Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Aldrei fyrirgal Stal- ín 77 sinnun 7 sinnum Húsmóðir skrifar: „í öllu því mikla áróðursmold- viðri sem búið er að þyrla upp til styrktar helstefnu Karls Marx, finnst mér þó fráleitast þegar kommúnistar eru að nudda sér utan í Krist, eins og í kvæðinu stendur. Fyrirgefningarboðskapur Krists á ekkert skyit við kúgun- arstefnu Marx. Til að byrja með sagði Karl Marx sjálfur, að kristin trú væri bara deyfilyf ágjarnra atvinnurekenda til þess að sætta fátækan almúgann við knöpp kjör sín. Hefur sósíalisminn í Rúss- landi nokkurn tíma boðið upp á þá kenningu að vera við aðra eins og hann vill að aðrir séu við sig? Og aldrei fyrirgaf Stalín, besti fram- kvæmdastjóri Marx, 77 sinnum 7 sinnum. Þekkti sovét- kerfið betur Fyrsta vinstri stjórn á íslandi hafði svo mikið við Kremlherrana, að hún bauð hingað þáverandi menntamálaráðherra Sovétríkj- anna, félaga Fúrtsevu. Hún þekkti betur sovétkerfið en þessar friðar- nefndarkonur. Þegar þær hafa „Kristindómurinn ósamrýman- legur kommúnismanum.“ gleypt í sig veislumatinn sem borinn er á borð fyrir útlend- ingana, á kostnað alþýðunnar, borga þær fyrir sig með yfirlýs- ingum um blessun skipulagsins fyrir almúgann, sem býr við skort og sífellda hræðslu við að fara einhvern tíma á ævinni í fanga- búðir. Fúrtseva sagði hér, að kristindómurinn væri ósamrým- anlegur kommúnismanum. Eina leikritið um þrælabúðalífið Það þurfti nú ekki að segja manni það, þó að maður hefði bara verið fermdur upp á Faðir- vorið. Þessir trúboðar heimsvalda- stefnu Rússlands ættu að lenda í því, að stjórnvöld í hinum frjálsa heimi tæki af þeim ferðafrelsið, eins og gert er í kommúnistaríkj- um, og segðu þeim í staðinn að fræðast um Rússland með því að lesa bækur þeirra rithöfunda, sem hafa þurft að hrökklast undan kúguninni og leita á náðir NATO- ríkja og vita svo um alla hina, sem heima kveljast á geðveikrahælum eða í fangabúðum. Leikarar hafa gott af því að lesa leikrit Solzhen- itsyns um þetta efni; það er eina leikritið í veröldinni sem skrifað hefur verið um þrælabúðalífið, og það þekkir hann af eigin reynslu." Opið bréf til Renn- arasambands íslands Grettisgötu 39,115, Reykjavik Oddur A. Sigurjónsson. Hólagötu 24, Vestm., skrifar: „Gömlu starfssystkin. Eftirfarandi bréf, dags. 2/5 1981 barst mér í pósti þ. 20. maí. „Orlofsheimilanefnd Kennarasambands íslands hefur lokið störfum. Umsóknir reyndust nærri tvisvar sinn- um fleiri en þær vikur, sem voru til ráðstöfunar. Starfsaldur var látinn ráða um úthlutun að öðru jöfnu. Því miður var ekki hægt að gefa þér kost á húsi nú, en falli einhver frá umsókn sinni, sem hefur fengið úthlutun, kemur þín umsókn til greina eins og annarra. Með félagskveðju orlofsheimilanefnd KÍ.“ Tilefni þessa furðulega bréfs var umsókn mín um vikudvöl í orlofshúsi KÍ 3.—10. júlí þ-á. Ég verð að líta svo á, að svar orlofsheimilanefndar þarfnist ýmissa skýringa: Um starfs- aldur minn er það að segja, að frá og með 1937 og til 31/8 1974 var ég við skólastjórn í samfelldu starfi. Þá hafði ég starfað þrem árum lengur en þurfti, til þess að komast á full eftirlaun. Síðar var ég í hálfu starfi við skóla eitt ár, er ég varð að láta af störfum, vegna heilsubrests. Nú óska ég eindregið eftir því að fá undanbragða- og refjalaust svör við eftirfar- andi sþurningum: 1. Hve margir voru umsækj- endur um orlofshús nú með hærri, eða jafnan starfsald- ur og ég? 2. Hvað þýðir klausan „að öðru jöfnu“ í greininni um starfsaldur. Á að skilja það svo, að þar séu menn flokk- aðir eftir einhverjum verð- leikum? 