hefur verið í verkun skreiðar það sem af cr þessu ári og sagðist Magnús Friðgeirsson hjá Sjávarafurða- deild Sambandsins ætla að aukn- ingin væri á bilinu 70—75% miðað við siðasta ár. Skreiðar- og saltfiskverkun var mjög hag- kvæm miðað við frystingu fram- an af árinu. en eítir hækkun á frystum afurðum í Bandaríkjun- um hafa þau hlutföll breyzt. Magnús sagði, að hækkunin myndi trúlega draga úr söltun og herzlu og sagðist hann ekki telja það óheillavænlega þróun. „Við verðum að leggja áherzlu á sem flesta markaði og það er ekki æskilegt að miklar sveiflur séu á milli verkunaraðferða ár frá ári. Það er betra að í þessu efni sé um sígandi þróun að ræða heldur en stökkbreytingar, sem geta verið stórhættulegar og veikt stöðu okkar á þýðingarmiklum mörkuð- um“, sagði Magnús Friðgeirsson. Hann sagðist reikna með, að sumarframleiðsla á skreið yrði til muna minni en menn hefðu ætlað vegna þessara hækkana. Skreiðar- verkun að sumri til væri dýr og gæðum afurðanna væri stefnt í hættu með verkun á heitasta tíma ársins. Um markaðinn í Nígeríu sagði hann, að ekki hefði enn komið tilkynning frá Nígeríumönnum um hámarksverð á skreið, en í því RÁÐSTEFNA um öldrunarfræði stendur yfir í Reykjavik dagana 30.5.—2.6. Að þessari ráðstefnu standa Öldrunarfræðafélag ís- lands í samvinnu við samtök öldrunarfræðafélaga á Norður- löndum sem nefna sig „Nordisk Gcrontologisk Förening“. Öldrunarfræðin spannar yfir samhandi hefur ýmist verið rætt um 310 dollara eða 290 dollara á hvern pakka. Afskipanir á fram- leiðslu þessa árs verða að lang- mestu leyti á haustmánuðum og þá ekki aðeins hér á landi heldur einnig frá Noregi. Hann sagði, að mikið magn af skreið inn á markaðinn á skömmum tíma síð- ari hluta þessa árs kynni að hafa erfiðleika í för með sér í Nígeríu, en það ætti eftir að koma í ljós. þær breytingar sem verða á lífi og háttum einstaklingsins á efri árum þ.e.a.s. líkamlegar, sálrænar og félagslegar breytingar, svo og við- brögð einstaklingsins við þessum breytingum. Á ráðstefnunni verða flutt u.þ.b. 56 erindi um ýmis efni s.s. öldrun- Reyðarfjarðar- kirkja 70 ára BÚÐAREYRARKIRKJA hét Reyðarfjárðarkirkja þegar hún var vígð árið 1911 hinn 18. júní, en hún mun verða 70 ára hinn 18. júní. Þcssara tímamóta hefur verið ákveðið að minnast með hátiðhöldum á hvitasunnudag 7. júni. Fyrir hádegi verður barna- stund í kirkjunni en hátíðarguðs- þjónusta klukkan 14 og mun biskupinn yfir íslandi prédika. Eftir guðsþjónustuna verður samkoma í Félagslundi með sér- stakri dagskrá og veitingum. Um kvöldið verða tónleikar í kirkj- unni. Núverandi sóknarprestur er Sr. Davíð Baldursson. Sóknarnefnd skipa Anna Frí- mannsdóttir, Páll Elísson, Ásgeir Metúsalemsson, Jórunn Sigur- björnsdóttir og Hildur Sæbjörns- dóttir. Safnaðarfulltrúi er Valtýr Sæmundsson, en meðhjálpari er Sigurjón Ólason. Pétur Eiríks- son gefur ekki kost á sér „ÉG IIEF ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta Skáksambands íslands, eins og hafði komið ti) umræðu“, sagði Pétur Eiríksson, forstjóri Ála- foss hf., í samtali við Mbl. „Það hafði komið til tals, að ég gæfi kost á mér til þessa embætt- is til þess að lægja þær pólitísku öldur, sem verið hafa innan sambandsins. Eins og málum er nú komið virðast þessar öldur heldur hafa farið vaxandi heldur en hitt, þannig að ég sé ekki tilgang í framboði mínu og ég hef því ákveðið að fara ekki fram. Ég mun hins vegar sitja þingið, sem fulltrúi Taflfélags Reykjavíkur, og mun beita mér af mætti fyrir sáttum innan sambandsins," sagði Pétur Eiríksson, ennfrem- ur. Leiðrétting í FYRIRSÖGN að afmælisgrein um Andrés bónda Eyjólfsson í Síðumúla sem birtist í Mbl. sl. miðvikudag, stóð sýslumaður, en átti að vera alþingismaður. Grein- arhöfundur, svo og aðrir viðkom- andi, eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. arlækningar, endurhæfingu aldr- aðra, félagslega aðstöðu o.fl. Ráðstefnuna sækja læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsfræðingar og aðrir sem starfa að öldrunarþjónustu. Alls verða um 250 manns á ráðstefn- unni. Ráðstefna um öldrunarfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.