Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 43 Enn sigra Teitur og félagar - Öster vann áttunda leikinn í röð ÖSTER vann áttunda leik sinn í röð í sænsku deildarkeppninni í knattspyrnu í fyrrakvold. en þá mætti liðið Malmö FF á útivelli. Lokatölur urðu 1—0 íyrir öster og er velgengni liðsins um þessar mundir með hreinum ólikindum. Þá var íslendingaslagur þar sem Örgryte og AIK áttust við á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Og Örn lagði Horð að velli, lokatöl- urnar 3—1 örgryte í hag. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Brage — Atvidaberg 2—0 Djurgarden — Elfsborg 1—2 Halmstad — Sundsvall 1—0 Kalmar — Hammarby 5—1 Malmö FF — Öster " 0—1 Norrköping — Gautaborg 1—0 Örgryte - AIK 3-1 Öster hefur nú 16 stig, en næsta lið, Norrköping, hefur 12 stig. Síðan kemur Sundsvall með 10 stig og Atvidaberg og Brage hafa 9 stig hvort félag. Örgryte og AIK hafa bæði 8 stig eftir 8 umferðir. Heimir og Davíð bættu árangur sinn EINS OG fram hefur komið i fréttum, fóru tveir fimleikapiltar frá íslandi ásamt þjálfara og fararstjóra á Norðurlandameist- aramót í Helsingfors. Þeir sem fóru. eru þessir: Heimir Gunn- arsson, Davið Ingason, Guðni Sigfússon, þjálfari. Jóhann Þor- valdsson, fararstjóri FSÍ. Einnig kom til Helsingfors Jón- as Tryggvason fimleikamaður, sem átti að keppa á Norðurlanda- meistaramótinu, en varð að hætta við keppni vegna meiðsla í baki. Jónas er við nám í íþróttafræðum í Moskvu, og hélt hann þangað á ný frá Helsingfors. Heimir og Davíð bættu árangur sinn um mörg stig, frá því sem var á íslandsmeistaramóti '81, þótt þeir væru í neðstu sætum NM-keppninnar. Eftir að keppni lauk, gafst þeim kostur á að æfa með finnsku fimleikafólki nokkra tíma og var það bæðilærdómsríkt og ánægjulegt. Við áttum kost á að skoða nokkrar íþróttahallir, þar sem öll áhöld fyrir fimleika- fólk eru tilbúin til notkunar þegar fimleikafólkið kemur til æfinga. Davíð Ingason fór frá Helsing- fors til Þýskalands og mun dvelja þar í mánaðartíma við æfingar. Hinir komu heim þrem dögum eftir keppni. Ragnheiöur á réttri leið RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir úr FH tók þátt í 800 og 3.000 metra hlaupum á frjálsíþróttamótum í V-Þýzkalandi um siðustu helgi, og sýndi þar að hún er í góðri æfingu og til alls líkleg á hlaupa- brautinni í sumar. Ragnheiður hljóp 800 metra hlaupið létt og lipurt á 2:08,7 mínútum, aðeins sekúndu frá sínu bezta, sem gefur von um góðan árangur, því hún er á þungu prógrammi enn sem komið er, þar sem miðað er við að ná sem beztum árangri í júlí og ágúst. Daginn eftir hljóp Ragnheiður Frestað AF óviðráðanlegum ástæðum hef- ur öðrum hluta Meistaramóts tslands i frjálsiþróttum verið frestað um nokkra daga. Verður keppt i 4x800 metra boðhlaupi karla og 3.000 metra hlaupi kvenna þriðjudaginn 2. júní næstkomandi og 10.000 metra hlaupi karla miðvikudaginn 3: jiim. Keppt verður á Laugardals- vellinum, og hefst keppni kl. 19.30 báða dagana. A-keppnin í körfu: Sigur hjá Vestur-Þjóðverjum A-KEPPNIN í körfuknattleik er fyrir nokkru hafin í Tékkóslóv- akiu og hefur Mbl. haft spurnir af tveimur fyrstu leikjunum. Vestur-Þjóðverjar sigruðu Tyrki 66—51 í Havirov, en í Bratislava sigruðu ísraelsmenn Englend- inga 82—71. Þar voru islensku landsliðsmennirnir i knatt- spyrnu meðal áhorfenda. 