3. Finnst ekki nefndinni það einstök náð, að falli ein- hver, sem hefur verið í II.G. skrifar: „Velvakandi! Mig langar til að leggja nokkur orð í belg varðandi bílbeltaum- ræðurnar sem átt hafa sér stað hér í blaðinu undanfarið, með því að varpa fram eftirfarandi spurn- náðinni um úthlutun nú, komi mín umsókn til greina eins og annarra!? 4. Hverskonar afgreiðsla er það bréf þurfi 18 daga til að berast frá Rvík til Vest- mannaeyja (gerum ráð fyr- ir að dagsetning sé óföls- uð)? Ósk mín er, að svarað sé opinberlega, til að hreinsa burtu þokuna, sem mér finnst grúfa hér yfir. Með kveðjum.“ ingu til Inga Bergmanns og áhangenda hans: Hvaða skýring er á þeirri staðreynd að í öllum þeim löndum, þar sem notkun bílbelta hefur verið lögleidd, hefur dauðaslysum fækkað um 30—70% — ef bílbeltin eru ekki skýringin?" Hver er þá skýringin? Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Skagfirðinga Jón Hermannsson — Ragnar Hansen 127 Guðmundur Eiríksson — Sverrir Kristinsson 126 Oli Andreasen — Sigrún Pétursdóttir 122 Erlendur Björgvinsson — Sveinn Sveinsson 113 Meðalskor 108 Þetta var síðasta spilakvöld í vetur. Bridgedeild Skagfirðinga Einn 16 para riðill. Úrslit urðu þessi: Stig Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 259 Kristinn Gústafsson — Þorsteinn Þórðarson 246 Baldur Árnason — Jón Stefánsson 243 Kristinn Sigurðsson — Sigmar Jónsson 236 Guðrún Hinriksd. — Haukur Hannesson 232 Jón Hermannsson — Ragnar Hansen 225 Erlendur Björgvinsson — Sveinn Sveinsson 225 Meðalskor 210 Næst verður spilaður tvímenningur 26. maí kl. 19.30 í Drangey. Bridgedeild Breiðfirðings Urslit í einmenningskeppn- inni: Stig Guðjón Kristjánsson 314 Benedikt Björnsson 296 Ellert Ólafsson 293 Þorvaldur Matthíasson 286 Sigríður Karvelsdóttir 285 Þórarinn Árnason 284 Þórarinn Alexandersson 280 Gróa Guðnadóttir 269 Meðalskor y270 Einnig var spilaður tvímenn- ingur í einum 12 para riðli. Úrslit urðu eftirfarandi: Stig Erla Eyjólfsd. — Gunnar Þorkelsson 186 Jóhann Jóhannsson — Kristján Sigurgeirsson 182 Birgir Sigurðsson — Sveinn Helgason 177 Elín Jónsdóttir — Sigrún Ólafsdóttir 175 Ása Jóhannsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 173 Meðalskor 165 'Spilamennsku er nú lokið hjá Bridgedeild Breiðfirðinga. Útboð Patrekshreppur óskar eftir tilboöum í smíöi grunn- skóla á Patreksfiröi. Húsiö er steinsteypt á tveimur hæöum. Grunnflötur þess er 720 ferm. og rúmmál 5780 rúmmetrar. Útboðiö miöast við aö gera húsiö fokhelt. Útboös- gögn veröa afhent á Verkfræöistofu Stefáns Ólafs- sonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík og á skrifstofu Patrekshrepps, Aöalstræti 63, Patreksfirði frá og meö föstudeginum 29. maí nk. Tilboöin veröa opnuð á Verkfræöistofu Stefáns Ólafssonar hf. 16. júní 1981 kl. 11.00. Við flytjum lögmannsstofu okkar frá Laufásvegi 12. Frá 1. júní 1981 veröur skrifstofa okkur aö Lágmúla 7, V. hæö. Símanúmer breytast einnig og verða: 82622 (3 línur) Guömundur Ingvi Sigurösson hrl. Jónas A. Aöalsteinsson hrl. Sveinn Snorrason hrl. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU VI GLVSING A SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.