12 þjóðir eiga lið í keppninni, en undanrásir fara fram í Havirov og Bratislava. Úrslitaleikirnir fara síðan fram í Prag i næstu viku. 3.000 metra hlaup á 9:40,7 minút- um, sem einnig er hennar lang- bezta, og jafnframt næstbezti ár- angur sem íslenzk kona nær frá upphafi. Aðeins Lilja Guðmunds- dóttir ÍR hefur náð betri árangri í 3.000 metra hlaupi, 9:36,0 mín. Lilja á einnig íslandsmetið í 800 metra hlaupi, 2:06,2 mínútur. Jóná 8:20,2 JÓN Diðriksson UMSB hljóp 3.000 metra hlaup á 8:20,2 minút- um á frjálsiþróttamóti i V-Þýzka- landi um helgina. Jón leiddi allt hlaupið en undir lokin sprettu einhverjir Þjóðverjar fram úr honum. Jón á íslandsmetið í þessari grein, og er það 8:09,2 mínútur. Jón hefur að undanfðrnu verið á þungu æfingaprógrammi, og því ef til vill ekki í sem beztu keppnisformi um þessar mundir, en þess má vænta af honum i sumar, að hann verði sterkari en áður, og því viðbúið að einhver íslandsmetin i millivegalengdum og langhlaupum falli. • Alan Kennedy hampar Evr- ópubikarnum eftir að mark hans hafði fært Liverpool bikarinn i þriðja skiptið á fimm árum. Liverpool sigraði Real Madrid 1 -0 í París. 1978 sigraði liðið FC Brugge 1—0 á Wembley og árið áður sigraði liðið Borussia Mönchengladbach 3—1 í Róm. Millivegalengdarhlauparinn Jón Diðriksson er í góðri æfingu um þessar miindir. Heil umferð í 2. deild á dagskrá HEIL UMFERÐ er á dagskrá i 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu um heigina. Leikirnir i dag hefjast allir klukkan 14.00. í Borgarnesi eigast við Skalla-Grímur og Ilaukar. i Keflavík lið ÍBK og Völsunga og á Neskaupstað lið Þróttar og ÍBÍ. Annað kvöld klukkan 20.00 mætast á Selfossi lið heima- manna og Reynis frá Sand- gerði og á mánudagskvöldið eigast við Þróttur og Fylkir á Melavellinum. Hefst leikur þeirra klukkan 20.00. Jiu stórtitlar a sjö arum! ÞEGAR Liverpool vann Evrópu- bikarinn eftir úrslitaleik gegn Real Madrid í fyrradag, var það tiundi meiri háttar bikarinn sem liðið hreppir undir stjórn Bob Paisley. en hann tók við stjórn- inni hjá Liverpool árið 1974. Nánar tiltekið, hefur félagið unn- ið Evrópubikarinn þrivegis, ensku meistaratignina fjórum sinnum, UEFA-bikarinn, „Super Cup" keppnina og deildarbikar- inn. Fimm leikmenn liðsins hafa leikið í öllum Evrópubikarleikj- unum, Ray Clemence, Phil Neal. Ray Kennedy. Terry McDermott og Jim Case. En Ray Kenndy á örugglega metið í herbúðunum, því hann hafði unnið slatta af verðlaunum með Arsenal áður en hann gekk til liðs við Liverpool. Kennedy hefur unn- ið 12 titla á ferli sínum, fimm enska meistaratitla, þrjá Evrópu- bikartitla og fleira, svo sem UEFA-bikar titil. Saunders haf ði ekki áhuga á United! RON Saunders, framkvæmda- stjóri ensku meistaranna hjá Aston Villa, var i gær boðið að taka við liði Manchester Utd., scm rak á dögunum stjóra sinn Dave Sexton. En Saunders sagði nei takk og er hann þar með þriðji maðurinn sem neitar til- boði frá United eftir brottrekstur Sexton. Engin furða, United-liðið er frægt orðið fyrir meðferðina á stjórum sinum. Áður höfðu Lawrie McMenemy hjá South- ampton og Bobby Robson hja Ipswich neitað að fara til United. Talið er að félagið muni fara næst á fjörurnar við Ron Atkin- son hjá WBA. Takist félaginu ekki að narra hann yfir til sín, hefur heyrst að gamla kempan Tommy Docherty sé í sigtinu, en hann þjálfar í Ástraliu um þessar mundir. Alkmaar sigraði tvöfalt AZ '67 ALKMAAR varð hollensk- ur bikarmeistari i knattspyrnu i fyrrakvöld, er liðið sigraði Ajax næsta auðveldlega í úrslitaleik að viðstoddum 40.000 áhorfendum. Þar með sigraði Alkmaar tvöfalt í Hollandi, hafði áður unnið deildarkeppnina með miklum yf- irburðum. Og liðið lék einnig til úrslita um UEFA-bikarinn, en tapaði þar gegn Ipswich. Alkmaar hafði yfirburði í fyrri hálfleik, en tókst þó aðeins að skora einu sinni, það gerði Pier Tol á 24. mínútu eftir góða send- ingu frá Kristen Nygaard. Ajax sótti í sig veðrið framan af síðari hálfleik og tókst loks að jafna á 53. mínútu, er Gerard Vanenburg skoraði. Aðeins fimm mínútum síðar hafði Alkmaar náð foryst- unni á nýjan leik, Ronald Spelbos skoraði, og Kristen Nygaard inn- siglaði sigurinn með góðu marki á 74. mínútu. Fjorir leikir í 1. deild um helgina FJÓRIR leikir eru á dagskrá í 1. dcild tslandsmótsins i knattspyrnu um helgina, þrir i dag, en einn á morgun. Rétt er að taka fram strax, að loksins, loksins. vcrður leikið á grasi. Fram og Þór mætast á Laug- ardalsvellinum i dag klukkan 14.00 og á sama tíma hefst í Vestmannaeyjum viðureign ÍBV og KR. Klukkan 16.00 í dag hefst hins vegar leikur UBK og ÍA á Laugardalsvell- inum. Annað kvöld klukkan 20.00 eigast síðan við Valur og Víkingur á Laugardalsvelli. Haukar halda upp á fimmtugsafmælið Knattspyrnufélagið Haukar í Ilafnarfirði varð 50 ára 12. apríl síðastliðinn. Af þvi tiiefni verour mot- taka fyrir Haukafélaga og gesti i llaukahiisinii við Flatahraun laugardaginn 30. maí frá klukkan 15.00 til 18.00. Þar fara fram heiðr- anir og ávörp og á boðstól- um verða veitingar sem Haukakonur munu sjá um. Afmælishóf yngri féiaga verður haldið á sama stað, föstudaginn 5. júní, þar verð- ur meðal skemmtiatriða, dans, tískusýning og fleira. I tilefni afmæjisins verður efnt til sögusýningar Hauka i félagsheimilinu og verður hún opnuð að afmælishófinu loknu. Stendur hún i eina viku. Efnt verður til margs konar íþróttamóta og kapp- leikja á árinu, en nýiokið er knattspymumóti í yngri flokkunum með þátttöku fjölda félaga á Faxaflóasvæð- inu. Formlegur vígsluieikur grasvallarins á Hvaleyrar- holti verður í sumar og verð- ur sérstaklega tii hans vand- að. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.